Þjóðviljinn - 20.04.1958, Page 6

Þjóðviljinn - 20.04.1958, Page 6
6) -i' ÞJÓÐWEjrNÍÍ -ii feunntidagtir120. Rpril1 495811^- Þiúðviuinn Úteelanai. öameimngarílokkur alÞÝöu - SOsiailstatloklcurinn. Rltstjórar Magnús Kjartansson, Sípurður Guðmundsson (áb.) PréttarltstJóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon. Ivar H. Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Auglýs* thgastjóri: Guðgeir Magnússon. - RitstJórn. afgrelðsla auglýsingar, prent- smiðJa: Skólavörðustíg 19. — Siml: 17-500 (5 línurV - Áskrift.arverð kr. 25 ó <nan. 1 Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsst. - LausasöluverO kr. 1.50 PrentsmlðJa ÞJóðviljan» Skrýtlan Bidstrup teiknaði Einstæður flokkur T?ins og Þjóðviljiiui hefur áð- ur greint frá flutti einn af alþiilgismönnum Alþýðufiokks- i ræðu í Gamla bíói á vegum Sj ál fstæðisfi okksins fyrir nokkru og hafði það sem einn aðalboðskap ræðu sinnar að eignarétturinn ætti að vera friðhelgur. Síðan hefur ræða þingmannsins birzt í heild í Alþýðublaðinu án þess að nokkur alhugasemd væri gerð, og \terður því að álykta sem svo áð þar hafi þessi forustu- maður túlkað stefnu flokks síns, Boðskapurinn um eigna- réttinn er hins vegar mjög at- hyglisvert dæmi um það hvert A’þýðuflokkurinn er kominn, hversu langt hann hefur hlaup- izt frá sósíalistískum grund- vallarskoðunum, og er því sér- stök ástæða til að vekja athygli á þessu fyrirbæri. í ræðunni var m. a. komizt svo að orði: É nn einn ófrávíkjanlegur þáttur lýðræðisins er frið- helgi eignaréttarins. Þjóðfélagið setur með stjórnarskrá og Iög- ýmsar reglur um réttindi manna yfir eignum, sem þeir komast yfir(t), um skattgreiðsl- ur til þjóðfélagsins og annað slíkt. En undirstöðuatriði í þeim efnum er það, að ekki sé rofin sú grundvallarregla, sem fest er í stjómarskrám allra lýðræðisþjóðav að eignaréttur- inn sé friðhelgur. Þegar fjár- hagsörðugleikar steðja að þjóð- félögunum, er alltaf mikil hætta á þvi, að ríkisstjórnir grípi til þess í vandræðum sínum að brjóta þessa grund- vallarreglu iýðræðisins, enda eru deilur um þetta atriði al- gengiistu deilur í þeim þjóðfé- lögum, þar sem iýðræðið hefur fest rætur. Með vaxandi af- skiptum þjóðfélagsins af vél- ferðarmálum þegnanna, eink- um þeirra sem minna mega sín, hefur að sjálfsögðu orð- ið að ganga lengra en áður á braut skattlagningar og eru tekjuskattar yfirleitt orðnir mjög háir í þeim þjóðfélögum þar sem kjör almennings eru bazt. Þó eru þar gildandi tak- rnörk, sem ekki má fara út fyr- ir og eru þau einkum í því fólgin, að lögmætar eignir manna séu friðhelgar fyrir beinni eignaupptöku. — Ég tel Æð hér á landi séu skattar á tekjum orðnir mjög miklir, svo miklir að allar líkur benda til þess að þeir séu orðnir einn mesti bölvaldur í íslenzku efna- hags’ífi. Þrátt fyrir þetta hef- •ur nú ekki verið látið sitja við ■tekjuskatta eina, heldur hefur verið lagður skattur á eign- ir, sem mér virðist vera brot á því grundvallaratriði sjálfs lýð- .ræðisþjóðfélagsins að eigna- réttur þjóðfélagsþegnanna skuli vera friðhe’gur. Það er engum •vafa undirorpið að slíkt brot á einni grundvallarreglu þjóðfé- lagsins veldur meira tjóni en gagni, Það skapar slíka óvissu og öryggisleysi, að sjálfum grundve’li efnahagslífs þjóðar- innar er hætta búin. Ég tel að þegar gengið verður að því að leysa efnahagsvandamál hins íslenzka þjóðfélags með meiri festu en nú hefur verið um sinn, sé nauðsynlegt að afnema lög þau um eignaskatt, sem nú hafa verið sett, með því að hann feiur í sér eignaupptöku. sem brýtur í bága við grund- vallarreglur lýðræðisins." T»jóðviljanum þykir rétt að ■* birta þennan kafla í heilu lagi, svo að ekkert fari milli mála; þetta er í raun og sann- leika boðskapur fluttur af þingmanni A’þýðuflokksins og birtur í Alþýðublaðinu. For- senda þessarar kenningar er sú að eigna- og tekjuskiptingin í auðvaldsþjóðfélagi sé fullkom- lega réttlát, og einstaklingar eigi að ráða yfir hverjum þeim eignum „sem þeir komast yfir“, hversu miklar sem þær eru, og stjórnarvöldurium sé óheimilt að breyta nokkru um þá þróun með skattheimtu eða öðrum opinberum aðgerðum. Þetta er j vissulega engin ný kenning, hún hefur verið boðuð af þeim