Þjóðviljinn - 05.11.1959, Side 7
Fimmtudagur 5, nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Leipzig 1. okt.
,Jívar er annars háskólinn",
rspurði kunningi minn íslenzk-
ur nýkominn til þessa bæjar.
X hugum íslendinga, sem eiga
sinn unga háskóla í einni stór-
byggingu vestur á Melum hlýt-
ur háskóli. sem státar af 550
ára tilvist, að vera til húsa í
ákaflega merkilegri, fornfrægri
og stórri byggingu, þar sem
prófessorar með rúnum rist
andlit og .lotnir í herðum und-
an vizku pldanna ganga hljóð-
lega um stofur og' ganga. En ég
get ekki sýnt kunningja mín-
um neitt af slíku, af því að
það er hvergi að finna. Þeir
sem vildu það á sig leggja,
gætu varið heilum degi í að
ferðast um borgina þvera og
endilanga til að skoða utan frá
allan þann urmul bygginga,
þar sem skilti gefa til kynna,
að hér sé einhver deild Karl-
Marx-háskólans til húsa. Sum-
ar þessara bygginga eru stórar
■og nýtízkulegar, aðrar veðrað-
ar og skellóttar eftir skotsár
síðasta stríðs, já stundum að-
eins partur úr húsi mitt í ein-
hverju íbúðarhverfinu.
★________________________
Fyrstu aldirnar
Við getum líka leitað lengi
að þeim húsum, þar sem þessi
næstelzti háskóli Þýzkalands
(Heidelbergháskólinn er eldri)
hóf starfsemi sína árið 1409, í
þann mund er svarti dauði
eyddi byggðir á íslandi. Það
-elzta, sem við finnum er kirkja
í síðgotneskum stíl við Karl
Marx torg (áður Ágústustorg).
Áður fýrr hafði hún Dominik-
anaklaustur sér til stuðnings,
en kirkja og klaustur voru af-
hent háskólanum að gjöf 1543,
þá siður Lúthers fékk braut-
argeiigi á Saxlandi. í klaustur-
þygg'ing'U þessari störfuðu
helztu deildir háskólans fram á
■siðustu öld, unz hún var rifin
■og annað og stærra hús (Aug-
usteum) byggt á grunni henn-
ar, það ér nú styður við hina
fornu kirkju. Fyrstu aldirnar
stóð ekki mikill ljómi af Leipz-
igháskóla sem menntasetri, og
nýir straumar í andlegu lífi
áttu erfitt uppdráttar í því
stað'-aða kirkjulega miðalda-
lofti sem þar ríkti inpan dyra.
Upp'lýsingastefna 18. aldar
náði ekki þangað inn, fyrr en
hún hafði náð fótfestu víðast
hvar annarsstaðar á Þýzka-
'landi.
Þau nokkur hundruð stúd-
■enta, sem skólann sóttu hverju
sinni, voru flestir synir sax-
neskra embættismannaaðalsins,
og hinir saxnesku konungar og
íurstar, sem fæstir létu mikið
Og ný hús rísa
fé af hendi rakna til menning-
armála, litu á háskólann sem
tæki til að skóla þæga emb-
ættismenn til nauðsynlegustu
starfa í sína þágu. Það er ekki
fyrr en á síðustu öld samfara
efnahagslegum uppgangi Sax-
lands og vaxandi pólitískri ein-
ingu alls Þýzkalands, að vegur
háskólans hækkar verulega. Þá
voru stofnaðar deildir í öllum
helztu' greinum raunvísinda,
tala stúdenta óx og aðbúnað-
Prófessor dr. Georg Mayer,
rektor Karl Marx-háskólans,
klæddur viðhafnarbúningi
rektora háskólans.
ur til vísindaiðkana batnaði.
Leipzig, sem um 1400 taldi 4—5
þúsund íbúa, margfaldaði þá
tölu og varð stórborg með
ríkri og rótgróinni borgarastétt,
sem safnaði auði, ekki sízt á
verzlun, sem blómgaðist í
skjóli þeirra sérréttinda, sem
borgin naut sem kaupstefnu-
bær. Háskólann sóttu nú ekki
aðeins stúdentar af Saxlandi,
heldur Þýzkalandi öllu, svo
og lengra að, en eftir sem áð-
ur voru það nær eingöngu
börn borgara og landeigenda,
sem kost áttu á æðri menntun.
Það er bezt að vera fáorður
Stærsti smásjársalur Evrópu er í líffræðistofnuninni við
Karl Marx-háskóla.
Hjörleiíur Guttormsson:
verkamanna og smábænda með
ríkisstyrkjum greidd gatan til
háskólanáms. Við háskólann hér
í Leipzig og víðar voru stofnað-
ar undirbúningsdeildir, þar sem
unglingar úr alþýðustétt voru
búnir undir háskólanám á sem
skemmstum tíma.
