Þjóðviljinn - 01.03.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.03.1960, Qupperneq 6
6) — ÞJÓEWILJINN — Þriðjudagur 1. marz 1960 k. rw« *•••* f •« *• r»j mmfmumtnrs » r»»» H « ífítöíiiiL»í«j iiíi¥iyiiiii ÚtKeíandi: Sameiningarflokkur aljiýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.>. Magnus Torfi Ólafsson, Sig- uröur Guömundsson. — Fréttaritstjórar: Tvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsíngastjóri: Guögeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavöröustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Ásicriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiðja Þjóöviljans. XX. að má teljast mikið ánægjuefni að tekizt hafa samningar um verðlagningu landbúnaðarvara í sex manna nefndinni, svo ekki þarf að leita til yfirnefndar tjl að fá fullnaðarúrskurð. en það heíur einmitt allt of oft komið fyrir á undan- förnum árum. Svo sem glöggt kemur fram í til- kynningu nefndarinnar, sem birt hefur verið,- hafa verið gerðar allvíðtækar breytingar á út- reikningum þeim sem lagðir eru til grundvallar. Og enn fremur hefur nú tekizt að ná samkomu- lagi um það höfuðatriði að ekki sé aðeins samið um verðgrundvölk handa framleiðendum, heldur einnig um söluverðið bæði í heildsölu og smá- sölu. Hefur þar með náðst samkomulag í við- kvæmu deilumáli, sem alla tíð síðan lögin um framleiðsluráð voru sett, hefur komið í veg fyrir að eðlileg og heilbrigð samvinna gseti skapazt um lausn þeirra mála. txti fjegar lögin um framleiðsluráðið voru til með- * ferðar á Alþingi fyrir meira en áratug benti Sósíalistaflokkurinn á ýmsa galla á þeim, m.a. hættuna á því hve ákvæðin um yfirnefndina gerðu auðvelt, fyrir annanhvorn nefndarhlutann að skjóta sér undan allri ábyrgð með því að skjóta málinu til hennar. Reynslan hefur líka orðið sú, sem áður er nefnd, og ætið á þann veg að fulltrúar framleiðsluráðsins véku málinu frá sér. JÍXt uo I«á er ekki síður mikilsvert hitt atriðið, um ■ ákvörðun útsöluverðsins um leið og verð- lagsgrundvöllurinn sjálfur er ákveðinn. En eins og kunnugt er hófst allmikill ágreiningur um það fyrir nokkru. Kom í ljós að þegar útflutn- ingur landbúnaðarvaranna hófst svo nokkru nemi vantaði beinlínis ákvæði í lögin um það, hvernig fara skyldi með þann verðmismun, er yrði á útflutningsvörunum og innanlandssölunni. Framleiðsluráðið tók upp þann hátt, að bæta þessum verðmismun ofan á það innanlandsverð, er sex manna nefndin hafði ákveðið. Hverjum manni sem líta vildi með sanngirni á þessi mál var það ljóst, að með vaxandi útflutningi hlyti þessi háttur að eyðileggja allt samkomulag um verðlagningarkerfið í heild, þar sem bilið myndi sífellt breikka, og hið raunverulega útsöluverð færast fjær því sem sjálf verðlagsnefndin hefði samið um. Sumir pólitískir flokksleiðtogar, sem ógjarnan hafa viljað efla samstarf þessara stóru hópa, framleiðenda búvara og neytendanna í launþegasamtökunum, hafa óspart reynt að blása fflfi að eldum úlfúðar vegna þessa ágreinings. M.a. SH var það óspart reynt af fulltrúum og frambjóð- -pfi endum Framsóknar í þeim kosningum er fram ÍHh fóru s.l. ár. Hins vegar sýndi.það sig að bænda- oK stéttin í heild lét ekki blekkjast af þeim áróðri. 