Þjóðviljinn - 03.12.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.12.1960, Blaðsíða 9
4). — ÖSKASTUNDIN Laugardagur descmbcr 1960. 5. árgangur 35. lölublað. o L>. IIIIIMlIIlillllllllllllllllllllllll Varðskipid Þór á siglingu. Bjarni Frímann er sjóhraustur Kæra Óskastund. Það er orðið langt síðan ég hef látið í mér heyra. Ég ætla að senda þér þrjár myndir, sem ég teiknaði. Sú fyrsta er af varðskipinu Þór. önn- ur er af m.b. Guðíinni frá Keflavík. en pabbi er skipstjóri á honum. Ég fór í róður fyrir skömmu með honum og var ekk- ert sjóveikur. Ég fór líka með honum í fyrra og var þá ekki heldur sjóveikur. Þriðja myndin er af sveitabæ. Mér fin'nst voða gaman í skóianum. Skemmtileg- ast finnst mér reikning- ur, málfræði og landa- fræði. Ég fer bráðum að hætta þessu pári. Aðalá- hugamál mitt er sjó- mennska. Vertu nú blessuð og sæl. Bjarni Frímann Karls- son, 11 ára, Hóla- braut 11, Keflavík. Það er gaman að fá .bréf frá gömlum og góð- um vini. Fyrsta bréíið til okkar skrifaði Bjarni begar hann var sjö ára og nýbyrjaður í skólan- um. Þetta bréf kom í 6. tölublaði 3. árgangs. Bjarni hafði þá mest gaman að því að teikna og' skrifa. Næsta bréf kom um vorið sama ár, þá var Bjarni að fara í sveitina, en þar átti hann kind og ætlaði að heyja handa henni. Báð- um þessum bréfum fylgdu teiknaðar myndir. sem komu í blaðinu. Tveimur árum seinna = Hvað kannt = E þú að vinna? | = Hvað kannt þú að ~ = vinna = = baggalútur minn? E = Þráðakorn að spinna,= = Elta litið skinn, E = kveikja ljós og sópa E 3 hús, = = bera út ösku og fyllaE = kriis, = E fara fram í eldhús. E = (Gömul barnagæla). E Fi 11111111111111111111111111111111 iT fengum við aftur bréf frá Bjarna. þá var hann búinn að fá áhuga á sjómennsku og knatt- spyrnu. Hann sendi okk- j ur þá mynd af skipi og knattspyrnuleik. Nú hef- ur Bjarni enn skrifað okkur, og mikið er hann farinn að skrifa vel og teikningarnar hans eru afbragðs góðar. Við þökkum Bjarna kærlega fyrir bréfið. Guðfiunur frá Keflavík. Freyja Freyja dóttir Njarðar í Nóatúni ágætust af ásvnjum og' tignust með Frigg. Hún giftist þeim manni, er Óður heitir; dóttir þeirra heitir Hnoss; hún er svo fög- ur, að af hennar naíni eru hnossir kailaðir, það er fagurt er og gersim- legt. Óður fór í burt langar leiðir, en Freyja grætur eítir, en tár henn- ar eru gull rautt. Freyja á mörg nöfn; en sú er sök til þess. að hún gaf sér ýmis heiti, er hún fór með ókunnum þjóð- um að leita Óðs. Hún heitir Mardöll, Hörn, Gefn, Sýr; hún er og kölluð vanagoð, vanadis, hið grátfagra goð. Freyja átti Brísingamen. Þá er hún .ferðast, ekur hún í vagni með tveimur kött- um fyrir. Hún er ná- kæmust mönnum til á- heita og' af hennar nafni er það tiglnabnafn, er ríkiskonur eru kallaðar irúr. Henni líkaði vel mansöngur. A hana er gott að heita til ásta. Kæra Óskastund! Okkur ömmu þótti synd að hún Bergþóra sk.yldi ekki komast í brúðusamkeppnina eins og hún Hallgerður. Við j ákváðum þá að búa til ; Bergþóru og , hér er hún. Honum Nonna bróður1 mínum þykir líka gam- an að sauma. Hann er að útbúa jólasvein, sem. hann ætlar að senda. þér. Hún amma hjálpaðii honum lika svolítið, Vertu svo blessuð og sæl. Gréta Erlendsdóttir, 9 ára, Arnargötu 8. ,áVV>''fiö'ii'irii' Er búinn sð fá Úrslit í I. ílokki kvenna í kvöld gaddaské og ætlar að bnakkja meti Þetta er Eþíópíumaðurinn Abebe Bikila er sigraði í mara- þonhlaupinu á OL, en hann hljóp berfættur alla leiðina. Nú herma fréttir utanlands frá að Bikila æfi nú í gaddaskóm og hafi hann í huga að hnekkja heimsmeti Zatopeks á 20 km Um helgina fara fram 12 leik- ir í Handknattleiksmóli Reykja- víkur. í kvöld fara fram þessir leikir: 1. fl. kv.: Ármann KR 3. fl. k. Fram— Þróttur Valur—KR ÍR—Ármann 1. fl. k. Fram—KR ÍR—Þróttur Ármann—Valur Annað kvöld leika: 1. fl. k. Ármann—KR Fram—VaJur Mfl. k. KR—ÍR Ármann—Víkingur. Búast má við spennandi leikj- um bæði kvöldin. í 1. flokki ltvenna er leikur Klí og Ár- manns úrslitaleikur, en bæði Iiiin liafa sigraö Víking áður í móiinu. Sá leikur. sem eflaust vcrður leikur helgarinnar er leikur KR og ÍR í meistaraflokki karla, og er ekki að cfa að leik- urinn verður bæði fjörugur og tvísýnn. Eiiinig má vænta vegalengd, en mettíminn er 59:51,8. Einnig er Elliot sagður hafa í huga að ráðast gegu meti Kut/. í 5 km. hlaupi 13:35,0, en hann hefst ekkj luinda við Það fyrr én í vor. skemmtilegs leiks milli Ár- manns og Víkings í sama flokki. — b i P — Kínverski met Nýlega voru sett tvö ný kín- versk met í kvennagreinum frjálsíþrótta, Tschung Hsiu Sun kastaði kúlu 15,02 m og há- stökkvarinn Tscheng Feng Yung náði 4445 stigum í fimmtarþraut. Nýléga kusu finnskir íþrótta- fréttaritarar Veikko Hakulinen íþróttamann ársins í Finnlandi vegna ágætrar frammistöðu hans á skíðamótinu í Squaw Valley. Þetta er í í’jórða skiptið sem hann hlýtur þessa sæmd. Flóttamenn Framhald af 5. síðu við flóttafólki, sem frekar væri byrði að en gagn. En andi ,,flóttamannaársins“ hefur þegar haft mikil áhrif annars staðar í heiminum, því núna, í fyrsta sinn, hafa ríki utan Evrópu tekið við sjúku flótta- fólki, sem ekki á batavon. (Frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna). Laugarclagur 3. desember 1960 ÞJÓÐVILJINN (9 Myndlistárkynn- | Menntaskóianemi á æsknlýðsráð- f stefnu vestra ing í Keflavík g í dag klukkan fimm síð'Jeg- is efna bókaútgáfan Helga- fell og Bókaverzlun Krist- ins Péturssonar í Keflavík til myndlistarkynningar í Bíóhöll- inni í Keflavík. Björn Th. Björnsson listfræðingur annast kynninguna og mun hann flytja fyrirlestur um myndlist og sýna auk þess litskuggamyndir af listaverkum. Aðgangur að listkynningunni er ókeyp's. Þýzkir kratar Framhald af 5. síðu. menn, sem vildu halda sér við stefnuskrá flokksins frá því í fyrra, en hún var mikið skref til hægri. Brandt vildi ganga enn lengra. til hægri. Sagði hann að sósíaldemókrat- e.r ættu að leggja blessun sína yfir NATO og lofa að ganga einnig hernaðarlega fram í baráttunni gegn „kommúnistahættunni11. Brandt kvaðst ekkert vilja hafa með „heimspeki" að gera í sínum flokki. Allar pólitiskar fræðikenningar væru til traf- ala fyrir starf flokksins í sam- bandi við pólitískt og hernað- arlegt samband við vesturveld- in. Kvaðst hann vilja hafa meira af hagfræðingum og „raunsæum sérfræðingum" í kringum sig en minna af flokksstarfsmönnum Gunnar Sigurðsson, nemandf í 5. bekk Menntaskólans í Rvík, er einn 15 skó.lapilta frá 15' þjóðum, sem valdir hafa veriS til þátttöku í ár’.egri æskulýðs- ráðstefnu sem stórblaðið Neiv Yórk Mirror gengur fyrir. Þessir 15 erlendu piltar mæta. 1000 bandarískum jafnöldrurrt sínum sem valdir hafa verið úr Menntaskólum víðsvegar um. Bandaríkin. Unga fólkið mun. ræða vandamál æskunnar í dag. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Leit æskunnar að betri heimi. Umræðuefnin verða.. | margvísleg. M. a. verður rætt. j um bandarískt lýðræði, mennt- , unarþörf æskunnar, og hlutverk I Sameinuðu þjóðanna. Meðal , ræðumanna á ráðstefnunni er- James J. Wadsworth sendiherra, Bandaríkjanna hjá Sameinuðu- {■.jóðunum og Robert S. Wagn- er, borgarstjóri New Yoikr borgar. Gunnar er sonur hjónanna Sigurðar Magnússonar og Ragnheiðar Einarsd., Brekku- götu 16, Hafnarfirði. Hann mun dvelja í New York . um viku tima. Siðan mun Paa American fljúga honum heim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.