Þjóðviljinn - 17.11.1961, Side 7
ÞiömnuiNN
Útsefandl: SamelninEarflokkur alþýSu -, Sósialistaflokkurlnn. — Ritstiðrar:
Magnús Kjartansson (áb.i, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Ouðmundsson. —
Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - AuglýstnEastjóri: GuSgelr
Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Snnl 17-500 (5 linur). Áskrlftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Nýjar tillögur í hús-
næðismálum
Stjórnarstefna Sjálfs.tæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins, sem gefið var öfugmælaheitið „viðreisn“ hef-
ur komið þungt niður á alþýðu landsins. Kjaraskerð-
ingin sem leitt' hefur af þeirri stefnu, hefur ekki sízt
bitnað á þeim mörgu fjölskyldum, sem eru að brjót-
ast í því að koma sér upp íbúðarhúsnæði.
]%|eð tvennu móti er lagt til 1 nýju frumvarpi þing-
manna Alþýðubandalagsins að létt verði barátta
þessa fólks. í frumvarpinu, sem lagt var fram á Al-
þingi í gær, er ráðizt gegn vaxtaokrinu, viðreisnar-
vöxtunum, sem verst hafa leikið íbúðahúsabyggjend-
ur, og auk þess bent á nýja og mjög athyglisverða leið
til lækkunar byggingarkostnaðar, þar sem er endur-
greiðsla tolla af byggingarefni. Sá liður gæti sparað
þeim er byggja fjögra herbergja íbúð hvorki meira né
minna en 70 þúsund króna útgjöld.
í stæða þykir til að kynna efni þessa gagnmerka frum-
varps með orðum flutr.ingsmanna sjálfra, en þeir
segja m.a. í greinargerð: „í kjölfar gengislækkunar-
laganna, (í febr. 1960), kom gífurleg vaxtahækkun, sem
illu heilli var látin ná til beggja þeirra byggingarsjóða,
sem aðallega styðja að íbúðarhúsabyggingum í land-
inu. Áhrif þessara vaxtahækkana eru slík, að fjöldi
fólks er að sligast undir hinni miklu vaxtabyrði og er
í stórhættu með að missa íbúðir sínar. — Með frum-
varpi þessu eru vextir lækkaðir að miklum mun frá
; því, sem nú er. Gert er ráð fyrir því, að ársvextir af
: A-lánum hins almenna veðlánakerfis lækki ofan í 4%.
Þeir voru upphaflega 7%, en núverandi ríkisstjórn
hækkaði þá í 9%, en lækkaði aftur ofan í 8%. Þvílíkt
hringl með ársvexti fasteignalánastofnana er ámælis-
vert út af fyrir sig og skapar óvissu á peningamarkað-
inum, sem er engum til góðs. Ef litið er til mágranna-
þjóða okkar, kemur í ljós, að íbúðalánsvextir hjá okk-
ur eru 2—3falt hærri en hjá þeim. Raunverulega þyrftu
vextirnir að vera lægri en 4%, þótt að sinni sé ekki
gerð tillaga um það hér. Lánsupphæð norska Húsbank-
ans er allt að 77% byggingakostnaðar, en 20% láns-
fjárins er vaxtalaust og með vægum afborgunum, sem
hefjast ekki fyrr en 10 áium eftir lántöku. Hinn hluti
lánsfjárhæðarinnar er með 3% ársvöxtum. — Gert er
ráð fyrir, að vextir af B-lánum hins almenna veð-
lánakerfis séu óbreyttir, $Vz%. — Ríkisstjórnin hefur
notfært sér heimild laga um efnahagsmál frá 19. febr-
úar 1960 og hækkað vexti hjá byggingarsj óði verka-
manna um helming. Með frumvarpi þessu er sú heim-
ild felld niður og vextirnir færðir niður í það, sem þeir
voru upphaflega ákveðnir: 2%“.
