Þjóðviljinn - 23.04.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1960, Síða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. apríl 1960 , . ""i^m***^**m ** ' y :■■■■■■'l BÆJÁRPOSTURINI Að liðnum páskum Hið rétta hugarfar Þá er pás'kahátíðin um garð gengin og fclöðin hefja göngu sína á ný með eðlilegum hætti. Oft má -heyra blöðunum bölv- að fyrir það, hvað þau séu þrautleiðinleg og ómerkileg í alla staði og má það víst oft til sanns vegar færa, hins vegar bregður svo undarlega við, þegar þau koma ekki út dögum saman eins og um páskana, að þá sakna menn þeirra og bölva því jafn inni- lega „að hafa ekki einu sinni iblöðin til að lesa“ sér til af- þreyingar yfir helgidagana. Það er sem sagt ekki betra en hvað annað „að vanta nöldrið sitt“. Eins og undanfarin ár not- aði fjöldi íteykvikinga pásk- ana til ferðalaga, bæði lengri og skemmri. Þannig munu flestir skíðaskálar i nágrenn- inu hafa verið þéttsetnir a.m. k. á skírdag og föstudaginn ianga. enda var þá einmuna veðurblíða en heldur lítið um snjóinn að vísu. Á laugardag- inn aftur á móti spilltist veðr. ið og dró það úr ferðum manna á fjöllin. Margir fóru einnig 'í lengri ferðalög, en þó ’ dró bæði færð ort veður einn- ig úr þeim. Þannig varð Ferðafélagið að hætta við fyr- irhuaraðar ferðir að Ha.ga- vafni og í Landmannalaugar vegna aurblevtu og sömuleið- is fórst fyrir ferð .á Eyjafjalla. jökul, sém Ferðaskrifstofan -ætlaði að efna til. Vinsælustu páskaferðirnar eru tv’imæla- laust orðnar Öræfaferðirnar og þangað munu -hafa farið fleiri en nokkru sinni fyrr, enda ekki færri en þrír að- ilár, er auglýstu ferðir þang- að. Mér var þó sagt austur í Kirkjubæjarklaustri, að þar hefðu ekki „komið fram“ nema tveir ferðamannahópar, en í þeim voru líka um hálft annað hundrað manns, Eg hef ekki haft nákvæmar fregnir af þessum ferðum, en á aust- urleiðinni var ágætis veður og lítið í vötnunum. Hætt er aftur á móti við því, að í Öræfunum sjálfum hafi ferða. langarnir ekki fengið svo gott sem skyldi, og á heimleið- inni voru vötnin orðin öllu ógreiðfærari og varð sumt af fólkinu að hafa næturdvöl á sandinum aðfaranótt annars páskadags og komst ekki að Núpsstað fyrr en um morg- uninn, er hætt við að nóttin hafi orðið því allkaldsöm. Vonandi hefur þó engum orðið meint af ferðavolkinu og al- kunnugt er, að svaðilfarir eru allra ferða skemmtilegastar eftir á, þegar farið er að segja ferðasöguna. Þannig liefur allt til síns ágætis nokk- uð sem betur fer. Ekki veit ég, hvernig þeir hafa varið páskahelginni, sem ' heima sátu, en vonandi hafa þeir fundið sér eitthvað til dægrastyttingar annað en messurnar og andaktina í út- varpinu, þótt ekki væri skemmtununum fyrir að fara í bænum. Þannig mátti t.d. ekki dansa á skemmtistöðum bæjarins á laugardagskvöldið, heldur bara drekka brenni- vín. Það er víst miklu kristi- legri athöfn og guði þóknan- legri en dans, a.m.k. að dómi yfirvaldanna hér á landi. Á ráðstefnu í Genf hefir brezkur stjórnarfulltrúi og ráðherra svarað íslenzkri til- lögu með fyrirspurninni: „Hvað er þjóð ?“. Þeir íslendingar, sem dval- ið hafa langdvölum erlendis, vita hvers konar hugsunar- háttur býr að baki slíkra orða. Tónskáld eitt frá smáþjóð með stórveldisþanka epurði eitt sinn á norrænni ráð- stefnu: „Island? Er það líka sérstakt land? Er það ekki bara landslag? Á það að vera með?