Þjóðviljinn - 18.11.1959, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.11.1959, Qupperneq 11
Miðvikudagur 18 nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (II V H. E. BATES: RAUÐA SLÉTTAN að selja ávexti“, sagði hann. „Selja manni dásamlegar melónur og banana og sítrónur. Gera það með glöðu geði. Allslaus. Komu hingað allslausar. Bölvaðir Jap- anarnir. Alla leið frá Rangoon“. Foirester hallaði sér aftur á bak í bambusstólinn. Hann fann til þreytu og tók a’f sér hattinn. Vot brúnin hafði skoiizt inn í enni hans og hann neri hörundið hægt með annarri hendinni. Handan við stórvaxna tréð sá hann glitta á himininn, fölbláan og titrandi af hita en fjarlæg- an. Það minnti hann á sléttuna, óendanlega víðáttu ber- skjaldaðs ryks. Það var eins og óþægileg áhrif hennar . væiu allt í einu horfin. Hann lokaði augunum andartak og hvíldi sig, fann hvernig svalur, ilmandi skugginn umlukti hann og brátt gleymdi hann miskunnarlausri skellibirtunni, sem hann hataði svo mjög. Hann lét hand- le§ginn falla niður með hliðunum. Og áður en varði seig á hann mók, vært og róandi. Hann hrökk upp þegar læknirinn sagði: „Sítrónusafi!“ og sá að konan stóð hjá honum, brosandi, og héit á bakka með glösum. „Fyrirgefið þið“, sagði hann. Það var eins og skugg- inn af trénu hefði dökknað, sólin hefði hækkað á lofti. „Góður blundur“, sagði Iiarris. „Hresstu þig upp“. „Skelfingar bull er þetta í þér, Harris“, sagði hann. - „Þú ert búinn að sofa“, sagði læknirinn. „Tóm vitleysa , sagði hann. Hann laut áfram, tók hönd- nrium um andlitið, sem nú var ári alls svita, og neri það mjúklega, og hann vissi ekki vel hvort hann hefði blund- að eða ekki. Og andartaki síðar var hann í enn meiri vafa. Hann leit frarn og sá að pils konunnar var orðið öðru vísi á litinn. Það var ekki dökkrautt lengur. Það var með mild- um, grænum lit og féU þéttar að henni. Það var litarbreytingin, sem varð til þess að hann lét hendurnar síga og leit hægt upp á við. Hann trúði því ekki að þetta væri ekki konan sem hann hafði séð ganga inn í dimmt húsið. Hann virtist vera að horfa á fölari og grennri útgáfu af henni. Ljósgula blússan var orðin hvít. Hún var úr einhverju þunnu efni, sem minnti á organdi, og gegnum hana sá í rjómaguit hörund. Og bá spratt hann svo snögglega á fætur að hann velti bamb- usstólnum. Læknirinn lá afturábak í stól sínum, teygði frá sér fæturna og hann hristist af hlátri. „Hún étur þig ekki, Forrester. Svei mér þá, Forrester, hún étur þig ekki!“ „Ég hélt —“ sagði Forrester. Stúikan var líka að hlæja. Andlit hennar var ekki með þessum flata, austurlenzka svip og fölvi hennar var ,Í1Í?CT að það vafoeij^óg þgn hefði aldrei í sól verið. Hún stóð teinrétt í skugganum og hélt SIGURBJÖRN JÓNSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 19. nóv. kl. 13.30 eftir hádegi. Helga Sólbjarisdóttir Hiilda Sigurbjörnsdóttir Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir Sigbjartur Björn Sigurbjörnsson. Hjartans þakklæti til allra er heiðruðu minningu föður okkar ....... VILHJÁLMS GÍSLASONAR, Ásabergi Eyrarbakka og sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát hans og jarðarför. