Þjóðviljinn - 21.11.1961, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.11.1961, Qupperneq 6
plÓÐVILJINN 6tgefandi: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sðsíalistaflokkurlnn. — Rltstiórar: Magnús Kjartansson (áb.), Maenús Torfi Ólafsson, Siguröur Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgelr Magnússon. - Rltstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmlðja Þjóðvlljans h.f. 3 Ábyrgðarleysi jV|orgunblaðið er langstærsta og víðlesnasta dagblað landsins. Einn af ritstjórum blaðsins komst ein- hverju sinni svo að orði að hann gerði sér þessa stað- reynd ljósa og þá miklu ábyrgð sem hvíldi á ritstjórn- inni. Ekki verður maður þó mikið var við þessa ábyrgð- artilfinningu; þvert á móti er það margra manna mál að Morgunblaðið eigi naumast hliðstæðu sína í víðri veröld vegna siðleysis og óheiðarleika í skrifum um menn og málefni. í stað þess iað útbreiðsla blaðsins auki ábyrgðartilfi-nningu ritstjórann-a verður hún þeim tilefhi til æ freklegra ábyrgðarleysis. Það er til dæmis háttur þeirra í vaxandi mæli að flytja vísvitandi ósann- indi um andstæðinga sína í skjóli þess að fjölmargir lesendur sannreyni ekki hv-að andstæðingarnir hafa sagt eða gert, heldur taki ósa-nnindin trúanleg. /Möggt dæmi -um þessa iðju e-r í forustugrein Morg- unblaðsins í fyrradag, en þar er rétt einu sinni rætt um málefni Finnlands. Þar skýrir Morgunblaðið á þessa leið frá afstöðu Þjóðviljans: „Moskvumálgagn- ið á íslandi hefur eins og fyrri dagi-nn tekið málstað Rússa og segir að þeir verði að fá (herstöðvar í Finn- landi“ o.s.frv. Auðvitað eru þessi ummæli lyga-r einar. Þjóðviljinn er andvígur sovézkum herstöðvum í Finn- -landi, á sama hátt og hann berst gegn bandarískum herstöðvum á íslandi. Afstaða Þjóðviljans hefur ævin- lega verið sú að berjast gegn herstöðvastefnunni hvar sem hún birtist og ikrefjast þess að allar erlendar her- stöðvar verði 1-agðar niður hvar sem þær finnast. Þetta vita Morgunblaðsmenn öllum Öðrum bet-ur; þeir telja sér hinsvegar ekki henta að eiga rökræður í samræmi við staðreyndir, því gera þeir andstæðingum sínum upp orð og skoðanir og deila því næst við sínar eigin lygar. Og þeir ireikna með því að nokkur hluti af lesendum Morgunblaðsins sjái ekki Þjóðviljann og gleypi því ósannindin hrá. Ijað kann að vera unnt að ná árangri með slíkum bar- áttuaðferðum -um skeið. En Morgunblaðsmenn skýldu minn-ast þess að það gengi er valt sem hefur ósannindin að meginstoð si-nni, og 'þeir menn sem beita þvílíkum aðferðum gera sjálfa sig að kölkuðum gröf- um á skömmum tíma. í sambandi við Finnland hefur Þjóðviljinn bent á V að til eru þeir menn hérlendis sem styðja í verki eflendair herstöðvar um heim allan — og þá einnig sovézkar herstöðyar á Finnlandi ef um, .einhverjar því- líidar kröfur væri að ræða. í k-alda stríðinu býður ein hérstöð annarri heim, ein ógnunin ákallar aðra. Sú stéfna dslenzkra stjórnarvalda að leyfa bandarískar herstöðvar hér á landi er svik við allar þær þjóðir sem vilja losna við erlendar herstöðvar í landr sínu eða forðast nýjar. Endalaus áróður -Morgunblaðsins fyrir hervæðingu, „auknum vörnum“ og valdstefnu stuðl- ar að sjálfsögðu að hliðstæðum viðbrögðum annarstað- af með öfugu formerki. Öllum þeim sem ekki eru blind- aðir af ofstæki ætti að vera ljóst að þvílík stefna magnar aðeins þa-nn ógnarlega háska sem nú grúfir sig yfir mannkynið. — m. Einar Olgeirsson: NOKKRAR SÖ6UFALSANIR RAKTAR Hægri mönnum Framsóknar mun ekki takast að láta ílokkinn þjóna aíturhaldinu á ný eins og forðam Hægri menn Framsóknarílokksins