Þjóðviljinn - 19.05.1961, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. mai 1961
VSBJINN
J&tgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu. — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. -
Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
JMagnússon. — Ritstjórn. afgréiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
,fiími 17-500 (5 lín. ' Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prcntsmiðja Þjóðviljans h.f.
Enn sverja þeir
enn eru þeir byrjaðir að sverja. Alþýðublaðið
hrópar í gær með stórum fyrirsögnum í bak og
fyrir: ,,kafbátafrétt Þjóðviljans uppspuni frá rótum“,
en Morgunblaðið er að vanda varkárara og leggur að-
aláherzluna á það að „ísland (sé) nauðsynlegur hlekk-
ur í vörnum NATO“. En þeir eru semsé byrjaðir að
sverja, og þá vita íslendingar af langri reynslu að ekki
er von á neinu góðu. Bandaríkjamenn sóru á stríðsár-
unum að flytja allt herlið sitt burt þegar að styrjöld
lókinni og efndu loforð sitt með því að krefjast hér
hérstöðva um aldur og ævi í stríðslok. Allir þingmenn
íslendinga (að einum undanskildum) sóru fyrir kosn-
ingar 1946 að aldrei skyldi samið við Bandaríkin um
neinar herbækistöðvar á íslandi, en síðan gerði meiri-
hluti þeirra Keflavíkursamning þegar búið var að
hespa kosningarnar af. Jafnt íslenzkir sem bandarískir
valdamenn sóru 1949 að aldrei skyldi dveljast her á
Islandi á friðartímum, en þeir svardagar entust aðeins
í tvö ár. Og ek'ki eru nema nokkrir mánuðir síðan allir
þingmenn stjórnarflokkanna sóru að aldrei skyldi H§
Bretum hleypt inn í 12 mílna landhelgi íslendinga og |p
aldrei yrði framtíðarrétti íslendinga fargað með nein- =
um samningum. „Stjórnmálamennirnir sóru hátíðlega H
eiða nyrðra í sumar aungvu síður en syðra d vetur,“ §§
sagði Ugla Falsdóttir í Atómstöðinni: „ísland skal ekki IH
verða selt né þjóðin svikin, eingin atómstöð reist þar If
sem íslendíngar verðí drepnir á einum degi, í hæsta §§
lagi leyfður suðrá Reykjanes: áníngarstaður fyrir út- !§
lenda góðgerðarflokka; þeir sóru við land, þjóð og sögu, ^
sóru við alla þá guði og helga dóma sem þeir sögðust ^
trúa á; sóru við móður sína; þó sóru þeir fyrst og síð- =§
ast við heiður sinn. Og um leið vissi ég að nú hafði §§
það gerzt.“ §§
þjóðin veit það orðið fullvel að orðum og eiðum valda- I||
mannanna skyldi enginn treysta, hinn hátíðlegasti §=
eiðstafur er oftast borinn fram til þess að dylja and- §§
stæðu sína. Valdamenn þjóðarinnar hafa gert það a𠧧
íbrótt sinni að tala þvert um hug, segja eitt við al- §§§
þýðu manna, en framkvæma annað. Lengi vel voru ~~
Islendingar svo grandalausir, að þeir fengust ekki til |||
að trúa því að nokkur forustumaður leyfði sér að segja 1||
ósatt af ráðnum hug, og enn eru til menn sem enda- §§
laust láta draga sig á tálar. En fleiri og fleiri |||
gera sér nú Ijóst að í hernámsmálunum getur allt |§§
gerzt, þrátt fyrir svardaga ráðamannanna, ef þjóð- §§§
in sjálf er ekki nægilega árvökul, ef almenningur fylg- |s
ist ekki nógu vandlega með hverjum atburði, ef það al- |||
þingi götunnar, sem stjórnarliðinu er verst við, lætur §s