íhaldsflokkum sem fomeskjuleg- astir eru um allan heim, en hún hefur áreiðanlega aldrei fyrr verið flutt af þeim sem telja sig sósíaldemókr.ata. Sósíaldemókratar hafa þvert á móti ævinlega bent á mis- skiptingu eigna og tekna sem sönnun þess að auðvaldsþjóðfé- lag væri ranglátt og andstætt hagsmunum allrar alþýðu, Þeir hafa talað um auðsöfnun millj- ónara sem þjóðfélagslega ræn- ingjastarfsemi, með hemii væri verið að hirða arðinn af vinnu annarra, síík söfnun væri eignarán sem bæri að skerða og afnema en ekki vernda. Sósíal- demókratar hafa ævinlega beitt sér fyrir því að minnsta kosti í orði að stóreignir væru skattlagðar sérstaklega og stig- hækkandi til þess að stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu og létta byrðarnar á þeim efna- minni. Og þeir hafa hætt mak- lega þá menn sem hafa kennt eignasöfnun auðkýfinganna við „lýðræði" og bent á að með henni væri verið að tryggja einræði hinna fáu yfir hinum mörgu. ¥^að hefur lengi verið ljóst að Alþýðuflokkurinn er ein- stæður flokkur meðal þeirra sem þykjast aðhyllast sósíal- demókratisma. Ýmsir helztu forustumenn hans hafa fyrir löngu kastað öllum sósíalistísk- um sjóriarmiðum fyrir borð og hann hikar ekki við að boða skoðanir sem eru svo fjarlæg- ar hugsunarhætti nútímans að jafnvel íhaldsflokkar kynoka sér vjð að flíka þeim í orði. Skáldaþáttur Ritstjóri: Sveinbjörn Beinteinsson. Margir nota orðið rím um allar þær formreglur sem ein- kenna íslenzka ljóðagerð. Þetta er rangt, stuðlar eru ekki rím og hrynjandi ljóðsins er ekki rim. Mörg þau Ijóð sem við mundum telja einna íslenzkust í formi eru órímuð, öll eddu- kvæðin eru órímuð og Sona- torrek einnig. Raunar er rímið miklu veigaininni þáttur í Ijóð- list okkar en stuðlarnir, enda þótt rímið sé þýðingarmikið í sumum greinum kveðskapar, einkum í rímnaháttunum. Stuðlasetning byggist á því að mynda samræmi milli orða og milli hendinga, með því að raða saman stöfum sem eru samhljóða. Þessi regla er fyrst og fremst háð því lögmáli ís- lenzkrar tungu, að fyrsta at- kvæði hvers orðs hefur þyngri áherzlu í framburði en þau at- kvæði sem á eftir fára. Það væri því fjarstæða að htigsa sér stuðla í þeim málum sem lúta öðrum framburðarreglum, t. a. m. frönsku. Sennilega er það stuðlasetningin sem hefur verndað þessa fornu áherzlu- reglu íslenzkunnar. Söngur sá, eða eftirlíking af söng, sem hér hefur tíðkazt i heila öld eða meira, vinnur einatt á móti lögfnálum ís- lenzks máls og brýtur niður þær meginstoðir sem lengst hafa dugað. Mörg sönglög eru þess eðlis að þau samrýmast ekki tungutakj okkar ' og er einatt mesta furða hvað fólk lætur bjóða sér í þeim efnum. Menn syngja með köldu blóði: lifnar og glæðis't hugarkætin þá — með því móti að setja hnykk á- seinna atkvæði orðs- íns lifnar, af því lagið krefst þess, Kvæði Sveinbjarnar EgT ilssonar: Fósturjörðin fyrsta sumardegi, er sungið undir lagi sem tætir það niður í af- skræmi af því að lagið fellur ekki að kvæðinu. Til annars hefði þó Sveinbjörn Egilsson unnið en að þannig væri farið með verk hans. Ekki ber að skilja orð mín svo að hætt skuli öllum söng á íslandi, en það er kominn tími til að verja landhelgi málsins fyrir söng- lögum sem stórskemma það og spilla næmi fólks fyrir réttu máli og málfegurð. Eg er viss um að fólk sem kunni mikið af vísum og raúlaði þær, það hélt betur í horfinu með mál- far sitt en þeir sem syngja Ijóð með röngum áherzlum. Þetta um skakkar áherzlur og bjagað mál á ekki einungis við svo>- nefnd dægurlög og þau ljóð sem þeim fylgja, margt af hin- um hátíðlegri söng er undir sömu sökina selt. Margar hætt- ur steðja að tungu okkar, en ekki er sá háskinn minnstur sem stafar frá vondum söng og auvirðilegum söngtextum. í þessu efni þarf að gera hærri kröfur en tíðkazt hefur. Meiri hlutinn af ungu fólki vill tala og skrifa fallegt mál, en það er svo illa úr garði gert frá heimilum og skólum að það kann ekkert mál. Eg veit að kennarar gera mikið til þess að bæta málfar nemenda sinna, en það hrekkur ekki til þeg- ,ar undirstöðuna vantar. Það bam sem venst mjög þróttlitlu og óvönduðu máli heima hjá Framhald á ‘11.' síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.