Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 7

Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 7
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýBu - Sósíalistaflokkurinn. - RitstJóran Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Toríi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmioja: oaomvoröusi,. íw, Biml 17-500 (5 línur). Áskriítarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sviknir samningar það er 'að verða föst regla á íslandi að atvinnurek- endur og stjórnarvöld svíki gerða samninga við verklýðsfélögin. Þannig var farið að í sumar eftir að verklýðsfélögin tryggðu sér smávægilegar kjara- bætur með harðri baráttu; atvinnurekendur fengu rík- isstjórn sína til þess að lækka gengið á eftir og gera ákvæði kjarasamninganna þannig marklaus. Og ríkis- stjórnin hikaði ekkert við óþurftarverkin, enda þótt hún hefði áður heitið því hátíðlega og talið það horn- stein stefnu sinnar að hlutast ekki til um kjarasamn- inga launþega og atvinnurekenda — ef atvinnurek- endur semdu um kauphækkanir yrðu þeir að standa við orð sín og gerðir án afskipta stjórnarvaldanna. Cjómenn hafa langa reynslu af hliðstæðum samnings- rofum. Lengi vel var bátagjaldeyriskerfið notað til þess að koma í veg fyrir að sjómenn fengju umsaminn hlut. Var orðinn mikill munur á raunverulegu fiskverði og skiptaverði því sem sjómenn fengu greitt, en hvers- kyns brögðum og prettum var beitt til þess að auka það bil sem mest. Urðu sjómenn í Vestmannaeyjum einusinni að leita aðstoðar dómstólanna til þess að fá hlut sinn leiðréttan að nokkru, og sannaðist þá óum- deilanlega að samningar höfðu verið sviknir af ráðn- um hug. • • « Ijetta spillingarkerfi var crðið svo hvimléiít að um síðustu áramót tókst um þta8,al3sher jar sí,':.ol:omnlag að fella það niður og hefja ný tt Og; sa lífJ xipta- samningarnir voru samræmdir að verulegu ieyti um land allt, þátttaka sjómanna í •útger2orkóotnaði aínum- in og því var heitið að sjóm: sssu te,u verð sjó- fyrir fiskinn og útgerðsrrmenn. G:; menn á að lækka aflaprósc n ; ' , : : • ' —• því með réttu fiskverði átti að tryg^ja að þeir bæru ekki skarðari hlut frá borði en áuur. Fn þessi dýrð stóð ekki lengi. Þegar gengið var lækk- að í haust setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög um mjög verulegt útflutningsgjald á sjávarafurðir og ákvað að gjaldið skyldi renna í ýmsa sjóði til hagsbóta fyrir útgerðarmenn. Með þessu var verið að taka hluta af fiskverðinu og koma því til útgerðarmanna eftir króka- leiðum án þess að sjómenn nytu góðs af. Þarna var sem sé verið að taka upp bátagjaldeyrisaðferðina með nýjum tilbrigðum og svíkja í senn bókstaf og anda samninganna frá því í fyrra; sjómenn fá ekki greitt fullt fiskverð eins og heitið var og þeir eru á nýjan leik farnir að táka þciit í útgerðarkostnaði þvert ofan í það sem um var samið. Og hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Nýju aðflutningsgjöldin sem ríkisstjórnin kom á með bráðabirgðalögum eru um 135 milljónir króna á ári, og er áætlað að það jafngildi 35—40 aurum á hvert þorskkíló. © ® © ]t/|orgunblaðið talar um það í gær ao nú sé „reynt að ^efna til ófri3ar“ vegna þess að sjómenn hafa sagt upp samningum um hlutaskiptakjör. En upptökin að ófriðnum eiga þeir menn sem aldrei geta staðið við gerða samninga heldur nota hvert tækifæri til þess að hlaupast frá loforðum sínum. Það verour ekki neinn vinnufriður á íslandi meðan valdamenn ætla sér þá dul að hægt sé að hefna með svikum þess sem hallast í opinberum samningum. — m. en hefja þarf nýja sókn á framfarabraut — Þaö sem við þurfum nú einna mest á að halda og höf- um mestan áhuga fyrir er hita- veita. Það var Páll Kristjánsson á flúsavík, varaþingmaður Al- þýöubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra, sem þannig svaraði spurningu. minni um hvert væri mesta áhuga- og nauðsynjamál Húsvíkinga. Páll hefur hátt á annan áratúg eða lengur haft mikinn áhuga fyrir •hitaveitu á Húsavík — eins og gamlir lesendur Þjóðviljans raunar vita mætavel. — Já, fer hitaveitan ekki senn að verða að