ekki til sín taka hvenær sem hættu ber að höndum. !§j
Baráttan gegn erlendri ásælni á íslandi og afsali lands- "=
réttinda er orðin löng, og mörg óhæfuverk hafa verið |§§j
unnin, en enginn skyldi þó ætla að þessi barátta hafi
ekki verið árangursrík. Bandaríkin hafa ekki enn náð §|§
því marki sem þau settu sér 1945, fjölmörgum kröfum §§§
þeirra hefur verið hafnað, eins og áætluninni sem fram §|§
kom 1955 um að sprengja kafbátalægi inn í Þyril. Þótt !§
þýlyndi valdamannanna sé mikið 'hafa þeir þó neyðzt
til þess að taka nokkurt tillit til fólksins í landinu, §§
þeim mun meira tillit sem barátta almennings hefur ||§
verið einarðari. Af því stafar heiftin í garð Samtaka g
hernámsandstæðinga jafnt í orði sem verki. Ráðamenn- §§§
irnir óttast að senn kunni að koma að því að þeir neyð- s§
jst til þess að standa við svardaga s:na. — m =
1941 um bann ÞjóSvHjans og fangelsun ntstjóra blaÓsins:
• . ,-.j Jifr.Böv'jac,|í ’ífflíJíkFW ■-< U
Föstudagur 19. mai 1961 — ÞJÓÐVILJINN — ’ (7
Ritstjórn Þjóðviljaus vorið 1941 er brezku yfirvöldin fluttu utan til fangavistar: Sigfús Sigur-
hjartarson, Einar Olgeirsson, Sigurður Guðmundsson. Myndin er tckin daginn sem þeir koma
lieim til Reykjavíkur, eftir þriggja mánaða fangavíst í Bretlandi.
Dómur Visis
Einhvern veginn heíur Vísi
tekizt það lengst af ævi sinni
að vera í minna áliti en önnur
blöð, hann er sjaldan talinn
almennilega viðræðuhæíur, og
fáir nenna að svara honum'.
Þannig hefur það verið löngum
en nú hefur blaðið fengið nýj-
an og efnilegan ritstjóra og
nýtt starfslið og er ekki ólík-
legt að það eigi eftir að taka
verulegum stakkaskiptum. En
gamla lagið loðir enn við og
sennilegt má teljast að það
hafi verið ritstjórinn sem fyr-
ir var sem skrifaði leiðara
blaðsins nú á miðvikudaginn
eða þá að nýi ritstjórinn, sem
er ungur maður, hafi ekki.
kynnt sér efnið sem þar um_
ræðir.
ie
f leiðara þessum er rædd
„ástæðan“ fyrir því að brezka
herstjórnin á íslandi bannaði
Þjóðviljann fyrir 20 árum og
flutti ritstjórn hans utan í
fangelsi. Og hér kemur orð-
rétt svar Vísisleiðarans, svo
lesendur Þjóðviljans sjái mál-
flutninginn. Spurt er um á-
stæðuna;
„Hún var nefn'lega sú, að
Þjóðviljinn liafði gerzt mál-
gagu þeirrar síefnu, sem.
Einar O'.geirsson segir niú,
aft sé að rísa á ný í heimin-
um — hér eins og annars
staðar. Já, Einar Olgeirs-
son var helzti penni nazista
hér á landi um þær mundir,
og það koni meðal annúrs
fram í því, að liann og blað
hans börðust af alcfli gegn
því, að hægt væri að koma
hér upp vígstöðvum, sem
unnt væri að beina gegn
nazistum. Það var þessi á-
kafa barátta Einars Olgeirs-
sonar og félaga hans fyrir
nazista gegn Rretum, sem
le'ddi til handtöku þeirra
félagra.
Eða dettur nokkrum
manni í hug, að peir hefftu
verift teknir og fluttir úr
landi, ef þcir hefðu verið
stuðningsmenn og banda-
menn Breta í barátturíú við
nazista? Nei, naz'stastuðn-
ingur íslenzkra kommúnista,
meðan Hitler og Stalin voru
vinir, er snaran, sem
kommúnistar liafa verið að
nefrta að undanförnu. Eða
þora kommúnistar að rifja
upp baráttu sína á fyrstu
mámuðum styrjaldarinnar
og þó e'nkum eftir að Bret-
ar voru komnir hingað?
