Þjóðviljinn - 29.11.1958, Blaðsíða 4
'4)' — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29, nóvember 1958
KTUNGA
■ Oft hefur verið minnzt á
vaaabækur Björns M. Ólsens
af -þeim sem flytja þætti um
íslenzkt mál. Þær skrifaði
hann á árunum 1885 -1910,
flestar hverjar, en a!ls eru
þ.ær a. m. k. 40, og er þar
mikið efni saman komið. Því
er yfirleitt ekki raðað í staf-
rófsröð, heldur fremur eftir
héruðum. Eg gríþ til dæmis
hér o.fan í eina sem Björn
hefur skrifað eftir 1891
(skrifar þar heiti á bók sem
er gefin út það ár). Á fyrstu
blaðsíðu stendur t. d. að þol-
fall fleirtölu af orðinu sonur
sé til í Árnessýslu í mynd-
inni sonu, þó að syni sé
almennast. (Björn á alls stað-
ar^ við daglegt talmál í þess-
um vasabókum sínum, ekki
mál sem menn þekkja ein-
göngu af bókum.) Úr sömu
sýslu tilfærir hann orðmynd-
ina seytján (sem sumir hafa
af misskilningi talið réttari en
sautján). Þar næst kemur
hann með orð úr Skagafirði:
mistra, þátíð mistraði. „Því
pv ekki að mistra — det kan
ikke betvivles, det fejler
ik-ke.“ Hann hefur sem sé
oft danskar eða latneskar
skýringar á þessum orðum.
Neðst á síðunni stendur svo
'kvenkvnsorðið bræla,. skýring.
arlaust, og „klungur = kláði,
óþrif“, sagt vera úr Vestur-
Skaftafellssýslu.
Síðar í sömu vasabók er
fjöldi orða af Langanesh Ég
gríp niður i eina opnu. Þar
er fyrst getið um að norð-
lenzki framburðuririn á,,maðk-
ur, hjálpa, mjólk“ sé notaður
á-Langanesi. Síðan eru talin
unp orðin einverðungur (ekki
hin algengari mynd „einvörð-
ungu”) :.= einungis, prestur
= lundi, líka nefndur lundi,
skegla = rita (fuglinn),
karlkynsorð'ð soppur = flá á
neti, þolliir = áratré (keipar),
hvorugkynsorðið hníf, „vana-
lega með greini" hnífið —
hnífill (sjálfsagt á skipi),
bönd og langbönd í skipi.
„röng, rengur sjaldhafð-
ara“), skyldugur „almennara
en skuldugur“. Vitanlega eru
mörg þessara orða kunn ann-
ars staðar að, en það má
finna margar opnur í þessum
vasabókum með fjölda orða
sem ekki eru aðrar heimildir
um eðia þá að minnsta kosti
rýrar.
Á Austfjórðum og víðar eru
enn til nokkrar leifar þess að
æ var borið fram i fornmáli
39. þáttur---29. nóv. 1958
sem e, en sá framburður hélzt
fram á 17. öld a.m.k. í ein-
stökum orðum. Árni Magn-
ússon segir t.d. frá því rétt
eftir aldamótin 1700 að sum-
ir Austfirðingar fari með
gamalt
leið:
Maríuvers á þessa
Máría mer, (= mær)
mild og sker (=skær)!
Ann eg dýrust drósa
af dyggðum þér.
Mér sú merin (= mærin)
ljósa
í minni er.
Og þegar aðrir landsmenn
segja gæzka eða gæzkur í á-
varpi, segja Austfirðingar
gjarnan „gezka og „gezkur“.<^
Þetta mega vel vera leifar
forna framburðarins. Pækill
(saltlögur) á keti er.þar.oft
kallaður pekill og fethngur =
fætlingar (ull af fæti). Æki á
vagni eða sleða kalla þeir
stundum eki og æxli (ofvöxt
í holdi e.þ.h.) exli. Þéssfsíð-
asttöldu atriði nefnir Björn
Magnússon Ólsen í vasabókum
sínum um 1890. Sumt af þessu
og öðru sem hann tilgreinir,
er vafalaust til enn í máli
Austfirðinga, og væri næsta
fróðlegt ef lesendur vildu
senda þættinum einhverjar
upplýsingar um það, þeir
sem til þekkja.
Nokkuð ber á því að fólki
hættir til að dæma það óhæft
mál og jafnvel tóma vitleysu
sem það er ekki sjálft alið
upp við og þek'kir í sínu eig-
in umhverfi. Nægir í því
sambandi að minna á það gys
sem Vestfirðingar hafa marg-
sinnis orðið fyrir vegna fram-
burðar síns, t.d. á langur, þar
sem þeir segja sumir lau.gur,
en aðrir landsmenn lángur.
Framburður Vestfirðinga er
þó hvorki betri né verri en
annarra landsmanna. Vitan-
lega er sumt réttara en ann-
að í máli eins og öðru — og
sæti sízt á mér að neita því!
