Þjóðviljinn - 02.11.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1961, Síða 6
þlÓÐVIUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 llnur). Áskriftarverð kr. 50.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V iðreisnarskattar CJamkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofunnar liggur nú ^ fyrir að almennt vöruverð hefur hækkað um 29% að meðaltali á tímabili ,,viðreisnarinnar“ og það er líka full- vitað að hækkanír halda áfram að dynja yfir næstu mán- uði og skerða þannig í 'sífellu lífskjör almennings, sem svipt- ur hefur verið allri vernd gegn óðaverðhækkunum stjórn- arvaldanna og er gert að þola verðhækkanirnar án hækk- aðra launa. Gengisfeliingar ríkisstjórnarinnar hafa að sjálf- sögðu átt drýgstan hlut að þeirri þróun verðlagsmála, sem nú er orðin, en annar höfuðþáttur „viðreisnarinnar“, um- bylting skattamálanna, á einnig ríkan þátt í því hvernig nú er komið. Það er því fyllsta ástæða til þess að almenningur geri sér sem gleggsta gre.'n fyrir þvi hvernig sá þáttur „við- reisnarinnar" hefur verkað á verðlag og launakjör. TVrú fer í hönd annað fjárlagaár „v:ðreisnarstjórnarinnar“ og " samkvæmt fjárlagafrumvarpi hennar á ríkissjóður að krefja til sín 1401 millj. króna í sköttum og tollum. Hækkun- in á tveim árum nemur 603 millj. kr. eða 76%. Þessi fúlga, sem öll er lögð á verðlagið, brýnustu nauðsynjar sem aðr- ar og engir, jafnvel ekki sjúkir og farlama, sleppa undan að greiða s.'nn hluta af, setur vitanlega sitt mark á lífs- kjörin, ekki sízt þeirra, sem áður höfðu aðeins til hnífs og skeiðar. |7n heildarhækkun skattanna segir þó ekki alla sögu. Sjálf eðlisbreyting skattheimtunnar er jafnvel enn eft'rtekt- arverðari. Frá árinu 1959 til 1962 hækka söluskattarnir úr 166 millj. kr. í 485 millj. kr. eða um 286% en á sama tíma lækka beinir stighækkandi skattar um 42%. Ár.'ð 1959 nam tekju- og eignaskattur 20,7% af heildarskattheimtunni en 1962 verður hann 6,7%. Á sama tíma hækka söluskattarnir úr 20,8% af heildarskattheimtunni í 34%.. Með öðrum orðum hefur sú gerbreyting á orð;ð að fyrir 2 árum voru beinir stighækkandi skattar jafnháir sölusköttunum, en nú er svo komið að söluskattarnir eru rösklega fimmfaldir á við beinu skattana. F»essar og fleiri athyglisverðar staðreyndir um skattabylt- ingu ríkisstjórnarinnar komu fram í ræðum Björns Jóns- sonar við umræður, sem fóru fram í efri deild Alþingis í fyrradag um framlengingu hins illræmda „bráðabirgðasölu- skatts“, en ríkisstjórnin hyggst nú öðru sinni svíkja fyrir- heit sín um að afnema hann. Upphaflega var hann rökstudd- ur með því að árið 1960 væri aðeins unnt að innheimta „v'ð- reisnarskattana“ í 9 mánuði og því væri óhjákvæmilegt að ieggja á slíkan skatt til bráðabirgða. Efndirnar á því loforðl að hér skyldi aðeins verða um bráðabirgðaráðstöfun að ræða hafa svo orðið þær að raunverulega hefur hann verið stór- hækkaður ár frá ári og nú síðast stórlega með nýju geng- isfellingunni. Allt bendir nú til þess að ríkisstjórnin hyggist ekki aðeins ríghalda í allar fyrri ,aðgerðir sínar til þess að þyngja skattabyrðar á öllum almenningi en bæta hag og auka gróða auðmannastéttarinnar. Gunnar Thoroddsen boðar nú við hvert tækifæri, sem honum býðst utan þlngs og innan að enn beri að létta sköttum af gróðafélögunum í land.'nu, sem nú í dag bera innan við 4% af skattabyrðinni. Þessum tungumjúka þjóni stórbraskaranna þykir sér enn ekki hafa tekizt að sliga þol láglaunastéttanna nógu rækilega