Þjóðviljinn - 21.07.1961, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.07.1961, Qupperneq 7
%>) — ÞJÓ^yiLJÍ^N. — Föstudagiir 21. júlí. 1961. — ÞlÓÐVSLIINN ðtgefandl: Samelnfngarflokkur alþýðu - _ Sósíalfstaflokkurinn. - Rltstjórar: Magnús Kjartansson (úb.), Magnús Torfi Olafsson, Sn:urður Guðmundsson. — Fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýslngastjórl: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, nugfýsingar, nrentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 45 ó. mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviUans h.f. Nautskan auglýst sem speki j f^að þykir sjálfsagt víðast hvar meiri tíðindi en hér á landi þó ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn geri sig bera að algerri vanþekkingu um atvinnu- og lífshagsmuna- mál þjóðarinnar. Hitt mun þó fátítt, einnig hér á landi, ,að bláð hlutaðeigandi ráðherra haldi þessum skyssum ráðherr- ans á lofti og Jeggi út af þeim dögum saman, eins og ein- hverri speki. En þetta hefur nú hent Bjarna Benediktsson og Morgunblaðið. Þegar Bjarni gerir sig opinberlega að við- undri fyrir þekkingarskort og skiiningsleysi á lífsbjargarmál- um þjóðarinnar prentar Morgunblaðið þetta upp dag eftir dag eins og dýpstu sannindi! Oþekin er m.a. prentuð upp í leiðara Morgunblaðsins í gær ^ og lagt fjálglega út af henni. En hún er falin í þessari klausu: „Ágætur afli hefur verið á grunnmiðunum í vor og það sem af er sumri. Kvað Bjarni Benediktsson þessa lýs- ingu ekki vera í góða samræmi við hrakspár Framsóknar- m-ánna og kommúnista um afleiðingar landhelgissamningsins við Breta“. Fyrsta setningin er höfð efttr Eysteini Jónssyni um aflabrögð á grunnmiðum austan lands, en viðbót Bjarna Benediktssonar hefur Morgunblaðið nú flutt dag e.ftir dag sem hin merkustu ummæli. IT'n það sem þessi athugasemd Bjarna Benediktssonar sann- ar er það eitt, að þar talar maður sem er gersamlega blindur og sljór og skilningslaus á hagsmuni íslendinga í larídhelgismálinu. Ummæli hans sanna, að ráðherrann er al- geriega skilningslaus á gildi tólf mílna landhelginnar meðan hún var og hét, og álíka skilningssljór á þær afleiðingar sem svik hans og manna hans í landhelgismálinu hljóta að hafa. Bjárni virðist enga hugmynd hafa um það að á sl. ári og einnig á þessu ári hefur verið afburða góður afli á grunn- miðum fylrir Austurlandi, Norðurlandi óg Vestfjörðum. Og ekki heldur hitt að allir sem fylgzt hafa með aflabrögðum á þessum miðum, þakka þennan ágæta afla tólf milna land- helginni sem í gildi var óskert hátt á þriðja ár, frá 1. september 1958. Þegar Bjarni heyrir nú að afkqma fólks sé góð á þessum slóðum sem afleiðing góðs afla, er það tólf mílna landhelgin og friðun hennar sem veldur. Iln þetta passar ekki við hrakspár Framsóknarmanna og ■*“* kommúnista, segir Bjarni Ben. Hugsanagangur hans er þessí: Við erum búnir að semja um að opna tólf mílna land- helgina, og samt fiskast á grunnmiðum við ísland! En jafn- vel skrifstofublók eins og Bjarni Benediktsson, sem engan skilning hefur á íslenzku atvinnulífi, ætti að skilja að hætt- an við landhelgissvikin var ekki komin fram um leið og ráð- herrann undirritaði landráðaplaggið og afsalaði íslenzkum landsréttindmu. Hættan liggur í því