Þjóðviljinn - 08.09.1961, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.09.1961, Qupperneq 6
MlIX'K €» IpW® ,a «ua,«» u'.-J-r A « .253.% ílefur þegar verið náð I hugsanlegum liámarks-1 hraða bíla? — lánuritið ýtir undir þá skoðun að svo sé. Á 40 ára tíma- biii t— frá 1898 til 1938 — var hraðamýfc bíla bætt um nær 1000 prós- ent. Síðan 1938 hefur það aðeins verið bætt mn 12 prósent. WIBJBNN firtKefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu - , Sósíalistaflokkurinn. - RltstJórar: tíagnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Quðmundsson. — fréttaritstiórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Quðgelr Magnússon. — Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentemiðja: Ckólavörðust. 19. tlmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f. Lögfwingon krafa Alþýðuflokksins í¥»egar vinnulöggjöfin var sett, var það gert til þess að tak- marka vald og sókn verkalýðssamtakanna á íslandi, enda lögin sett að tilstuðlun atvinnurekenda og mótuð af þeim í veigamiklum atriðum. Barátta hinnar róttæku verkalýðs- hreyfingar fyrir bættum kjörum og gegn hungurárásum ís- lenzkra atvinnurekenda og afturhaldsflokka í ríkisstjórn og bæjarstjórnum varð áhrifameiri með hverju ári eftir 1930. Afturhaldið, með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að vopni beitti öllum hugsanlegum ráðum til að klekkja á verkalýðshreyfingunni og þrengja kosti alþýðu manna. Þess- ir flokkar hikuðu ekki við að beita hvers konar kúgunar- brögðum, lögreglu var sigað á verkfallsmenn, þátttakendur í baráttu atvinnuleysingja og annarra verkamanna voru fang- elsaðir, svívirðilegir stéttadómar kveðnir upp yfir verka- mönnum tugum saman, skotið á verkfallsverði og verkalýðs- leiðtoga, forystumenn verkalýðsfélaga teknir með ofbeldi og fluttir burt af verkfallssvæðinu, atvinnukúgun skipulögð gegn þeim verkamönnum og iðnaðarmönnum og sjómönnum sem framarlega stóðu í baráttunni. Ekkert vopn, engin bardaga- aðferð, sem afturhaldið íslenzka hélt að gæti dugað sér til að berja verkalýðshreyfinguna niður og brjóta baráttuþrek leiðtoga hennar var ónotað látið. 17'n þó afturhaldið á fslandi beitti hvers konar óþokkaskap og kúgunartilburðum gegn verkalýðshreyfingunni, og misnotaði óspart vald auðsins og vald Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Alþingi og í bæjarstjórnum í þeirri baráttu, var það hin róttæka hreyfing fátækra verkamanna og iðnaðarmanna og sjómanna, sem kom út úr þessari eld- raun margfalt styrkari en hún hafði verið og það svo, að afturhaldið viðurkenödi í raun að því væri um megn að berja verkalýðshreyfinguna niður, og væri ekki seinna vænna að reyna að setja henni vissar skorður með löggjöf. Sú lög- gjöf hlaut þó að verða um leið viðurkenning á algeru lög- mæti verkalýðshreyfingarinnar og lögmæti verkfalla, annað hefði ekki verið hugsanlegt eftir þau miklu átök er orðið höfðu eftir 1930, og sýnt hvers hin unga verkalýðshreyf- ing íslands var megnug. En með vinnulöggjöfinni reyndi aft- urhald landsins að setja starfsemi og baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar að ýmsu leyti þröngar skorður. T Tndanfarið hefur afturhald landsins ofmetnazt vegna þess, að því hefur tekizt að mynda ríkisstjórn í landinu sem er ósvífnari til óþurftarverka gegn alþýðu manna og verka- lýðshreyfingunni en flestar ríkisstjórnir til þessa. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið Alþýðuflokkinn í lið með sér til hinna verstu verka í garð vinnandi manna á íslandi. Svo er komið að svartasta afturhaldið, sem á aðalvirki sín og valdastöður í stjórnarklíku Vinnuveitendasambandsins og Sjálfstæðisflokknum, telur sér óhætt að heimta breytingar á vinnulöggjöfinni sem ætlað er að valda skemmdarverkum á verkalýðsfélögunum og truflunum á starfi þeirra. Eng- inn sem þekkir forsögu þessa afturhalds furðar sig á því þó það hugsi til að nota og misnota valdatækifæri, eins og núverandi ríkisstjórn gefur þeim, til þess að þrengja kosti verkalýðshreyfingarinnar o.g láta löggjafann blanda sér í innri mál hreyfingarinnar. En ýmsir eru þeir, sem enn verða undrandi að sjá blöð Alþýðuflokksins ekki einungis taka sterklega undir sömu kröfurnar um breytingar á vinnulög- gjöfinni og Vinnuveitendasambandið og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa verið að heimta, heldur beinlínis rökstyðja kröf- urnar með því að verkalýðsfélögin og heildarsamtök þeirra hafi ekki verið þess umkomin að ,,setja sér starfs- og skipu- lagsform sem rúmaði á lýðræðislegan og formfastan hátt starfsemi þeirra og vinnubrögð, en því miður hefur þetta ekki orðið, svo að í annað hús er ekki að venda, en lög- gjöfin sníði þeim skynsamlegan stakk.“ Þessi krafa um s^iptingul sjálfsíforræðts' vterkalýðsihreyfingarirmar um sín innri mál er ekki <að þessu sinni tekin úr málgagni Vinnu- veitendasambandsins né Sjálfstæðisflokksins, heldur úr mál- gagni Alþýðuflokksins, „Alþýðumanninum“, o.g aðalblað flokksins, ,.Alþýðublaðið“, gerir þessa afturhaldskröfu að sinni með því að. prenta greinina upp athugasemdalaust. — s. Nokkrar svipmyndir frá verkfallsvaktinni í AlþýOuhúsinu á Akureyri í sumar. c/./.i að sitja eih eitir.. Við vorum síðast að spjalla við þá Björn Jónsson og Tryggva Helgason, forustumenn verkalýðssamtakanna á Akur- eyri, um atvinnuhorfurnar þar. Nú höldum við áfram, og víkj- um að öðru. — Hvernig var þetta verkfall hjá ykkur hér á Akureyri sl. vor? — Það var mjög góð samstaða fimm verkalýðsfélaga, sem telja samtals um 1800 manns, og betta verkfall var sérstætt að því leyt.i að það var nú í fyrsta sinni á íslandi að verziunar- og ‘ skrifstofufólk gerir verkfall. — Hvernig stóð það sig? — Ágætlega. Samstarfið við þá ungu menn sem tekið hafa að sér forustu í félaginu, og fólkið almennt, var til mikillar ánægju fyrir gömlu félögin sem staðið hafa í eldi baráttunnar fyrir bættum kjörum um lang- an aldur. Samstaða félaeanna var svo góð og aðstaða bessara félaga x?ar svo st.erk að óhugsandi var að atvinnurekendur gætu þrjózkazt geen þeim. — Voru ekki samvinnufélög- in fús til að semja? — Fólkið sem var í verkfall- inu er yfirleitt fólk í samvinnu- hr°vfingunni. bæði sem félags- fólk og marst. starfsfólk. Þrýst- insurinn frá fólkinu var því m.iog sterkur cs samúð bænda C" vilii til samstarfs var in.jög findroirinii, eíns og fram kom á aðalfundi Kaunfélags Eyfirð- inga sem haldinn var á Akur- eyrj meðan verkfallið stóð. Þar r.ndmæltu bændur einróma á- rötnjnum beim er framkvæmda- stíóri K.EA, Jnkob Frímannsson, fiutti á henður verk.alýðssam- tökunum í bvriun aðalfundar- ms og sarnbykkti fnpdurinn eiti- réma áslm-run á ptiórn KEA að semja við verkalýðsfélöein. — Stóð nokkuð á stjórninni að semia? — Fyrstu dagana eftir að a.