Þjóðviljinn - 18.11.1959, Síða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1959, Síða 1
VILIINN Miðvikudagur 18. nóvember 1959 — 24. árgangur — 253. tölubl. Kratar tella að semja við ihaldið nema að iá jaínmarga ráðherra! Óvœnt uppreisn á miástjórnarfundi Alþýðuflokksins / fyrrakvöld - en ekkert var minnst á málefnaágreining Á fundi miðstjórnar Alþýðuflokksins í fyrrakvöld gerð- ust þau tíðindi að felld var tillaga um stjórnai'sam- vinnu með Sjálfstæðisflokknum upp á þau býti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4 ráðherra, Alþýðuflokkur- inn 3. Krafðist meirihluti miðstjórnar þess að höfð yrðu helmingaskipti um ráðherrastólana! Hins vegar var énginn ágreiningur um málefni! <s>- Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær höfðu ver- ið allmikil átök um ráðherra- fjöldann milli samninganefnda flokkanna — en að lokum höfðu þó samninganefndar- menn Alþýðuflokksins, ráð- herrarnir Emil Jónsson. Guð- mundur í. Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason, fallizt á kröfu íhaldsins um meirihluta í stjórninni. Þegar þetta eina ágreiningsmál var úr sögunni voru kallaðir saman funidir í báðum flokkum, flokksráði Sjálfstæðisflokksins og mið- stjórn Alþýðuflokksins, og áttu þeir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Siðan átti núverandi stjórn að segja af sér, en nýju stjórnina átti að kynna Alþingi þegar það kemur saman á föstudag. íhaldið samþykkti einróma ?(VT Fundur í flokksráði Sjálf- stæðisflokksins kom saman kl. 5 í fyrradag, og á þeim fundi var einróma samþykkt að fela þingflokknum að ganga frá Víðir fékk tunnur 400 Ellefu Sandgerðisbátar fengu í gær 1450 tunnur. Víðir II. var hæstur, fékk 400 tunnur í hring- nót. 17 bátar frá Keflavík fengu 1538 tunnur, hæsti báturinn var með 147. 14 bátar komu til Akraness með um 1400 tunnur. Aflahæsti báturinn fékk 216 tunnur. samningum við Alþýðuflokk- inn, samkvæmt þeim niðurstöð- um sem fengizt höfðu á fund- um samninganefndanna. Átti Sjálístæðisflokkurinn að fá í aðalatriðum í sinn hlut for- sætisráðuneytið og hið ný- stofnaða efnahagsmálaráðu- neyti, dómsmál, fjármál, land- búnaðarmál og viðskiptamál, en ráðherrar flokksins áttu að vera þeir fjórir sem um var getið í blaðinu i gær. Létu flokksráðsmenn í ljós ánægju yfir því að Sjálfstæðisflokkur- inn fengi meirihluta í stjórn- inni, svo að engum dyldist hver hefði þar tögl og hagldir. Alþýðuílokkurinn fellir Á fur.idi miðstjórnar Al- þýðuflokksins í fyrrakvöld urðu hins vegar harkalegar umræður sem stóðu fram yfir miðnætti. Neituðu óbreyttir miðstjórnarmenn að sætta eig við það að Alþýðuflokkurinn fengi færri ráðherra en Sjálf- stæðisflokkurinn með þeim rökum að þannig yrði undir- lægjuháttur hans allt of aug- ljós. Einnig belgdu sumir þeirra sig upp með lýsingum á kosningasigri Alþýðuflokks- ins og sterkri aðstöðu; slíkur flokkur mætti ekki láta bjóða sér neina aðra kosti en þá sem hann teldi i samræmi við virð- ingu sína! Urðu málalok þau að síðustu að miðstjórnin felldi að gefa umboð til samn- inga upp á þessi býti; fól hún samninganefndinni að halda viðræðum áfram á grundvelli helmingaskiptareglunnar, en síðan yrði að kalla saman nýj- an miðstjórnarfund áður en Framhald á 3. síðu. Nýr meðstjómarfundur hja Aiþýðuflokknum Kallaður var saman nýr fundur í miðstjórn Alþýðu- flokksins í gærkvöldi kl. 8,30. Ekki munu hafa legið fyrir fundinum nein ný boð frá Sjálfstæðisílokkmnn, heldur var tilgangurinn að fá miðstjórnina til að éta ofan í sig, það sem hún hafði samþykkt einróma kvökl- ið áður. Ekki hafði frétzt um ákvarðanir fundarins, þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hlaut bruna- sár é Síðdegis í gær vildi það sl.vs til í Laiittesmiðjunni, að einn af starfsmönnunum brenndist mikið á höfði. Slysið varð um hálf fjöguí leytið, er Kristján Kristjánsson' vann við log- og