í þágu húsbænda sinna og herðir nú róðurjnn með nýjum ögrunum til vinnustétt- anna með því að undirbúa nýjar eftirgjafir á tekjusköttum gróðafélaganna og skattfrjálsúim: arðgreiðslum þeirra. Ein- hverjum kann ,að verða hugsað til Alþýðuflokksins í þessu sambandi. Var ekki Benedikt Gröndal að gefa í skyn ný- leg'a að Alþýðuflokkurinn mundi hindr.a frekari skattalækk- un á auðfélögunum? Því mun vafalaust verða veitt nokkur athygli, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hvort hann lætur íhaldið teyma sig 'fenn lengra en þegar er orðið á braut skattakúgunar á hinum efnaminnstu í þjóðfélaginu. Eðá hvort hann hefur loks fengið nóg af að kyngja síðustu tætl- unum af hinni fyrri og bráðum fornri stefnu sinni í skatta- málum. Þinghús 22. þing Kommúnistafl'okks Ráðstjórhárríkjánnahefur nú staðið í viku. Skömmu áður en þingið skyldi hefjast var lokið við að reisa mikla höll og nýtízku- lega innan Kremlmúra. Þessi höll var nokuð deiluefni hjá borgarbúum: sumum þótti eðli- lega áhættuspil að stinga nið- ur nýtízku samkomuhúsi innan um fornfrægar kirkjur og hall- ir Kremlar. En segja verður, að húsameisturum hefur tek- ist furðulega að sleppa frá þessum vanda: það ber lítið á húsinu — enda er það grafið 15 metra í jörðu niður, og þótt það sé nýtízkulegt, er það ekki „djarft“, það er mjög einfalt í sniðum. Á þriðjudaginn var höfðu 4800 fulltrúar tekið sér sæti á og Grömiko. Þar er líka sá stólpakvenmaðúr Dolínjúk frá Úkraínu, en hún ræktar maís betur en allir menn aðrir í Sovét. Hún situr þar með traustlega handleggi, gull- stjörnu í barminum og úkra- ínska skuplu á höfði. 1 annarri röð — innan um flqkksritara frá sambandslýðveldunum — sítur Gaganova úr spunaverksmiðj- unni í Visjni Volotsjok: það var hún sem úr fyrirmyndar- vinnuflokki fór í lélegan og tekjurýran til að lyfta honum síðan til vegs og virðingar. Og fóru margir síðan að fordæmi hennar. Til hægri handar við Gaganovu og hennar lið situr Sjú Enlæ hinn kínverski, Gom- úlka hinn pólski og aðrir stjórnarleiðtogar sósíalistískra landa, — en til vinstri handar sitja Thorez, Togliatti, Aidit únistaforingjar, sem mikill frá Indónesíu og aðrir komm- heima. Þetta var þá kennslu- kona frá Kámtsjaka. Hún var komin áð mjög langan veg. Þingmái Þetta er eitthvert merkileg- asta þing flokksins. Á því eru gerðir upp reikningar fyrir tímabilið síðan 1956, en þessi ár hafa verið viðburðarík og búsældarár öðrum fremur. Og svo er rætt um hina nýju stefnuskrá flokksins, sem fjall- ar um það hvernig byggja megi upp allsnægtaþjóðfélag á 20 árum. Krústjoff flutti tvær miklar framsöguræður um þessi efni. 1 þeim koma fram margar á- nægjulegar hagfræðilegar stað- reyndir, og þær geyma margar athyglisverðar athugasemdir um þróun þjóðfélagsins, og hafa blöð sjálfsagt rakið það rauðum stólum þingsalarins. Þar voru brúnir veggir og í 'þeim faldir 7000 hátalarar til að tryggja að ekki færi orð til spillis. Það voru 20 metrar til lofts, — hvítt loft sett lömp- um svo að kvikmyndamenn þurfa ekki ljóskastara. 1 stól- unum var útbúnaður, sem gaf Jkost á að. velja úr 14 tungu-,, máium. Og yfir breiðusfu senu landsins var tjald, á því var rai'.