Þaft er áreiðanlegt, að
Einar Olgeirsson og aðrir
kommúnistar geta ha^ið á-
fram að fá geðbilunarköst
til dauðadags — það breyt-
ir ekki þeirri óþægiiégu
staðreynd, að þeir eirr.r
stóðu meft nazismanum hér
á landi meðan Hitlcr og
Stalin voru vinir.“
ik
í þessum málsgreinum Vísis er
hver staðhæfing rakalaus lygi,
og þeir sem viðhafa slíkar
fullyrðingar verða að sætta sig
við það álit sem bíður manna
er þannig málflutning iðka. í
þetta sinn skal þeim málflutn-
ingi ekki svarað með athugun
á aístöðu Vísis til nazismans.
en það verður ef til vill gert
síðar. Hér skal einungis bent
á, að í ritstjórnargrein í Vísi
er brezka herstjórnin afsökuð,
að vísu meft lognum fullyrð-
ingum, og tiltæki hennar 1941
talið sjálfsagt og eð’.ilegt.
★
Nú vill svo til að hægt er
að vitna í samtímaheimild,
sem ritstjórar Vísis ættu að
taka nokkurt tillit til, en það
er dagblaðið Vísir. Að vísu
vantaði ekki þá fremur en nú
að blaðið brygði fyrir sig á-
róðursfullyrðingum um sósial-
ista og um verkalýðshreyfing-
una, sem ekki átti neina staði
í veruleikanum. En einmitt í
sambandi við þetta mál vann
Vísir sér meira álit en hann
hefur líklega nokkru sinni átt
á ævi sinni. Hann skildi þetta
mál mjög svo öðrum skilningi
en núverandi ritstjórar blaðs-
ins, ef dæma má eftir leiðar-
anum á miðvikudaginn. Að
vísu mun þar hafa ráðið per-
sónuleiki eins manns, sem
ekki var skráður ritstjóri
blaðsins, en upplýsti sjálfur að
hann hefði þá ritað leiðara
blaðsins um alllangt skeið. Sá
maður var Árni Jónsson frá
Múla. Hann var harðskeyttur
pólitískur blaðamaður og sagði
margt ljótt um sósíalista og
ekki alltaf vel grundað, en við
þetta tækifæri rís hann upp úr
hópi íslenzkra blaðamanna og
sker sig úr fyrir íslenzka hugs-
Árni Jónsson frá Múla
un og skilning á því sem gerzt
hafði. Sum hinna blaðanna
lögðust að fótum Bretans í
hundflatri auðmýkt, og skrif
Stefáns Péturssonar í Alþýðu-
blaðinu og Jónasar frá Hriílu í
Tímanum þetta vor eru með
soralegustu og lítilmótlegustu
skrifum íslenzkra blaða. En
hér skal bent á nokkur atriði
er sýna meginskilning þann er
Vísir túlkaði í leiðurum sínum
vorið 1941 á því tiltæki brezku
herstjórnarinnar að banna ís-
íenzkt dagblað og flytja rit-
stjórn þess utan til fangavistar.
L
Og herstjórnin hótaði samskon-
ar aðgerðum hverjum þeim sem
mótmælti. Árna frá Múla var
ljóst, að mótmæli hans gátu
þýtt að hann færi sömu leið
og ritstjórn Þjóðviljans. En
hann hikaði ekki samt.
★
Mánudaginn 28. april skýrir
Vísir frá handtökunni kvöldið
áður og banninu á Þjóðviljan-
um með rosafyrirsögnum og
bætir við m.a.:
„Atburðir þeir, sem hér eru
raktir að ofan, eru þess eðlis,
að þá má telja alvarlegasta á-
reksturinn sem orðift hefur
milli íslenzkra og brezkra hags
muna, frá því er setuliðið tók
sér bólfestu hér' i landi. Ber
þar fyrst til, aft íslenzkur al-
þing'smaður er tckinn hönduin
meðan Alþingi situr á rökstól-
um og fluttur utan af erlendu
valdi, en samkvæmt ákvæðum
stjórnarskrárinnar njóta al-
þingsmenn sérstakrar friðhelgi
meðan þing situr.“
Vísir telur að forysta í mál-
inu af hálfu íslendinga e:gi að
vera í höndum Alþingis og rík-
istjórnar, „en fyrir blöð og all-
an almenring hefur þetta stór-
fellda réttarskerðingu í för
með sér, þannig aft í rauninni
er ekki um „frelsi íslands“ ó-
skert lengur að ræða, og hegg-
ur þá sá er hlífa skyldi.