“ Svo mætti lengi telja. — En vér gerum ekkert eða lít- ið til að verjast slíkum hugs- unarhætti, — öpum heldur eftir öðrum á stundum af- káralegan hátt, — niðurlægj- um okkur oft með ýmiskonar skrílslátum, — skiljum ekki háðið að baki yfirlætisvin- Á sumardaginn fyrsta fór ég með börri mín, sem fleiri ofan í Lækjargötu til að fagna sumri með æsku bæjar og lands. Með lífskjaraskerð- ingu sinni tekst þó hinum gæfulausu stjórnarvöldum ekki að varna okkur birtu, vonum og yl vorsins. En þau gleymdust þó ekki, jafnvel þennan dag, þakkað veri próf. semd stórveldamannsins, —* aðhöfumst nú ekkert eða lít- ið og með hverjum degi minna til að reisa við eigið þjóðarstolt og þjóðerni, — erum á góðri leið með að tapa sjálfum oss. Vér eigum vort land einir og þess gæði, af því að vor þjóð tók ein á sig, þær fórnir að svelta og þjást hér í sex hundruð ár — jafnvel þótt hún kæmist allt að barmi glötunar og endanlegrar tor- tímingar. Vér höfum þannig helgað oss landið, og oss er alvara þegar vér viljum endurfinna sjálfa oss og vor eigin and- legu og efnalegu lögmál og reisa við menningu vora og þjóðemi jafnfætis öðrum. Þetta er það, sem nefnist að veral þjóð! Reykjavík, 12. apríl 1960 Jón Leifs. Jóhanni Hannessyni, sem úr ræðustól ávarpaði börnin í landinu. Hann bað þau — og það var nær því það eina, sem heyrðist — hann bað börnin að biðja fyrir ríkis- stjórninni, minnugur orða Krists: „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem of- sækja yður“. Þetta var fal- lega gert og beint í anda meistarans mikla. Séra Jóhanni er auðsæilega augljós sá sannleikur, sem öll alþýða þessa lands er nú farin að finna — og á þó eftir betur — að ríkisstjórnin ofsækir nú öll fátæk böm á íslandi, stefnir að því að rýra daglegar, naumart tekjur alþýðuheimilanna og þá er at- vinnuleysið og sulturinn skammt undan. Það þarf sannarlega kristilegt hugarfar til að biðja börnin að biðja fyrir slíku og þvílíku. En Kristur eggjaði samtíð sína að gera það. Lengra kemst enginn en að feta í fótspor hans. Það er vonandi að börnin geti þetta — og þeir full- orðnu líka. Séra Jóhann skilur istjórn- arvöldin og athafnir þeirra rétt. Þökk sé honum fyrir það. Enginn þurfti meir fyrir- bæna við en þeir, sem reynast gæfulausir misgerðamenn. Gestur úr Lækjargötu HVAÐ ER ÞJÓÐ? L A N DH ELG8SMÁ L3Ð- og ,,!ógik" Bjarna Beinfeinssonar Bjarni Beinteinsson, ritstjóri ungra íhaldsmanna, varð 8. apríl við áskorun minni um að birta ó síðu sinni í Mbl. álykt- unartillögu Inga Œt. Helgason- ar, þá sömu er Pétur alþing- ismaður Sigurðsson neitaði að skrifa undir á kappræðufundi ÆFR og Heimdallar. Tillagan var í stuttu máli á þá leið, að fundurinn fordæmdi fiandskap þann við fslendinga, er birtist í tillöguflutningi Bandaríkjamanna á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf. Var skor- að á fulltrúa íslands á ráð- stefnunni að hvika ekki frá núverandi 12 mílna fiskveiði- Jögsögu. B. B. telur tillögu Inga hina mestu ósvinnu og flutnings- manni til minnkunar. Reynir hann í alllöngu máli að bera í bætifláka fyrir Bandaríkja- menn og Breta og segir tillögur þeirra um að staðfestur verði hinn „sögulegi réttur“ til að ræna fiskimið fjarlægra þjóða — og þá fyrst og fremst ís- Jands — fram bornar þar eð þær séu ,,í samræmi við hag;- muni“ þeirra, en