55: IVTu hafa fulltrúar beggja aðila í sex manna nefndinni gengið frá þessum málum þannig, “jj» að þeim er til sóma. Þeir hafa sýnt skilning á því, að báðum aðilum er fyrir beztu að samvinna jjjjj sé um þessi mál, og að stríð milli þessara stóru rírp stétta gerir aldrei annað en færa báðum tjón. Og þeir stjórnmálaleiðtogar, sem reynt hafa að gera þessi mál að sem stærstu ágreiningsefni þeirra í -gj milli, hafa þar með fengið verðuga ráðningu. En þetta samkomulag á að vísa veginn til ennþá nánari pólitískrar samvinnu. Samvinnu, sem ein getur tryggt völd vinnustéttanna í þjóðfélaginu. -- a. r.ti jíi; i8i »1H i I i SS ur VZ Áslaug' SigurSardóttir Hún er fœdd og uppalin i Reykjavík, og um skeið var liún forstöðukona barnalieimilisins Suður- horgar. Nií er hún húsmóðir d sveitaheimili noröur í landi, og þar hefur hún hátt á annan titg kaup- staðabarna á sumrin. Kjör sveitakomúinar, barnauvpeldi, kvenrétt- indamál og enn fleira ber á góma í þessu viötali, sem María Þorsteinsdóttir hef- ur átt við Áslaugu Sigurð- ardóttur í Vík í Skagafirði. — Hvernig er að vera sveita- kona, njótið þið ekki vel sveitasælunnar? — Það er gott að vera sveitakona, miklu betra en óg hélt áður en ég varð það, því ég var sannarlega mjög ókunn- ug sveitalííi, því ég ólst upp í Reykjavík og var þar alveg til fullorðinsára.. Ég held að starfssvið sveitahúsmóður sé allajafnan rniklu umfangsmeira en kaupstaðarhúsmóður, og iiggja til þess ýmsar ástæður. í sveit er oftast (að minnsta kosti alltaf á sumrin) fleira fólk i. heimili, sveitakonan þarf að vinna heima úr afurðum sínum til að nýta það sem til fellur eins og sláturgerð ,pyls- ur og kæfu, margar konur sjá um að svíða öil svið og reykja kjötið, þá er og íatasaumur og tóvinna mikið unnin heimafyr- ir, svo má ekki gleyma köku- og brauðbakstri sem er allt árið um kring, því ekki er hægt að hlaupa í næstu búð á nokkrum mínútum. Þar sem vinna bóndans íer fram á bænum eða í nágrenni hans og oft þörf fyrir hjálp eru mjög margar konur, sem aðstoða bændur sína við skepnuhirðingu og . t.d. liey-- skap. Samt vil ég taka það fram að sveitasæla er fyrir mér allt annað hugtak nú, en þegar ég var kaupstaðarkona, þá hug.r- aði maður um sveitina til ferða- laga, útilegu, reiðtúra, fjall-- göngu, helzt aíltaf i glampandi sól og. blíðu., Það er' sú svéi.ta-. sæla sem ég þekkti áður íyrr og þá mynd geymi ég vel. Nú á ég aðra fagra mynd í huga mér um sveitasælu, það er heimili mitt, bónda míns og barna, hagstætt tíðarfar, græn tún og engi, hugsunin um nð okkur búnist ve! og svo það hve miklu auðveldara og að mörgu leyti skemmtilcgra er að ala börn upp í sveit. - — Þú ert uppeldisfræðingur, viltu ekki segja okkur eitt- hvað um álit þitt á þeim mál- um, t.d. á hvern hátt bezt cr að fá börn til að venja sig að háttum samfélagsins. — Nei, ég, er alls ekki upp; eldisfræðingur, ég var í tvö ár í Kennaraskóla í New York. Þessi skóli útskrifaði það sem kallað er í Bandaríkjunum 11iiiiitiii111tim111inMir ’imn!1111111ii1111111111iiiii11!11iituii111111iiiiiiiiimimiiiiii11111ii111111iiiii1111111iii;ii111111e:1111111iii Gerrœðisstjórn Þingsjá ÞjáSviljans 27.