Þjóðviljinn - 17.11.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.11.1961, Blaðsíða 12
Kaupmenn einráðir um álagninguna og verðið Stjórnarflokkarnir fella að tryggja verðlækkanir Fösludagur 17. nóvember 1961 — 26. árgangur — 265. tölublað ,,Það er enganveginn tryggt, að þær lækkanir, sem verða á aðílutnings- gjöldum á einstökum há- tollavörum, komi fram nema þá að litlu leyti í því endanlega verði sem neytendurnir greiða fyr- ir þær, þar sem einum þætti verðlagsins, álagn- ingunni, er gefinn laus táumur um leið," sagði Biörn Jónsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í íiárhagsnefnd, um hinar ívrirhuguðu tollalækkan- ir ríkisstjórnarinnar, þeg-t ar stjórnarfrumvarpið var til 2. umr. í eíri deild Alþingis í gær. Björn flutti breytingartillögur Við frumvarpið og var megintil- iaga hans sú, að bætt væri í það ákvæðum um að allar þær vör- ur sem gjöld verða lækkuð á, verði eftirleiðis háðar verðlagsá- kvæðum, sem fylgi þeirri meg- inreglu að álagnirtgin standi að hundraðshluta óbreytt frá því sem verið hefur að undanförnu. ,,Með samþykkt þeirrar tillögu minnar væri staðfest, að fullyrð- ingar fjármálaráðherra um verð- lækkanirnar hefðu við rök að styöjast og einnig fyrir það girt, að slakað yrði á verðlagshömlum á þeim vörum sem nú eru undir verðlagsákvæðum, og þá væri þeirri vafalausu kröfu alls al- mennings fullnægt að þeir millj- ónatugir sem lækkanirnar nema, kæmu fram í lækkuðu verðlagi og yrðu til ótvíræðra hagsbóta fyrir hann“. Engin trygging fyrir varan- Iegri verðlækkun Fjármálaráðherra Gunnar Thor- oddsen vildi ekki fallast á þá tillögu, og lagði nú áherzlu á, að skýrsla hans við 1. umræðu um verðlækkanirnar af tolla- lækkuninni væri byggð _á ,.áætl- unum“ tveggja kaupmannasam- taka, en gat enga tryggingu gef- ið fyrir; því, að verðlækkanirn- ar kæmu raunverulega fram, þrátt fyrir rosauppslætti stjórn- arblaðanna um þau mál. Við atkvæðagreiðsluna fór líka svo að hver einasti viðstaddur þingmaður stjórnarfl. greiddi at- kvæði gegn tillögu Bjöms, og Framhald á 10. síðu. samm AHsherjaratkvæðagreiðsIa um uppsögn kjarasamninga fer fram í Múrarafélagi Reykjavíkur í dag og á morgun. MOSKVU 16/11 — Kúsnetsoff, aðstoðárutanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kvaddi sendiherra Finnlands, Wuori, á sinn fund j dag og skýrði honum frá því að spvétstjórnin teldi að hættan af vígbúnaði Vestur-Þjóðvérja við Eystrasalt væri nú orðin enn meiri en þegar hún sendi HeSd Sagt á pSöÝuspilára í fyrrinótt varð lögreglumaður þess var, að verið var að flytja heljarmikinn sjoppugramófón (jukebox) af bíl í hús innarlega við Hverfisgötu hér í bæ. Var verið að flytja hljómplötutæki þetta af Keflavíkurílugvelli og þar sem grunur lék á að um smygl væri að ræða var hald lagt á tækið. finnsku stjórninni orðsendingu sína fyrir liálfum mánuði, þar sem farið var fram á viðræður um herniaðarsamvinnu Finnlands og Sovétríkjanna. Wuori kemur heim til Hel- sinki á föstudagsmorgun til að gefa finnsku stjórninni skýrslu um viðræður sínar við Kúsnet- soff. Háít er e|tir finnskum heim- ildum í Moskvu, að„ Hýgnetsoff hafi bént á þrennt til stuðnings þessari skoðun sov^fetjóTTiarinn- ar: 1. Ferð vesturþýzka land- varnaráðherrans, Franz-Josef Strauss. til Oslóar þar sem hann hefur átt viðræður við norsku stiórnina varðandi nán- ari hernaðarsamvinnu Vestur- Þýzkalands og Noregs, 2. Flota- æfingar Atlanzhafsbandalagsins á Eystrasalti og 3. frásagnir danskra blaða af viðræðum um sameiginlega dansk-vesturþýzka herstjórn. Á félagsfundi í Múrarafélaginu nýlega var ákveðið að láta fé- lagsmenn skera úr í atkvæða- gfeiðslu hvort samningu.m skuli sagt upp, en eins og kunnugt ! er hafa allmörg verkamannafé-1 lög og félög iðnaðarmanna á-1 kveðið samningsuppsögn eða þegar sagt upp samningum. Atkvæðagreiðsla múrara fer , fram í skrifstofu félagsins á , Freyjugötu 27. Stendur hún frá ^ klukkan fimm til níu síðdegis