Þjóðviljinn - 22.09.1961, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1961, Síða 3
2. skilodagur í Reykjavík ★ í fyrradag var annar skiladagurinn hér í Reykjavík og birtist hér niðurstaðan af honurn. Skástrikuðu fletirnir sýna miðafjöldann. sem kominn er í hendur kaupenda, en svarti flöturinn sýnir hve miklum peningum hefur verið skilað til happdrættisins. ★ Um verulega aukningu er að ræða í sumum deild- unum. en! því miður er líka of lítil hreyfing í öðrum. Eftir því sem bezt er vitað, er þó búið að vinna talsvert í öllum þeim deildum, -sem nú sýna lakasta útkomu. en skilagrein hefur ekki borizt til skrifstofunnar. Ættu allir þeir. sem hafa afgreidd spjöld og peninga fyrir miða að koma því jafnóðum á Þórsgötu 1. ★ Suðurlandsbrautin heldur forustunni og er búin að tvöfalda það mark, sem henni var ætlað. Þá hefur Lækja- deildin náð sínu marki og vel það. Þingholtsdeildin er þriðja í röðinni, en hafði þó litlu bætt við sig frá því í fyrra skiptið. ★ Þessar deildir sýna það, að markið sem sett hefur verið er alls ekki óraunhæft. Ef flokksfélagarnir í deildinni leggjast allir á eitt, þá er auðvelt að ná því. Nú má eng- inn liggja á liði sínu, heldur stefna að því að gera stór- átak fyrir næsta skiladag, sem verður auglýstur síðar. i } 4 4 Í ♦ 4 £ Uoo X. I- I- % ð Norrænu þokkadisirnar komu á fimmta tímanum í fyrrinótt til Keflavíkur með Loftleiða- flugvél og voru komnar til Reykjavíkur um áttaleytið. Eft- ir hádegi ræddu þær við fréttamenn í „turninum“ á Hótel Borg. Þær Jétu í ljós ánægju s'na yfir að vera komn- ar hingað, en ekki vo.ru þær mjög hrifnar af veðrinu sem vonlegt er. Stúlkurnar buðu af sér ágætan þokka. eins og við ■var að búast, og höfðu sumir búizt við að fyrirhitta fremur tilgerðarlegar stúlkur og and- fausar. en þvert á móti voru stúlkurnar blátt áfram og ræddu fiörlega um heima og geima. Ungfrú Finnland, sem var þeirra hressilegust, sagði að ísland væri frumiegt land og bað sem sig hefði undrað mest væri að hér væri engin tré að sjá en fjölda mörg hús úr tré og fékk hún að sjálf- sögðu skýringu á því hvernig slíkt mætti ske. Er talið barst iarsafníð Árbæjarsafni var lokað um s.I. helgi. Aðsókn var þá svo mik- II, enda veður gott, að ástæða þykir til að hafa safnið opið um helgar eitthvað frameftir hausti, ef veður spillast ekki. Aðstæður til heimsókna í safnið cru Iíka mun betri en áður, þar sem tek- in hefur verið upp kaffisala í veitingastofu í Dillonshúsi, þó að cndurbyggingu hússins sc ekki að fullu lokið. Eins og kunnugt er, bjó Jónas Hallgrímsson einn vetur á loftinu í Dillonshúsi. Það herbergi og loftið framan við verður búið húsgcgnum og munum skálda. sem safnið á nú þegar eða því kunna að berast. Veitingastof- urnar niðri eru prýddar samtíma myndum (1836) frá Gaimards- leiðangrinum og myndum af ís- lenzkum þjóðbúningum eftir út- lenda málara frá ýmsum tímum, •myndasafn, sem Sigurgeir Sigur- jónsson hrl. gaf safninu. Árbæiarkirkju hefur nú borizt altarisbúnaður með sérbikurum fyrir 36 rnanns, gjöf frá gömlum Framhald á 10. síðu- ( v.<5> 5~ • vildu franskir hafa þær, en til allrar hamingju hefðu ekki all- ar þjóðir sama smekk og á Norðurlönclum mættu sýning- arstúlkur hafa nolckur hold. enda væri það eins gott, el’ hei’san ætti að vera sómasam- leg. Þessar norrænu þokkadísir. sem hittast nú. í fvrsta sinni, munu að keppni lokinni fara í ferðalög um nágrennið og jafn- vel til Akurevrar ef veður leyfir. Einnig munu þær heim- sækia vinnustaði hér í bæ og fyrirtæki, sem munu leysa þær út með gjöfum. þ.e.a.s. inn- lendum varningi svo sem úlp- um, náttfötum og öðru. í kvöld