óttast þá sterku kröíu alþýðunnar og frjálshuga fólks um land allt að allir vinstri menn sameinist gegn því skefjalausa afturhaldi, sem nú er dunið yfir landið. Þessi nátttröll frá skeiði helmingaskiptanna langar í gamla íhaldsfletið og eru öðruhvoru að lauma inn í Tímann greinum, sem eiga að drepa niður vonina um vinstra samstarf hjá fólkinu. Eink- um reyna þeir að sá því eitri í sál sinna manna, að Sósíalistaflokkur- inn vinni í þjónustu afturhaldsins. Þessvegna sé ekkerí vinstra samstarf mögulegt. — Og þannig á að áliti þessara hægri manna að búa í hag- inn fyrir að Framsókn fari með í- haldinu í stjórn, — það sé betra en að „ótætis kommarnir" geri það og vinstri stjórn hafi hvort sem er ver- ið óhugsandi. Það cr vel hægt fyrir vinstri öfl landsins að ná meirihluta þjóðar og þings, ef þau aðeins standa sam- einuð um róttæka, þjóðlega stefnuskrá GEGN erlendu auðvaldi og hervaldi og MEÐ stórhuga uppbyggingu landsins samkvæmt vitur- legri áætlun um þjóðarbú- skapinn. En til bess að slíkt megi verða þurfa vinstri menn að varast þessar sundrungartil- raunir hægri manna Framsókn- ar. Ög því þarf að hrekja jafn- óðum þær blekkingar, sem þessir hægri menn eru að lauma út, svo sem greinilegast sást í síðasta blaði Tímans. Þar eru rakin að áliti hægri manna fjögur söguleg dæmi, sem eiga að sýna að Sósíalista- flokkurinn sé til lítils gagns í „baráttu gegn afturhaldi“, af því Sjálfstæðisflokkurinn hafi að einhverju leyti verið Sósíal- istaflokknum sammál-a. Skulu þau nú rakin. I. Fyrsta sagan er frá 1942. Þá gerðist tvennt. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn höfðu sett bráðabirgðalög úm gerðar- dóm í janúar, 1942. Áfturhalds- stjórn þeirra gerðisi þarmeð sek um versta afturhaldsódæði, sem unnið hafði verið í kaup- gjaldsmálum fram að ágúst 1961. Verklýðsflokkarnir sprengdu þessa afturhaldsstjórn á kjör- dæmamálinu. Afturhaldssamt og óréttlátt kjördæmaskipulag varð að víkja fyrir íýðræðis- legra skipulagi. Verklýðsflokk- arnir veittu minnihlutastjórn Ólafs Thors hlutleysi, meðan stjórnarskrárbreytingin var gerð. í bæði kaupgjalds- og stjórn- arskrármálinu var um að ræða baráttu framsækinnar alþýðu fyrir bættum lífskjörum og mannréttindum. í báðum mál- unum var Framsókn aftur- haldsmegin. En Sósialistaflokk- urinn barðist gegn afturhald- inu og gerræðirJu, hver svo sem framkvæmdi það, Blindir méga hægri menn Framsóknar vera, að þeir skuli enn ekkert hafa lært, heldur kjósa að rifja upp skömm sína og -afturhaldssemi frá liðnum árum, sem þeir ættu helzt að kjósa að gleymskan græfi. II. Önnur sagan er frá 1944, um nýsköpunarstjórnina. Haustið 1944 sátu allir fjórir þingflokkariíir í löngum samn- ingum um fjögra flokka stjórn. Framsókn hætti þeim samning- um í október 1944 og bjóst þarmeð við að hafa eyðilagt möguleika stjórnarsamvinnu um nýsköpun atvinnulífsins. Hvað var það sem Framsókn vildi þá? Hún vildi í fyrsta lagi hindra kauphækkanir verkamanna. — Það stóðu þá yfir verkföll. — — Framsókn heimtaði að hætt væri að tala við „kommún- ista“ og kaupið væri lækkað. Tíminn hafði beinlínis átalið „undanhald atvinnurekend-a í kaupgjaldsmálunum“ og stapp- að í þá stálinu að leggja til ófriðar við verk-amenn. Verk- föllin voru að dómi Tímans’ sönnun fyrir bví að „kommún-' istar meina ekkert með friðar- og samningsskrafi sínu, heldur' vinna markvíst að upplausn og eyðileggingu ríkjandi þjoð- skipulags með öllum athöfnum. sínum“. (Tíminn 15. september 1944). — Með öðrum orðum: Framsókn var þá afturhaldið í kaupgjaldsmálum. í öðru lagi vildi