Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 4
flÍuiaÍWaiH íi — nýjasfa kvikmynd Jiri Weiss Það er mikið um að vera í tékkóslóvaskri kvikmynda- gerð þessi árin. Hinn kerfis- bundni svipur sem var ein- kennandi fyrir tékkóslóvask- ar kvikmyndir á tímabili, virðist alveg vera að hverfa. Æ meira ber á heilsteýptum persónulýsingum, dýpri 'sál- fræði og fleiri ólíkum mánn- gerðum, eins og er bka nauð- synlegt ef sögurnar eiga að hafa áhrif á áhorfendur. Þetta hefur svo leitt til meiri fjöl- breytni í tegundum kvik- mynda eins og sjá má t.d. a‘f táknrænu kvikmyndinni ,,Ljóðið um dúfuca gráu“, njósnamyndinni „Fallið‘‘, glæpamyndinni „105 próseut fjarvistarsönnun‘‘ og kvik- myndinni „Æfingin heldur áfram“ sem gerist í leikhúsi og segir frá auðveldri leið leikara nokkurs til frægðar og frama. alger sérgrein þeirra Tékka, en við fáum því miður sjaid- án taekifæri til að sj á, nema helzt §f Tékknesk-íslenzka menningaffélágið heldur kvik- myndasýningar. Jirí Weiss er enn sá sem vekur mesta athygli tékkóslóv- askra kvikmyndastjóra. Hann gerir um það bil eina kvik- mynd á ári >— kvikmynd sem er ekki bara stóratburður í lfst hatfs eigin lands heldur líka á heimsmælikvarða. Nýj- asta kvikmynd hans, Hetjur mega ekki deyja“ virðist ekki 'ætla að verða nein undan- tekning. Hún gerist í heims- styrjöldinni síðari í slóvösku þorpi og segir frá andspyrnu •Slóvaka'gegn þýzku nazistun- uní, — En það má þó ekki, " • • - - ~ Oleg Strizenoff og Dana Smutna í hlutverkum sínum. Það var hið sálfræðilega drama Jirí Weiss, „Úlfagildr- an“ sem endurvakti áhugann á tékkóslóvöskum kvikmynd- um erlendis. Að hún var ekki einstæð í sinni röð, til orðin 'fyrir ""einhvérjá ■Répp'ni; sann- aði Jirí Weiss með næstu mynd sinni, „Rómeó, Júlia og myrkrið“ sem líka fór sigur- för um heiminn og fékk m.a. aðalverðlaunin á kvikmynda- hátíðinni í San Sebastian í fyrra. En myndir Jaroslavs Baliks „Æfir«gin heldur áfram“ og „Brych borgari“ og andfasistíska myndin ,,Æðri grundvallarreglan“ eftir Jirí Krejcik hafa einnig orðið heimsfrægar, svo ekki sé tal- að um allar teikni- og brúðu- myndirnar, sem eru eiginlega segir Jirí Weiss, líta á mynd- ina okkar aðeins sem frá- sögn af þessari markverðu þjóðlegu uppreisn. Kvikmynd segir aldrei eingöngu frá at- burðum eða þeim tíma sem hún gerist á, hún lýsir alltaf fyrst og fremst lífi fólksins. Auðvitað bera þau sjónarmið sem túlkuð eru í myndinni, listrænt fqrm hennar og það hvaða tökum vandamálin eru tekin keim andrúmsloftsins á hverjum tíma, en allt þetta er aðeins eins konar baksvið. Frásagnir og skáldsögur hafa verið skrifaðar og munu verða skrifaðar um andspyrn- una og kvikmyndin okkar er saga um þorpsskólakennara sem hélt hann gæti eytt vetr- inum og lifað af stríðið í litlu EGA EKKI Dana Smutna og Laco Chudik, sem hjónin í „Hetjur mega ekki deyja“. fjallaþorpi og síðan uppskor- ið eftir stríðið án þess að hafa sáð. myndinni. Strizenoff leikur að sjálfsögðu sovézka partisaninn og Weiss hefur reynt að lýsa persónunni sjálfri skýrar og ekki eins vanabundið og mönnum í neðanjarðarhreyf- ingunni hefur oftast verið lýst. Þetta er saga um hjónaband smásmugulegs manns og róm- antískrar konu, um þýzkan herforingja sem er þreyttur á að berjast og óskar eftir að flýja stríðið og að lokum um skarpskyggnan sovézkan mann í neðanjarðarhreyfingunni sem lítur á fórnina sem sjálfsagð- an hlut. Hér er greinilega um að ræða kvikmynd, ólíka flestum myndum sem gerðar hafa ver- ið um síðari heimsstyrjöldina í só’síalískum löndum. Jirí Weiss hefur sjálfur samið kvikmyndahandritið ásamt Iv- an Bucovcan og leikritahöf- undinum Ota Ornest. Jirí Weiss hefur alltaf lagt mikla áherzlu á hlutverkaskipan, í myndum hans eru alltaf frá- bærir leikarar og svo er enn