koma þær aftur fram i Austurbæjarbíói kl. 7 e.h. og einnig heimsækja þær dans- sal Hótel Borgar á föstudags og laugardagskvöld. Þær halda héðan á þriðjudagsmorgun með flugvél Loftleiða. Sú norska og finnska hlutu báðar fyrsta sætið í fegurðar- samkeppnum en sú danska og sænska annað sæti. Þær hafa síðan unnið sem sýningarstúlk- ur og tekið þátt í fegurðarsam- keppnum í öðrum löndum. — Ungfrú Finr.land að störfum sýningarstúlkna og vaxtarlagi þeirra. sagði sú finnska að franskar sýningar- stúlkur væru eins og skugg- inn af sjálíum sér, þvi þannig mmmÍwM Is- lenzk hagfræði Hagfræðingum rikisstjórn- arinnar hefur verið legið á hálsi fyrir það að þeir séu ákaflega ósjálfstæðir menn. Sé viðreisn þeirra sniðin á andlausan hátt eftir erlend- um fyrirmyndum og fyrir- mælum, á» þess að nokkurt tillit sé tekið til sérstöðu ís- lands, Svo er að sjá sem hag- fræðingarnir hafi látið sér þessa gagnrýni að kenningu verða, því ýms mjög frumleg og séríslenzk nýmæli hafa komið frá þeim að undan- förnu. Mjög ber á þessum ný- ungum í síðustu greinargerð rlkisstjórnarinnar um efna- hagsmál og hafa þær vakið verðskuldaða athygli. Ein sérstæðasta kenning hinna íslenzku hagfræðinga er sú að þjóðfélagið hafi ekki efni á því að ausa auknum tekjum í verkafólk vegna þess að íslenzka ríkið verði íyrir sífelldum áföllum af mjög hættulegu fyrirbæri sem gleypi alla tekjuaukningu þjóðarheildarinnar og meira en það. Hagfræðingarnir segja í rökstuðningi sínum fyrir því að ekki séu til neinir peningar handa verka- fólki: „í viðbót við þetta kemur svo sú tekjuaukning, sem stafar af auknurn fjölda- vinnandi fólks og þeim flutn- ingi fólks frá verr launuðum til betur launaðra starfa, sem sífellt á sér stað. Þetta tvennt nemur varla undir 300 m.kr. á ári.“ Þarna hafa hagfræð- ingarnir semsé uppgötvað það af þekkingu sinni og vits- munum að það sé þungbær baggi og óviðráðanlegt vanda- mál að fólki fjölgar á ís- landi og æ fleiri taka að sér störf í þjóðfélaginu. í annan stað hefur þeim vitrazt sú merkilega staðreynd, eflaust eftir rækilega sjálfsprófun, að það er ein mesta mein- semd að fólk menntar sig og þjálfar og fær aukna reynslu í störfum sínum og getur þannig tekið að sér betur launuð verkefni en fyrr. Hafa hinir langlærðu menn reiknað það út í beinhörðum pening- um að þetta hvorttveggja skaði þjóðarheildina um 300 milljónir króna á ári. og gef- ur auga leið að r:kið verður gjaldþrota á skömmum tíma ef þvílík ósköp verða látin viðgangast. Ekki er að efa að þessi snjalla og íslenzka hagfræði- uppgötvun leiði til tafar- lausra framkvæmda. Trúlega gefur ríkisstjórnin út bráða- birgðalög um það einhvern daginn að Seðlabankinn skuli lækka gengi krónunnar í hvert skipti sem nýtt barn fæðist á íslandi; ef hún stemmir þá ekki á að ósi taf- arlaust með því að banna barneignir með öllu. Jafn- framt verður fólki auðvitað fyrirmunað að afla sér mennt- unar og þjálfunar í störfum sínum, og er raunar unnið dyggilega að því verkefni nú þegar með því að flæma kennar.a úr skólum og reka verkfræðinga og aðra sér- menntaða menn úr landi til þjóða sem ekki hafa enn komið auga á hin nýju sann- indi. Þegar þessar fram- kvæmdir eru komnar í kring og tekizt hefur að fuPu að binda endi á hinar kostnað- arsömu barneignir íslend- inga, mun ekki líða á löngu þar til viðreisnin hrósar full- um sigri og hið algera og endanlega jafnvægi hefur náðst í innflutningi og út- flutningi, greiðslujöfnuði og gjaldeyrisstöðu. — Austri. Föstudagur 22 sepfember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — a

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.