Þjóðviljinn - 02.12.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Blaðsíða 5
Nærri 28ooo manns farast í bíl- slysum í þrem Evrópulöndum Tala slasaðra í sömu löndum skiptir milljónum Báizt er \ið að nni áramótin verðj taia Jeirra, sem farizt liafa í biíreiðaslysum í Vestur- Fangaverðir töp- uðo virðuleika síniim Hreppstjórinn í Memphis í Tennessee-fylki í Bandaríkj- nnum hefur vikið þremur undirmönnum sínum frá störí'um, á þeim forsendum, að þeir hefðu ekki gætt virðu- leika síns við embættisstörf. Málið er þannig vaxið, að konan, er situr í fangelsi hreppsins og afplánar 5 ára fangelsisdóm vegna þjófnaðar, hefur tilkynnt að hún væri þunguð orðin. Konan hefur dvalið meira en venjulegan meðgöngutíma í fangelsinu, og þótti hreppstjór- anum því einsýnt, að hún hefði öðiazt þunga sinn þar í tukthúsinu. Hreppstjórinn full- yrti, að ekki væri neinn vafi á því, að einhver hinna þriggja undirmanna sinna, sem m.a. sáu um fangagæzlu, hefðu glatað embættisvirðingu sinni og aukið konuna harni. Þýzkaiandi, vera koir.in upp í 132C0, og tala þeirra sem slas- azt hafa upp í 400.000. í fyrra var lögfestur há- markshraði í borgum og bæj- um, en eigi að siður eykst tala umferðaslysa um 15 prósent árlega, enda þótt bílum fjölgi ekki nema um 7 prósent. Þetta eru niðurstöður nýaf- staðinnar ráðstefnu sem fjall- aði um umferðaslys þar í landi. Árið 1958 fórust 12163 í um- ferðaslysum í Vestur-Þýzka- landi og 372508 slösuðust. Ár- ið 1957, þegar enginn hámarks- hraði var i gildi, fórust 13004 í bílslysum. Uinferðareglurnar brotnar Forseti ráðstefnunnar kvað liöfuðástæðurnar fyrir þessum miklu slj'sum vera þessar: Ofsahraði í borgum og bæjum, grófleg brot á einföldustu um- ferðaeglum, akstur mikils fjölda viðvaninga, aukin um- ferð vegna slæmrar veðráttu. I Frakklandi og á Bretlandi, þar sem eru fleiri bílar og einnig meira um vegi, er reikn- að með að 9000 manns (Frakk- land) og 5500 manns (Bret- land) muni látast af völdum bifreiðaslysa á þessu ári. r r r i 1 Stúdentarnir við háskól- greglliaí SIS l ApCílU alm I Aþenu og nemend- nr við ýmsa æðrj skóla í borginni efndu nýlega til verltfalls og ijölineiinrar kröfugöngu í borginni. Tilefnið var sleifarla.g hins oplnbera, einkum menntamálaráðunej'iisins og samgöngumála- ráðimeytisins. Stúdentar telja sig ekki geta unað lengur þeim meimtunarskilyrðum, sem þeim eru búin. Á þá eij lilaðið þung- vun skólagjöldum og margskonar öðrum útgjöldum, sem gera ofnaltólum stúdentum ókleift að stunda háskólanám. Einnig lcrefjast þeir afsláttar á fargjöldum með sporvögnum o.g stræis- vögnum, en því hefur verið neitað. Gífurlegt lögreglulið var sent gegn stúden’ium og* liom til harðrar átaka milli stúdenta og lögregluþjóna, eins og myndin sýnir. Miðvikudagur 2. desember 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Ilin alþjóðlegu friðarverðlaun, sem kennd eru við Lenin, voru í ár veitt brezka rithöfnndinum Ivor Montagu, Afhendingin fór frairí í Sverdlov-salnum í Kreml. Á myndinni sést Montagu (’iil bægri) ásamt konu sinni (tii vinstri). Á milli þeirra er forinað- ur verðlaunanefndarinnar, D. V. Skobeltsyn. Ný bandarísk tunglflaug ekki tilbúin fyrr en næsta haust Reyna að senda geimstöð fram hjá Venusi og á braut um sólina í þessum mánuði Eftir ófarirnar við uppsendingu bandarísku tungl-eld- flaugarinnar í fyrri viku, skýrðu bandarísku eldflauga- sérfræðingarnir frá því, að ekki væri kleift að senda aðra slíka á loft fyrr en haustið 1960. Hörmuðu vísindamennirn- ir Það sáran, að tilraunin með Atlas-Able-eldflaugina skyldi hafa mistekizt. Næsta geimrannsóknatilraun Bandaríkjamanna verður gerð í þessum mánuði. Þá ætla þeir að reyna að senda geimflaug út í geiminn, framhjá Venusi og á braut umhverfis sólina. Ef þessi tilraun heppnast, mun hún geta veitt mikilvægar upp- lýsingar um möguleika á að taka á móti radíó-hljóðmerkj- um úr meira en 80 millj. kíló- metra fjarlægð. AukiS geislðvirkt rykíLondon Óvenjulega mlkið af geisla- virku rjki hefur fallið niður í London, síðan kjarnorkuveld- in framkvæmdu síðustu til- raunir sínar haustið 1958. Frá þessu var skýrt fyrir nokkrum dögum í borgarstjórn Lundúnaborgar. Þetta geisla- virka ryk hefur safnazt fyrir á húsaþökum í London, og er afleiðing af síðustu kjarna- sprengjutilraunum fyrir rúmu ári. Borgarstjórnarmaðurinn, sem frá þessu skýrði, neitaði að segja nákvæmlega hversu mikla geislun hér væri um að ræða, en hann sagði að hún væri mun meiri