Framsókn hindra myndun fjögra flokka stjórnar um stórhuga nýsköpun alls latvinnulífs á íslandi. Skömmu eftir að Framsókn sleit samuingum 3. október, bauð Eysteinn Jór-sson Sjálf- stæðisflokknum samstjórn þess- ara tveggja flokka og minntist þ-á ekki á nýsköpun atvinnu- lífsins, samanber játningu Ev- steins í Tímanum 4. nóv. 1944. Með öðrum orðum: Það sem hægri nieijn Framsóknar vildu 1944, var aíturhaldsstjórn • til að lækka kaup hjá verkalýðn- um. Sósíalistaflokkurinn hinsveg- ar knúði fram. framsiékna rík- isstjórn, er bætti kjör verka- lýðsins og skapaði möguléika fyrir méiri og varanlegri kjara- bótum með hinunú nýju at- vinnutækjum, er keýpt voru til landsins eða byggð í landinu. Meirihluti þingflokks Sjálfstæð- isflokksins varð með nýsköp- uninni, minnihlutinn var á móti henni, með Framsókn. III. Þriðja- sagan er frá haustinu 1958. Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1956, var- vitanlegt að flokkar vinn-andi stéttanna urðu að búa sig pndir það að hækka með tímanum kaupmátt vinnulaun-anna. Til þess að skapa sterkar forsendur fyrir slíku, þurfti að koma á. heild- arstjórn á þjóðarbúskapnum, eða minnsta kosti á fjárfest- ingunni, með meiri eða minni áætlunarbúskap. Alþýðubanda- lagið lagði því til við undir- þúning þankamálsins veturinn og vorið 1957 að stjórn Seðla- þankans yrði um leið áætlun- arráð, til þess að einþeita þann- ig fjármagni og vinnuafli landsmanna að aiikriingu at- vinnulífsins og kiarabýtum al- þýðu. Alþýðuflokkúnnri var með því. Hægri meiiíi Fram- ‘ sóknar þverneituðu. Þar var enn sami fjandskapurinn við áætlunarþúskap og 1944. Hægri rhenn Framsóknar heimtuðu einræði sitt og Vilhjálms Þór í Seðlabankanum. Það var látið undan þeim. Verkamenn höfðu eftir marz- verkfallið 1955 haft kaupgetu tím-akaups er var 100 stig síð- ari 9 mánuði ársins eða sama og meðaltal ársins 1945. 1956 var kaupgetan 97,2 — 1957 var hún 95,8. — Verkamönnum af öllum flokkum í Reykjavík fannát sanngj-arnt að kaup hækkaði. Verkamenn úti um land undu hag sínum betur, því vinstri stjórnin hafði af- máð atvinnuleysið úti um land,: er var þeirra vesti fjandi. — Haustið 1958 var samið um kauphækkanir i Reykjavík. Fulltrúi Framsóknar í bæjar- "stjórn Reykjavíkur ger^Si sér* staklega tillögu um að ganga að kröfum Dagsbrúnar. Með þeim kauphækkunum • varð kaupgeta tímakaups 1. des. 1958 104 stig, ■ *— m.ö.o. 4 stig- um hærrj en 1955 (9 mán.j, eða 1945. Það var nú allt. Var ósanngjarnt að krefjast þess að kaupgjald stæði, — sumpart á kostnað o’.íuhring- anna og annarra auðfélaga í Reykjavík, sumpart í krafti betri skipulagningar þjóðarbú- skaparins, sem hefði verið haf- in, ef Framsókn hefði ekki þverneitað hverjum snefii á- ætlunarbúskapar? En hægri menn Framsóknar riftu vinstri stjórninni, eftir að hafa skipað verkamönnum að samþykkja 8% launalækk- un, •— sem þeir auðvitað ekki hlýddu — og síðan var ekki af hálfu Framsóknar talað né reynt að semja við fulltrúa þeirra. Framsókn var þarna aftur- haldsmegin, heimtaði kaup- kúgun eins og 1942 og 1944 og 1955. Sósíalistaflokkurinn stóð með kaupkröfum verkamanna, þá sem ætíð, af því hann veit að það er grundvöllur fyrir þær. En það kostar ætíð baráttu aft knýja þær kjarabætur fram, bæði með breytingu á þjóðarbúskapnum og með því að ganga á gróða auðfélaga. — Þá baráttu heyr Sósíalista- flokkurinn með verkamönnum. — En hægri menn Framsóknar hafa oft-ast frekar kosið að standa þá með einkaauðvald- inu, — nema síðastliðið sum- ar. Þá bætti Framsókn sannar- lega fyrir margar fornar synd- ir með drengilegri framkomu