Þjóðviljinn - 13.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1958, Blaðsíða 7
[ : ' DOUGLAS RUTHERFORD: OÁUÐÁNN 57. dagur. bíll Ramons hafði ofhitnað og hann hafði hægt ferðina um tíu sekúndur á hring. Martin var kominn framúr honum, en vél hans var urgandi og blár reykur stóð aftur úr honum þegar hann þaut með sarghljóöi fram- hjá grófunum. Daytoninn var orðinn gamall bíll eftir átökin við Gavin. í tuttugasta og fimmta hring fékk hann merki um að koma inn og fá áfyllingu. Þegar Jói opnaði dunkinn og fór að setja benzín á hann, rétti Nick Martin diykkinn. „Vélin er illa komin.“ „Hefðu engar áhyggjur. Torelli er úr sögunni og Ram- on á ekki langt eftir. Haltu bara áfram.“ „Nokkrar fréttir af Gavin?“ „Hann var fluttur á spítala. Ekkez*t hefur fi'étzt af honum enn.“ Hraðinn hjá Martin hafði lækkað úr þrem komma þrem mínútum á hring ,niður í þrjár mínútur og fjórt- án sekúndur. Eftir þrjátíu og átta hringi var hann kom- inn aftur í sjöunda sæti. Hann vissi að fyrir hann var keppnin í rauninni á enda. f grófinni klóraði Nick sér í kjálkanum og glímdi við erfitt vandamál. Hopkins ók mjög vel og örugglega og var kominn upp í tíunda sæti. Hann átti bráðum að stanza í grófinni. Ef heppnin væri með honum yrði hann einn af sex fyrstu. En sami bíllinn í höndum Martins — Einhver tók í handlegginn á honum. Það var Basil. „Hvað er að frétta?“ „Það eru fremur slæmar horfur. Læknirinn segir að hann lifi varla lengur en einn eða'tvo klukkutíma.“ „Er hann með rænu?“ „Já, reyndar, en hann vill ekki tala við neinn. Hann vill ekki siá neinn nema Fionu “ „Fionu?“ Nick starði á hana andartak eins og hann kæmi nú auga á hana 1 fyrsta sinn. „Þú verður víst að segja henni frá því.“ Fiona hlustaði á skilaboö Basils og undrun hennar var augljós. „Eg verð víst að fara, Nicholas.“ „Já, Það er bezt. Basil fylgir þér.“ „Hvar er Wilfred?“ „Eg veit það ekki. Hann hvarf um svipað leyti og slysið varð.“ Basil sagði: „Geturðu komizt af án okkar?“ „Já, auðvitað. Jói er hérna hjá mér, maður.“ Jói kímdi um leið að þau hurfu út um opið. „Jæja þá, Jói“, sagði Nick. „Eg vil fá Martin hingað.“ „Áttu við Hopkins?“ „Eg á við Martin.“ „En hann hefur nóg benzín í þrjátíu hringi í við- bót.“ Nick ranghvolfdi í sér augnnum. „Hver er fyrirliðinn hérna, þú eða ég?“ Jói fálmaði inn á milli skiltanna og í næsta skipti sem Martin fór framhjá, sá hann merkið. Hann kom í grófina þrem mínútum og tuttugu sekúndum seinna. „Út með þig,“ sagði Nick. „Jói, þú getur kallað Hop- kins inn.“ 1 „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ Martin var undr- andi. „Mundu hvað ég sagði við þig. Skilyrðislaus hlýðni.“ Martin skreiddist út úr bílnum með erfiðismunum. Hann hafði fengið slæmt högg á bakið þegar hann rakst í sandinn. Um leið fór Hopkins framhjá og tók eftir merkinu. , „Ætlarðu að láta mig hætta?“ spurði Martin Nick. Móðir nún UNNUR SIGURÐARDÓTTIR andaðist í Landspitalanum 5. þ.m. — Bálför hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Biörnsdðttir. Lið Fl •arií sýndu yfirburði í undanförnum vormótum Hafa unnið 7 af 10 vormóium Vormótum knattspymu- manna er nú nýlega lokið hér í <9 __ Reýkjavík, en alls eru haldin 10 mót í hinum ýmsu aldurs- fiokkum og sveitum. Við yfiriit yfir úrslit mót- anna kemur í ljós, að knatt- spyrnumenn Fram eru lang sigursælastir, hafa þeir unnið 7 af vormótunum, KR, hefur unnið 2 og Valur 1 Þennan góða árangur sem Í'ram hefúr náð i svo mörgum flokkum má fyrst og fremst þakka, að þeir hugsa vel um ungu flokkana, veita þeim leið- beinendur sem sinna þeim. Hafi forráðamenn félaganna ekki skiiið það áður, þá hefur Fram mjög eftirminnilega sannað þessa miklu nauðsyn fyrir framtíð knattspyrnunnar. Til gamans fyrir hina mörgu sem vilja fylgjast með mótum þessum, verður birt hér á eftir úrslit einstakra leikja og móta. Sem kunnugt er vann KR vormótið í meistaraflokki og hefur verið sagt. frá úrslituin þess hér áður. I .flokkur: Fram—Valur 1:1 KR—Þróttur 3:1 KR—Valur 4:1 Fram—Þróttur 5:0 Fram—KR 1:0 Valur—Þróttur 1:1 1. Fram 5 stig 2. KR 4 — 3. Valur 2 — 4. Þróttur 1 — Annar flokkur A: Fram—KR 1:0 Valur—Þróttur 2:0 KR—Þróttur 2:1 Fram—Vikingur 3:0 Valur—Vikingur • 5:0 Fram—Þróttur 4:0 Valur—KR 2:1 Þróttur—Víkingur 1:1 Annar flokkur B: KR—Fram 3:2 Valur—Fram 2:1 KR—Valur 2:0 1. KR 4 stig 2. Valur 2 — 3. Fram 0 —• Þriðji flokkur A: Fram—Valur 6:0 KR—Víkingur 8:0 Valur—Þróttur 3:1 Fram—KR 4:2 KR—Vikingur 13:0 KR—Valur , 2:1 Fram—Víkingur 7:0 KR—Þróttur 2:1 Vikingur—Valur 1:0 Þróttur—Fram 2:1 Aukaleikur:Fram—KR 1:0 1. Fram 6 + 2 stig 2. KR 6 — 3. Þróttur 4 — 4. Valur 2 — 5. Víkingur 0 — Þrið.ji flokkur B: Fram—Valur 6:0 Fram—Víkingur 5:1 Valur—Víkingur gaf leikinn 1. Fram 4 stig 2. Velur 2 — 3. Víkingur 0 —• Fjórði flokkmr A: , KR—Valur 1:1 Fram-Vikingur 4:0 Víkingur—Valur 0:0 Fram—KR 4:0 Fram—Valur 1:0 KR—iVíkingur 5:2 1. Fram 6 stig 2. KR 3 — 3. Valur 2 — 4. Víkingur 1 — Þróttur er ekki með í þessu móti og er það alvarlegt, því framtíð félagsins byggist á þvi að byrjað sé á byrjuninni og Framhald á 3. síðu. 4. flokkur A í Fram sigruði í Reykjavíkurmótinu <x} n3 C • i-H Cn « A 40 • rHI 'O S5 ftpnuin í dag -------------—~—» c; ö • H 40 * H <D • H -O j—. »—H —-H 40 <d ++ c c • H Ö> c IW við Elliðaár Seljum benzín og olíur á biíreiðina. ★ Seljum margskonar nesti í íerðalagið. .. ir FLJÓT AFGREIÐSLA. ★ Stwija m Axd Helgason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.