Þjóðviljinn - 21.11.1961, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.11.1961, Qupperneq 10
UR YMSUM ATTUM Lítil kvxttun til Bjarna : frá Hofteigi 1 Frjálsri þjóð 11. nóv. sl., í grein sem ber heitið: „Fá- einar línur til Þjóðviljans11, víkur þú, Bjarni, eftirfarandi orðum að Þjóðviljanum og þættinum „Fiskimál“: „Mér væri ofarlega í hug að segja iþér, að næstliðin missiri finnst mér þú öllu þyrrkingslegri en áður á þeim 15 árum, sem ég get borið um :: efni þitt. — Það er fyrst fiski- mál Kúlds og síðan Síberíu- ; saga Bergmanns, síðan fiski- . mál og Moskvubréf Berg- manns og að lokum fiskimál og sovétgrein Bergmanns". Bjarni minn, á þessari upp- talningu þinni sé ég, að þú hefur tekið eftir þættinum Fiskimál. En hinsvegar ber tónn greinarinnar það með sér, að þú álítur því rúmi Þjóðviljans ekki nógu vel varið sem undir þáttinn hefur farið. Það er einmitt af þessu tilefni, sem ég vil ræða við þig í fáum orðum. Þú ert nefnilega fyrsti mað- urinn sem ég hef getað kom- izt í snertingu' við, sem vilt sýnilega losna við skrif um fiskimál úr blaðinu. Þegar ég tók að mér í sl. marzmánuði að skrifa fyr-st um sinn reglu- lega nokkra þætti um þessi mál, þá gerði. ég það með hálfum huga og lofaði engu um framhald, því mér var strax ,í upphafi ljóst hve erf- itt væri að skrifa um þessi veigamiklu mál á hlaupum. En það er bezt að þú vitir að ástæðan fyrir því að ég hef ekki ennþá lagt niður þáttinn um fiskimál, er sú og sú ein, að tugir manna víðs- vegar af landinu hafa komið persónulega að máli við mig og bókstaflega beðið mig um að halda þessum skrifum á- fram. Innan þessa áhuga- mannahóps, eru verkamenn, hásetar, skipstjórar, útvegs- menn iðnaðarmenn og menntamenn, sem sagt menn úr flestum starfsgreinum þjóð- félagsins. Það er þessi áhugi fplksins, sem hefur knúið mig til þess, að halda þætt- inum áfram til þessa dags, . þrátt fyrir oft erfiðar aðstæð- ur. Þó getur svo farið að ég verði að leggja þáttinn niður, sökum þess að ég fái ekki tíma til að annast hann fyrir öðrum verkefnum sem að kalla. Þannig standa þá sakir með skrifin um fiskimál í Þjóðviljanum, Bjarni minn. Það er hreint ekki svo ólík- legt, að þú losnir við þessi þyrrkingslegu skrif úr blað- inu áður en langur tími lið- ur (nema eitthvað sérstakt komi til). En þá er ég kominn að kjarna þessa máls, og hann er sá, hvort rétt sé að verja rúmi Þjóðviljans að einhverju leyti undir skrif um atvinnu- má.l, eins og t.d. um fiskimál. Ég er í engum vafa um, að það er rétt stefna í blaða- mennsku. Hins vegar geta máske mér færari menn ann- azt slíka iþætti í blaðinu, óg 'vferi slíkt reiðilaust af mér. Ég vii að síðustu ráðleggja þér, Bjarni minn, að lesa toetur sjálfstæðis- og atvinnu- sögu landsins, því þá geturðu séð að þeir sem bezt börðust á vettvángi sjálfstæðisbarátt- unnar voru mennirnir sem á sama tíma börðust harðast fyrir atvinnulegri uppbygg- ingu landsins. Ég vil minna þig á, að Jón Sigurðsson varði ekki svo litlum tíma í að skrifa um fisk og fiskverk- un, vegna