Þjóðviljinn - 14.10.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Mótmœlaaldan gegn stjórn Hneykslfsréttarhöld Éf cfe Gaulle rís stöðugt hœrrai Sá ráðstöfun frönsku stjórnar- innar að setja á svartan lista alla þá nienntamenn og lista- menn sem undirrituðu ávarp- ið gegn stríðinu í Alsír er nú farln að segja til sín. Ríkisstjómin hafði m.a. bann- að að nöfn þeirra væru nefnd í útvarpi og sjónvarpi franska ríkisins. Þetta hefur haft þau áhrif að t.d. gagnrýnendur út- varpsins eru í hreinustu vand- ræðum með að segja frá því sem gerist í frönskum bók- mentttum og listum. (Hvernig eiga þeir að geta talað um leik- rit eða kvikmynd, ef þeir mega hvorki nefna höfundinn né leik- arana? Sumir gagnrýnendanna og annarra útvarpsmanna hafa þá líka sagt lausu starfi sínu. Kennarasamtökin búa sig und- ir verkföll til að mótmæla skoð- anakúguninni sem félagar þeirra sem undirrituðu ávarpið hafa verið beittir, en þeim hefur öll- um verið sagt upp starfi. Blaðamenn undirbúa mót- mælaaðgerðir gegn handtöku starfsfélaga síns Robert Barrat. Listi sem á annað hundrað blaðamenn hafa þegar skrifað nöfn sín á gengur nú milli blaða í París. Margir kunnustu blaða- menn Frakklands hafa þegar skrifað nöfn sín á listann, þ.ó.m. margir helztu blaðamenn tveggja áhrifamestu blaða Frakklands, Le Monde og France Soir. Frönsku stjórninni hafa einn- ig borizt mótmæli frá útlöndum. Samtök brezkra kvikmýnda- og sjónvarpshöfunda hafa þannig sent de Gaulle skeyti þar sem m.a. er komizt svo að orði: — Hafi einhver gert sig sek- an um lagabrot getur ríkisstjóm- in beitt ákvæðum laga gegn honum. En óbein refsiaðgerð sem eyðileggur afkomu manns og bitnar á fjölskyldu hans og bömum og öðru saklausu fólki er brot á mannréttindum og skoðanafrelsinu. Brezki Pen-klúbburinn hefur einnig boðað mótmæli, en vill hafa samráð við þann franska fyrst. Sagan kvíðin Skáldkonan Francoise Sagan var ein þeirra sem undirrituðu ávarpið. Hún segir í blaðavið- tali að hún óttis.t að vera dreg- in fyrir rétt og dæmd í fangelsi. — Ég neyddist til að taka af- stöðu vegna þess að ég ann Frakklandi, segir hún. I síðiistu viku hófust í Róm réttarhöld út af hneyksli því sem varð á kunnum veitinga- stað þar í borg fyrir tveimur árum þegar tyrknesk dansmær Aiche Nana að nafni, tíndi af sér spjamirnar við mikinn fögnuð gestanna, en þeirra á meðal voru ýmsir kunnir Róm- verjar, milljónerar og aðals- menn, þ.á.m. prinsamir Franc- esco Borghese og Andrea Herc- olani og markgreifinn Carlo, Durazzo. Lögreglan kom á vett- vang þegar gamanið stóð sem hæst og mál var höfðað bæði gegn dansmeynni og ýmsum gestanna sem höfðu hjálpað henni að hátta sig. Þegar réttarhöldin skyldu hefjast var komið svo margt fólk í réttarsalinn að dómarinn varð tvívegis að flytja í stærri sali, en tókst iþó ekki að hafa nokkum hemil á mannfjöld- anum, vitni og lögmenn hurfu í þrönginni og endirinn varð sá að réttarhöldunum var frestað í tvo mánuði. Uppþot í Tokio vsgna morðsins Uppþot varð í Tokio í gær þegar 17.000 stúdentar fóru í hópgöngu um borgina að