þegar erlend veiðiskip fara að skurka á grunnmiðunum hundruðum saman. og þær afleiðingarnar eru nú fyrst að koma til sögunnar. ¥ vor stóð þannig á hjá Bretum að þeir lokuðu togaraflota *■ sinn inni í fábjánalegu verkbanni. En þetta varð til þess að þær þungu búsifjar sem grunnmiðin við ísland hefðu orð- ið fyrir þegar í vor frestuðust. Bjarni Ben. veit ekkert um það. Hann veit sjálfsagt ekki heldur hvað er að gerast á grunnmiðunum fyrir Austurlandi nú. Síðustu tvo mánuð- ina hafa sjómenn á miðunum allt frá Langanesi til Djúpa- vogs kvartað mjög undan ágangi brezkra togara, sem hafa sópað frá þeim línunni og hrakið bátana af veiðisvæðum sínum. Það er ekki fyrr en nú að brezki flotinn er kominn í algleyming inni í íslenzku landhelginni. En Bjarni Ben. telur afleiðingarnar af svikasamningnum svo ákjósanlegar að hann telur sjálfsagt að hleypa einnig hinum öfluga flota Vestur-Þjóðverja á grunnmið íslenzku bátanna í landhelg- inni! Og þá, þegar 300 erlendir togarar eru farnir að skurka á grunnmiðunum í íslenzkri Iandhelgi, getur Bjarni fengið að sjá afleiðingar nautsku sinnar og skilningsleysis á ís- lenzka hagsmuní. Föstudágur 21 j«í Í96Í l*Y>.' 'Þ mölö l A .Í3 $ ÞJOÐVILJINN — (7 Hvers vegna er 22. júlí merkis- dagu r í sogu Póllands? Sautján ár eru liðin, siðan Pólska þjóðfrelsisnefndin gaf út yfirlýsingu sína frá 22. júlí 1944. Þetta skjal var upphaf að nýju timabili í sögu Pól- lands, tímabili gagngerðra breytinga á þjóðskipulagi, at- vinnuskipan og þjóðfélagshátt- um öllum. Þetta afmæli er haldið hátíðlegt á sama t'ma og minnzt er búsund ára af- mælis hins pólska ríkis. Það er mikill munur á lengd þess- arra tímabila í sögu landsins á þessu stutta tímabili frá lok- um seinni heimsstyrjaldarinn- ar! Þessar breytingar hafa ver- ið svo alhliða og djúptækar, að erfitt er að gera grein fyrir þeim í öllum atriðum til þess að svara spurningunni, hvers vegna 22. júlí 1944 er merkis- dagur í sögu Póllands. Við hljótum að byrja á að rifja upp nokkrar staðreyndir frá fyrsta árinu. eftir str'ðið í Pól- landi. Ekkert land í heimin- um hafði orðið fyrir eins þungum búsifjum af völdum stríðsins og Pólland. Af hverj- um 1000 íbúum höfðu 220 ver- ið drepnir, og 38% af þjóðar- auðnum var eyðilagður (en að- eins 1,5% í Frakklandi, 0,8%, í Bretlandi, 0,1% í Bandaríkj- unum). Það er gagnlegt að hafa þessar staðreyndir í huga, er við metum þann árangur, sem náðst hefur á árunum eftir str:'ðið. Það má segja, að 22. júlí 1944 hafi verið upphafið að aukningu iðnaðarframleiðsl- unnar 7,5-falt. Núna framleið- ir Pólland jafnmikið á hálfum öðrum máríuði og það fram- leiddi á heilu ári fyrir strið- ið. Fyrir styrjöldina var iðn- aðarframleiðsla landsins langt fyrir neðan meðaltal heims- framleiðslunnar á hvern íbúa, en núna er hún tvöfalt hærri en þetta meðaltal. Þessar staðreyndir skýra, hvaða þýðingu 22. júlí 1944 hefur haft fyrir atvinnulíf og efnahagsþróun Póllands. En þessar staðreyndir skýra ekki byggingu iðnaðarins, sem hef- ur lagt höfuðáherzlu á þróun þungaiðnaðar, og segja ekkert um framleiðslu stáls o* raf- magns, en hún er venjulega notuð sem mælikvarði á þrótt efnahagslífsins í hveriu landi. Pólland framleiðir nú 223 kíló stáls árlega á hvern íbúa og eftir stríðið hefur útrýmt mis- mun í atvinnulífsþróun ýmissa landshluta, ekki sízt vegna byggingar nýrra iðnbóla, eins og t.d. Nowa Huta og Kraków. 