þess að honum var ljóst, að hin atvinnu’ega uppbygging varð og vérður alltaf að standa sem burðarás undir sjálfstæði hverrar þjóðar. Nákvæmlega á sama hátt standa málin á Islandi í dag, sjálfstæði landsins er tengt atvinnulegri uppbygg- ingu þess. Þetta er öllum ís- lendingum hollt að hafa í huga, Bjarni minn, og líka þér. Almennt afla- leysi togara Það má segja að togveiðar hafi gengið frekar erfiðlega víðasthvar á norðurhelmingi jarðar það sem af er árinu. Hér við land hefur afli í botn- vörpu orðið með alminnsta móti í ár. Sömu sögu er að segja frá Vestur-Gra;niandi í sumar, þar var veiðin treg í botnvörpu, þó veiðar með línu kæmust upp fyrir méð- allag. Sú eina regiulega afla- hrota sem mér er kunnugt um að hafi orðið í Norður- höfum í ár var við Bjarnar- eyju á sl. vori og stóð óslitið í um það bil sex vikur. Á þessum miðum voru í vor rússneskir, norskir, þýzkir og brezkir togarar. Tógarar og togbátar frá Norður-Noregi fengu mikinn afla á þessum miðum á sl. vori. U.m afla á Nýfundnalandsmiðum á sl. sumri hef ég ekki öruggar heimildir, en það má vel vera að á þorskmiðun^m þar hafi veiðzt sæmilega í botn- vörpu, því þannig var það þar sumarið 1960, þó mjög treg togveiði reyndist við Vestur-Grænland. Síldveiði með vörpu Veturinn 1960—1961 voru gerðar mjög athyglisverðar til- raunir með botnvörpu og flotvörpu við síldveiðar frá Nýfundnalandi. Það má segja að árangur þe-ssara tilrauna hafi orðið mjög góður. Vörpur þær sem notaðar voru höfðu sérstaklega verið búnar út vegna þessara tilrauna; þær voru úr mjög grönnu garni og smáriðnar. Það var nýjung við þesSar veiðar að berg- málsdýptarmælir var tengdur við sjálfa vörpuna, og þótti það gefa sérstaklega góða raun því hægt reyndist þannig að fylgjast nákvæmlega með flotvörpunni við veiðarnar. Ný verkun á Íslandssíld Tvö norsk síldariðnaðarfyr- irtæki, annað í Björgvin en hitt í Haugasundi, hafa í sameiningu gert víðtækar til- raunir á undanförnum árum með nýjar áður óþekktar sér- verkunaraðfereðir á Islands- síld. Á sl. sumri höfðu iþessi fyrirtæki síldveiðiflota hér við íand sém notaðl hina nýju verkunara'ðferð. For- svarsnienn þessaEa fyrirtækja segjast nú vera komnir með á markað síldarflök af sum- arsíld héðan, sem þeir gera sér miklar vonir um. Þetta eru léttkrydduð síldarflök og eru sögð hæfilega sö’t til átu þegar þau koma upp úr kryddleginum. Stórfyrirtæki í Osló sem ihefur sambönd um allan Noreg hefur tekið að sér að dréifa þessari nýju framleiðslu í neytendaumbúð- um úr málmi og plasti á innanlandsmarkað í Noregi. Makríllinn bezta beitan Fiskveiðar með línu urðu talsvert fyrir ofan meðallag á miðunum við Vestur-Græn- land á sl. sumri. Mesta þátt- taka í þessum veiðum var hjá Norðmönnum og þar næst Færeyingum. Það er athyglis- vert, að nú nota elcki línu- veiðiskipin síld til beitu nema að litlu leyti á þessum mið- um. Beitan sem notuð var á þessum miðum í sumar var að stærsta hluta frystur ma- kríll, þar næst að magni kom frystur smokkfiskur, og síld- in var þannig í þriðja