En mál þarf ekki að vera rétt-
ara fyrir þær sakir einar að
það sé sjaldgæft, eins og
sur'Sj? telja að t.d. gjöra sé
réttara en gera, né heldur
þarf það að vera rangt þó
að það tíðkist ekki á öllu
landinu. Um þetta verða ekki
settar neinar reglur, heldur
verður að meta hvert atriði
um sig. íslenzk tunga er
blessunarlega laus við mál-
lýzkur á borð við þær sem
menn þekkja úr nágranna-
löndunum, en þó er nokkur
munur'á framburði og orð-
fari manna eftir landshlut-
um. Eina framburðarmállýzku
íslenzka eru allir málfræðing-
ar sammála um að fordæma,
og það er flámælið eða hljóð-
villan, það er sá framburður
þegar menn rugla saman i
(eða y) og e eða u og ö. Eg
hef rekizt á þá trú að þetta
muni vera ættgengt, en slíkt
er hin mesta firra; þetta
gengur ekki í erfðir frekar
en apnað sem menn læra. Þá
er það líka nokkuð almenn trú
:að hljóðvillt börn séu almennt
miður greind en hin. Þetta er
líka rangt, heldur er hér að-
eins um að ræða framburðar-
atriði sem menn læra og til-
einka sér í bernsku, og það
er unnt að breyta þessu af
ásettu ráði eiris ög öðrúm
þáttum framburðarins. Að
sjálfsögðu , gengur. slíkt nám
betur greindum nemendum en
þeim ö'érií ógreindari eru. I
þessu sambandi þykir mér
rétt að drépa á að sumt það
sem alménnt e.r kallað hljóð-
villa á ek'kert skylt við þenn-
an samrugling á í og e eða u
og ö.1 Sumir kalla það hljóð-
villu, þegar t.d. Norðlending-
ar og margir fleiri gera eng-
an greinarmún-á hv og kv og
rugla oft saman hvölum og
kvölum, hverum . og kverum.
og ýmsum fleiri orðum. Sá
framburður er Ijótur að
margra mati, á sama hátt og
ýmsum þykir herfilega ljótt,
þegar Sunnlendingar og fleiri
bera láta fram með d-hljóði,
kápa með b-hljóði, og svo
framvegis.
Annars ætlaði ég ekki að
fara rækilega út í framburð
í þetta sinn og skal því stað-
:ar numið.
Styrktarfélag vangefiima
hefur í hyggju að stofnsetja hér í bæ lítinn leikskóla
fyrir vangefin börn.
Þeir. sem vildu fá þar vist fyrir börn sín geta fengið
nánari upplýsingar hjá Sigríði Ingimarsdóttur,
Njörvasundi 2 — sími 34-941 eða Kristrúnu Guð-
mundsdóttur, Auðarstræti 17 — sími 15-467.
Fullveldishátíð
Rangæingafélagsins
arcafé, - mánudaginn
’í Reykjavík verður í Tjárn-
1. des. kl. 8,30.
Dagskrá:
Ræða: Árni Böðvarsson cand. m|ag.
Sön,gur Karlakórs Rangæjinga.
Spurningaþáttur. Síra Jón Skagan stjórnar.
Kunnír menn úr Rangárþingi svaija.
Aðgögumiðar verða seldir í dag kl. 5—7 í
Tjarnarcafé.
Hvaða stóiveldi
gerir innrás í Bandaríki
Norður-Ameríku ?
heitir erindi, sem flutt
verður af O. J. Olsen í
Aðventkirkjunni annað
kvöld (sunnudaginn 30.
nóvember) kl. 20.30.
Einsöngur, tvísöngur og
kvartett.
Allir velkomnir.
r Gerið ykkur glaðan dag > l'ítig , >
á Röðli Thor þvottavél •
og 50 lítra þvottapottur
Upplýsingar í síma
1 IflöSDDÍLÍL 1 36-0-26.
aðurinn verð-
ur 3. des.
Afmælisfagnaður Saniein-
ingarflokks alþýðu — Sós-
íalistafloliksins verður að
Ilótel Borg miðvikudaginn 3.
des. n.k.
BAGSKRÁ:
1. Afmælishátíðin sett:
Brynj. Bjarnason.
2. Ræða: Steinþór Guð-
mundsson.
3. Upplestur: Halldór K.
Laxness.
4. Einsöngur: Guðrún
Tómasdóttir
5. Gamanþáttur.
6. Dans.
Nánar auglýst síðar.
— Undirbúningsnefndin
Trúlofunarhringir,
Steinhringir, Hálsmen,
14 og 18 kt. gull.
Siðasti dagur.
Ijósmynda- og
blómasýningin
í nýja sýningarsalnum hjá
Ásmundi Sveinssyni við
Sigtún er á morgun.
Á sýningunni eru 400 ein-
tök ljósmynda frá 6
löndum auk íslands.
Mikið af fallegum potta-
blómum.
Sýningin er opin í dag
frá kl. 14—23 en á morg-
un frá kl. 10—23.
Stuttar kvikmyndir sýndar
á eftirfarandi tíma.
Kl. 16 — Heklugosið eftir
Osvald Knudsen.
•Kl, 17.30 — Hrognkelsa-
veiðar eftir Magnús Jó-
hannsson.
Kl. 19 — Hálendi fslands
eftir Magnús Jóhannsson.
Kl. 21 — Laxaklak eftir
Magnúg Jóhannsson.
Kl. 23 — hin víöfrægfk
mynd Fjölskylda þjóðanna,
með íslenzku tali.
Notið þetta einstaka tæki-
færi til þess að sjá þessa
merku sýningu.
Sundlaugarvagninn fer á
15 mínútna fresti.