veruleika hjá ykkur? Var ekki keyptur stór jarðbor fyrir ykkur Norðlend- inga og átti ekki fyrsta verk- efni hans að vera hitaveita á Húsavík? — Jú, borinn hefur verið keyptur, og einu sinni hafði verið von 'um að Norðurlands- borinn svonefndi kæmi hingað á þessu sumri, eða a.m.k. á þessu ári, en nú er öll von úti um það, að manni skilst, því allt útlit er fyrir að sá bor verði ekki snertur á þessu ári. — Hveriíig stendur á því? Það stangast ónotalega á við auglýsingahávaðann í sam- bandi við kaupin, eða hvar er hann niðurkominn? — Hann kvað vera kominn til Reykjavíkur og liggur þar sermiega óupptekinn, en hitt er víst óhætt að segia, að einu sinni hét núverandi ríkisstjórn því að hann skyldi hefja starf hér fyrst — og það á þessu ári. — Hversvegna er svo dýrt og gagnlegt verkfæri látið liggja ónotað £ kössum? — Það er sennilega einhver „viðreisnarráðstöfun“. — Veröur þá ekkert gert í hitaveitumálum ykkar á þessu ári? — Það er útlit fyrir að hing- að komi að sunnan lítill bor til að gera prófborun. — Hvar ætlið þið að leita að heitu vatni? — Það er heitt vatn í fjör- unni vestan í Húsavíkurhöfða og mun ætlunin að bora fyrst í höfðanu.m norðan við bæinn. (Þegar þetta birtist hefur prófborunin verið framkvæmd og með ágætum árangri, þannig að sennilegt er nú. að Húsvík- ingar hafi nóg heitt vatn við bæjarvegginn, eða öllu heldur inni í bænum eftir nokkur ár. Er þess að vænta að bað veröi nýtt, en Norðuriandsborinn efcki látinn ryðga niður í einhverri vöruskemmu). — Hverjar a.ðrar fram- kvæmdir eru á döfinni? — Það var ákveðið að kauna — Eigið þið ekki marga báta fyrir? — Heimabátarnir hér af stærðinni 50—145 tonn eru 7 talsins og nokkrir bátar frá 8—17 tonn og tugir af trillum. — Annar frystihúsið mikið meiri fiski? — Vafalaust þarf að stækka frystihúsið og sérstáklega bæta aðstöðu þar á ýmsan hátt. Flökun hefur verið að aukast hér ár frá ári undanfarið, og„ auk heimabátanna eru aðkomu- bátar farnir að leggja hér upp á sumrin. — en fólkinu fjölgar og það þarf aukna atvinnu. — En hvað um síldina hár á sumrin? — Það voru hér 3 síldfmsölt- unarstöðvar í sumar. Það er höfuðnauðsyn að hér sé sem bezt og mest aðstaða til síldar- söltunar. Aðstaðan er nú ófull- nægjandi að því leyti að fleiri p’.ön og aukið söltunarpláss þarf að byggja til þess að hægt sé að hafa fleiri og stærri sölt- i'.iiarstöðvar og þarmeð méiri söltun. — Hafið þið nokkuð á prjón- unum í því sambandi? — Það er helzt í ráði að steypa garð suður úr hafnar- bryggjunni, um miðja bryggju og fylla síðan upp þar og mynda plan sem nota mætti til söltunar. Mikill sandburður er inn í höfnina gegnum bryggj- una sem er úr tré ofan til, en með þessu væri í senn komið í veg fyrir sandburð og skapað stóraukið vinnusvæði. — Hvað um síldarbræðslu? — Hér er bræðsla, gömul, af- kastalítil og léleg. Það er því afaráríðandi að bætt sá úr í því efni og raunar skilyrði þess að síldarsöltun geti aukizt hér verul.ega; bæði til þess að bátar geti losnað hér við slatta í bræðslu og til þess að hægt sé að nýta allan úrganginn. — Þið hafið nógu stóra höfn fyrir aukna útgerð? — Já, hafnarframkvæmdir 200 tonna skip; er bað í smíð- um í Noregi og ætti að vera lokið við smiði þess fyrir ára- mót. — Til hvers ætlið þið slíkt skip? — Það er að siálfsögðu ætlað bæði til iþorsveiða og síldveiða. Ætlunin er, að það leggi upp eins mikið og ur.nt er af afl- anum — og auki þannig vetrar- vinnuna. •haía verið miklar hér síðustu árin. Aöallega heíur verið unn- ið að því að lengja hafnargarð- in.n, því það var brýnás’t. Bn það eru afarmikil verkeíni enn inni í höfninni, — ekki sízt þegar hafður er í huga sá mcguleiki að Jökulsá verði virkjuð og efnt til verksmiðju- reksturs í því sambandi. Þá kemur vart til greina önnur — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. desember 1961 Föstudagur 29. desember 10^jL — ÞJÓÐVILJINN — (71 Frystihúsið á Húsavík — þaö er nú of lítið til að taka á móti afla aukinaar útgeröar þar. Sl. sumar voru 3 síldarsöltunarstöðvar á Húsavík. Langbv•,að baki síldarkössunum er veiðarfærágeymslur og aðgerðarhús