sæti að magni, þrátt fyrir að hún var mun ódýrari heldur en hinar tegundirnar. Víðtækar tilraunir hafa ver- ið gerðar á síðustu árum með beitningu á línu, sem allar hafa miðað að því, að finna þá beitu sem gæfi beztan ái'angur, á hinum ýmsu fiski- miðum. Beituskiptingin á Grænlandsmiðunum í fyrra og á sl. sumri er árangur þessara tilrauna. Norsk og fær- eysk skip seldu saltfisk frá Græniandi í Álasundi í sl. mánuði og var verðið upp úr skipi kr. 2,00—2,06 norskar" fyrir kg. og var þá lagt til grundvallar að 60% af farm- inum næði 20 tommu lengd og þar yfir en 40% væri smá- fiskur. í íslenzkum peningum er þetta verð samkvæmt nú- verandi gengi kr. 12,06—12,42 fyrir kg. Síldveiði við Grænland? Hefjast sumarsíldveiðar við Suðvestur-Græniand á næstunni? Samkvæmt frásögn í grænlenzka blaðinu Atua- gagdliutit frá 24. ágúst í sum- ar sem tekin hefur verið upp af ýmsum erlendum blöðum, þá er það staðreynd að síldar- göngur koma upp að Hvarfi á Suður-Grænlandi í maímán- uði ár hvert, og gengur síld- in inn í grænlenzku firðina allt norður að Julianeháb. Inni á fjörðunum er sagt að síldin haldi sig út ágústmán- uð. Þetta er mjög feit síld, allt upp í 40 sentimetra á lengd. Það er fullyrt að þess- ar síldargöngur hafi verið ár- vissar að m;nnsta kosti frá árinu 1930. Allt til dagsins í dag hefur þessi síldargengd ekki verið nýtt, nema þá lít- ilsháttar til beitu af græn- lenzkum fiskimönnum. I dag er spurt: Heldur síldariðnað- urinn innreið sína í firði Suð- ur-Grænlands á næstu árum í líkingu við það sem var þeg- ar Norðmenn hófu hér síld- veiðar og síldarvinnslu á Austur- og Norðurlandi um sl. aldamót? FISKIMÁL - Eftír Jóhann J. E. Kúld - .. ■ --------------- Leikdómur um „Lœstar dyr" Framhald af 7. síðu. enginn svefn, ekkert hlé, eng- in tilbreyting. engin von; skelfilegri : kvalastað getur hvergi. Jean-Paui Sartre hefur sam- ið raunsæ leikrit eins og ís- lenzkir leikgestir muna, en „Læstar ■ dyr“ eru táknrænt verk, líking eða dæmisaga. Djúp sálkönnun liggur að baki og súmt af' táknmáli skáldsins torrætt, enda túlkað á ýmsa vegu. Orðsvörin eru hárbeitt og leiftrandi og máttug stígandi í leiknum alit til loka; „Læstar dyr“ bera glöggt vitni um dramatíska snilli höfundarins, nærri óbrigðula rökfimi og mannþekkingu og listræna bragðvísi. . & Hlutverkiþ eru stórbrotin og girnileg viðfangs þroskuðum og margsnjöllutn listamönnum, en hitt getur f virzt bjarnargreiði eða hrein ofdirfska að fela þau ungum leik^ndum og lítt reynd- um; það skal játað, að ég bjóst ekki ,við mikiu af þess- ari sýningpi Og ac; sjálfsögðu er það hinum ungú og gervi- legu leikenþum Erlingi Gísla- svni, Kristbjörgu Kjeld og Helei' Löve' um megn að tú)ka til hlítar flcjkið sálarlíf ogbotn- lausa spillihgu hinná fordæmdu giæpahjúa, ' leikurinn er ekki nærri nógu': svipstór: í meðför- um þeirra, nístir ekki merg og bein — tii þess skortir þau sýnilega aldur, þroska og reynslu. En svo ríkúr er áhugi þeirra, skilningur og einlægni að þau koma boðskap skáidsins til ski.la