ður geisli og Lenín í geisl- anum. Svo- gat þingið hafizt. Þingfóik Forsætisnefnd þingsins situr í tveim rcðum á senunni. í fremri röð helztu miðstjórnar- menn, ennfrémur Malínovskí slægur er í. En hverjir sitja þá niðri í sal? Þar eru geimfararnir: séð hef ég Títoff hlaupa um ganga með ljósmyndara á hælum sér, og þar eru líka einhverjir þeirra, sem geirriskipin og rak- etturnar smíða — Krústjoff kinkaði til þeirra kolli mjög .alúðlega þegar að þeim kom T'ræðunni. Þarna er líka kvik- myr.damaðurinn Tsjúkhræ, sem gérði mynd um Stalíntímann í anda 20. flokksþingsins. Þarna er Sjolokhoff rithöfundur. Það eru margir með Lenínorðu eða gullstjörnu vinnuhetjunnar, .því á svona þing veljast margir afbragðs kolameistarar, stál- pípumeistarar og sykurrófu- meistarar. Og ein kona í svartri dragt var að tala um að það væri svalt núna eins og Séð yfir þingsalinn eftir setningu 22. þings. Fyrir gafli er mynd af Lenín á tjaldi fyrir leiksviðinu. Tveir fulltrúar á flokksþingi: German Títoff geimfari, sem flaug sig inn í flokkinn fyrir skömmu, og Elena Stasova, sem hefur starfað í flokknum síðan 1898 eða í 63 ár. allt ýtarlega. Það kom líka íram í seinni ræðu Krústjoffs, að 4.6 milljóijir manna hafa tekið til máls á þeim margvís- legu fundum sem haldnir hafa verið í landinu um drögin að hinni nýju stefnuskrá, og á þessum fundum voru 73 millj- ónir. Og það hafa borizt fjöl- margar tillögur um breyting- ar og viðauka, — og hafa all- margar verið samþykktar. Þing Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna fara fram í mjög föstu formi. Eftir skýrslu aðalritara hefjast umræður: forystumenn flokksins í lýð- veldum, helztu borgum og hér- uöum flytja skýrslur um á- stand og horfur. á hverjum stað, miðstjórnarmenn tal.a um þau mál sem undir þá heyra hvern um sig, erlendir gestir flytja kveðjur, frægir fulltrúar ýmissa starfsgreina tala um reynslu sína, einnig tala utan- ríkisráðherra, landvarnamála- ráðherra, forseti vísindaaka- demíunnar og • aðrir slíkir menn. Allt verður ekki upp talið. Fúrtseva talaði að sjálfsögðu um menninguna. Hún kom með ýmsar ánægjulegar tölur um útbreiðslu menningarinnar: nú hafa verið stofnuð 600 leikhús alþýðunnar (þar sem áhuga- menn verða að fullgildum listamönnum) ög 7000 listahá- skólar og listaskólar alþýðu. Svo sagði hún, að það væri slæmt hve margir rithöfundar byggju í Moskvu, þeir væru þá . í svo lausum tengslum við líf- ið. Fúrtseva sagði um lista- gagnrýnina, að hún ætti að vera hlífðarlaus gagnvart öll- um frávikum frá sósíalrealism- anum. Þessi ummæli benda til þess að andrúmsloft í skapandi listum muni um hríð verða ó- sköp svipað og hingað til, eða jafnvel strangara. Mikojan talaði ágætlega um kommúnismann. Hann sagði það vera misskilning, að kommúnismi kæmist á, þegar kaup hefði verið tvö- eða þre- faldað og samyrkjufyrirkomu- lagið afnumið, en svo áleit t.d. Molotoff. Hann sagði að lífs- kjör manna myndu einkum batna. með auknum óbeinum greiðslum — eftir 20 ár myndu vinnulaun og óbeinar gréiðslur skipa nokkuð jafnan sess í lífskjörum, upp frá því færi þýðing vinnulauna minnkandi. Þessi þróun myndi aðallega gerast eftir fjórum leiðum fyrst í stað: a) aukin fjárfram- lög til barnauppeldis b) aukin framlcg til menningar og menntunar C) aukin framlög til heilsuverndunar og hvíldar d) ókeypis málsverðir á vinnustað og ókeypis húsnæði. Á þessu þingi hefur auðvitað verið talað miklu meira um framfarir en ávirðingar og galla. Þó hefur Brésnéff fofseti talað um að ýmis héruð og lýðveldi stæðu. ekki yið Toforö sín um byggingu skóla og barnáheimila. Spiridonoff (Len- íngrad) ".