Þjóðviljinn - 25.06.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. júní 1958 ÞJÓÐVILJINN- — (9 Fréffabréf frá Frlmanni Helgasym: fiðeins lið frá ¥-Evrópu og S«Ameráku komisst í gegu um Jj órðimgsúrslitm" Gautaborg, 19. júní. í kvöld fóru fram fjórir leikir í fjórðungsúrslitum og náðust úrslit í þeim ö'.lum. 1 Það óvæntasta i leikjum þess- um mun hafa verið tap Rússa fyrir Svíum. Fyrirfram töluu ■Svíar sig nokkuð vissa með að vinna, og sögðu að bezta vopn þeirra vær; þreyta rúss- anna eftir leikina í hinúm sterka hópi sem þeir léku í, en þeir urðu líka að leika aukaleik mjög harðan við Breta. Þetta reyndist þeim rétt I stuttu yfirliti í útvarpi í kvöld segir að Svíarnir hafi allan tímann verið frískari og fljótari og þó sérstaklega í síðari hálfieik. Mörkin komu bæði í síðari hálfleik og skor- aði útherjinn, Hamrin, þáð fyrra en það síðara, kom á 43. mín. eða tvéim mínútum áð- ur en leiknum lauk, og það ■skoraði Simonsson, miðherj- inn. Um leikinn milli Þjóðverja og Júgóslava var sagt að framlína Þjóðverjanna hefði verið sérlega góð og aldrei leikið betur í keppninni, og að leikur Þjóðverjanna hafi ekki verið eins harður og undanfarið. Virðist sem Þjóð- verjarnir hafi fundið fram- línu sem dugar en það hefur lengi verið vandamál þeirra. Það var Rahn sem skoraði markið á 12. mín. leiksins en Rahn er næsthæstur að skora mörk í keppninni. Með leikjum þessum eru öll löndin úr Austur-Evrópu úr liðsins meðan Ungverjarnir voru að berjast í mjög erfið- um leikjum við lið frá Suður- Amerikú, og komu svo þreytt- ir í leik á möti hvíidum Þjóð- verjunum; Iiér skeði það bara nokkuð fyrr. Hitt er svo eng- an veginn víst að Rússar hefðu unnið Svíana með því liði sem þeir síðarnefndu hafa núna að meðtöldum atvinnu- mönnunum frá ítalíu, því að það er mjög sterkt, þótt báð- ir hefðu verið úthvíldir. Frakþar unnu stærsta sig- urinn í þessari umferð, þar sem Norður-írar urðu undir með 4 mörkum gegn engu. I hálfíeik stóðu leikar 1:0 fyrir Frakka og var markið skorað á 43. mín. af Wieníeski eftir sendingu frá Fontaine, en öll hin; mörkin skoraði Fontaine, og er hann langhæstur með mörk eða um 10 mörk til þessa. Hann er hægri innherji í liðinu. Leiknum hér á Ullevi tap- aði svo Wales og þar með hurfu liðin frá Bretlandseyj- um úr H. M. að þessu sinni. Það hefði ■ þött fremur ófcrú- legt að sjálft England kæmist ekki í gegn um fyrstu umferð eins og það átti nokkuð góða leiki rétt áður en keppnin byrjaði, og svo var það ó- heppni að lenda í svona sterk- um riðli, Wales kom á óvart í leiknum við Brasilíumenn. Allir spádómar um leikinn hér á Ulievi voru á þá lund, en því var treyst að það feng- ist framlengt. Það sem sagt tökst ekki, mörgum til mik- illar hryggðar. Það virtist Þegar leið á leikinn fóru Brasilíumenn að harðna heldur þvi að þeir kunnu ekki við þetta og fengu Walesmenn Allchurcli, innlierji Wales, og Brasilíumennirnir Bellini, mið- framvörður, og de Sordi, hægri bakvörður. Frá jafnteflisleik Brasilíumanna. og Englendinga. Gilmar, — markvörður Brasilju, — með knöttinn. Derek Iíevan, miðher.ji Breta, og Orlanúo, framvörður Brasilíu, sjást fremst til vinstri á m.vndinni. Þarna munaði litlu að Englendin.gar skoruðu. sem fjarvera hans hefði engin áhrif á leikgleði og vilja Wal- es-manna, þeir börðust eins og Ijón allan tímann, settu upp skipulag í leiknum sem kom Brasilíumönnum svolítið á óvart. Það merkilega skeði að flokkpleikur Walesbúa var mun betrj úti á vellinum en Brasilíumanna. Þeir voru ekki síður hreyfanlegir og með hárnákvæmar sendingar, en það var eins og það vantaði síðasta gegnumbrot og skot. Vörn Brasilíumanna er líka ákaflega sterk og erfitt að komast í gegnum hana. Þó munaði ekki mikíu á fyrStu 1 mín. leiksins að Wales tæk- ist að skora. Walesmenn höfðu '«> mjög góða knattmeðferð, en þó var það svo að Brasilíu- mennirnir höfðu hana ennþá bethi. Aftur á rnóti náðu Brasilíumenn ekki flokksleikn- um, sem einstaklingar léku þeir oft af mikilli leikni en þeir voru svo lengi með knött- inn að hinir fljótu og viljugu 14 aukaspyrnur á þá, en Bras- ilía ekki nema 7 á Wales. Aftur á móti fengpi þeir 7 horn á Wales en Wales ekk- ert. Beztu menn Wales voru miðframvörðurinn Mel Cliarl- es, bróðir Charles sem ekki fékk að vera með, og sýndi hann mjög góðan leik. Mark- maðurinn Kelsey, var líka mjög góður; úthérjinn Med- win var fljótur og leikinn og rúglaði oft vörn Brasilíu. — Annars var liðið heilsteypt og skemmtilega leikandi. Gáldramaður. I liði Brasilíu voru einstak- lingar