Gagnvart slíkum atnöfnum
verður þing og stjórn sem og
þjóðin öll, alveg án tillits til
stjórnmálaskoðana, að standa
saman í einörðum kröfum.“
Næsta dag', 29. apríl 1941,
birtir Vísir leiðara „Sambúðin
við Breta“. Þar er aft vísu
nokkuð tekið undir ásakanir
herstjórnarinnar gegn Þjóðvilj-
anum, en atferli hennar for-
dæmt afdráttarlaust sem rétt-
inda- og frelsiskerðing. Segir
þar m.a.:
„Látum ekki Breta, sem
unna landi sínu og fórna
blóði sínu fyrir þaft, gleyma
því að við eigutn þetta land
eins og þeir s tt og við unn-
um þessu landi eirs og þeir
sínu. Látum þá heldur ekki
gleyina því, aft engin þjóð
hversu vinveitt sem húu
kann aft vera okkur, getur
verið okkur aufúsugestur,
þegar hún sezt aft sem yfir-
þjóð í okkar cig'n landi.
Látum þá minnast þcss, að
á þeirri stundu er þeir
komu hingað, stóðum við í
fyrsta sinn um margar aldir
alveg á okkar eigin fótum
og vorum staðráðnir í því,
að halda því áfram um alla
framtíð. Látum þá loks
m;nnast þess að rétturinn
til yfirráða á þessu landi er
allur okkar megin. Þeir
hafa ckkert fyrir sig að
bera nerna þá nauðsyn sem
brýtur lög“
Árni minnir á að Bretar
hafi „sezt hér að gegn vilja
okkar“, en hafi „á ýmsan hátt
reynt að gera okkur sambúðina
sem sársaukaminnsta.“
„En svo hafa þeir á liinn
bóginn reist hermannaskála
innauum íbúðarhverfi borg-
arinnar. Þeir hafa lagt flpg-
völl steinsnar frá höfuð-
borginni. Þeir hafa verið
furðulega slóðalegir í at-
liöfnum sinuni, þegar hinn
stríðsaðilinn hefur komið
hingaft í suisnudagsheim-
sóknir. Með þessu teljum
við aft leiddar hafi verift yf-
ir okkur óþarfa hættur
jafnframt því sem verndin
hefur verið tilþrifaminni en
búást hefði mátt við.“
*
Árni telur Þjóðviljann hafa
verið of harðan í gagnrýni á
hernámsliðið og framferði
þess, en heldur áfram:
„Því v'érður ekki haldið
fram, að íslenzk blöð hafi
með þeirri imdantekningu,
sem nefnd hefur verið, mis-
notað prentfrelsið á nokk-
urn hátt. Það má þvert á
móti halda því fram, aft við
höfum vanrækt meira og
minna að halda uppi vak-
andi gagnrýni á aðgerðum
Breta og aðgerðaleysi. Það
má vel vera að þessvegna
hafi t.d. hermannaskálunum
verið klesst milli íbúðar-
húsanna í bæamm, öllum
fslendingum til angurs og
armæðu.
Það getur vel verið að
vegna afstöðu sumra ís-
lenzkra blaða hafi Bretar
fengið þá hugmynd að við
værum miklu þykkjuminini
en raun er á. Undirlægju-
háttur sumra íslenzkra
blaða er svo megn að furðu
sætir. Af þe:m sökum má
vera að Bretar telji okkur
aiunari en vift erum.
Vel má vera að Bretum
komi á óvart þau mótmæli
sem fram eru borin út af
hinurn síðustu atburðum. En
þeim er óhætt að trúa, að
á bak við þau mótmæli
stendur hugur allra samira
íslendinga. Ef þeim er
nokkur hugur á að efla vin-
samlega sambúð þjóðanna,
verða þeir tafarlaust að
bæta fyrir þann yfirgang
sem hér hefur verið í
frammi hafður ...“
„Og það munu Bretar,
sem virða arfhelgi öllum
þjóðum fremur, viðurkenna,
að þegar ráðizt er inn á
sjálft Alþingi, er virðingu
íslendinga misboðið. Við
eigum ekki háreist hús frá
liðnum öldum. En við eigum
löggjafarsamkundu, sem er
meira en 1000 ára gömu’.