-27. febrúar 1960 Lygnt var á yfirborði Al- þingis þessa viku, ríkisstjórn- in var önnum kafin annars staðar. Hún tók þegar um helgina til við framkvæmd gengislækkunarlaganna, og vakti mesta athygli flausturs- afgreiðslan á vaxtahækkun- inni. Vikurnar áður virtust einhverjir i stjórnarflokkun- um ekki alveg sammála um hækkun almennra vaxta í okurvexti og árásina á fjár- festingarsjóðina, en trúmenn- irnir á erlendar skottulækn- ingar á íslenzku efnahags- lífi s’gruðu. Vaxtahækkunin var látin ganga í gildi strax á mnnudagsmorgun, 22. fe- brúar. Með árásina á fjárfesting- arsjóðina var ríkisstjórninni svo brátt, að hún gætti þess ekki að fara að sínum eig'n lögum, he'dur þverbraut ný- lögtekin ákvæði gengislækk- unarlaganna. Sjálf aðferð rik- isstjórnarinnar til að breyta lögunum um þessa sjóði er svo c.svífin að þess munu fá dæmi. Bak við þá löggjöf er löng saga um pólitísk átök utan þ’ngs og innan, lögfest- ing þeirra hefur oft verið gerð að undangengnum lang- varandi samningum milli stjórnmálaf'okka. Nú héimt- ar ríkisstjórnin með einni grein í gengislækkunarfrv. heimild til að breyta slíkum meginatriðum löggjafarinnar um þessa sjóði og vöxtunum og lánstímanum. Hér er i raun á ósvifnasta hátt verið að svipta alþingismenn rétt- inum til þess að fjalla um lagabreytingar, ræða þær, meta og taka um þær ákvörð- un. ★ I hinni alræmdu 32. grein gengislækkunarlaganna var þó látið heita að þetta vald, sem Alþingi á eitt að hafa, væri ekki algjörlega háð geð- þótta ríkisstjórnarinnar. Þar segir að ríkisstjórninni sé heimilt „að fengnu áliti stjórnar Seðlabankans og stjórnar viökomandi sjóðs eða stofminar“ að kveða á um vaxtakjör og lánstíma á lánum hjá fiskveiðasjóði, stofnlánadeild sjávarútvegs- ins, byggingarsjóði sveita- bæja, ræktunarsjóði, bygging- arsjóði ríkisins (húsnæðis- málastjórn), byggingarsjóði verkamanna og raforkusjóði. I umræðum er urðu utan dagskrár í neðri deild mánu- daginn 22. febrúar deildu formenn þingflokka Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins fast á ríkisstjórnina fyrir aðförina að fjárfesting- arsjóðpnum. Töldu þeir báðir Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson að ríkisstjórnin hefði ólöglega ráðizt i breyt- ingar á vaxtakjörum og láns- tíma sjóðanna. Kom skýrt fram, að ráðherramir höfðu haft að engu það eindregna skilyrði sem 32. gr. gengis- lækkunarlaganna setur, að ríkisstjórninni sé þetta heim- ilt „að fengnu áliti stjóraar Seðlabankans og stjórnar við- komandi sjóðs eða stofnun- ar“. Játaði sá ráðherra sem helzt varð fyrir svörum, að svo væri, en menn úr stjórnum sjóðanna hefðu ver- ið boðaðir upp í stjórnarráð á laugardag og þeim tilkynnt um ákvörðun rikisstjórnarinn- ar. Og þegar fastar var geng- ið eftir, var það kreist út úr Gylfa að ekki einu sinni stjórn Seðlabankans hefði lát- ið í ljós álit um þessi atriði varðandi fjárfestingarsjóðina, vegna þess að ríkisstjórnin setti henni úrslitakosti að ljúka álitsgerð um eina helgi. Fram kom einnig að meiri- h'uti Seðlabankastjórnar hafði orðið við tilmælum rík; isstjórnarinnar að samþykkja hækkun almennu vaxtanna. Vilhjálmur Þór, miðstjórnar- maður i Framsóknarflokkn- um, hafði þar gengið i ber- högg við flokk sinn og sam- þykkt okurvextina ásamt Jóni Axel Péturssyni og Jóni G. Maríassyni. En gegn ok- urvöxtunum greiddu atkvæði annar fulltrúi Framsóknar í Seðlabankastjórn, Ólafur próf- essor Jóhannesson og Ingi R. Helgason, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. ★ R.íkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins virðist því ekki nóg að setja gerræðislög miðuð við að draga úr höndum Alþingis rétt sem því einu ber, heldur er ekki blekið fyrr þornað á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.