22. júlí 1944 táknar upphaf stórbreytinga ekki aðeins í at- vinnulífi, heldur einnig á öll- uip öðrum sviðum þjóðiífsins. Lífskjörin hafa batnað stórum frá því fyrir stríð, og verða ekki öll þau atriði, sem að því hafa stuðlað talin upp hér, en sem dæmi má taka íbúðabygg- ingar. Sökum stóraukinna ný- bygginga búa menn nú miklu rýmrg en áður, enda þótt 2,5 milljónir ibúða væru eyðilagð- sem almennt eru álitin í tölu háþróaðra landa á sviði menn- ingar og atvinnulífs, t.d. í Belgíu, Svíþjóð, Ítalíu. Vert er að ‘vekja athygli á hinni gífur- legu aukningu á upplagi bóka, blaða og tímarita, á menn- ingarbyltingunni i sveitunum, sem hafa nú fengið kvik- myndahús, útvarpstæki, sjón- varp. Þetta eru nokkrar staðreynd- ir, sem ber að taka fram, þeg- ar svarað er spurningunni um það, hversvegna 22. júlí er merkisdagur í sögu Póllands. En spurningunni verður ekki fujlsvarað, ef ekki er minnst Pólland hefur öðlazt nýja stöðu í heiminum 973 kilóvattstundir rafmagns á hvern íbúa, en fyrir stríðið voru þessar tölur 43 og 106. En auk þess hefur vaxið upp í landinu á tímabilinu eftir stríðið fjöldi nýrra iðngreina, og einna hröðustum vexti hafa tekið efnaiðnaður, skipasmiðar og vé’aframjeiðsla. Þessar tölur gefa litla hug- mynd um allar bær stórfelldu kjarabætur, sem hin hraða efnahagsþróun hefur fært í- búum landsins. Milli styrjald- anna fluttist fjöldi verka- manna úr landi í atvinnuleit.. En 22. júlí 1944 hófst tímabil í sögu landsins, sem útrýmdi algerlega atvinnuleysi og á því hafa milljónir manna. sem var „ofaukið" í landbúnaðinum milli stríðanna, fengið atvinnu. Sókn Póllands frá því að vera vanþróað akuryrkju- og iðnaðarland til þess að vera háþróað iðnaðar- og landbún- aðarland hefur haft í för með sér breytingar á byggð lands- ins, og hefur tala bænda t.d. minnkað um einn þriðja. Fram- kvæmd efnahagsáætlananna ar í stríðinu. Matvælaneyzla á hvern íbúa hefur aukizt, kjöt- neyzla er t.d. 25 sinnum meiri nú en f.vrir stríðið. Sérhver borgari nýtur nú ókeypis lækn- ishjálpar, heilsuverndar og sjúkrahúsvistar. Árið 1955 voru 18 þúsund læknar í Pól- landi borið saman við 13 þús- und árið 1939. Voru þó 38% al'ra lækna í landinu myrtir og drepnir í styrjöldinni. 22. júlí 1944 kom af stað gagngerðri byltingu einnig á öðrum sviðum. Það vita ef tií vill ekki allir, að milli styrj- eldanna náði ólæsi til eins fjórða hluta allra Íbúanna! Á 17 árum hefur átt sér stað bylting á sviði menningar og fræðslumála. ólæsi hefur því- nær algerlega verið útrýmt, og tala þeirra, sem stunda nám hefur hækkað um helming, enda þótt íbúatala Póllands sé minni en var fyrir stríðið. Tala nemenda í miðskólum og iðn- skólum hefur fjórfaldazt, og tala stúdenta á hveria 1000 íbúa er í Póllandi 57 og er hærri en í mörgum löndum, á þá eðlisbreytingu, sem orð- ið hefur á utanríkisstefnu landsins frá því á tímabilinu fyrir seinni heimsstyrjöld. Hent hefur verið fyrir borð þeirri pólitík, sem l.vktaði með at- burðunum í september 1939, er pólska þjóðin stóð uppi ein síns liðs frammi fyrir ofur- valdi hitlersnazismans. Hin misjafna sambúð, sem Pólland átti