Þá stofnun leyfum v'ð ekki
að óvirða. Þaft er alveg
sama hvort þingmaðurinn
heitir Einar Oigeirssen,
Hermann Jónassoni eða ÓI-
afur Thors, alveg sama
hvaða flokki hann tilheyrir.
Meðan Alþ'ngi situr er hann
friðhelgur samkvæmt is-
lenzkum lögum, ef hann er
ekki staðinn að glæp. Ef
Bretar óska vinsamlegrar
sambúðar við íslerdinga
meiga þeir ekki leika sér að
því að vanheiga elztu og
mcrkustu stofnum þjóðar'nn
ar. Hér hefur verið gengið
feti framar en fært er og
sæmilegt. Brezka heims-
ve'dið eykur ekki á virð-
ingti sína ef þaft skirr'st vift
að bæta tafarlaust fyrir
þann verknað.“
★ \
Enn skrifar Árni frá Múla
leiðara Vísis 30. apríl „Þræls-
lund AIþýðublaðsins“, hin
hvassasta ádeila á undirlægju-
hátt Stefáhs Péturssonar og
AlþýðufJokhsins við Breta og
afsakanir Alþýðublaðsins á of-
beldisverki herstjórnarinnar
gegn Þjóðviljanum. Við þetta
ærðist Alþýðublaðið alveg og
lét liggja að því að Árna hefði
tekizt að esna „kommúnista“
til „dólgslegrar framkomu" og
annað í þeim stíl, sem í hinu
hættulega ástandi hlaut að
skiljast sem bein vísbending
til b^ezku herstjórnarinnar að
taka Árna úr umferð.
Þannig skildi Árni það
sjálfur. Hann haíði haft staf-
merki með leiðurum sínum, en
2. maí 1941 skrifar hann leið-
ara: ,, Hver er ætlunin" og
sýnir þar enn fram á þrælsund
Alþýðublaðsins og ymprar á
að þetta kunni að verða síðasti
leiðarinn sinn ef herstjórnin
taki mark á Alþýðublaðinu.
Kveður hann lesendur, ef slikt
skyldi verða, og undirritar leið-
arann fullu nafni: Árni Jóns-
son frá Múla.
★
Þessa daga mátti segja að
ólíkt hærra ris væri á Vísi en
hinum dagblöðunum í Reykja-
vík. Og ásamt hinni einbeittu
afstöðu Sósíalistaflokksins, og
mótmælum Alþingis átti af-
staða Vísis tvímælalaust sinn
þátt í að þetta högg brezku
herstjórnarinnar geigaði og
varð að lokum algert vindhögg.
Með banni Þjóðviljans átti ail
þagga niður alla heilbrigða
gagnrýni íslendinga á hernám-
inu og framkomu hins gííur-
lega fjölmenna erlenda hers á
íslandi, svo Bretar gætu óá-
talið farið hér hverju því
fram sem þeir kysu. Hefði þaft
tilræði tekizt, hefði margt far-
ið öðru vísi og verr fyrir ís-
lenzku bióðinni á stríðsárun-
um. Úr þeim ummælum Árna
frá Múla sem hér hafa verift
rifjuð upp af gefnu tilefni, má
sjá, að hann að minnsta kosti
skildi hvað í húfi var, skildi
eðli þess sem var að gerast.
Og ef til vill verður það lang-
lífast af öllu sem Vísi viðkem-
ur, að blaðið rís þarna í eitt
skipti, á örlagastundu gegn er-
lendri ásælni og ofbeldi, og-
það svo um munar.
Skemmtifundur
Nemendasamb.
Kvennaskólans
Aðalfundur Neniendasambanda
Kvennaskólans í Reykjavík vav*
haldinn 1(1. marz s.l. í Tjarnhr-
kaffi. Stjórnin var endurkjörior
en hana skipa Ásta Björnsdótt-
ir formaftur, Regína Birkis vara-
formaður, Guörún Þorvaldsdótt-
ir gjaldkeri, Margrst Sveinsdótt-
ir ritari og Sigríður Rögnvalds-
dóttir meðstjórnandi.