ekki af fjand- skap við íslendinga. Ekki bregzt vini mínum B. B. „lógíkin'1 fremur en fyrri daginn! Hann segir berum orðum, að ef það er „í samræmi við hagsmuni" nágranna okkar að ræna fiski- mið okkar, þá er það einnig' fjandskapur af þeirra hálfu að leggja til að þeim verði veitt heimild til þess! Ef það er „í samræmi við hagsmuni" þeirra Páls að stela frá herra Pétri, þá skal herra Páll, afla sér heimildar til þess!! Ekki væni ég B. B. um þá smán, að hann sé orðinn sið- væddur, en þessi málflutningur hans virðist mér vera í fullu t: samræmi við hann ,absolúta“ skriðdýrshátt, sem er megininn- tak siðvæðingarinnar. í lok greinar sinftar, lýsir B. B. undrun sinni á þeirri „skoðun, sem virðist koma fram í tillögu Inga R. Helga- sonar(!!?), að Bandaríkjamenn eigi að vera forsjármenn okkar í öllum hlutum, en þegar þeim mistekist sú forsjá, þá beri okkur að v:ta þá fyrir al- heimi. . .“ Leyfist mér að minna Bjarna Beinteinsson á það, að Ðanda- ríkjamenn eru skv. sérstökum sáttmála löggiltir „verndarar" og eiðsvarin „vinaþjóð" íslend- inga. Er það ósvífni að fara fram á að þeir standi við svar- daga sína? Það sem skiptir máli er þetta: Ráðstefnan í Genf snýst að verulegu leyti um landhelgi íslands — um það, hvort stór- veldi Evrópu eig'i að fá að skrapa grunnmiðin kringum landið, ein auðugustu fiskimið veraldar, í næði, eða hvort við, fátæk smáþjóð, eigum að fá að hagnýta þau okkur til Iífs- framfæris. í tillögu Banda- ríkjamanna um C mílur + 6 mílur -f- 6 mílna „sögulegur réttur“ birtist hinn vestræni imperíalismi (heimsvaldastefna) í allri sinni nekt. Hún er op- inber fjandskapur við lífsrétt íslendinga og tilveru íslands sem sjáifstæðs ríkis. Tilgang- urinn er auðsær: Þegar Bretar og önnur ránsveldi Vestur-Evr- ópu hafa eyðilagt fiskimiðin við ísland, verður grundvellin- um kippt undan afkomumögu- Ieikum íslendinga — fsland verður fátæk og bjargarlaus ey- lenda, auðunnin bráð fyrir ameríska imperíalismann. Og ef nánar er að gáð — þetta hefur alltaf verið innta- ið í afstöðu Bandaríkjamanna til íslands. Það er siðvæddur skriðdýrs- háttur að mótmæla henni ekki. Enn eitt NATO-ríki, Kanada, hefur nú svikið okkur í land- helgismálinu. B. B. nartar í þá hugmynd íhaldsins, að við svíkjum líka — með því að fá viðurkennda algjöra sérstöðu íslands. Væntanlega tekst að afstýra að ísland verði sér þann- ig til ævarandi smánar á al- þjóðavettvangi. Franz A. Gíslason. Vegna þrengsla í biaðinu féll Æsliulýðssíðan niður í síðustu viku og er því þessi athugasemd við skrif Bjarna Beinteinsson- ar nokkuð síðbúin, Biðst ég velvirðingar á þessu. F.A.G. Tvö kvæði AEI JÓSEFSSON LEIT Feigðin reið okkar föðurhúsum Málmdrekar flugu um þungbúinn bernskuhimin þórdrunur glumdu handan svartra ála og regnbogar hrundu með gný Nú stígur gufa uppaf fúlu vatni þarsem eggjárnin eru hert að nýju Mökkurinn fyllir auðnina af andlitum sem stara blóðhlaupnum augum útúr draungum á okkur sem eigrum niðurlút um rústirnar og leitiun að morgundegi í brotajárninu ÁSGEIR S V A N ■ BERGSSON: Loftsýn Haustgrár dagur í hélu skugga------- Fara finngálkn feigðardrunum ríða, grenja hamstola geisa örvita. Þrumureið víga um vesturloft. Grætur jörð gleði dags föluar. Smán þjóðar brennd þrumustöfum um þvert andlit morguns.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.