en hin fyrri ár. Student drap préfessor Bandarískur prófessor við háskólann í Tokío, Charles Elliot Perry, var laminn til dauða af japönskum stúdent fyrir nokkrum dögum. Perry hafði tekið stúdenta- skírteinið af stúdentinum, vegna þess að hann hafði brot- ið rúðu í íbúð prófessoi’sins með steini. Síðan lentu þeir í stælum, eem jukust orð af orði. Allt í einu réðist stúdentinn á pró- fessorinn og sló hann niður með banvænu jiu-jitsu-höggi. Prófessorinn beið þegar bana. Hvað olli óförunum? Ennþá er ekki vitað, hvað olli því, að tilraunin með tungl- flaug Bar.daríkjamanna mis- heppnaðist. Sérfræðingar reyna nú að komast að orsökunum með því að rannsaka nákvæm- lega hljóðmerkin, sem sendi- tæki geimflaugarinnar sendi frá sér þær 4% mínútu sem hún var á lofti áður en hún hrapaði í hafið. Einnig hafa þeir í fórum sínum kvikmynd, er sýnir flug geimflaugarinn- ar frá ýmsum hliðum. Eldflaugafræðingarnir eegja að lítið stykki, sem datt úr geimflauginni 30 sekúndum eftir að henni var skotið á loft, hafi ekki getað orsakað slysið. IJalda þeir -að tilraun- in hafi misheppnazt vegna þess að þriðja stig eldflaugarinnar hafi ekki tekið við eér þegar að því kom. Hluturinn, sem datt úr geim- flauginni er talinn vera gler- hlíf, sem hlífði þriðja þrepi hennar. Það átti hvort eð er að losna frá eldflauginni, þeg- ar hún kæmi út úr þéttari loftlögum jarðar. Ekki efni á öðru sliku í ár Dr. John Lindsey, forstöðu- maður bandarísku geimrann- sóknaáætlunarinnar, segir að til sé annað gervitungl eins og það sem átti að vera á braut- inni í kringum tunglið. Hins- vegar væru engaV eidflaugar til, til þess að flytja það á brautina. Allar þær eldflaug- ar, sem til væru, ætti að nota til annarra hiuta. Einnig sagði Lindsey, að ef gera ætti aðra tilraun nú þegar í staðinn fyr- ir þá sem mistókst, myndi það reynast of dýrt fyrir þann sjóð, sem ætlaður væri til að kosta slíkar tilraunir. Annar háttsettur embættismaður geim- rannsóknaáætlunarinnar sagði, að líklega myndi ekki vera kleyft að gera aðra shka til- raun fj’rr en haustið 1960. Iranskeisari írúlofast Keisarinn í fran og 21 árs gömul pcrsnesk etúlka, Farah Diba að nafni, opinberuðu trú- lofun sína nýlega í Teheran. — Verða þau gefin saman í hjónaband 21. desember n.k. Hjónabandsvandræði írans- keisara eru alræmd orðin, og hefur það þótt með eindæmum hversu ólánsamur keisarinn hefur verið í þessum efnum. Fyrst var hann giftur systur Faruks, hins afdankaða Eg- yptakonungs, en skildi við hana, þar sem hann var orð- inn óþolinmóður að biða eftir að hún fæddi honum karlkyns erfingja. Aðra konu sina, Sor- aya, skyldi hann við fyrir 18 mánuðum, vegna þess að hún reyndist óbyrja, og ólæknandi af þeim ljóði, þrátt fyr’r méð- höndlan allra snjöllustu lækna heims. Hið nýja konuefni, hefur undanfarið stúderað húsagerð- arlist í París, og hitti' keisár-, inn hana þar fyrir nokkrum mánuðum þegár hann var að þreifa fyrir sér um frjó- samari konur. Er þess nú beð- ið með mikilli eftirvæntingu, að Diba láti það ekki dragast úr hófi fram að ala keisaran- um sveinbarn, og forða keis- araættinni þar með frá því ó- láni að karlleggur ættarinnar deyi út. Ungfrú Diba er fjarskyldur ættingi Mossadeco, fyrrverandi forsætisráðherra, Irans, sem var við völd 1951—1953, en var settur í fangelsi fyrir til- stilli brezkra og bandarískra olíufélaga og keisarans. Hjóna- band keisarans er því líka pólit'ískt, þar sem ætlunin er að það sætti s^jórnmálaand- stæður í landinu. Ganga á eyðs- mörk dauSsns Allmargir friðarsinnar í Banda- ríkjunum hafa tekið sig upp frá heimalandi sínu og eru nú á leið til Sahara-eyðimerkurinnar til þess að mótmæla fyrirhuguð- urrí kjarnorkutilraunum Frakka- þar með nærveru sinni. Franska stjórnin hefur látið í Ijós mikla reiði út af fyrir- ætlunum Bandaríkjarnannanna. Hefur fulltrúi stjórnarinnar iýst Vfir því að fólkið verði hand- tekið, ef það reynir að stíga fæti á land í Afríku. r----------------------r*\ Spúlnik I í New York Sameinuðu þjóðunum hefur borizt að gjöf lík- an af sovézka gervitungl- inu Spútnik I., en það var fyrsta gervitunglið, sem jarðarbúum tókst að koma á braut. Líkanið er í fullri stærð og er ná- kvæm eftirl'íking af gervi- tunglinu^ sem Rússar skntu á loff fyrir tveim árum. Líkaninu hefur verið komið fyrir í anddyri að- alstöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York. V______________________y.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.