A nnað meginatriðið í tillögum þingmanna Alþýðu-
** bandalagsins mun ekki síður vekja athygli, því þar
er bent á leið sem auðveld ætti að vera í framkvæmd
j* ■
til stórlækkunar á byggingarkostnaði íbúðarhúsa. „Með
þessu frumvarpi er farið út á nýja braut,“ segja flutn-
ingsmenn, „að lækka byggingarkostnaðinn sem nemur
tekjum ríkissjóðs af tollum og söluskatti af byggingar-
efni íbúðarhúsnæðis. Inn á þessa braut hafa Norðmenn
farið með góðum árangri. Er óþarfi að fjölyrða frek-
ar um þýðingu þessara ákvæða fyrir íbúðabyggingar
í landinu. — Af hagkvæmnisástæðum er gert ráð fyrir
endurgreiðslu tollanná ög sölusbattsins í einu lagi. að
lokinni byggingu".
H
'ér er gripið á miklu nauðsynjamáli fjölda fólks, og
mun fylgzt vel með afgreiðslu Alþingis á' því.
ALÞiÓÐA
Alþjóðasamband stúdenta
ÍIUS) er íimmtán ára um þess-
ar mundir. Það var stoínað í
Praq 1946 samkvæmt ákvörðun
alþjóðleqrar stúdentaráðsteínu í
London 1945 og er þessa aímæl-
is nú minnzt með hátíðahöldum
meðal stúdenta víða um heim í
sambandi við alþjóðlegu stúd-
entavikuna 10—17. nóvember.
Alþjóðlega stúdentavikan, 10.
til 17. nóvember, er haldin ár-
lega í minninsu um hetjulega
■ baráttu tékkneskra stúdenta
gegn nazistum í nóvember 1939,
þegar Þjóðverjar létu loka há-
skóianum í Prag og annars
staðar í Bæheimi. í Prag
sjálfri, þar sem IUS hefur haft
aðalaðsetur sitt frá upphafi,
hófust hátiðahöldin með fundi
framkvæmdanefndar sambands-
ins 1,-—7. nóvember og í sam-
bandi við hann ráðstefna (sym-
posium) ýmissa eldri og yngri
leiðtoga og starfsmanna sam-
bandsins, þar sem rætt var um
Alþjóðasamband stúdenta (IUS) hefur ásamt Alþjóðasambandi lýðræöissinnaðrar æsku (WFDY) beitt sér fyrir Heimsmót-
um æskunnar þar sem þúsundir stúdenta og annars æskufólks frá öllum heimsálfum fær tækifæri til að kynnast og tengj-
ast vináttuböndum. Á myndinni hér að ofan sjást stúdentar frá Kína og Túnis ræðast við.
Klofningsiðja
.V-Evrópustúdenta
Sögu IUS má skipta í 3
hluta. 1946*— 1951, 1952 — 1958
og frá 1959. Árin 1946—1951
voru í fyrstu tími mikils og
vaxandi starfs, þar sem með-
limatalan jókst verulega, en
jafnframt tími mikilla deilna
innan þess, sem náðu hámarki
á II. Heimsþingi stúdenta 1950.
Grundvallaratriði ágreiningsins
var það, hvort halda skyldi
fast við baráttuna fyrir friði
og gegn nýlendu- og heims-
valdastefnu, eins og ákveðið
var á I. Heimsþinginu, eða
hvort horfið skyldi að stefnu
gamla alþjóðasambandsins og
fjallað fyrst og fremst um „sér-
hagsmunamál“ stúdenta. Hér
var með öðrum orðum um það
að ræða, hvort sambandið
skyldi vera „ópólitískt“ og líta
aðeins á „stúdenta sem slíka“
eða líta á þá sem hluta af við-
komandi þjóðfélagi.
Nú var kalda stríðið komið
í algleyming og skorti ekki
brigzl á báða bóga. Sögðu V-
Evrópumenn. að forysta ■ sam-
bandsins hallaðist um of að
utanríkisstefnu Sovétríkjanna.