þrátt fyrir allt, hér er hvergi um svikna mynt að ræða, þvert á móti. Þó að Er- lingur Gíslason sé aUt of ung- lingsiegur í hlutverki Garcins og leikur hans ekki næ.gu mpgni þrunginn, tekst honu.m vel að lýsa hræðsiu. tauga- veiklun og sjálfsfyrirlitningu þessa óhappamanns. Framsösn- in er aflmeiri en áður os auð- ugri að biæbrigðum :og leikur- inn greinilegt og ánægjulegt spor á brautinni fram. Ines, hin kynvilltá saurlífa kona á að bera af hínum að þlgirni og mannvonzkujj en gerðí það ekki í meðförum ÍCristbjargar Kield, orð hennar úrðu ekki nægi'^a beizk, kröftug og nöpur. Hún er of ungleg á sama hátt og Eriingur, en útlit og sviobrigði annars vel við hæfi, og í hei'd er leikurinn aerhuguil ng vand- aður. Helga Löve er lítt sviðs- vön leikkona og fáum kunn, en skilar mjög snoturlega hlut- verki Estelle: vel vaxin og mjúk í hreyfingum, en ekki búin þeim tælandi glæsiieika sem ætlazt er til. Framsögn Heigu er skýr, en ekki nógu þroskuð og gætti þess tiifinnan- iega í löngu.m orðræðum; en dirfsku og hreinskilni skortir hana ekki, og tekst furðuv’el að draga óhuananlega en heizti eínfaida mynd sáiarláusrar og lostafuilrar gleðikonu. F.;nn leikenda sker sig alveg úr hópnum og miöe að vonum, bað er Haraidur Biörnsson. gos- kall í Hótel Heivíti klæddur ærið spiáðum kiól, pn birtlst aðeins í unphafi leiksins. Ég gæti ekki kosið hann öðruvísi — ásýnd haos eráhieik og gitggin af langri inniveru. aug- un háifopin og augna'okin skræirutð: meiniegur í svörum með djcfullegt háðsg'ott á vör. Ótalinn er giftusamieaur hlut- ur leikstjórans, Þorvarðar Helgasonar. Mikla v’andv'irkni, brautseiaiu og aóiðan skiining hans dreg ég ekki í efa. og hann hefur sýnilega kunnað giöggt að bekkja takmarkanir og getu iafnaldra sinna. hinna ungu leikenda. Sviðsetnipg hans er smekkvís og það skai sagt hon- um til verðugs. hróss að hann reynir aldrei að breiða yfir brestina með an.ðveldum og ó- dýru.m ráðum. ofleik og óbarf- an æsing og hávaða er tæpast að finna. Sviðsmyndina gerði Magnús Pálsson, hinn góðkunni málari og einn af forustumönnum leik- flokksins, og má þar greina fallegt handbragð hans og hug- kvæmni; herbergið sióift og umgerð sviðsins mynda skemmtileea héild, en hún er gerð úr frönskum dagbiöðum. í annan stað skortir sviðið mjög tilfinnanlega a'la dýot o.g þyrfti að stækka bað ti). muna og reisa að nýju: við bessi skil- yrði er ógerlegt að lýsa þeirri hræðilegu innilokun og kæf- and.i andrúmslofti sem ein- kennir helvíti skáldsins. Frumraun Grímu er' lokið með fullum heiðri, næsta við- fangsefnis hennar verðu.r beöið með eftirvæntin.gu af mörgum. Von mín er sú að leikflokkur- inn nýi f.ái staðið við áform sín og heitstrengingar og ósk- irnar rætist. A. Hj. Vinnuföt Vinnuíatamarkaðurinn heldur áíram. Tökum fram í dag kuldaúlpur ,með gærum, aðeins ki. 990.00. > Miklatorg (við hliðina á Isborg). Happdrætti Háskóla Islands Aðalskrifstofan verður lokuð fram að hádegi í dag .vegna jarðarfarar. ÖO) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.