enda varð íhaldið reitt í henn- ar garð! Barátta Sósíalistaflokksins haustið 1958 var því framsæk- in barátta gegn auðvaldi og fyrír kjárabótum. Sá verknaður Framsóknar að rjúfa vinstri stjórnira, var hinsvegar sú dyggasta þjón- usta. sem hægri menn Fram- sóknar hafa veitt afturhaldinu á öllum sinum ferii. mi. Fjórða sagan er frá kjör- dæmabreytingunni 1959. Sú breyting var ei_n hin lýð- ræðislegasta, er gerzt hefur á íslandi. Kjördæmaskipun, er orðin var úrelt fyrir þróun þjóðfélagsins, var breytf í jafn- aðarátt. Framsókn hafði hátíðlega lieitið verklýðsfiokkunum lýð- ræðislegum endurbótum á kjördæmaskipulaginu, er vinstri stjórnin var mynduð 1956. Ifún liafði syikið það. — Enri einu sinni ri'éýtídust1 verklýðsflokk- arriir til að semja við íhaldið um kjördæmabreytingu. — eins og 1931 op 1942. Framsókn hafði ekkert lært. Aðeins hugs- að um að halda í gömul for- réttindi. Það var verkalýðurinn, og nteð honum Sósíalistaflokkur- inn, sem stóð með lýðræðisleg- um framförum 1959, en Fram- Framhald á 11. siðu. ■■iiiái'rtiy i -I - uitgterrinr — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur. 21. nóvember 1961 Þriðjudagur 21. nóvember .1961 — ÞJÓÐVILJINN — Fyrir nokkru hóf nýr leik- flokkur göngu sína, Gríma að naíni, og hlaut miklar þakkir áhorfenda; ég gat ekki verið viðstaddur atburð þennan af gildum ástæðum. Stofnendur flokksins og forustumenn eru taldir í leikskránni, sex að tölu, ungt fólk, dugmikið og áhuga- samt og lætur sér ekki marg- háttaða erfiðleika fyrir brjósti brenna; það nýtur ánægjulegr- ar , aðstoðar mikilhæfra og þrautreyndra leikara og á skil- ið fylgi og athygli allra sem leikmenntum unna. Ætla má að Gríma geti borið heitið til- raunaleikhús kinnroðalaust og fyrst íslenzkra leikhópa, en um knýjandi nauðsyn slíkrar stofn- unar hef ég oftlega rætt og ætla ekki að gera í þetta sinn. Hlutverk tilraunaleikhúsa er ■ ærið margþætt, en sú þörfin brýnust að hlúa af fremsta megni að þeim veika, lítt þekkta en allfjölskrúðuga gróðri sem nefnist íslenzk leikritun okkar daga. Djörfung og sjálfs- traust virðist Grímu sízt skorta, og gæti haft ljóðlínur Stefáns G. að einkunnarorðum: „Bíddu aldrei eftir frétt, æska, um hvað sé fært að efna!“ Leikflokkurinn nýi hefur fengið inni í gömlu kvikmynda- húsi og komið sér þar vel fyrir eftir ástæðum. Þegar inn er gengið ber ýmislegt fyrir augu og eyru sem beinir huganum að tilraunaleikhúsum — opið einkennilegt svið, nýstárleg beiting ljósa á undan sýningu, frönsk tónlist. Og Gríma mark- ar stefnuna með þessari sýn- ingu, ætlar sér ekki aðeins að leika og skémmta, heldur líka að skýra og fræða: á undan víðfrægum elnþáttungi Jean- Paul Sartre er flutt ýtarlegt erindi um höfundinn ásamt yöldum köflum, úr ýmsum verkum hans. Erindið er skemmtilegt og ljóst og samið af Vigdísi Finnbogadóttur og Magnúsi Pálssyni, en Þorsteinn ö. Stephensen les það með al- kunnum skýrleik og látleysi Þrír leikendur flytja kaflana úr verkum skáldsins og ertúlk- un Haralds Björnssonar á orð- svörum Júpiters í „Flugunum" einkum minnisverð, gædd sér- stæðum lifandi þrótti. Einþáttungurinn „Læstar dyr“ mun af flestum talinn á meðal snjöllustu skáldverka Jean-Paul Sartre og var f rumsýndur í París fyrir sautján árum; en segja má að í stríðslok hafi Sartre verið frægastur allra höfunda og nafn hans á hvers manns vörum. Hann hefur sem,. alkunnugt er látið sig flest mannlegt máli skipta, heim- i speki, félagsmál og stjórnmál, en er skáld framar öllu og leik- sviðið helzti vettvangur hans. Það er varla ofmælt að sjón- leikir Sartre séu