ð- etfundurinn var haldinn varð ekki vart að nein hreyfing væri á framkvæmdastjóranum eða félagsstiórninni til að fram- kvæma samhykkt aðalfundar- ins. Fn eftir að verzlunum kaunfélaasins bafði verið lokað o“ verkfall skvldi hefiast næsta dag við miólkurstöðina lýsti stiórn KEA sig í fyrsta skipti reiðubúna til að hefja samn- ingaviðræður að ný.iu, en fram- kvæmdastióri KEA hafði haft forustu um að slíta þeim við- ræðum áður en verkfall hófst. — Og gengu samningarnir ekki síðan greiðlega? — Samningarnir fóru síðan fram eins og venjulegt er þar sem báðir aðilar reyndu að komast eins langt og unnt var sem andstæðir aðilar og voru samningarnir að því leyti eins og við aðra atvinnurekendur. — Þið hljótið að vera vel kunnugir atvinnuástandinu á öðrum stöðum á Norðurlandi? — 1 sjávarborpunum norðan- lands hafa aflabrögð verið með bétrá móti og afkoma því all- góð á þéim stöðum sem byggj- ast almennt á sjósókn, eins og allsstaðar er á Norðurlandi nema Akureyri. Víða hafði verið lögð góð undirstaða á árum vinstri stjórnarinnar til að auka afla og vinnslu, með nýjum skipum cg stækltun frystihúsa, og bó ekki hvað sízt mcð útfærslu Iandhelginnar. Stækkun land- helginnar skapaði smábátaút- veeTnum alveg nýjan grundvöll. Síðustu árin hefur útgerð auk- izt verulega á litlum þilfars- bátum og 15 stórir bátar voru gerðir út í vetur og er það í fvrsta skioti að hér hefur verið úteerð í fullum gangi á vetrar- vertíð með stórum bátum. — Er langt síðan útgerð með stórum bátum hófst á Norður- landi? — Útgerð með stórum bátum hér nyrðra hófst fyrst með Iíag- barði á Húsavík fyrir fjórum árum. Og með aukningu aflans — sem var beinn árangur af la.ndhelgisstækkuninni — var horfið a.ð bví ráði að um helm- ingur stóru bá.tanra var gerð- ur út nvrðra sl. vetur og fengu þeir álíka afla og bátar syðra. Það er þvf fiarri bví að aukn- ing atvinnulífsins sé á nokkurn hátt að þakka „viðreisninni“,i aukningin stafar af auknum afla. Fra.mlag „viðreisnarst.iórn- a,rinnar“ hefur verið það eitt að torvelda allar framkvæmdir með vaxtaokri og dýrtíð — og svo beit hún höfuðið af skömm- inni með bví að hieypa toeara- flot.um Breta os Vestur-Þjóð- veria inn í landhelgina á að- atveiðitímanum, en beir hafa sannanlega um 500 togara sem veiðar stunda við Island. Tog- ararnir hafa alltaf annað slagið verið að leita hér við Norður- land en lítið stöðvazt heldur fengið betri afla við Austur- land. en bar er landhelgin einn- ig opin um sumart.ímann. — Hvað ólíta menrr.. hér.'.um þessa opnún landhelginnat:? — Allijy Sem í alvöru gera sér grein fyWriþessu1 eru-‘mjög ugg- andi um •hVemig fara.:;).ínuni fyrir smábhtnútgerðinni-- .aftir þessar áðgéúðw. w* • •;•; — Ögmhvað segiri fólkið' í verkalýðsfélögunum ■ um nýju ; gengislækkunina? . — Svo að segja h've'r-'maður, . í verkalýösféíögunum' Sem.utan . þeirra, í .hvaða flokki sem hann .. er, fordæmir þetta -síðasta • til- ■ tæki ríkisstjórnarinnar og lítur ■ á það séwii'StráksVegar.beírtdar- ráðstafanir,, eins ogiatferlhgö.tu- : stráks sem reynir^aðnh'öfna sín. Ríkisstjórnarliðlð rvirðist álíta að verkalýðssamtöfkárrastandj - varn- arlaus gagnvart- slíkura. vinnu- brögðum ðj'tfg treysta ;því að; , fylgisménh-.sínir taki fáránlegar • skýringar; ■ . •■ stjórnarflokkanna ■ góðar og gildar. :.>! Höfuðröksemd þeirra er að i þetta séu ráðslafanír til þess að rétta hag útgerðarframleiðsl- unnar, en hvért öfugmæli það er sést bezt á því að ný gengis- Iækkun kemur strax fram sem tap við næstu úttekt togaranna þar sem svo mikið af rekstrar- vörum þeirra er innflutt. Það er, eins og hurjdur sé að elta skottið á sjálfum sér — og nær þyí aldrci. Og þannig er það með útgerð- ina í heild : þegar genginu er velt, .svo há.