Vitaskuld hefur baráttan fyrir
friði ævinlega verið talin
kommúnismi af slíkum mönn-
um, en þeir höfðu það þó fyrir
sér í þessum ásökunum að júgó-
slavneska stúdentasambandinu
hafði verið vikið úr IUS,
nokkru eftir að í odda skarst
milli Sovétríkjanna og Júgó-
slavíu. Var það gert á þeim
forsendum, að Júgóslavar
hefðu sýnt sambandinu marg-
háttaðan fjandskap. og má að
vísu tii sanná- vegar færa nokk-
um af þeim ágökunum, þótt
þær réttlættu engan veginn
brottrekstur.
Deilum bessum lauk með þv',
að flest stúdentasambönd Vest-
ur-Evrópu, Norður- og Suður-
Ameriku, sögðu sig úr IUS og
stofnuðu önnur samtök, ISC -
COSEC. Aðalforysta þeirra
samtaka hefur jafnan verið í
höndum Bandaríkjamanna,
Breta, Skandinava. V-Þjóð-
verja o.g Hollendinga. Þetta var
vitaskuld vísvitandi k'ofnings-
iðja, þar sem mál Júgóslavíu
var einkum haft að yfirvarpi.
Hefðu þessir aðilar viliað heið-
arlega lausn á málunum, bar
þeim vissulega að revna að
auka áhrif sín innan sambands-
ins. m.a. með nýium meðlimum,
í stað þess að kljúfa það.
Reynt að endur-
reisa einjnguna
Næsta t'mabil, 1952 — 1958
var að ýmsu leyti erfitt fyrir
IUS. Heðlimatalan hafði
minnkað stórlega, en COSEC
hóf mikla áróðursherferð cg
tókst að ná inn fyrir sín vé-
bönd fjölmörgum stúdentasam-
böndum, sem áður höfðu lítinn
þátt tekið j alþjóðasamstarfi,
eða höfðu ekki enn verið stofn-
uð. í IUS voru eftir flest sam-
tök nýlendustúdenta frá Afr-
íku, mörg As'ulönd, sósíal-
ísku löndin og fáein sambönd
í Rómönsku Ameríku. IUS
reyndi nú allt hvað af tók að
ná sættum við V-Evrópu og
ISC-COSEC til að endurreisa
e' aingu stúdentahreyfingarinn-
ar og gerði þar að lútandi marg-
ar merkar till. varðandi sam-
vinnu á ýmsum sviðum. Þessar
tillögur féllu víða í góðan jarð-
veg, sem vonlegt var, en al't
kom fyrir ekki. bví að forvsta
COSEC var staðráðin í að'koma
í veg fyrir allar sættir cg
beitti ýnisum brögðum og
kunnáttu í því skyni að við-
halda klofningnum.
Ein afleiðing þeirrar áherzlu,
sem IUS lagði á V-Evrópu'um
þessar mundir, var þó sú, að
Bretar gengu í IUS 1954 og:
íslendingar 1955. en báðir
sögðu sig þó fljótlega úr aft-
ur sökum þrýstings frá
,,bræðraþjóðum“ sínum. Þátt-
taka íslenzkra stúdenta var
þeim að mörgu leyti til góðs.
meðan hún entist. Þeir komust;
í meiri kynni en áður við fé-
laga sína erlendis og vanda-
mál þeirra, og á vegum IUS
var haldið hér mesta alþjóðlega
skákmót, sem haldið hefur ver-
ið á íslandi, Heimsmeistaramót
stúdenta, sumarið 1957.
Áhrif IUS fara
vaxandi
Þegar ljóst var orðið, að til-
lögugerð til COSEC var líkit ..og
að kasta perlum fyrir svln. og
að þeir myndu beita öllum ráð-
um til að koma í veg fyrir
Sættir, var ákveðið að láta þá
sigla sinn sjó að mestu, en
Framhald á 10. síðu.
reynsluna af 15 ára starfi þess.