við nágranna sína í austri og vestri, er úr sögunni. Núna á landið vini og bandamenn við öll sín landamæri. Pólland uppskar sárbitra og ómælanlega erfiða reynslu af árás hitlersherjanna á landið. Þessvegna styður Póllarid eirí- dregið tillögu Sovétríkjanna um almenna og algera afvopn- un. Jafnframt hefur kjörorð íriðsamlegrar sambúðar við öll lönd, án tillits til þjóðfé- lagsskipunar þeirra, orðið að grundvallarreglu utanríkis- stefnu Póllands, enda hefur Pólland hvarvetna lagt hönd á plóginn, þar sem þurft heíur að vernda frið og draga úr við- sjám milli þjóða. Pólland hefur aukið tengsl sín við ríki í Vestur-Evrópu og sérstaklega við þau ríki, sem landið hefur verið tengt vin- áttuböndum við um aldir eins og t.d. við Frakkland og Norð- urlönd. Pólland hefur einkum stuðlað að því, að ágreinings- mál á alþjóðavettvangi verði leyst i áföngum. í þá átt mið- ar áætlun sú, sem utanríkis- ráðherra Póllands, Adam Rap- acki, lagði fram árið 1957 tim að koma á kjarnorkuafvopnun og takmörkun vígbúnaðar á á- kveðnu svæði í Evrópu, og í þá átt miðar einnig tillaga Pól- lands á 15. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, um að ekki skuli fleiri riki fá í hend- ur kjarnorkuvopn en þegar hafa þau, og að stórveldin skuli ekki koma upp fleiri her- stöðvum eða eldflaugaskotpöll- um erlendis, bannaðar skuli frekari tilraunir með kjarn- orku- og vetnisvopn, allt þar til undirritaður verður samn- ingur um algert bann við þeim. Pólland hefur staðfastlega bent þjóðum Evrópu og alls heimsins á þá hættu, sem staf- ar af endurreisn hinnar þýzku hernaðar- og útþenslustefnu, Framhald á 10. síðu. Ungt skolafolk pólskt í Gdansk Lenín-málmiðjuverið skammt frá Kraków. Þetta var á áttundu stundu, fossinn undir fjallinu að opn- ast, sól í austri. Karlinn var nýfarinn frammí, því þeir höfðu lagað og gott að fá sér sopa, ekki vist sá grái gæfi tíma til þess ef hann á annað borð kæmi und- ir. Stoppaðu ef kemur punktur, hafði hann sagt og ég var á- kveðinn í að finna punkt, því ekkert er ömurlegra en slátt- ur mælisins. Það er eins og marklaus skriffinnska, utan þá er engin fiskivon. Sjórinn var mjög dauðalegur og gerin sem voru hér í gær, hvergi sjáanleg. Stefnan var aust-suðaust- Fyrir aftan mig hamast mæl- irinn, en pappírinn var ergi- lega hreinn og klessulaus. Við vorum á sextugu dýpi. Þeir höfðu leitað vestur hin- ir, utan Þristur, sem hélt suð- lægari stefnu á stjór. Fg var farinn að draga ýsur við stýrið, þegar hann kom undir punkturinn langþráði. Réttara hefði verið að kalla hann upphrópunarmerki, því hann var þannig lagaður, fast undir kjölnum eins og nagli. Fg sló af í mesta flýti. Lóðning! Hann kom þjótandi upp og afturí kallinn. Þetta er ekki fiskur, sagði hann. Nú hvað er það þá? DruLla! Eitthvað er það, segi ég. Fiskur er það ekki. Það er náttúrlega bara drag- KANTINUM bítur, segi ég. Nagladjöfull sem stendur þarna niður. Hann glottir. Síðan er spýtt íann aftur. Þeir spila manna frammí, blóta og þvarga um slagina, mitt í morgunbæn útvarpsins. En það er nóg á könnunni og skalli kokksins eins og fægð- ur eirketill í hitanum- 'Sólin skín innum lúgarskapp- ann í skáhallri geislarák yfir höfðum mannanna frammí lóna. Eru ger Nei, ekki einu sinni pressu- ger, segi ég. Kartöfluger köllum við það sem háhymingurinn veður í, þar er jafnan fiskur undir. Aftur á móti var tilgangslaust að reyna í pressugerjum. Við fáum ann í kantinum, segja þeir. Á áttatíu föðmun- um. Hvað erum við komnir langt. ? Opinn foss. Þeir slógu undir öðrum manna, héldu áfram að mis- þyrma b.orðinu og.