bú- stað Ikeda forsætisráðherra til að mótmæla morði Asanuma, leiðtoga sósíaiista, í fyrradag. Urðu átök milli lögreglu og stúdenta fyrir framan forsætis- ráðherrabústaðinn. Danskur rithöfundur krefst að íslendingar fái handrit sín Það hefur vakið umtal og blaðaskrif í Danmörku að for- ráðamenn danska þjóðminja- safnsins hafa sent ýmsa mestu dýrgripi safnsins til Bandaríkj- anna þar sem halda á sýningu á þeim. Ýmsir þessir gripir em svo hrörlegir orðnir að gæta hefur orðið ýtmstu varúðar þegar Hans Sherfig. þeir ihafa verið fluttir til í safnhúsinu í Kaupmannahöfn og það hefur því vakið furðu þeirra sem til þekkja að for- ráðamenn safnsins skyldu fall- ast á að lána þá til Bandaríkj- anna. Verðmæti þessara muna er ómetanlegt. Þegar þeir voru fluttir yfir Atlanzhaf þótti því sjálfsagt að herskip væri lát- ið fylgja kaupfarinu sem þeir voru fluttir með, en e'kki tókst betur til en svo að herskipið, sem er orðið gamalt og varla sjcfært, missti af kaupfarinu á miðju Atlanzhafi, enda hafði ekki verið talið óhætt að láta nema aðra vél þess ganga. Danski rithöfundurinn Hans Bcherfig ræðir þetta mál í blaði kommúnista Land og Folk og það verður 'honum tilefni þess- ara hugleiðinga: „Engar fréttir hafa borizt af því hvort handrit þau sem ís- lenzka þjóðin á siðferðilega kröfu til verði send í auglýs- ingaferð um Bandaríkin. En léttúðug og smekklaus ráð- stöfun danska prangararíkis- ins á menningarfjársjóði döns'ku þjóðarinnar en enn ein rök- semd fyrir hinni sanngjömu kröfu íslands til hinna íslenzku handrita. Með réttu verður spurt hvort ríki sem kann svo illa að fara með sína eigin hluti geti talizt réttur 'hand- hafi hinna íslenzku dýrgripa. Hvert sem verðmæti þessara handrita kann að vera í doll- urum á að senda þau án tafar til þess lands þar sem þau eiga heima og þar sem menn- ingunni er ekki stjórnað af heildsölum og pröngurum." Mánaðarrit bandaríska alþýðiisambandsins AFL-CIO ræðst i síðasta tölublaði á ríkisstjórn repúblikana fyrir að halda að sér liöndunum þótt landið stefni inn í nýja efnahagskreppu og allt bendi til þess að fjöhli atvinnuleysingja fari fram úr ö milljónum á næstu þrem mánuðiim. Bent er á það f ritinu, að verulegur hluti af framleiðslugetu banilaríska iðnaðarins sé ónotaður; á þetta einkum við um stáliðnaðinn en hann notar hú aðeins um helming aíkastagetu sinnar. Sovézki kjarnorkuísbrjóturinn Lenín hefur nú I marga mánuði rutt skipum braut um jj ísbreiðuna fyrir norðan Síberíu og hefur skipið að öllu leyti reynzt eins og til var jj ætlazt. Þótt útlialdið sé langt hafa skipverjar ekki yfir neinu að 'kvarta. I fáuin skip- um mun aðbúðin vera jafn góð. Mikill liluti skipshafnarinnar eru ungir visindamenn § sem þjálfaðir eru í meðferð allra hinna margbrotnu véla og tækja sem í skipinu eru. Á myndinni hér að ofan sjást nokkrir skipverjar fara á slilíðum á ísnum. Á neðri myndinni til vinstri sést stýrimaðurinn Alexander Tjúpíra við áttavitann, en á þeirri ® 411 li...>vI I,,,l-,,a,l.,, A,,,,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.