Þjóðviljinn - 14.11.1959, Side 11
Laugardagur 14. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11
'f H. E. BATES: *
RAUÐA *
SLÉTTAN l
•
loft upp. Það var ekki eitt einasta hús með heilu þaki,
nema húsið með hvítu svölunum hjá hrísgrjónamyllunni,
þar sem hjúkrunarkonurnar áttu heima. Allt annað var
óskapnaður.
Hann vissi að honum bar að senda hana burtu; auðvitað
átti að sýna þessu fólki hörku. Samkvæmt reglunum var
aldrei hægt að vera of harður. Fólkið var dæmalaust vin-
gjarnlegt og broshýrt; það var aðlaðandi og þægilegt
í viðmóti; en á bak hrækti það sennilega á þig og hellti
yfir þig bölbænum sem hæfðu innrásarmanni í ánnars
konar einkennisbúningi.
Barnið sleppti eðlunni aftur, £ þetta sinn dálitlu
lengra en áður, svo að hún slapp næstum burt. Forrester
var heillaður og settist alveg niður og horfði á þegar hún
girti snöggt fyrir eðluna með hendinni.
Ef hún drepur ekki skepnuna, deyr hún úr hræðslu,
hugsaði hann, og sat þarna drykklanga stund dáleiddur af
hreyfingarleysi eðlunnar og lífinu í rósbrúnum höndun-
um, svo að'hann gleymdi að segja meira við hana.
Meðan hann horfði svona á hana, fór hann að hugsa
um England og dálítið sem Blore hafði sagt. Það hafði
verið alveg eftir iBlore, uppteknum af sinni eigin per-
sónulegu útlegð, að ratast hið sanna á munn án þess að
vita það. „Auðvitað átt þú ekki konu í Englandi“, var
Blore vanur að segja, þegar hann sat við teakviðarborðið
og skrifaði bréf ofan á bréf. „Það er allur munurinn“.
Forrestér datt allt í einu í hug að Blore fengi sennilega
aldrei að vita hver munurinn var, hversu mikill og á-
takanlegur. Honum létti. Hann vildi ekki að Blore fengi
að vita það; hann vildi ekki að neinn fengi að vita það.
Stundum var minningin nánari en sléttan, þar sem hvítir,
fíngerðir hegrarnir sveimuðu kringum vatnsbólin. Oftar
var hún fjarlæg og óljós eins og fjöllin. Stundum laust
henni niður í huga hans með lamandi ofsa eins og sólar-
ljósið þegar hann kom út úr tjaldinu. Oftast reyndi hann
að hugsa ekki um það, en það tókst ekki sem bezt.
Hann hafði einu sinni átt konu, og nú fór hann allt í
einu að hugsa um hana skynsamlega og þjáningarlaust,
meðan hann horfði á hendur telpunnar. Það var eins og
þær drægju úr mætti minninganna. Það var næstum eins
og hann gæti horft á hana hálfbrosandi.
Þau höfðu gifzt mjög ung: hún aðeins nítján ára' og
hann, liðlega tvítugur. Foreldrarnir' höfðu haft lítilsháttar
við það að athuga, einkum foreldrar hans, aðallega það,
að hann var flugmaður og býsna ungur, og að lokum höfðu
þau verið gefin saman hinn tuttugasta janúar 1941 klukk-
an níu um morguninn og síðar um daginn fóru þau með
lestinni til London í brúðkaupsferð. Hún var með dökkt,
liðað hár, fölan hörundslit, næstum veiklulegan, og hún
gat brosað skemmtilega með augunum, án þess að hreyfa
andlitið að öðru leyti. Þau fóru beint á gistihúsið og á
eftir borðuðu þau kvöldverð. Það var mjög góðui kvöld-
verður nema sveppirnir á steikta brauðinu ^voru dálítið
viðbrenndir; og eftir matinn fór hún að skipta um föt.
Hún fór í svartan silkikjól með rauðu gerviblómi í barm-
inum, og þau fóru út í London myrkvunarinnar til að
dansa. Þau höfðu fimm daga til að dansa og elskast og
vera hamingjusöm,. áður en hann færi aftur í stríðið.
Allan tímann fann hann bragðið af viðbrenndu sveppun-
um. •
Télpan sleppt'i eðlunni lengra burt en áður, svo að hún
þurfti að teygja sig 1 skyndi yfir þrepið til að ná henni.
Þá sá hann hvað að henni gekk. Hana vantaði nokkrar tær
a
Bróðir minn,
KEISTJAN EJAJRNASON
frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllurn,
lézt í Landakotsspítala fimmtudaginn 12. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna
Guðrún Bjarnadóttir.
á eina löppina og var dálítið hölt og hljóp dálítið út á “
hlið eins og krabbi. Þegar telpan brá hendinni fyrir hana,
varð hún grafkyrr og dauðaleg í sólskininu. .
Um þetta leyti var London mjög hávær, en éf há-
vaðinn varð ekki því meiri kringum mann, hélt fólkið
áfram að dansa eða borða eða elska eða ganga eins og
ekkert væri. Hávaðinn þetta kvöld virtist einkum fólginn
í dynkjum og gelti í byssunum í útborgunum og niður
með ánni. Forrester fannst hann ekki meiri en auka-
trumba í hljómsveit. Hann og konan hans stóðu í engu
sambandi við myrkrið úti; þeim fannst sem snöggvast
að stríðið væri hætt. Hann minntist einna helzt þessarar
tilfinningar um stund milli stríða, einnig hlýjunnar frá
líkama konu hans gegnum þunnan silkikjólinn og bragðs-
ins af viðbrenndum sveppum.
