Þjóðviljinn - 13.05.1961, Side 1

Þjóðviljinn - 13.05.1961, Side 1
Bandariski flofinn kemur fyrir eídsneyfisbirgSum i sföS Oliufélags- ins i HvalfirSi - Nýjar hernámsframkvœmdir þegar hafnar Sýknudómur í morðbréfamáli Olíufélagið h.f. hefur nýlega gert samning við bandaríska flotann um leigu á olíustöðinni í Hval- firði. Er nú verið að framkvæma allumfangsmiklar hreytingar þar, oa eru þær einkum í því fólgnar að þar á að koma fyrir í vaxandi mæli fuelolíu til notkunar fyrir bandaríska flotann. Einnig er ver- ið að koma þar upp neðansjávarleiðslu til að dæla olíunni, en hingað til hefur flotleiðsla verið notuð. Þjóðvijjinn sneri sér í gær til Vilhjálms Jónssonar. fram- kvæmdastjóra Olíufélagsins h.f. og- spurðist fyrir um þetta mál. Staðfesti hann að nýlega hefði verið gerður leigusamningur um stöðina í' Hvalíirði en taldi að þetta væri hliðstæður leigusamn- ingur og þeir sem áður hafa ver- ið gerðir, því Olíufélagið h.f. hefði alla tíð geymt í Hvalfirði flugvélabenzín fyrir bandaríska herinn. Nú yrði hinsvegar sú breyt- ing á að fuelolía yrði geymd á tönkunum í stað fiugvé'.a- berzíns. þannig að nú er það f’.otinn sem fær stáðina til afnota. Yrði þessvegna að leggja nýjar leiðslur, sem hénta fuelolíu, í tankana, og auk þess yrði gerð neðansjáv- arleiðsla t'.l þess að taka við fueloUunni úr birgðaskipum í stað þess að hingað til hef- ur verið notuð flotleiðsla. Vilhjálmur kvað samninginn um þetta efni gerðan til eins árs eins og tíðkazt hei'ði. Hann bar til baka fréttir um það að bandarískir verkfræðingar stæðu fyrir- iramkvæmdum í Hvalfirði og sagði að ekki væri enn ver- ið að koma upp neinni aðstöðu til að birgja skip og kafbáta í Hvajiirði sjálfum. Milljónatugir á ári EJ'tir öðrum heimildum hefur j Þjóðviljinn fregnir af því að' Vilhjálmur Jónsson hafi átt í langvinnum samningaviðræðum í Bandaríkjunum áður en geng- ið var frá þessu máli. Hafi' bandaríski flotinn þar gefið Olíuíélaginu fyrirheit um við-j skipti til mjög Iangs tíma, og samningarnir um leigumála og nýjar framkvæmclir í Hvalfirði nmnu fja’Ia um tugmilljóna upp- hæðir á ári. Auk þess fær Olíu- félagið að sjálfsögðu sinn ágóða- hlut af öllum viðskiptum við herinn, eins og verið hefur. Eins og alkunnugt er bíður Olíufé’agið h.f. nú dóms fyrir hina stórfelldu svikastarfsemi i sambandi við hernámsviðskipti sín. Auðsjáanlega hefur traust j hersins á Olíufélaginu ekki dvín- að við það. enda voru svikin framin í skjóli yfirmanna her- námsliðsins og móðurfélagsins Standard Oil. Og nú er allaveg- ana tryggt að OHufélagið eigi fyrir sektunum. Leigusamningurinn um yfir- töku flotans á Hvaliirði er mjög alvarlegs eðlis. Hann sannar að Framhald á 5. síðu. Hernámsfram- kvæmdirnar í Hvaífirði Myndirnar hér á síðunni tólc ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, í Hvalfirði í "ær- morgun. Á efri myndinni sést cinn í vinnuflokknum l’rá Akra- nesi að rafsjóða Ieiðsluna miklu sem á að flytja olíu í stað benzíns og tengjast rið leiðslu frá tönkunum er sjást á neðri myndinni. Sjá ennfremur frétt á 12. s'ðu um framkvæmdir í Hval- firði. Magnús Guðmundsson algerlega sýknaður af kæru lögreglustjóra um morðhótanabréf — dæmdur fyrir rangar sakargiftir. ' ins fyrir liæstarétti var Ragn- ar Clafsson hæstaréttarlögmað- ur. Þjóðv’Jjinn mun gera nán- ari grein fyrir dóminum í ( næsta blaði. Hæstiréttur kvað í gærkvöld upp dóm í morðbréfamálinu. Yar Magnús Guðmundsson, fyrrverandi Iögreglumaður, sýknaður algerlega af ákær- unni um það að hann hefði sent S’gurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra nafnlaus bréf og hótað honum líf.áti. Það mál hefur sem luinnugt er verið rekið af lögregiustjóra um langt skeið með hinum furðu- iegustu starfsaðferðum og of- forsi, og er dómur hæsíaréttar mjög alvarlegt áfall fyrir lög- reglustjóra og enn ein sönnun þess að sá rnaður er algerlega -óhæfur tíl að gegna starfi sínu. Ilins vegar dæmdi liæstirétt- ur Magnús í fjögurra már.aða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir rangar sakargiftir, en Magnús hafði fyrir rétti borið öivunar- sakir á Iögregiustjóra og nokkra starfsmenn lögr'eglunn-4 ar án þess að sannanir væru lagðar fram. Verjandi Magnúsar Guð- mundssonar í lokaþætti máls-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.