í dag og frá klukkan tíu árdegis til átta síðdegis á morgun. í Bretlandi liefur svonefnd hundrað manna nefnd skipulagt bar- áttuna gegn kjarnavopnuni og kjarnatilraunum. í hcnni eru ýmsir viðkunnir brezkir vísinda- og llstamenn, en frumkvöðull að nefnd- arstofnuninni var Bertrand Russell. Framkvæmdastjóri hennar hef- ur hins vegar verið ungur Bandaríkjamaöur, sem jafnframt hefur verið einkaritari Russells. Iiann heitir Ralph Schoenman. Fyrir bar- aítu sína gegn kjarnavígbúnaðlnum var Schoemnan dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem hann hefur nú afplánað og cr mynd- in tekin af honum og systur hans, Edifh, þegar honum var sieppt úr fangelsinu. Brczka innanríkisráöuncytið hefur nú tilkynnt hon- i*i að dvalarleyfi hans í Bretlandi hafi vcrið afturkallað og hann verði að fara úr landi fyrir lok mánaðarins. ^ isnarmenn ur LEÖPOLDVILLE 16/11 — Upp- reisnarmenn úr her Kongóstjórn- ar hafa myrt þrettán ítalska flugmenn úr gæzluliði SÞ í bænurn Kindu í Kivufylki. Flugmennirnir höfðu verið sendir þangað til að sækja upp- reisnarmenn og flytja þá til LeopoldviIIe, en þeir höfðu áð- ur farið eina slíka ferð. En með- an þeir voru í henni höfðu upp- reisnarmenn náð öllum tökum á bænum og sett malajska her- menn úr gæzluliðinu sem þar voru, í herkví, Flugmennirnir áttu sér ekki ills von og voru þvi ó'vopnaðir. Þeir sátu að snæðingi þegar hópur uppreisnarmanna réðst á þá og voru að sögn bandarísku útvarpsstöðvarinnar Voice of America belgískir liðsforingjar fyrir þeim. Voru ítalarnir leiddir upp á hæð á árbakka, fyrst mis- þyrmt hryllilega, en Þeir siðan skotnir, en likin brytjuð niður Hvað verður gert þegar búið er aó salta upp í samningal Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið samið um sölu á 80 þúsund tunnum af saltsíld til Póllands, Sov- étríkjanna og V-Þýzkalands. Þegar er búið að salta yfir 40 þúsund tunnur upp í þessa samninga og ef síldveiðin heldur áfram jafnmikil og verið heíur verður búið að salta upp í samninga eftir eina til tvær vikur. Nú þegar eru 80—90 skip á síldveiðum óg er gert ráð fyr- ir að þau verði yfir 100 inn- an skamms. Litlar horfur eru á frekari samningum — a.m. k. ekki til landa í V-Evrópu og það er steína núverandi ríkisstjórnar að hafa sem minnst viðskipti við A-Evr- ópu. A-Þjóðverjar myndu vilja kaupa mikið magn af síld og Rúmenar einnig, en það er hagfræði ríkisstjórnar- innar að betra sé að banna síldarsöltun en eiga jaí'n- kaupaviðskipti við þá. Markaður fyrir írysta síld er talinn sæmilegur, én hann er einkum í V-Þýzkalandi. Enginn vafi er á að hægt væri að stórauka sölu á frystri síld til A-Þýzkalands, Pól- lands og Tékkósióvakíu ef vilji væri fyrir hendi. Síldarútvegsneínd mun senni- lega reyna frekari síldarsölu ef ríkisstjórnin stendur ekki í vegi fyrir henni. og kastað fyrir krókód'lana í fljótinu. Mjög cújoSBr íréttir eru ann- arS al bví sem er að gerast í Kivufylki. Fregnir um að upp- reisnarmenn séu f.vlgismenn Giz- enga koma þannig illa heim við fréttina af því að belgískir liðs- foringjar stjórni heim. Stjórn Adúla i Leoooldville virðist hins vegar hafa misst öll tök á her sínum. Gæzluliðið sendi liðsauka til Kindu um leið oe fréttist af at- burðunum bar og mun ætlunin að umkringja allan kongóska herinn þar og aívopna hann. Gæzluliðið þarna virðist þó enn eiga í vök að verjast. í Albertville í Norður-Katanga j eru hermenn Kongóstjórnar einn- ig sagðir hafa gert uppreisn. Yfirmaður gæzluliðsins, Mc- Keown, sem er staddur í(Lond- I on í dag sagði að allar horf- ur væru á því að her Kongó- stjórnar myndi bráðiega hefja stórárás á Katanga. Komst hann svo að orði að ástandið værí mjög alvarlegt. McKeow var á leið til New York_ en þangað- hefur U Thant framkvæmda- stjóri kallað hann og O'Brien. aðalfulltrúa SÞ í Kongó. U Thant hefur veitt gæzluliðinu héimild til að láta hart mæta hörðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.