sem gaman var að horfa á. Fyrst og fremst lít- ill útherji sem Garinca heitir. Þvílík knattleikni og þvílíkur hraði í skrokkhreyfingum er einsdæmi hér á þessu móti. En þessari snilli fylgir sá galli að hann heldur knettinum oft of lengi og reynir að skjóta á markið þegar hann er svo mikið á hlið, að það. er nærri því lokað. Varð hann uppá- l^ald allra áhorfenda fyrir snilli sína með knöttinn. Bak- verðirnir frá Wales gerðu ekki tilraun til að stöðva liann langt úti á velli, heldur hop- uðu þeir og reyndu að tefja fyrir honum, þar til fleiri voru komnir til að aðstoða við hindrunina. Hann beið líka um of þar til allt var lokað. Didi, innherjinn, er snjallast- ur Brasilíumannanna bæði sem leikmaður auk þess sem hann tekur flokksleikinn í ■ þjónustu sína. Hann er frá- bærlega leikinn einstaklingur. Sagt er að ítalir hafi boðið í hann sem svarar 1 millj sænskra krónál. Miðframvörðúrinn Bellini var líka mjög sterkur leik- maður, og einnig Sandos, vinstri bakvörðurinn. Dómari var Friedrich Seip- elt frá Austurríki og dæmdi hann vel. Undanúrslit fara fram á þriðjudag. Á þriðjudaginn fara svo fram undanúrslit og eru það tveir Jeikir. Keppa þá Frakkar og Brasilíumenn og fer sá leikur fram í Stokkhólmi, en hinn leikurinn fer fram hér í Gautaborg og keppa þar Svíar og Þjóðverjar. Er gert ráð fyrir mjög jöfnum leik á báðum stöðum. Frakkar hafa komið nokkuð á óvart með því að komast svona langt en þeir eiga gott lið og vafalaust verða Brasilíumenn að taka betur á á þriðjudaginn. en þeir gerðu í kvöld við Wales. Hér er mikil eftirvænting með leik Svía og Þjóðverja, það eru þó svolítil hlunnindi að vera á heimavelli með ,sitt‘ fólk til þess að uppörfa og hvetja. Sagt er að hér verði líka þýzk nýlenda, þó ekki sé nema blaðamannafjöldinn sem verður um 300 manns fyrir utan þýzka ferðalanga sem varla verða hlutlausir. Frímann. Ðanskt unglingalið væntanlegt í boði Fram hingað á morgun unglingali'ö (2. aldursflokkur) frá keppninni. Ungverjaland má muna fífil sinn fegri, og segja sérfræðingar sem sáu það lið og það sem nú kemur fram, að hið síðarnefnda sé ekki svipur hjá sjón. Var raunar ekki við miklu búizt af þeim og þó meir en fram kom. Er því mjög um kennt að Hid- egkuti var ekki með þá leik- ina sem mest á reið að hafa skipuleggjara. Almennt var búizt við að Rússar kæmust í úrslit, en vera má að þeir hafi beðið sömu örlög og hin- ir snjöllu Ungverjar 1954, er Herberger hvílöi stóran hluta að Brasilía mundi leika sér að Wales-liðinu og skora svona 4-6 mörk, og því var spáð og ekk; vitað annað en að ,,milljóna“Charles yröi með í leiknum. Það uiðu mik- il vonbrigði þegar tilkynnt var að Charles léki ekki með í kvöld og munu margir hafa farið til þess eins að sjá þenn- an mikið auglýsta mann. — Hann fékk sem sagt ekki leyfi ítalska félagsins sem hann leikur fyrir þar syðra. Upprunalega hafði ekki feng- izt lerti nema i fyrstu lotu keppni þessarar fyrir hann, A morgun er Bretar voru búnir að tnifla'Roskilde Boldkiub í Damnörku væntanlegt hingaö í boöi þá áður en þeir vissu af. — Fram. Þessi frammistaða Wales kom öll.um á óvart. Eigi að síður var þessi sigur Brasilíu sann- gjarn og lá meira á Wales, og Brasilíumenn skutu meira, en mest var það a.f löngu færi. Virtist sem Brasilíumennværu ekki fyllilega upplagðir. Leikurinn í heild var mjög skemmtilegur og liinir 25000 áhorfendur urðu sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þrátt fyrir það að „milljóna“Charl- es fengi ekki að leika. Markið kom í síðari hálfleik, á 28. min. og s'koraði Pele það. Lið Roskilde er mjög sterkt. Hafa þeir í yfirstandandi Sjá- landskeppni engum leik tapað, leikið 10 leiki, unnið 8 þeirra og gert tvö jafntefli. Alls hafa þeir gert 40 mörk, en fengið aðeins 6. Auk þessa höfðu þeir háð 3 leiki i sjálenzku bikar- keppninni (sem er útsláttar- keppni) og unnið þá alla. Þá hafa þeir fyrir þessa íslands- ferð sína styrkt lið sitt. Áhugi manna fyrir leikum II. aldursflokks fer nú sifellt í vöxt og er í því sambandi skemmst að minnast hinnar , ágætu frammistöðu unglinga- landsliðsins við Akranes nú fyrir skömmu. Islenzk unglingalið hafa að undanförnu reynzt mjög sigur- sæl gagnvart erlendum jafn- öldrum sinum, enda margir okkar beztu og efnilegustu leikmenn einmitt i þessum ald- ursflokki. Verður því gaman að sjá hvernig nú tekst til á móti hinu sterka danska liði, er nú kemur liingað. Fyrsti leikur þeirra verður n.k. föstudag og leika þeir þá við Fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.