Þau voru að dansa, þegjandi, þe»ar SDrengjan féll. Hann
hann heyrði hana ekki falla fvrir hávaðanum í hljóm-
sveitinni. Hann mundi aðeins að konan hans hafði verið
þarna, dansað í fangi hans, en í næstu andrá var hún
þar ekki. Á einu andartaki myrkurs ócrna. sem sogaði
allt líf úr líkama hans og blés því í ofsa, hafði
hún horfið fyrir fullt og allt. Hann sá Vp-q aldrei framar.
Meðan hann sat þarna og hugsaði, sá bann að telpan
brosti til hans. Honum fannst þetta hr^s ve^a svar við
einhverju. Þá fann hann að hann hafði brosað allan tím-
ann, og varð allt í einu gagntekinn viðkvæmniskennd yfir
því að hún skyldi sitja þarna og sjá af dálitlum tíma
handa honum, þótt hún væri niðursokkin í heillandi leik
með eðluna í sólinni.
Afleiðingar sprengjunnar voru þær, að hann hafði reynt
að fvrirfara sjálfum sér. Hann gekk að því með rósemi
og einbeitni að reyna að> binda endi á líf sitt. Hann vildi
að það yrði í bardaga til þess að hlífa foreldrum sínum
við meiri þjáningu en nauðsvn krafði. Hann flaug orustu-
flugvélum, svo að þetta hefði átt að vera einfalt. En
það var ekki einfalt. Og ekkert gat gert það einfaldara eft-
ir því sem tíminn leið. Hann stýrði flugvél sinni um him-
ininn, staðráðinn í að láta hana farast. Það var allt í
einu eins og hann hefði níu líf. Hann slapp hvað eftir
annað á furðulegasta hátt, unz yfirboðarar hans fengu
nasasjón af þessu annarlega hugrekki og sæmdu hann
heiðursmerki og viðurkenningarskjali fyrir frábæra
hreysti og hetjuskap yfir Havre. Aflejðingarnar voru þær,
að hann fór út og drakk sig augafullan yfir heiðursmerk-
inu og honum hafði aldrei fundizt hann vera fjarlægari
hreysti og hetjuskap.
En nú voru þessar tilraunir hans liðnar hjá. Hann var
að bíða eftir manni að nafni Carrington, og nú yrði líf
hans með öðrum hætti. Hann vissi ekki á hvern hátt það
yrði frábrugðið, nema hvað hann vissi að dauðinn yrði
að koma af tilviljun, ef hann kæmi.
„Balló: þarna felurðu þig“.
Hann leit upp, skyggði með hendinni fyrir augun og
sá Harris, herlækninn. Lágvaxinn, nauðasköllóttan mann
með dimmbrúnt andlit.
„Hæ“, sagði hann.J Hann leit aftur á telpuna. Hún
horfði starandi augum á eðluna og brúnar hendurnar voru
reiðubúnar. '
„Blore sagði að ég gæti hitt þig hérna“, sagði Iiarris.
„Var það nokkuð sérstakt?“
„Hér datt í hug, hvórt þú vildir koma í ferðalag", sagði ;
Harris. „Til þorpsins handan við sléttuna. Það er ki'istið
samfélag“.
„Og hvers vegna heldurðu að ég hafi einhvern áhuga
á kristnum samfélögum?“
„Þetta er bara smáferð“, sagði Harris. „Tekur bara
hálftíma“.
„Þú skalt fara“.
„Þetta er indælis fólk“, sagði Iíarris. „Mjög viðkunnan-.
legt. Iireinræktaðir Burmabúar. Tala ensku. Ég kaupi af
þeim ávexti“.
„Kauptu kalda og.góða melónu handa mér“, Forrester
horfði enn á telpuna, sem hafði búið til eins konar búr
úr brúnum höndum sínum.
„Ég vildi óska að þú kæmir með“, sagði Harris. „Mér
er alvara, mig langar til að-þú komir“. Allt í einu kom
hann með furðulega yfirlýsingu. „Ég ætla að hjálpa þeim
að velja sálma til að syngja á páskadag“. •
„Hamingjan góða“, sagði Forrestér. „Og hvað kernur
það mál við mig?“
„Þú gætir hjálpað til“.
Bréf
Matthíasar
Jochumssonar
til Hannesar
Hafstein
(Kristján Albertsson
annast útgáíuna)
og
Bék Freuchens
um
heimshöfin sjö
koma bráðum
en
Komin af hafi
' , :a’( í
eítir Ingibjörgu Sig-
urðardóttur
(höíund Hauks
læknis)
er komin út.
★ '
Þrjár fallegar barrxa-
og unglingabækur eru
komnar út: :
rlS '
Kalla gerii uppreisn
eftir Ragnheiði Jóns-
dcttur (höfund Dóru
bókanna)
Fyrir 11 ára og eldri.
reguiðacdrottning
spennandi lýsing á
fegurðarsamkeppn-
inni á Langasandi.
Fyrir 12—20 ára
Jan og
stóohesturinn
þýzk verölaunasaga '
(fyrir 8 ára og eldri)