Eins og áður segir var sam-
bandið stofnað í lok síðustu
heimsstyrjaldar, fyrst og fremst
af stúdentum þeirra landa sem
tekið höfðu þátt í baráttunni
gegn fasismanum, enda var
skýrt tekið fram í fyrstu
stefnuskrá þess, að eitt höfuð-
verkefni þess væri að berjast
fyrir friði og gegn höfuðóvin-
um hans, nýlendu- og heims-
valdastefnu. Þessari stefnu hef-
ur sambandið verið trútt allt til
þessa dags, enda þótt það hafi
oft kostað erfiðleika að
halda hinni sundurleitu stúd-
entahjörð saman, eftir að hern-
aðarsinnar tóku að vaða uppi
í Vestur-Evrópu og N-Ameríku,
Þessi stefna byggist á því aug-
ljósa atriði, að varðveizla frið-
arins er undirstaða alls þess,
sem annars snertir hag stúd-
enta og líf þeirra.
Milli heimsstyrjaldanna var
starfandi annað alþjóðlegt sam-
band (International Confeder-
ation of Students). Það beitti
sér einkum fyrir ferðalögum
stúdenta o.þ.h., en taldi bar-
áttuna gegn stríði og heims-
valdastefnu ,,pólitíska“. Þetta
samband molnaði sundur í
heimsstyrjöldinni, enda hafði
það stundum verið beint tæki
í höndum nazista. í því voru
auk þess því nær eingöngu stúd-
entasambönd frá Evrópu.
í Alþjóðasamband stúdenta
(IUS) komu hins vegar í byrj-
Un mörg stúdentasambönd frá
ríkjum utan Evrópu og N-Ame-
ríku. en auk þess tók IUS þeg-
ar upp þá réttilegu stefnu jð
veita inngöngu , samböndum
stúdenta frá nýlendum, sem
urðu að stunda nám utan
heimalands síns og höfðu líka
laðstöðu og Félag íslenzkra
Hafnarstúdenta, áður en Há-
skóli íslands var stofnaður.
Þessi ráðstöfun olli miklum
deilum innan sambandsins, því
. að mörg stúdentasambönd í V-
Evrópu auk Bandaríkjanna
höfðu svipaða afstöðu gagnvart
nýlendustúdentum og Stórdan-
ir hafa enn í dag gagnvart
Færeyingum. Hins vegar er
vafamál, að nokkur einstakur
aðili hafi lagt fram jafn 'raun-
hæfan skerf til frelsis nýlendn^
anna og Alþjóðasamband stúd-
enita með sínum rnikla stuðn-
ingi við stúdentasamtök þeirra,
sem af skiljanlegum ástæðum
hafa löngum verið forystusveit
í frelsisbaráttunni.
fí
i hann óheppilegt
sstjóraeíni
Islenzku fulltrúarnir á III. þingi IUS, í Varsjá 1953.
Sigurður Kristjánsson verka-
maður er mörgum kunnur vegna
þátttöku sinnar í verkalýðsbar-
áttu síðari ára. Sigurður fædd-
ist norður á Akureyri fyrir um
fimm áratugum,. og þar. komst
hann til manns. Hann er kom-
inn af merkum bændaættum í
Þingeyjarsýslu, en segir. að sig
hafi aldrei langað til að verða
bóndi. Hann mannaðist í Laug-
arvatnsskóla „við lítinn orðstí“
að eigin sögn, enda orðinn þr.æl-
pólitískur, og sú pólitík er hann
aðhylltist var ekki í miklum
metum hjá yfirvöldunum, þá
frekar en nú. Þetta var nefni-
lega í stjórnartíð Hriflu-Jónas-
ar.