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Jóna Vilhjálmsdóttir Soffía Villijálmsdóttir • *v Sigurgeir Vilhjálmsson. á bakkanum í höndunum. Hún hló hljóðlega móti hon- um bakvið glösin og könnuna með ávaxtasafanum og það var engin hæðni í hlátrinpm. Hún bar höfuðið hátt og í mjúku svörtu hárinu yfir hægra eyranu var lítill vönd- ur bleikrauðra blóma. „Hamingjan góða, ég hef aidrei séð neitt eins hlægi- legt“! sagði Harris. Hann mjakaði sér fram úr stólnum og reyndi að róa sjálfan sig með því að ganga fram og aftur. „Ég hef víst sofið", sagði Forrester. Hann horfði beint í svört, dálítið ílöng augu stúlkunnar og brosti Það var eins og að vakna til lífsins í öðrum heimi. „Já, þér sváfuð“, sagði hún. „Ég bið afsökunar“. „Þér voruð þreyttur og enginn vildi vekja yður“. „Það var mjög dónalegt af mér“. „Það var mjög dónalegt og enginn tók það nærri sér“. Hún hélt bakkanum í annarri hendi og fór að reyna að hella safanum úr könnunni í eitt glasið með hinni. „Nei, ég skal gera þetta“, sagði hann. „Þakka yður fyrir“, sagði hún. Hún hélt bakkanum. með báðum og hann tók upp könnuna. „Sjáðu til, þetta er saeði læknir- inn. .„Yngri systirin“. Eiginlega hlus+áði F^rpster ekki á hann. Ha'nn var að hella safanum úr slerkönnunni og gegnum glerið horfði hann á rjómagula" axlir stúlkunn- ar. Hann" fann allt í einu til taugaóstyrks og treysti sér ekki til að líta framan í hana. Hann fyllti glasið og la«ði frá sér könnuna. Svo tók líann glasið og sagði: „Þökk fyrir“. Hún stóð þarna fyrir framan hann og gerði sig ekki líklega til að fara. Og allt í einu, áður en hann lyfti glasinu, þvingaði hann sjálfan sig til að líta í andlit hennar. Dökku augun horfðu. rólega á hann. „Þér hljótið að hafa verið mjög þreyttur. Þér eruð þreytuleg- ur“, sagði hún. Hann svaraði engu, en hann viss'i að það var satt sem hún sagði, og hann reiddist því ekki. Hann var þreyttur, þreyta hans langvinn og djúpstæð. Svo áttaði hann sig allt í einu á því að hún hélt á bakkanum til þess að hann gæti fengið sér meira að drekka. Hann tevgaði hressandi ávaxtasafann með ákefS og fann hvernig hann skolaði burtu rykinu úr hálsi hans. „Þetta er dásamlegasti sítrónusafinn báðum megin mið- baugs“, sagði læknirinn og Forrester hellti aftur í glasið • sitt. „Nú eruð bér ekki eins breyttur?11 sagði hún. „Nei“, sagði hann. „Ekki eins þrevttur.11 Hún tók bakkann og setti hann á lítið bambusborð til hliðar á pallinum rétt við dyrnar inn í húsið. „Fáið yður sæti“, sagði hún. „Ef þér setjist11, sagði hann. „Þið getið bæði setzt", sagði Harris. „Ég er að fara í nýju lyfjabúðina mína til að blanda okkur lyf“. „Þú ætlaðir líka að blanda sálma, gleymdu þvj ekki“, sagði Forrester. „Ég kem aftur til þess“. „Alltaf að vinna“, sagði Forrester stríðnislega. „Af sál og líkama11. Harris hélt á kössunum tveimur og gekk niður þrep- in °§ yfir hlaðið. Stúlkan horfði á eftir honum og sett- jst síðan niður. Forrester settist líka. Um leið leit hann upp í i)ann hÍuta hjjgj/psinsHSfimnsýnitegyr, y;ar gegnunt0 ■,?,tár^(,tr,éð; H&briuVftrð hiss'a þegariihanri^ái'hvertjjgr-'.hanri1 hafði breytt um lit: föli liturinn var að hverfa og síð- degisroðinn að