‘gagnrýridi áætlunarráð ríkisins; þar vissi vinsfri hönd- in einatt elcki hvað sú hægri gerði og enginn bæri svo á- byrgð á því sem af hlytist. Hvítrússar fengu á baukinn fyrir að minnka kjötfram- leiðslu um 11% á árinu. En það er meira af jákvæðum hlutum, sem áður segir: Úkra- ína sýnir 83% framleiðsluaukn- ingu í iðnaði síðan 1955, Grúsía skilar 150 þúsund tonnum af telaufi í ár, vísindamenn búa til gerfidemanta, sem eru 40% harðari en venjulegir demant- ar. Og Gitaloff, sem fór til Harts bónda í Iowa (Krústjoff sagði: „Harts er kapítalisti, sem vill keppa við okkur á heiðar- legan hátt, og við getum margt af honum lært“) — Gitaloff þessi sagði nú frá sínum ökr- um: hann kveðst nú orðið fá betri uppskeru en ameríski lærifaðirinn. Töluðu þeir Gital- off og Krústjoff góða stund saman á þinginu um landbún- aðarvélar og uppáhaldsjurt sína maísinn, og var báðum mikið niöri fyrir. TiSindi Nú kemur að þeim hl.utum, sem eru hvað mestar fréttir í heimspressunni. Strax í upphafi þings minnt- ist Krústjoff á Malenkoff, Molotoff, Kaganovitsj og aðra þá menn, sem var vikið úr miðstjórn 1957 fyrir andstöðu við stefnu flokksins í ýmsum veigamiklum málum. Aðrir á- hrifamenn hafa tekið undir þessa gagnrýni: Mikojan sagði til dæmis allnákvæmlega frá ferli Molotoffs, sem ku háfa verið forystumaður í þessum hóp: hann hefði verið andvíg- ur endurskÍDulagningu at- vinnulífsins, afhjúpun persónu- dýrkunarinnar, utanríkisstefnu sem byggðist á friðsamlegri sambúð o.s.frv. Mikojan sagð- ist skýra afstöðu þessara manna með því, að þeir hefðu verið orðnir samgrónir þeim anda og stiórnaraðferðum, sem ríktu á tímum Stalíndýrkunar- innar, og því hefði þeim verið um megn að skilja hvað gera burfti á nýiu tímabili í þróun landsins. Aðrir ræðumenn hafa tekið miklu dýpra f árinni margir hverjir: þeir segja þessa „klofningsmenn11 bera persónulega ábyrgð á ýmislegum ofsóknum á hendur flokks- mönnum, menntamönnum, hershöfðingjum og öðrum, sem viðgengust á Stalíntímanum, og sumir hafa krafizt þess, að þeir verði reknir úr flokknum. Það hefur og vakið mikla at- hygli, að Vorosjiloff er talinn með í þessum hópi, en það hefur aldrei verið hallað á hann fyrr. Vorosjiloff situr reyndar í forsæti þingsins. Síð- ast í gær réðst Poljanskí í ræðu sinni á þennan áttræða mann (sem fyrir skömmu lét af störfum forseta Æðstaráðsins fyrir elli sakir) og sagði hann bera ábyrgð á sorglegum örlög- um ýmissa hershöfðingja Rauða hersins. Annað er að Albanir eru ekki mættir. Margir hafa gagn- rýnt albanska flokkinn, eink- u.m Mikojan og Súsloff: sagt er að Hodja og Sheehu haldi uppi persónudýrkun, ofsæki fólk, sem er vinveitt. Sovétríkjunum, hafi t.d. handtekið ýmsa stúd- enta, sem lært hafa í Sovét o.s.frv. Mikojan hefur það eftir Shechu, að sá sem ekki sé sam- þykkur forystuliðinu geti „fengið á kjaftinn, eða kúlu í hausinn, ef þurfa þykir“. Súsl- off sagði og, að Albanir hefðu sent bréf til sovézk.u miðstjórn- arinnar, fullt með hræsni og svívirðilegar aðdróttanir. Er- lendir gestir hafa margir ræðum sínum tekið undir gagnrýni á albanska flokkinn þ.á m. fulltrúar flestra sósíal- istísku ríkjanna, nema hvaf Kím Ir Sen og Ho Sjí Min þögðu um þetta mál. Sjú Enlæ drap aðeins á þetta mál þann- ig. að deilur flokka á milli bæri að jafna í ró og næði mec umraeðum á jafnréttisgrund- vei'i, að einhliða fordæming á einhver.ium flokki væri ekki „alvarleg marxísk aðferð“, Og oð bað væri aðeins óvinafögn- ue'"r að halda á 'lofti deilum unp kunna að koma. En aUir aðrir hafa semsagt for- tíæmf Albani. Framhald á 10. s'íðu. Ellir Árna Bergmann Guðmunda Andrésdóttir list- málari heíur undanfarið