þvarga.um slaginn og ég er vissum það hefði bráðnað smjör á skalla kokksins. Það vildi ég hann brældi, ságði vélstjórinn. Mað- ur kemst ekki orðið á kvenna- far. Ert. þú nú farinn að þrá brælu, segi ég. Það er nýtt. Þetta er ekkert fiskirí, sagði hann. Lúsareitingur. Og svo erum við í kantinum. Það stirnir á sæinn- En hánn vill ekki gefa sig til sá grái og það er kippt, drukkið kaffi með kringlum og kokkurinn segir við verð- um ekki matvinnungar í vet- ur. Hann er fúll og svartsýnn og gljáir ekki lengur á skalla hans eins og fægðan eirketil. Við segjum hann þurfi ekki að væla, maður uppá milljón. Hann sver og sárt við leggur hann eigi ekki málungi matar. Hann hefði að vísu verið heppinn með vertíðina fram að þessu, en allt hefði farið í brennivín og skatta, það væri ekki annað að gera segja sig á bæinn. O, ætli þiú eigir ekki bók, segjum við. Bláa. Hvað er mikið íenni? Nei, hann á enga bláa bók. Allt hans hafði farið í skatta og brennivín. Þvf var nú verr og miður. Þá væri hann ekki hér hunzaður bæði af þorski og mönnum. Karlinn hélt áfram að hring- sóla, slá af og spýta íann á víxl og þetta var ósköp nota- legt líf utan það var lítið í aðra hönd. Þeir steinhéldu kjafti við Dranginn. Líklegast voru þeir að hellon- um í sig. Aftur á móti var mikið þvarg hjá netabátunum, eymdar- hljóð í flestum, utan nokkrum sem bölvuðu hressilega, sögðu það væri ekki annað en herda þessu helvitis drasli í land, það væri bezt geymt útí hrauni, Trani væri að hellon- um í sig á línu við kerlinga- rassana. En haldiði þá ekki að helvílis karlinn hitti í lóðningu- Við förum upp með semmingi, rennum. En hann vill ekki bekenna og þeir láta ekki heyra í sér við Dranginn olg kall^nn segir kippa og við förum aftur í kaffið og kringlurnar. Það er spýtt íann. Kokksi gægist varlega upp um kappann. Við erum nefnilega á því hann sé kominn á landleið. Það er vissara að láta hann ekki sjá sig. Hann gæti átt það til að breyta um stefnu. Það er laugardagur, ball í kvöld. Þeir fara að planleggja strák- arnir. I nótt skal tekinn úr sér hrollurinn. Genirall fyllirí. Einn á gin, þriðji dauða, kokksi romm. Negraromm maður. Fínt I heitu. Það er aftur farið að gljá á skalla hans, kannski er hann farinn að kippa af til- hugsuninni. En í miðri planlöggninni, menn farnir að kingja munn- vatni, negraromm maður, fínt í heitu, er slegið af- Karlinn kemur niður. Þeir setja upp svip, mennirn- ir. Hann er að hugsa um að liggja úti. Þeir horfa ofan i gólfið og- hnefarnir kreppast á borð- plötunni. Eruð þið ekki farnir afr stokka, strákar? Á ekki að'- spila? Spilin eru tekin fram, stokk- að, gefið. En það er lítið fjör yfir mannanum, ekkert þvargað, stuttu síðar hætt. Hver hefur ánægju af manna. austur í kanti, ball í landi, negraromm, gin, dauði? Það eru fúlir menn, semí skreiðast í koju þetta kvöld- Effór Magnú Jóhannsson Hafnarnesi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.