um þessa mynd. Að þessu sinni hefur hann ekki látið sér nægja tékkneska og slóvaska leikara, en hefur einnig feng- ið Oleg Strizenoff, einn allra efnilegasta unga leikarann í Sovétríkjunum, til að leika í Þá hefur Weiss fengið leik- arann Wilhelm Koch-Hooge frá Austur-Þýzkalandi og fer hann með hlutverk þýzka her- foringjans. önnur aðalhlut- verk eru í höndum Tékka og Slóvaka. Dana Smutna, sem lék gyðingastúlkuna í „Rómeó, Júlía og myrkrið“, leikur hér kennslukonuna Frantisku, og slóvaski leikarinn Laco Chud- ik leikur eiginmann hennar sem aúðnast ekki að lifa af stríðið, en er hengdur af naz- istum. Það er því miður svo, eins og áður er sagt, að það er hreinasta undantekning að hér sjáist tékknesk kvikmynd enda þótt þær séu sýndar um allan heim og enda þótt kvik- myndahús hérlendis sýni stundum myndir frá öðrum sósíalískum iöndum. Við von- um þó að við fáum tækifæri til að sjá einhverjar af mynd- um Weiss áður en langt um líður og skorum á TÍM að hlutast til um að þær verði sýndar ef ekkert kvikmynda- húsanna sér sóma sinn í að kynna íslendingum þessar heimsfrægu myndir. íhaldið hindrzði ðllar umbætur Framhald af 12. síðu. sóknarmaðurinn og kratinn sátu hjá. Tiliaga um að hækka framiag til byggingar barnaheimila úr 2,7 millj. í 3,5 millj. var felld með 10 atkv. íhaldsins gegn 4. Krat- inn sat hjá. Tillaga um að veita 722 þús. kr. til byggingar félags- og tóm- stundaheimilis var felld með 10 atkv. íhaldsins gegn 4 atkv. AI- þýðubandalagsins og Framsókn- ar. Kratinn sat hjá. Tillaga um að hækka framlag til nýrra leikvalla og útivistar- svæða úr 900 þús. í 1,5 millj. var felld með 10 íhaldsatkv. gegn 5 atkv. allra hinna flokkanna. Tillaga bæjarráðs um að hækka framlagið í 1,2 millj. var hins vegar samþykkt með samhljóða atkvæðum. Tillaga um að hækka framlag til bygginga almenningsnáðhúsa úr 300 þús. í 900 þús. kr. var felld með 10 íhaldsatkv. gegn 4. Kratinn greiddi ekki atkvæði. Tiilaga um hækkun á fram- lagi til íþróttasvæðis og sund- Iaugar í Laugardal úr 2,5 millj. í 3 millj. var felld með 11 atkv. gegn 4. Greiddi nú kratinn atkv. með íhaldinu og Gísli Halldórs- son, formaður íþróttabandalags Reykjavíkur var einn þeirra full- trúa sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Á sömu ieið fór með tillögu um að hækka framlag til íþrótta- og sýningarhússins um 200 þús. kr. Var hún felld af sömu aðil- Um og næsta tillaga á undan, en með henni greiddu atkvæði flutningsmenn o.g fulltrúi Fram- sóknar. Allar breytingartillögur bæjar- ráðs við frumvarpið voru sam- þykktar, svo og nokkrar tillögur frá bæjarfulitrúum Sjálfstæðis- flokksins. Ein tillagna íhaldsins (sem var samþykkt) t„Yar að hækka framlag til Kirkjúbygg- ingarsjóðs um 200 þús. kr. úr 1 millj. í 1 millj. og 200 þús.! Af tillögum frá einstökum bæjarfulltrúum, sem ekki _náðu fram að ganga má nefna þessar: Frá Guðmundi J. Guðmunds- syni um að hækka framlag til Sinfóníuhljómsveitar íslands úr 880 þús. í 1 millj. Felld með 11 atkv. gegn 3. Frá Guðmundi Vigfússyni um að hækka styrk til fóstruskóla Sumarsjafar úr 55 þús. í 80 þús. kr. Felld með 10:3 atkv. Frá Guðmundi Vigfússyni um að hækka styrk til Leikfélags Reykjavíkur úr 150 þús. í 200 þús. kr. Felld með 10:4 atkv, Frá Guðmundi Vigfússyni um að veita Taflfélagi HreyfUs 10 þús. kr. styrk vegna skákmóts norrænna sporvagnastjóra. Felld með 10:2 atkv. Frá Guðmundi Vigfússyni um að hækka styrk til Skógræktar- félags Reykjavíkur úr 250 þús. kr. í 300 þús. kr. Felld með 10:3 atkvæðum. Frá Guðmundp- Vigfússyni mm að tekin yrði í. áætlunina nýr.lið- ur: Orlof reykvískra húsmæðra, gegn jafnháu framlagi úr ríkis- sjóði, 165 þús. kr. Felld rrieð 10:5 atkv. VIÐTÆKJASALA Klapparstíg 26. — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.