sýnt málverk sín í Bogasal þjóð- minjasafnshússins. Undirritað- ur heyrði einhvern segja að líklega væri Guðmunda einna efnilegust íslenzkra myndlistar- kvenna, og þótti því ráð að gera sér ferð í Bogasalinn til þess að skoða list hennar. Ekki sízt þar sem listakonan hafði gefið loforð um að verða þar sjálf viðlátin. Guðmunda er fædd í Reykja- vík. Stundaði nám í Stokk- hólmi og París. Tók fyrst þátt Ég veit ekki, það getur vel verið. Maður verður fyrir ým- is konar áhrifum, stundum án þess að gera sér grein fyrir því. Ég las nýlega í blaði að bú- ið sé að ganga af formúlunni dauðri? Jæja, kannski. Já ég sá þessa grein og mig minnir að þar væri talað um að íslenzk myndlist sé komin útá blind- götu. Ég held að list geti aldr- ei komizt á blindgötu. Ekki sönn list. Það eru aðeins menn sem geta villzt útá slík- Guðmunda Andrésdóttir á sýningu sinnl. í myndlistarsýningu. árið 1952 og hélt sjálfstæða sýningu ár- ið 1956. Auk þessa hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis m.a. í Róm, París og Óðinsvéum í Dan- rnörku. Á þessari sýningu eru alls 26 listaverk. Olíumálverk og vatnslitamyndir. Eru þetta allt nýjar myndir Guðmunda? Já, þær eru flestar málaðar núna tvö síðustu árin. Þó eru hér þrjár myndir nokkru eldri. Finnst þér að list þín hafi tekið einhverjum breytingum síðustu árin? Já, þessar myndir eru ein- hvern veginn mýkri og lýrisk- ari en þær myndir, sem ég hef málað áður. Éf myndi ekki telja fjarri lagi að kalla þetta lýriska abstraktsjón. Það er mikið um rauðan lit i þessum myndum? i Það getu.r vel verið. Ég tek oft fyrir einhvern ákveðinn lit og nota hann mikið þangað til ég orðin leið á honum. Þá skipti ég um. , (í þessu kemur ungur mað- ur aðvífandi og hneigir sig djúpt fyrir listakonunni með þeim ummælum að sér finnist þetta alveg sérlega góð sýn- ing). Er það kannski litur ástar- innar um þessar mundir? Ég veit ekki, segir Guð- munda og hlær. Það er hér lika talsvert um brúnan lit og gráan. Áhrif frá moldinni og götun- uTn í Reykjavík? ar götur. Hér er ein mynd sem heitir Virkur dagur. Ég myndi heldur kalla hana hátíðisdag? Mér þykir nú virku dagarnir miklu skemmtilegri en hátíð- isdagarnir. Það er meira líf í virku dögunum. Á næstu hæð fyrir ofan er hin skemmtilega listsýning Færeyinga, og ég inni Guð- mundu eftir áliti hennar á þeirri sýningu. Mér finnst þetta mjög gó.ð sýnin.g. Alveg sérstaklega heið- arleg. Skemmtilegastur finnst mér Stefan Daníelsen. En Mikines? Hann er duglegur málari. Jæja Guðmunda, hvað er annars helzt tíðinda úr „heirpi myndlistarinnar" á áttræðisaf- mæli Picassos? Ég veit ekki. Það er þjá kannski helzt að svo Virðiist sem hin geometriska abstiakj- sjón sé á undanhaldi. Hún fer að vísu ekki dauð, því ýmsir góðir myndlistarmenn vinála enn geometriskt, t.d. Þorvaldur Skúlason hér heima. Annars virðist mér að myndlistin sJé áð vei'ða lýriskari en hún he'- ur verið um skeið. Eru það kannski áhrif fhá kalda stríðinu og kjarnorki sprengingunum? Það getur vel verið að þet sé einhverskonar andsvar vicð gauraganginum. Segðu mér að lokum Guð- munda. Geta mannleg hjörtu slegið í myndlist? Nei, ætli það. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Það er meira líf í virku dögunum Viðtal við Guðmandu Andrésdcttur listmálara — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. nóvember 1961 Finamtudagur 2, nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Í7l

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.