Eftir að Austurþýzka alþýðu-
lýðveldið var stofnað haustið-
1949 og hin sósíalíska uppbygg-
ing hófst, voru ýmsar breyting-
ar gerðar á háskólalöggjöfinni
í samræmi við eðli og þarfir
hins nýja ríkis. 10 mánaða
kennsla var tekin upp við há-
skólana, praktískt nám aukið
að mun; styrkveitingar til stúd-
enta urðu almennari, og fjöldi
stúdenta úr verkamanna- og
bændastétt óx. Vorið 1953 var
háskólinn sæmdur heitinu Kart
Marx háskóli, og er sú nafn-
gift í samræmi við heiti ann-
arra þýzkra háskóla, sem flest-
Sem stendur rúma stúdenta-
garðarnir í Leipzig 1369 stúd-
enta. Þetta er nýi stúdenta-
garðurinn í Niirnberger-
strasse. Þar búa 750 stúd-
entar.
ir bera nafn frægra hugsuða og
vísindamanna. Áður hafði skól-
inn verið kenndur við borgina.
★_________________________
Samfara þeirri þróun, sem
hér hefur verið lýst, var unnið
kappsamlega að endurreisn og
nýbyggingu húsakynna fyrir
skólann. Hafa þegar runnið tit
þeirra hluta yfir 60 millj.
marka af rikisfé, og er þó
margt enn ógert af því sem fyr-
irhugað er. Bróðurparturinn af
þeirri upphæð hefur lent til
læknadeildarinnar og náttúru-
fræðideilda. Læknadeildin er
ein hin stærsta sinnar tegund-
ar og rekur fjölda sjúkrahúsa,
þar sem læknanemar fá hag-
nýta þjálfun samfara náminu.
Læknadeildin -og náttúrufræði-
deildirnar mynda heilt hverfi
Framhald a 10 síðu.
Til vinstri: Það sem eftir var af efnafræði-stofnuninni, þeg ar lokið var við að ryðja hurt stríðsrústum 1951. Til hægri:
Nýja efnafræðistofnunin við Karl Marx-háskólann, reist á rústum þess gamla og vígð haustið 1958.
um þann kafla úr sögu háskól-
ans, sem gerist á Hitlerstíman-
um. en- þá ríkti þar sama glætu-
leysið innan veggja og á öðr-
um menntasetrum Þýzkalands.
★_____________________
Eftir heimsstyrjöld
Þeim mun meiri ástæða er
til að líta á þróun hans þau
14 ár, sem hann hefur verið
starfandi eftir stríð, enda hef-
ur sá tími verið mesta umbylt-
ingar- og vaxtarskeið í sögu
hans frá upphafi. Eins og flest-
ar stórborgir Þýzkalands fékk
Leipzig að kenna á loftárásum
á styrjaldarárunum. Háskólinn
fór ekki varhluta af þeim.
Tveir þriðju hlutar hans voru
í rúst í stríðslok. 14 dögum áð-
ur en borgin var tekin her-
skildi af Ameríkönum, gerðu
þeir á hana loftárás sem kom
mestum hluta háskólabókasafns-
ins fyrir kattarnef. f júlímán-
uði .1945 hélt svo rauði her-
inn innreið sína í borgina
samkvæmt samningum Banda-
manna um skiptingu landsins
í hernámssvæði.
Smátt og smátt komst lífið
í gang á ný í hinu sigraða
landi. Samkvæmt ,-tilskipan nr.
12“ frá sovézku hernámsyfir-
völdunum þ. 5. febrúar 1946
skyldu háskólarnir taka til
starfa á ný. Og kennslan hófst
og því var tjaldað sem til var,
en húsakynni, kennarar og stúd-
entar voru af skornum skammti.
Mikið verk lá fyrir, ekki að-
eins að reisa úr rústum hrund-
ar byggingar og afla nauðsyn-
legustu kennslutækja, heldur
jafnframt að hreinsa til í koll-
inum á því kennaraliði og stúd-
enta, sem nærzt hafði á hinu
andlega fóðri nazismans um 12
ára bil, — skóla nýja krafta
til að fylla í skörðin, og skapa
þannig möguleika til að mennta
annarskonar kennara og vís-
indamenn en þá, sem aldir
höfðu verið upp í 3. ríkinu, og
reyndar áður. Baráttan gegn
hinni nazistísku ídeólógíu er
einkennandi fyrir árin fram til
1949, og fór hún fram í öllum
Nýjasta bygging Karl Marx-
liáskólans, lífeðlisfræðistofn-
unin, sem var vígð á þessu
ári.
skólum á sovézka hernáms-
svæðinu í samræmi við ,;til-
skipan nr. 12“, sem í höfuð-
dráttum byggði á ákvæðum
Potsdamsáttmálans um þessi at-
riði. Menntunareinokun borg-
arastéttar og junkara var nú
brotin á bak aftur, og börnum
P H 9 P
&
550 ár