breiðast yfir. „Þér hélduð að ég væri Dorothy11, sagði stúlkan. „Já“, sagði hann. „Það þykir henni gaman11, sagði hún. „Það er tuttugu ára aldursmunur á okkur11. Hann var heillaður af framandi raddhreim hennar. Glasið með ávaxtasafanum var kalt viðkomu í hendi hans. Stúlkan var ekki að drekka og sat tómhent og grannir, svalir handleggir hennar á stólbríkunum hrifu hann. Meðan hann var að velta ’fyrir sér hvað hann ætti að segja við hana, heyrði hann dauft skrjáf í þurrum pálma- blöðunum á þakinu: fyrsti síðdegisandvarinn frá ánni. Hann lyfti andlitinu -móti blænurn og fann sætan ilminn sem með honum barst. „Hvaða tré er þetta?11 sagði hann. „Þetta er margosa tré“. „Það er mjög fallegt11. Frá ííína . . . {Sp&riö ybur hlaup á úýlji œaxgræ verz.lænu: ; ■: :'vý‘;v '. 'r. .• L . ■'.' ■ 7^-7 »H| ÍÖIIUM OOUM!- ($1$) -Áustursteseti Framhald af 7. siðu. frá Peking var Gunnari Bene« diktssyni afhent eitt slíkt helgi- rit úr þessu musteri að gjöf, mikið að vöxtum og listilega handritað. Þetta óvenjulega vinarbragð hafði djúp áhrif á okkur fs- lendingana. Við fórum að hugsa til okkar eigin dýrmætu hand- rita, sem okkur íslendingumi er ennþá varnað að flytja heim. Við sögðum Kínverjunum laus- lega frá handritamáli okkar og tilfinningum íslenzku þjóðarinn- ar gagnvart þvi og við fund- um, að þeir skildu þær mæta- vel. Þann 20. október hóf sig 120 sæta sovétþota á loft frá flug- veliinum í Peking. í henni voru m.a. þrir fslendingar sem höfðu upplifað ævintýri hins nýja sósíalistíska heims sex hundr- uð og fimmtiu miiljóna manna. Með þakklæti í huga og beztu árnaðaróskum kvöddu þeir þetta sólbjarta land, þessa starfsglöðu. ástúðlegu þjóð, sem er gagntekin hrifningu síns eig- in sköpunarverks. Maður fór aftur að hugsa um það. að öll íslenzka þjóðin, en ekki aðeins við fáeinir. hefði þurft að geta- gist þetta land, þessa þjóð. Og maður fór að hugsa um. hvað það væri í ráuninni fáránleg hugsun, að heimsvaldasinnar, stórjarðeigendur og kapitalistar á hjara veraidar gætu stöðvað þá mikilfenglegu framvindu hverrar þyt við höfum fundið í sigursókn kínverskrar al- þýðu. Ég hef verið að hugleiða, hvort ég. ætti að ljúka þessari . tilraun til frásagnar með al- mennura ályktunarorðum urn það sem gerzt .hefur undanfarið í Kínverska alþýðulýðveldinu. Það væri t.d. hægt að fjöl- yrða um staðreyndir eins og þær, að á síðustu'10. ár.um hef- . ur stálframleiðsla Kína 74-fald- azt, kolavinnsla 9,3-faldazt, kornuppskera 1,5-faldast, baðm- ullaruppskera 1,5-faldast o.s.frv. En þessar tölur og aðrar skyld- ar er að finna í opinberum ■ skýrsh”". Þ^ss vegna ætla ég ehVi f-'-n hér út í almenn á]y’'*-'T->-rorð. Mér er nær skapi að ljúka f^íUWWSÚm1 m'eð tilvdtpun í úloýýÍMéí&Ihí1 báWdarlskan bl aðs- ins '„Christian Sciénce, ,Monitor“' þann 1. október síðastliðinn: . „Fvort sem okkur líkar betur .efn v»r, munu s.agnfræðingarn- ir viðurkenna þennan dag, sem nú er hátíðlega haldinn í Pek- ing, sem einn helzta leiðar- stein 20. aldarinnar“. Eggert Þorbjarnarson. STUHIiO^®^ Trúiofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 Dg 18 kt. gull. Til liggm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.