Einu sinni ætlaði Jónas að
láta reka 20 nemendur úr Laug-
arvatnsskóla fyrir kommúnisma,
en Bjarni Bja.rnason skólastjóri
neitaði að verða við þeim til-
mælum. Sigurður var eirln úr
þessum hópi, og sést af því. að
barátta hans %'ið stjprnýrvöid
bióðfélagsihs efV’ orðin alþöng.
Seinna innritaðist Sigurður í
Samvinnuskólann, en skólastjór-
inn, Jónas frá Hriflu, uppgötv-
aði fljótlega að þessi. nemandi
myndi ekki heppni.legt kaupfé-
lagsstjóraefni, og lét piltinn fara
eftir nokkra mánuði. Þflr -með
lauk^ námsferli Sigurðarl; Krist- ,
jánssonar,v.og hefufi itónií síðari-
unnið fyrir sér sem sjómaður
og verkamaður . m. a. á':! Akúr-
eyri;, í Vestmannaeyjum og nú
síðast hér í Reykjavík „og alls-
staðar þótt ódæll mjög“ eins og
hann komst að orði við undir-
ritaðan er við sátum heima hjá
honúm s.l. laug'ardag.
Hvað hefur þú tekið þátt í
mörgum verkföllum Sigurður?
— Þau eru orðin nokkuð mörg
bæði hér og á Akureyri, Siglu-
firði og Vestmannaeyjum. Ég
hef .al'ltaf talið skyldu mína að
vera stéttvís og styðja málstað
verkalýðsins eins og ég hef
verið maður til.
Hvenær tókst þú fyrst þátt í
verkfarii?
— Það var á Akureyri í sió-
mannaverkfalli, mig minriir það
væri. 1929. Það ár gekk ég fyrst
í vefkalýðsfélag, Sjómannafélag
Akuréyrar, og síðar var ég í
Iðju þar í bæ; nú er ég í Dags-
brún.
Sitthvað minnisvert hefur
borið fyrir þig í hita barátt-
unnar?
— Oiá, maður hefur lent í
ýmsu. en einna mi nnisstæðast-
uf er .mér hó bardaeinn á Geit-
hálsi vorið 1955. Við yorum har
þrír á. verkfgllsvakt þegar allur
Menntaskólinn kom undir stjórn ,
Ei.nars Magnússonar yfirkenn-
ara;. Ólafur Ketilsson ók
. fremrta b'lnum og stöðvaði
ha'rin rétt við -vifki okkar verk-
íailsmanna. Hihir tveir þugð-
ust lífa í; bílana elns ög venja
vár, en ég stóð við planka þann
hinn mikla er við höfðum lagt
yfir veginh. Skipti þá engum
togum að hinir upprennandi
menntamenn þustu útúr bílun-
um og réðust á okkur. Fjórir
menn komu hlaupandi þangað
*em ég stóð, þrifu upp plankann
og hentu honum í mig. Hann
lenti á öðrum fætinum á mér
og slasaði mig talsvert, og átti
ég nokkuð lengi í þeim meiðsl-
um. Einnig reyndu þeir að
velta bíl sem við höfðum þarna,
en það mistókst. Það má telja
heppni að ekki varð meira tjón
á mönnum en raun varð á í
ibardaga bessum. Sízt átti ég
von á að lenda í átökum við
þennan hóp.
Þetta hefur al.lt verið rólegra
í síðasta verkfalli?
— Já, mik.ið rólegra. Þá var
ekki farið útí að fylgjast með ’
umferð á vegunum.
Hverskonar störf hefur þú að-
allesa stundað síðan þú komst
ti.l Reyk.javíkur?
— Fyrst var ég einkum í
húsbyggingum en nú er ég á
eyrinni.
Hvernig er að vera eyrarkarl,
í Reykjavík um þessar mundir?
—• Ég er nú farinn að venj-
ast þessu, en kaupíð mætti
gjárnan vera haérra pg vinnu-
dagurinn ekki svona langur.
