Þjóðviljinn - 12.10.1961, Blaðsíða 12
Líkur benda til aðlhraun-
gos sé að hefjast í öskju
i
SI. mánudag urðu menn, sem
llugu yfir Öíkju og nágrenni,
varir við þrjú allmikil gufugos
Tétt í norður eða norðaustur frá
Stóra-Víti í áttina ad Öskjuopi.
Sáu þeir þrjá gufutsróka stíga
upp úr jörðinni með skömmu
millibili. Náðu þcir nokkur
hundruð fct í loft upp og var
einn þeirra stærstur. Þá sáu þeir,
að allstórt vatnslón hafði mynd-
azt þarna í kring uin gosstaðina
og rann úr í ncrðurátt. Tals-
verður nýfallinn snjór var á
'Öskju en vatnið íslaust.
Menn þessir, sem sáu gufu-
.gosin voru í fjárleit fyrir Mý-
vetninga, Reykdælinga og Bárð-
•dælinga, en undanfarin haust
i'hafa Mývetningar nokkrum sinn-
um fengið flugvél til þess að
huga að kindum inn í öræfunum
á þessum slóðum. Höfðu þeir að
'þessu sinni fengið Tryggva
Helgason flugmann á Akureyri
og með honum var meðal ann-
arra Jón Sigurðsson frá Hellu-
■vaði í Mývatnssveit, sem er
manna kunnugastur á þessum
slóðum og hefur margoft lagt
leið sína í öskju.
Þjóðviljinn átti í gær stutt tal
-við Sigurð Þórarinsson jarð-
Jræðing um þetta fyrirbæri.
Ætlaði Sigurður að fljúga norð-
xir ’yfir öskju í gær til þess að
Tanhsaka gufugosin en veður
hamlaði. Bjóst hann við að fljúga
nú með morgninum eða strax og
fært þætti. Kvaðst hann verða
eftir fyrir norðan, ef sér þætti
ástæða til frekari könnunar.
Sigurður taldi líklegast, að
þiarna myndi vera um að ræða
»«*SSWI*5ÍFKWr
aðdraganda að hraungosi. Á ár-
unu.m 1921—1922 urðu alls fjögur
smá hraungos á svæðinu austan
við Stóra-Víti og myndaðist þá
svokallað Bátshraun í krikanum
austan við öskjuvatn en sunnan
öskjuops. Var nafn hraunsins
dregið af því, að það rann yfir
bát, er settur hafði verið við
vatnið 1907 eftir að slysið varð
þar, er Þjóðverjarnir fórust í
vatninu. Fyrir 1930 varð einnig
•. .• 3
hraungos sunnan við Dyngju og
myndaðist þá talsvert mikið
hraun. Ekki er vitað með vissu,
hvenær það gos varð, þar sem
enginn varð þess var meðan á
því stóð. Hraunið sást hins vegar
fyrst á loftmynd, er tekin var
1930, en 1926 var ekkert hraun
á þeim stað. Svona hraungosum
þarf ekki að fylgja neitt öskufall,
sagði Sigurður, og þess vegna
verður svo lítið vart við þau.
HOFÐABORG 11/10 — Eld-
gosið sem hófst í gær á eynni
Tristan de Cunha í miðju sunn-
anverðu Atlanzhafi hefur nú
lagt hana algerlega í eyði. Allir
íbúarnir, 260 að tölu, eru nú á
leiðinni til Höfðaborgar, en
verða þaðan fiuttir til Bret-
lands, en eyjan sjálf er tekin að
springa.
Gosið kom úr g:g aðeins 400
metra frá eina bænum á eynni.
Edinborg. Hraunflóðið stefndi á
bæinn og mun nú hafa flætt yf-
ir hann svo og öll önnur mann-
virki á eynni. Öllum eyjarskeggj-
um var þó komið á brott í tæka
tíð og þeir fyrst fluttir á fiski-
bátum til hinnar óbyggðu Næt-
urgalaeyjar þar í grenndinni og
höfðust þeir þar við í nótt und-
ir berum himni, en eru nú á leið
til Höfðaborgar með hollenzka
skipinu Tjisandane. Þetta er í
fyrsta sinn sem flestir þeirra
Fríðjon, Ragnhildur og
Fundir voru á Alþingi í gær, í sameinuðu þingi og deildum,
«g kjörnir forsetar. 1 dag verða kjörnar fastanefndir þingsins.
„ Forseti sameinaðs þings var kjörinn Friðjón
gískarphéðinsson með 32 atkvæðum. Karl Kristjáns-
i? son hlaut 16 atkvæði og Hannibal Valdimarsson 8
1- atkvæði. Sigurður Ágústsson var kjörinn fyrri vara-
ti
forseti með 32 atkvæðum, Gísli Jónsson hlaut 1 at-
■u
i kvæði, en auðir seðlar voru 23. Annar varaforseti
,jvar kjörinn Birgir Finnsson með 32 atkvæðum,
'auðir seðlar voru 22.