Samþykkt var að halda bazap
n.k. haust. Einnig var samþykki;.
að halda skemmtifund að lokinni
uppsögn Kvennaskólans í vor og-
bjóða þangað nýútskrifuðumt
námsmeyjum, eins og gert vai*
sl. vor. Forstöðukona Kvenna-
skólans, frú Guðrún P. Helga-
dóttir, flutti erindi um stofnun>
skólans og stofnendur hans,
hjónin frú Þóru og Pál Melsted.
Tvöfaldur kvartett úr Fóstbræðr-
um söng við undirleik Carls
Billich og Regina Birkis annaðisU
spurningaþátt.
Skemmtifundur í tilefni aif
uppsögn skólans verður ha!d~"~
inn miðvikudaginn 24. þ.m. kl.
7.30 eftir hádegi í Klúbbn-
um. Þar mun Kristinn Hallssort
óperusöngvari syngja einsöng:
með aðstoð Frits \Veisshappelv
Bryndís Schram sýnir listdans,
spilað verður bingó og gó$
verðlaun veitt. Einnig verða
fluttar gamlar skólaminningar.
Aðgöngumiðar verða afhentir £
Kvennaskólanum þriðjudaginiy
23. maí kl. 5—7 e.h.
Málverkasýnfng Eggerffs Guimundss.
Ég kemst til náms tvítug-
ur, þá varð maður að vinna
fyrir sér. Það voru nokkrir
menn sem hjálpuðu mér.
Þetta var árið 1928 og ég
fór lil Múnchen. Þar var ég
í þrjú ár og kom heim á
sumrin. Síðar fór ég til Œtóm-
ar. Það má heita að það hafi
verið samfeM utanvist þar
til 1940. Nú er ég 54 ára
gamall.
Eggert Guðmundsson sit -
ur á stól, lítur snöggt á
myndir sínar og veltir sígar-
ettunni milli fingranna.
— Hefurðu breyzt mikið á
þessum árum ?
— Nei, það held ég ekki.
Ég er farinn að vinna meir
þjóðlífsmyndir og finn þar
meiri og meiri verkefni. Við
sem munum fyrri tímana vilj-
um láta þá yngri muna eftir
þeim lika. Sjáðu myndina
þarna, gömlu vafnsþróna.
Það er ekki til nein Ijósmynd
af henni, en ég man eftir
henni.
Það eru margar teikningar
frá Reykjavík fyrri tíma:
Við vatnspóstinn, þvottakon-
ur, Gamla vörnin og fleiri.
— Já, svo hafa þjóðsög-
urnar alltaf orkað sterkt. á
mig. Þarna er Miklabæjar
'Solveig. Það er mynd sem ég
ætla að vinna stóra. Ég vil
ekki fara ofan í þessa tieikn-
ingu.
— Áttu verk á söfnum úti.
— Já, ég á.t.d. eina mynd
á listasafni í Brisbane í
Ástralíu, portrett af íslenzkri
alþýðukonu. Svo á ég myndir
á safni háskólans í Leeds
í Englandi. Háskólinn bauð
mér að halda sýningu. Nú
svo gæti ég nefnt. að Land-
fræðifélagið danska keyti af
mér stóra myrd frá Þing-
völlum, máluð 1931, sem það
gaf Kristjáni X á 25. ríkis-
stjórnarári hans.
Eggert var búinn að selja
tólf myndir í fyrradag, en þá
var fyrsti sýningardagurinn.
Hann sýnir um 50 myndir,
feikningar og olíumálverk,
flesfar myndirnar unnar á
undanförnum þrem árum,
þjóðJífsmyndir, þjóðsögu-
myndir, landslagsmyndir héð-
an og frá Grænlandi og svo
vottar fyrir óhlutlægni i
nokkrum mjmdum: Áhrif frá
jöklum og náttúrustemningar.
Sýningin verður opin til 1.
júní, en hún er haldinn í Iðn-
skólanum, gengið Vitastigs-
megin.
Eggert Guðmimdsson (Ljósm. Þjóðv.).
„Fyrir blöð og allan almenning hefur þetta
stóríellda réttarskerðingu í íör með sér, þann-
ig að í rauninni er ekki um „frelsi íslands”
óskert lengur að ræða, og heggur þá sá er
hlífa skyldi.” (Vísir 28. apríl 1941, um bann
Þjóðviljans og fangelsun ritstjórnarinnar).