ð senrt hún er út- lendu .vöruverði bar sem svo ötili alli níkostnaðarliiði r i nnlendi r seih erlendir eru háðir genginu. Hvaðasnértir frystihúsrekst- urinn var gerð sl. vetur fyrir togarana hér á Akureyri ná- kvæm . athugun á kostnaði við vinnslu 100 Iesta afla sem var blandaður, helm- ingurinn þorsknr og helm- in.gur karfi. Það athygliverða kom í Ijós að vinnulauna- kostnaður, þar með talin Iaun verkstjóra voru um 45 þús. kr„ en vaxtakostnaður af rekstursfé — þó ekki með taldir vextir af föstum lán- um vegna frystihúsbygging- ar — voru 33 þús. kr„ en með því að taka hlutfallslc.ga vexti af stofnkostnaði voru vextir um 40 þús. kr. eða sem næst 90% móti vinnu- Iaunum. Með hví að lækka vextina um ?.% hefði Fað fullkomlega vegið móti ll®/„ kauphækk- un, o? raunar betur. — Þið töluðu áðan um götu- stráksleen.r befndarráðstafanir rfkisstiórnarinna.r. gerðar í trausti bess að verkalýðssam- tfikin væru vamarlaus gagnvart heim. — téluð bið alþýðu landsins varnar'aúsá gegri nógu ósvífjnni og fantalégri ríkis- stjórn? — Nei! Vit-nleva er hióðin ekki varnarlaoR gegn slíkum berrnm. Kmff-r hess mikla straiims er hyitist fram í deil- uu.H.m í v^r f bor-ttnnni fyrir að hæta kjör fó'ksins er ckki þorrinn enn, og þessir hefndar- verkamenn sem nú stjórna landinu munu eí«ra eftir að finna betur fyrir heim krafti. Islcnzk verkalýðssamtök ætia sér sannarlega ekki að sitja ein eftir þegar svo til í öllum lönd- um heims er sótt fram til betri lífskjara og sumstaðar með risa- skrefum. — J. B. J°hn Cobb með vagninn sem ekið hefur hraðast allra bíla. £H HÆGT AB A KA H RAÐAR? • Hversu miklum hraða getur bíll náð? Þessi spurning hef- ur aldrei orðið ■ eins hávær eins- og á síðasta ári, því þá hófst mikið kapphlaup um að reyna að hnekkja núverandi. hraðameti bíla, sem orðið er 14 ára gamalt; — 634,3 km á klst. Margir álíta.. að .þegar hafi. verið náð hugsánlegum há- markshraða : sem bílar geta . náð; 'Samkvæfnt' réglum Al- . þjóða bílasambáridsins (Feder- ,: ation Internationale de l’- Automobile) verða bílar að hafa venjulegan snúningsmót- m og hjól, sem snúast á jörðu, til þess að vera viðurkenndir hæfir til kappaksturskeppni. Þetta- er þýðingarmikið nú orðið því núihafa verið smíð- ,aðir ednskonar sleðar á föst- um brautum, og hafa þeir náð miklu. rríeiri hraða en nokkur bíll getur náð. Sleðar þessir eru knúðir eldflaugum; og hafa beir. náð tv.öföldum hraða hljóðsins. (2000, km á klukku- stund). Maðúrinn, sem situr í Karlakórinn Fóstbræður er nú að leggja af stað í söngför austur til Finnlands og Ráð- stjórnarríkjanna og efndi til kveðjutónleika núna í vikunni, eins og venja er, þegar slíkar ferðir eru farnar. Val efnisskrár fyrir slíka söngför er vandaverk, en virð- ist hafa tekizt hér mjög vel í meginatriðum. Hún deilist í þrennt. Fyrsti hlutinn hefur eingöngu að bjóða íslenzk kór- lög. Við þennan hluta hinnar prentuðu efnisskrár er raunar é.stæða til að finna að því, að þótt mörg af þessum lögum séu þjóðlög og aðeins raddsett eða hagnýtt af hlutaðeigandi tón- skáldum, eru þau í efnisskránni sögð vera eftir þessi tónskáld (að undanteknum lögum þeim, sem Jón Þórarinsson og Ragnar Björnsson hafa búið til flutn- ings). Ef þjóðlög þau til dæmis, sem Jón Leifs og Þórarinn Jónsson hagnýta sér þarna (að vísu vel og lofsamlega), eru sögð vera eftir þá, hvað vissu- lega er ósatt mál, er þá ekki verið að rugla öllum staðreynd- um, og felst ekki í þessu rang- læti gagnvart verkum annarra tónskálda eins og til dæmis Jóns Nordals, sem á tvö lög á þessari efnisskrá, gerð við þjóð- vísurnar „Stuttir eru morgnar ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ sleðanum, stjórnar honum ekki, og slíkar eldflaugar eru ekki viðurkenndar sem bílar. Sá sem á heimsmetið í hraðakstri er Bretinn John Cobb, en verkfræðurinn Reid Railtón stjórnaöi smíði vagns- ins „Railton Special“, fyrir rúmum 20 árum. Ekki hefur verið reynt að setja nýtt hraðamet með Railton Special síðan 1947. Railton heldur því sjálfur fram, að vagn hans hafi aldrei verið nýttur til hins ýtrasta og sérfræðingar halda því fram, að óhætt væri að taka vagninn út úr safn- inu þar sem hann er geymdur og aka honum á nær 100 km méiri hraða á klst. en nokkr- um bíl hefur verið ekið áður. Þetta er mjög athyglisvert. Á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan fyrsta hraðametið (62,7 km á klst.) var staðfest.. hef- ur heimsmetið ekki verið bætt nema 10 sinnum. Á þeim 20 árum sem liðin eru síðan John Cobb hrifsaði til sín met- ið, hefur það sáralítið verið bætt og aðeins af honum sjálf- um. Þessi staðreynd hefur komið mörgum til að álíta að ekki verði náð meiri hraða á bessi sviði nema einhver gjör- bvlting í tækniútbúnaði bíla komi til. Allar helztu hraðaksturtil- m.unir hafa farið fram á Salt- sléttunni í Bonneville í Utah í USA. Enginn hefur ekið hraðar en 450 km á klst. ann- ars staðar í heiminum en bar. T_>e.ssi harði og eggslétti skeið- f'etur hefur bó sín takmörk. Utilokað er að hafa bar beina hraut sem er lengri en 27,5 • km. Það þýðir að bílarnir verða að ná hámarkshraða aðeins P0 sekúndum eftir að þeir íeo-pia af stað. E. t. v. verða hráðlega fundnar enn heppi- legri hraðaksturbrautir í eyði- mörkum Norður-Afríku, Asíu eða Ástralíu. S/ðar/ hluti vi&fals Wð Trýggva Helgason og Björn Jónsson í Möðrudal” og „Kveði nú hver, sem meira má“, því að hvernig mega hlustendur vita, að þau séu að öllu leyti samin af hon- um sjálfum, en ekki aðeins hagnýtt þjóðlög, ef efnisskráin gerir engan greinarmun þeirra og hinna? Vér verðum að leggja niður þann ósið að eigna mönn- um lög eða stef, sem þeir hafa ekki sjálfir samið, enda þótt þeir geri við þau raddsetning- ar eða hagnýti í tónsmíðar. Á öðrum hluta efnisskrárinn- ar eru nokkur íslenzk einsöngs- lög. Þriðji hlutinn hefur svo eingöngu erlend lög að geyrna. Þar eru slíkar tónlistarperlur sem Mendelssohns-lagið „Ó, dalur, hlíð og hólar“, „Zigeun- erleben" eftir Schumann, „Adoramus" og „O, che bon echo“ eftir Orlando di Lasso, „Hvad har brutit tonens válde“ eftir Sibelíus og „Landkjenn- ing“ eftir Grieg. Um frammistöðu kórsins þarf ekki mörg orð að hafa. Hún mun ekki oft hafa verið jafngóð og á þessum tónleikum. Er auð- heyrt, að mikið starf og gott hefur verið lagt í undirbúning allan, og má Ragnar söngstjóri vissulega vera ánægður með ár- angurinn. Einsöngvarar kórs- ins eru honum einnig til sóma. Erlingur Vigfússon er greinilega Ragnar Björnsson söngstjóri að stjórna Fóstbrædrum. á framfarabraut og syngur nú betur en nokkru sinni fyrr, og sá ágæti söngvari Kristinn Hallsson er samur við sig. Á- kjósanlegan undirleikara hefur kórinn sér til aðstoðar, þar sem Cai'l Billich er. Hér er því á allan hátt vel til farar vandað, og þarf ekki að efa, að kórinn muni verða sjálfum sér og landi sínu til sæmdar meðal hinnar miklu rússnesku kórsöngsþjóð- ar. Skal kórnum hér með ósk- að heillaríkrar farar og ham- ingjusamrar heimkomu. B. F. jQ) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 8. septembei' 1961 Föstudagur 8. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.