Skrifarar sameinaðs Alþingis voru kjörnir án at-
kvæðagreiðslu þeir Ölafur Björnsson og Skúli Guð-
Jmundsson.
1 kjörbréfanefnd voru kjörnir: Alfreð Gíslason,
bæjarstjóri, Eggert G. Þorsteinsson, Einar Ingi-
^mundarson, Ólafur Jóhannesson og Alfreð Gísla-
son, læknir.
'1 1 Forseti neðri deildar Alþingis var kjörinn Ragn-
'heiður Helgadóttir með 21 atkvæði, 'Halldór Ás-
, grímsson hlaut 10 atkvæði og Einar Olgeirsson 7
|| jatkvæði. Fyrri varaforseti var kjörinn Benedikt
Gröndal með 20 atkvæðum, auðir seðlar voru 16.
jj Annar varaforseti var kjörinn Jónas Rafnar með
Sigurður ÓU 1*21 atkvæði, auðir seðlar 12. Skrifarar deildarinnar
eru Pétur Sigurðsson og Björn Fr. Björnsson.
1 efri deild var Sigurður Óli Ólason kjörinn forseti með 11 at-
bvæðum, Karl Kristjúnsson hlaut 6 atkvæði, en auður seðill var
einn. Fyrri varaforseti deildarinnar var kjörinn Eggert G. Þor-
Steinsson með 11 atkvæðum, auðir seðlar voru 8. Kjartan J. Jó-
hannsson var kjörinn annar varaforseti með 11 atkv., auðir seðlar
8. Skrifarar deildarinnar eru Bjartmar Guðmundsson og Karl
Kristjánsson.
Auk forsetakjörs var hlutað um sæti í deildurn í gær. Á fundi
sameinaðs þings í dag k1. 1.30 síðd. verða kjörnar fastanefndir og
þingfarakaúpsnefnd. Fundir verða £ báðum þingdeildum að loknum
íundi í sameinuðu þingi og þá kjörnar fastanefndir deildanna.
„Kförínn"
fersefl
„Aldarsforsetamálið“ kom til
meðferðar í upphafi funds
sameinaðs Alþingis í gær og
var til lykta leitt með at-
kvæðagrciðslu eftir nokkrar
umræður.
Gísli Jónsson setti fund í
gær og las í upphafi hans rök-
stuðning fyrir setu hans í for-
setastól. Benti Gísli á að for-
seti íslands hefði við þing-
setningu kvatt sig sem aldurs-
forseta til að stjórna fundi
þar til forseti sameinaðs þings
hefði verið kjörinn. 1 þcssu
hefði verið algjörlcga fylgt
fyrirmælum þingskapa, þar
sem bréf um þingsetu Jóns
Pálmasonar hefði ekki vcrið
lagt fram fyrr en þá á fund-
inum. Kvaðst Gísli ekki víkja
úr forsetastóli fyrr en forscti
hefði verið kjörinn. Skúli Guð-
mundsson ítrckaði athugasemd
sína frá fyrsta þingdegi og
krafðist þess að fyrrverandi
aldursforseti viki fyrir öðrum
eldri manni sem sæti á þing-
inu. Þegar Gísli varð ekki
við þcim tilmælum bar Skúli
fram skriflega tillögu þess
efnis, að Jón Pálmason tæki
við fundarstjórn sem hinn
rétti aldursforseti. Sú tillaga
var felld að viðhöfðu nafna-
kalli með 31 atkvæði gegn 19,
7 greiddu ekki atkvæði og 4
oru fjarstaddir. Jón Pálmason
greiddi ekki atkvæði, en Gísli
greiddi atkvæði gegn tillögu
Skúla.
Þess má að Iokum geta að
Gísli Jónsson er fæddur 17/8
1889 en Jón Pálmason 28/11
1888.
þlÓÐVIUIN
Fimmtudagur 12. október 1961
26. árgangur — 233. tölublað
yfirgefa' átthagana, aðeins tólf
þeirra hafa áður farið að heim-
Leiðbeincndur á námskciði SVFl um meðferð björgunarbáta verða
þeir ÓIi Barðdal (t. v.) og Ásgrímur Björnsson. — (Ljósm. Þjóðv.).
SVFÍ heldur námskelð fyrlr
sjómenn I meðferð gúmbátd
Slysavarnafélag Islands mun
í byrjun næstu viku hefja nám-
skeið þar sem kennd verður og
æfð meöferð gúmbjörgunarbáta
og er þess sárstaklega værtzt að
sjómenn noti sér þctta tækifæri
til að læra meðferð bátanna.
Námskeiðin hefjast nk. mánu-
dag og standa daglega frá kl. 6
e.h. Gert er ráð fyrir að 20—30
manns komist að á hverju kvöldi
og þeir sem óska eftir að taka
þátt í þessum námskeiðum eru
beönir að hafa samband við
skrifstofu félagsins, sími 14987
og láta skrá sig til þátttöku.