Segja má að 10 stundá vinnu-
dagur sé orðinn hefð. Mér finnst
það ætti ekki að leyfa lengri
. vinnudag en 8 stundir, nema í
sérstökum tilfellum, og helgi-
dagavinnu ætti að leggja niður,
þar sem hægt er.að koma því
við.
Vinnið þið mikið á helgidög-
um?
— Já, Eims.kip lætur oft hefja
vinnu á sunnudögum. Þeir vilja
hafa verkamenn eins og þeim
sjálfum sýnist, svona eins og
bændurnir húsdýrin. Kaupið er
orðið svo lágt að þá munar ekk-
■ ert um að borga þessa sunnu-
dagavinnu.
Þú yrkir, heldurðu að verka-
menn geri mikið að því?
— Ég veit ekki. Þeir hafa
ekki mikinn tíma til slíkra
starfa, en þó má vel vera að
beir geri meira að því en vit-
að er.
Er það rétt að þú sért að
gefa út?
— Já, ætli það efcki, Ég hef
tfnt til nokkur tækifæriskvæði
og annað álíka og safnað sam-
an í bók. Þe'tta er -'sVbha ,sltt
Úí hvorri áttinni,. en njér þyk-
ir <?aman að eiga það á prenti.
Hver eru þín eft.irl.ætisskáld?
— Fyrst og fremst Stephan G.
og svo Þorsteinn Erlingsscm.
Finnst þér ekki aö þntthíka
bín í verkalýðsbaráttunni hafi
haft þroskandi áhrif--*á; þig?
— Jú, það læi-ist ' mai'gt í
svona baráttu, en. hræddur. er
ég um að við 'værum ékki
komnir langt áleiðis til mann-
■sæmandi lífskjara án. hennar.
Hvernig lízt 'þéí* á unga fólk- •
ið núna?
— Ég veit ekki.' ég'’ á ' ekki '
Sigurður Kristjánsson. — Myndin var tekin af honum við vinnu
sína i fyrradag. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
immm
gott með að dæma það. Þetta
eru; aðrir tímar en þegar ég.var
að alast upp. Meiri menntun,
meiri peningar.
Finnst þér 'áð 'úrigfr V'érká-:
menn séu eins harðir í barátt-
unni og þið hinir eldri?
— íjÉg skak* ekki segja,. þeir
fá nú varla' mikia hvatningu
til þess, og það er margt' sem
glepur. Og nú á að gefa okkur
sjónvarp frá Keflavíkurherstöð-
inni svona til að efla menning-
una.
Hvernig lízt þér á að ganga
í Efnahagsbandalag Evrópu?
— Mér ..finnst nú meira en
nóg að vera í Atlanzhafsbanda-
laginu. -Ég býst ekki við að ís--
lerizkrar þjóúar gæti, fnlkið i
........ -............ 'V ' ■
efnahagssamtökum stórveld-
anna. ;
Segðu mér, hvernig er með
öryggisútbúnað á vinnustað hjá
ykkur vlð höfnina?
— Hann er mjög slæmur, og
eftirlit lítið með að settum regl-
um sé fylgt. Oft eru líka of fá-
‘ ir rrienn í gengi og kemur þá
meira erfiði á hvern. En mesta
eitrið er hinn langi vinnudag-
'Uf. Meðan yfirvinnan er ekki
bönnuð hliðra menn sér frekar
hjá að fara útí harða verka-
lýðsbaráttu.
Jæja Sigurður,. hefurðu ekki
ort níðvísur uiri, ríkisstjórnina?
4- JMíð,' 'ég;: veit nú" ekki.
Stundurri er bara nóg 'að segja í-
sárinleikann; X:X.
16).
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. nóverriber 1961
i/i-X .i.Föstudagyr. 17; nóvember 1961 —ÞJÓÐVILJINN- — ^