sígildir orðnir, og tilkomumestur er hann allra franskra. leikskálda sem nú . lifa. Sartre hefur jafnan mikinn boðskap að flytja, það er mark- mið hans að opna augu áhorf- enda, neyða þá til að hugsa, segja þeim sannleikann vægð- arlausan og nakinn. Umdeilda heimspeki hans ætla ég ekki að reyna að ræða, en í „Læstum dyrum“ má kynnast ýmsum kenningum hins franska stór- skálds. Manninum er aðeins eitt líf gefið, en enginn lausn- ari, enginn guð; hann er dajmd- ur til frelsis og algerlega á-' byrgur gerða sinna.. Hann verð-, ur að v.elja sinn eigin veg,_ þorai; að brey.ta. rétt; það, fánýtú að vilja yel, verkiu ein .skipta' máli. Þq að Sartre hafi. orð.ið mörgurp borgaralegu.m sáluml hneykslunarhella er.hann sann- ur umyandari og siðameistari :og á þar samleið með Henrik Ibsen og Bernard Shaw. Kr'öft- ugri og geigvænlegri siðapré- dikun en „Læstar dyr“ mun torvelt að finna. Það er sjálft helvíti sem fyr- ir augun ber, ekki helvíti mið- alda með djöflum sinum, brennisteini og píslartólum, heldur lítið óvistlegt- herbergi í ömurlegu og ærið skuggalegu gistihúsi, og minnir á daga Napóleons þriðja. Þar er hita- svækja inni, engir gluggar né speglar, og endalausir gangar utan harðlæstra dyra. Inn í vistarveru þessa er vísað þrem- ur glötuðum sálum, einum n.udiuuL Skuggamynd í upphafi sýningar. Frá vinstri: Haraldur Björnsson, Knistbjörg Kjeld, Erlingur Gísla- son og Þorsteinn Ö. Stephensen. eftir JEAN-PAUL SARTRE Leikstjóri: ÞORVARÐUR HELGASON karlmanni og tveimur konum — öll hafa þau gengið rakleitt hinn breiða veg og aidrei þorað í'ð velja, öll hafa þau kyalið ástvini sína og haft nautn af þeim voðaverkum. Karimaður- inn heitir Gárcin, blaðamaður frá Brazilíu, fórnardýr kvalá- losta hans var eiginkonan, um- komulaus og varnarlaus. Hann var íriðarsinni og vildi sýnast hetja, en sveik hugsjónir sín- ar með lítilmannlegum hætti og var skotinn sem liðhlaupi, dó sem svikari og lydda. Ines er fullorðin kynvillt kona af lágum stigum sem neyddi og tæld.i vinkonu sína til fylgilags við si.g og hrakti mann hennar og hana sjálfa út í opinn dauð- ann. Taumlaus valdasýki, sad- ismi og ruddaskapur einkenna hana, en hún hefur aldrei blekkt sjálfa sig, horfir opnum sjónum á illvirki sín og mann- vonzku. Loks er Estelle, ung og fögur og auðug heimskona og hreinræktuð daðurdrós, hún átti barn með friðli sínu.m og sáigaði því með köidu bióði, en elskhuginn skaut sig að því búnu. Estelle er tilfinningalaus með öllu, eigingirni hennar og nautnasýki eiga sér engin tak- mörk, né hégómaskapur og heimska. Skáldið skýrir frá viðskipt- um hinna fordæmdu með meistaralega gangorðum hætti, þessi vítislýsing er sem óslitin martröð. Þremenningarnir bera í upphafi grímur sakleysisins, reyna að dyljast af fremsta megni, en hljóta vonum bráðar að játa glæpi sína og viður- styggilegt innræti. Þau höfá aldrei sézt áður og það er þeim framan af mikil ráðgáta hvers- vegna einmitt þau eigi að búa saman um alla eilífð. En í víti er ekkert tilviljun háð, það kemur fljótlega á daginn að einmitt þetta fólk er til þess kjörið að kvelja og pynda hvert annað sem sannir böðlar: „hel- víti — það eru hinir“, segir. í ieiknum. Ines hin kynvillja girnist Estelle og leikur sér að henni eins og köttur að mús, og hún flýr auðvitað á náðir Garcins, karlmannsins; en hann getur ekki notið lostfagurs lík- ama hennar vegna þess að Ines horfir á, lætur þau aldriei í friði. Þannig er sambúðin ei- lífur djöfullegur vítahringur, Framhald á 10. síðu. GRÍMA: LÆSTAR DYR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.