Ef að skipshafnir óska eftir
að fá tilsögn á öðrum tímum,
en að framan greinir, mun fé-
lagið leitast við að hafa sértíma
fyrir þær, þegar þeim hént'ar.'
Kennslu og æfingar mutiu Óli’
Bárðdal og Ásgrtmúr Björnssdh
annast.
Það er að’ sjálfsögðu aFar þýð-'
ingarmikið að állir -sjcmenri
kunni meðferð’ gúmbátarina" og
mun SVFl fara með gúmbjörg-
unarbáta í allar helztu verstöðv-
ar landsins á þeim fíma serrí
flestir sjómenn gætu notið til-
sagnar í meðferð þeirra.
Þessar upplýsingar fefigu
fréttamenn hjá forráðamönnum
SVFl í gær og skýrðu þeir jafn-
framt frá því að nú væri hægt
að fá minni gerðir gúmbjörgurí-
arbáta 2ja—4ra manna, sem háegt
væri að nota á minni bátum og
verð þeirra frú 8—12-þúsund kr.
Tveir fangar brjótast
ðt ur Hegningarhðsinu
I fyrrinótt brutust enn tveir
fatigar út úr Hegningarhúsinu.
Voru það Jóliann Víglundsson
frá Akureyri og Guðmundur
Hafsteinn Sentsius Jónsson, 19
ára piltur hér úr Reykjavík.
Voru þeir ófundnir, er blaðið
hafði síðast samband við lög-
regluna í gærkvöld.
Fangarnir^ höfðu komizt út
með þeim hætti að mölva rúm-
stæði sín og nota spýtur úr þeim
til þess að rjúfa gat á loftið yf-
ir klefum þeirra. Yfir fangaklef-
Dagsbrúnarfund-
ur á sunnudcg
í Iðnó
Á sunnudag kl. 2 heldur Dags-
brún félagsfund í Iðnó og verð-
Ur þar rætt um samningamá'in.
Nánar verður skýrt frá fundin-
um i blaðiuu á morgun.
unum er ris og komust þeir
þaðan . með þí að brjótást inn
úm bakdyr bæjarþingstofunnar,
sem er á efri hæð Hegningar-
hússins. Er talið, að þeir hafi
falizt þar þar til Hegningarhús-
ið var opnað í gærmorgun, svo
að þeir áttu greiða leið út. Hafa
þeir síðan sloppið óséðir um að-
aldyr Hegningarhússins.
Það er nú orðið næSta al-
gengur viðburður, að fangar
sleppi út úr Hegningarhúsinu. t.
d. eru aðeins nokkrir dagar síð-
an Jóhann Víglundsson slapp
þaðan síðast, en hann var í það
sinn handtekinn fljótlega aftur
og var þá þegar farinn að þúa
sig undir innbrot.
Rannsóknarlögreglan biður
alla þá, sem kynnu að hafa orð-
ið varir við strokufangana að
gera þegar í stað aðvart, svo að
hægt sé að hafa hendur í hári
þeirra, en báðir tveir eru þeir
til alls vísir, ef þeir fá lengi
að leika lausum hala.
1.721.175.000 krónur
Niðurstöðutölur á fjárlaga-
frumvarpinu, sem lagt var fram
á Alþingi i gær, eru nú hærri en
nokkru sinni áður: rúmar sautj-
án hundruð milljónir cða nánar
tilgreint: 1.721.175.000 krónur.
Á rekstraryfirliti frumvarps.
ins eru tekjur áætlaðar 1.718.
075.000 kr., þar af eru skattar
og tollar 1401 milljón kr., tekjur
af rekstri ríkisstofnana 295 þús.
kr., tekjur af fasteignum ríkis-
sjóðs 75 þús. krónur, tekjur af
bönkum og vaxtatekjur 2 millj-
ónir og óvissar tekjur 20 millj.
króna.
Gjaldamegin á yfirlitinu er
rekstrarafgangur áætlaður rösk-
ar 110 millj. króna. Helztu
gjaldaliðir eru dómgæzla, lög-
reglustjórn, tollheimta o.fl. 128,4
millj. kr., vegamál 106 millj.,
læknaskipun og heilbrigðlsmál
61,4 millj., kennslumál 213,9
millj., landbúnaðarmál 82,4 millj.,
sjávarútvegsmál 26,2 millj., fé-
lagsmál 416,9 millj. kr., kirkju-
mál 15,5 millj.. kostnaður við
ríkisstjórnina 48,7 millj., alþing-
iskostnaður 11 millj. kr.
Á sjóðsyfirliti eru niðurstöðu-
tölur þær sem getið var í upp-
hafi, 1721 millj. röskar. Greiðslu-
jöfnuður er áætlaður 6,6 millj
króna.