rafsuðu. Mun neisti frá suðutækinu hafa hrokk- ið í böndin á grímu, sem hann1 hafði fyrir andlitinu, og kvikn-i aði í henni. Hlaut hann bruna- sár á höfði og var fluttur í sjúkrabifreið í élysavarðstofuna. Eldur í bílskúr v I gær var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 5 við Hamrahlíð. Hafði kviknað þar í bílskúr úti frá kyndingartæki. Var eldurinti fljótlega slökktur og urðu skemmdir litlar. Anastas Mikojan (annar frá liægri) og Gylfi Þ. Gíslason (lengst til vinstri) ræðast við úti fyrir flugvallarhótelinu í Keflavík í gær með milligöngu Kúgúénko, fréttaritara Tass, sem túlkaði. Til hægri er Alexandroff, sendih, Sovétríkjanna. Blaðamenn í baksýn. (Ljósm. Sig G.) Mikojan aðstoðarforsætisráðherra áir á íslandi: Keílavík skoðuð, skeggrætt um viðskipti og aívopnun Húsmæður í búðarferöum í Keflavík um ellefuleytið í gær vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar stór, svartur bíll með rauöan fána uppi kom ofan af flug- velli og á eftir honum þétt halarófa annarra bíla. I fremsta bílnum var Anastas Mikojan, fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem ekki vildi hírast inni í fiugvallar- hóteli þá skömmu stund .sem hanri dvaldi- á íslandi, heldur sjá eins mikið af landi og þjóð og kostur var. Óskað heilla Mikojan bað íslenzku embætt- ismennina og blaðamennina sem tóku á móti honum, að flytja ís- lenzku þjóðinni einlægar óskir um heill og hamingju í hörðum fangbrögðum við óblíð náttúru- öfl. Flugvél- Mikojans, hverfil- skrúfuvél af gerðinni Iijúshín-18, kom við á Keflavíkurvelli klukk- an fimm mínútur yfir tiu til aðl taka eldsneyti á leið til Mex- íkóborgar. Ekki hafði reynzt unnt að fljúga þangað í einum áfanga með TU-114, þvi að flug- vellir í Mexíkó taka ekki þá vél. Erindi Mikojans tii Mexíkó er að opna sovézka vfsfnda- og tæknisýningu í höfuðborginni. Viðskipti og. stjórnmál Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra, Jónas Haralz ráðuneyt- i íslenzku rikisstjórninni sem mS væri verið að mynda. Mikojan svaraði, að sovét'- stjórnin hefði enga löngun tij að skipta sér á neinn hátt af ísi lenzkum innanlandsmálumt hvorki stjórnarmyndun né öðru. Hvað viðskipti landanna snerti, hefðu Sovétríkin verzlað við ís- land hvaða flokkar sem héi; hefðu setið í ríkisstjórn. Tunglið og afvopnun Matthías spurði ennfremur, hvort Sovétrikin ætluðu að gera tunglið að herstöð. Mikojan svar- aðiv að ekkert slíkt vekti fyrir þeim, heldur ætluðu þau að koma þar upp aiþjóðlegri skemmtiferðastöð. — Meðal annarra örða, sag'ðl hann, ef tillögur Sovétrikjánna um algera og almenna afvopnun! ná fram að ganga, mun koma að því að þessi herstöð hér í Kefla- vík verður lögð niður. Þá geta íslendingar komið sér hér upp Framhald á 12. síðu. isstjófi, Páll Ásg. Tryggvason deildarstjóri, Björn Ingvarsson lögreglustjóri og ýmsir aðrir embættismenn tóku á móti Mik- ojan og föruneyti hans. Með í ferðinni eru tveir sj’nir hans og tengdadóttir. Alexandroff, sendi- herra Sovétríkjanna, og sendi- ráðsstarfsmenn tóku einnig á móti Mikojan. Yfir veilingum í flugvallarhót- elinu minntist Gylfi á að Sovét- ríkin væru einn helzti viðskipta- vinur íslands. f viðræðum sem spunnust út af þessu lýstu ís- lenzki ráðherrann og sá sovézki báðir yfir ánægju með viðskipti landanna, en Mikojan hefur lengi verið yfir viðskiptamálum í Sovétríkjunum. Mikojan sagði, að flugvélar eins og sú sem hann ferðaðist með væru til sölu, og ekki byð- ust aðrar sparneytnari. Gylfi ^ kvað flugvélakaup verða að bíða, Aniia'fa Qpff jj Bivtf þangað til sovézkir' neytendur HgMöiíS öCIIB aljll masnl íslandsmsi í gær' Matthías Johannessen, ritstj. Sundmót Ármanns hófst í Morgunblaðsins, spurði hvort Sundhöllinnj í gærkvöld með Sovétríkin myndu kaupa meiri þátttökii íslen/.kra og austur- fisk ef kommúnistar fengju sæti Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.