bátanna. Uppi á sjávarkakkanurat er Hó >a.L.urkirkja. höfn en Húsavík. En hvað sem líður Jökúlsárvirkjun þá er vegna útgerðar staðarins mikil nauðsyn frekari framkvæmda inni í höfninni. — Hvað fleira er á döfinni hjá ykkur? — Það er ein nýjung á döf- inni. I vetur verður stofnaður og starfræktur hér tónlistar- skóli. Það er mikiil áhugi fyrir þeim efnum meðal unga fólks- ins, og full nauðsyn að gefa ungu fólki færi á fræðslu í sem flestum efnum, tónlist ekki síð- ur en öðru. — Hvaða skóla hafið þið aðra? — Það er gagnfræðaskóli og barnaskóli. Þeir voru báöir til húsa í nýja barnaskólanum s.l. vetur, en fyrirsjáanlegt cr að ekki geta liðið mörg ár þar til þarf að byggja yfir gagnfræða- skólann. — Hér fjölgar fcl.ki. Hvernig vaxtarskilyrði eru í'yrir bæinn? — Vaxtarskilyrði eru hér á- gæt til lands og sjávar. Þótt hverimir í Reykjahverfi verði sennílega ekki virkjaðir til hitaveitu fyrir Húsvíkinga, eru þar uppfrá skilyrði til mikilla framkvæmda, sem munu á s-ín- um tíma koma Húsavík og öllu héraðinu til mikilla nota; það mun t.d. óvíða á landinu vera betri skilyrði til heymjölsfram- leiðslu en einmitt þar. Enn- fremur má búast við að á næstunni verði teknir upp nýir hættir við framleiðslu fóðurs og ætti þá hverahitinn að koma að góðum notum. Stækkunarmöguleikar fyrir Húsavíkurbæ eru afar miklir, bæði til norðurs og suðurs. Inn- an 10 ára ætti að vera kominn hér a.m.k. 2000 manna bær. — Hve margir íbúaf eru nú? — Þeir eru 1514. — Á hverju eiga hinir 500 nýju að lifa? — Á útgerð og iðnaöi Í3rrst og fremst, það er vitanlega hægt að ai’.ka útgerð hér ef byggð er í landi sú aðstaða sem þarf til að nýta meiri sjávar- a|la. Höfnin er nógu stór til margfaldrar þeirrar útgerðar, sem nú “ er, þegar gerð hai'a verið athafnasvæði við höfnina, byggðar haganlegar verbúðir o.s.frv. Hérmeð hafa auðvitað engan veginn verið upptalin öll 'pau verkefni sem að kalla. Má þar nefna byggingu sjúkrahúss, sem orðin er brýn nauðsyn. Enn- fremur en hér engin varanleg gatnagerð, og þarf þar úr að bæta. Það er raunar óþolandi að ríkið skuli ekki koma til aðstoðar við varanlega gatna- gerð í bæjum og kauptúnum, ekki sízt þar sem þjóðvegur liggur í gegnum bæi eins og hér er. — Hvaða horfur eru á fram- kvæmdum á öllu þessu? — Þta sérð þær af því að hér hefur sérstaklega dregið úr íbúðatoyggingum síðan „við- reisnin" hófst. — En hafið þiö þá ekki nóg- ar íbúðir? — Fjarri fer því að nóg hafi verið byggt hér. Það hefur sennilega aldrei verið meiri þcrí bér fjTir ný.iar íbúðir til að fullnægjá þörfum vaxandi fólksfjölda. Það er ráu.nar sömu sögu að segja af framkvæmdahoríum bér á öðrum sviðum að ó- breyttri stjcrnarstefnu: vaxta- okri, óðagen.gislækkun og slíku. Fyrsfa verkefnið — o.g raunar beint skilvrði fyrir bví að framkvæmdir geti baldið áfram með eðliJegum bætti bér á Húsavík, ei.ns og annarsstaðar — er að sparka p.úverandi rfk- Wjém og hn’stefnu , „viðreisn« a-r’nnar“ o.<t taka í staðinn unp rv’rSa fremíeiðc’hstefnu, hef.ia rýja sókn. J.B. að gera dyggðúr nauðsyn I áróðursræðu sinni í sam- komusal Háskólans til óvirðing- ar fullveldisdeginum gerði Bjarni Benediksson sér mikið far um að sanna, hvílík fjar- stæða væri, að Atlanzhafs- bandalagið hyggði á árás. Aðal- röksemdin var sú, að Banda- "’ríkjunum hefði verið í lófa lagið að steypa sovétstjórninni af stóli með vopnavaldi, á með- an þau réðu ein yfir kjarnorku- sprengjum. því að þá hefðu þau haft ráð allra þjóða í hendi sér. En eins og á hefur verið bent hér í b’aðlnu, héldu þeir því fram um þær mundir, Biarni Benediktsson og' aðrir natistar, að Rússar væru svo öflu.gir. bar sem þeir hefðu haldið áfram að' vígbúast, en vesturveldin af- vór'nazt, að þeim væri í lófa la'gið að leggja Vestur-Evrópu u.ndir sig. Þá notuðu þeir sem sé þessa röksemd til sönnunar því, að vesturveidin yrðu að v’gbúast. al.lt hvað af tæki, og fé herstöðvar u.m allar jarðir, meðal annars hér á landi. Þann- ig staðhæfa þeir eitt þennan d.aginn og þveröfugt hinn dag- inn, eítir því hver áróðurstil- gangurinn er hverju sinni. B'arni kom með aðra „sönn- un“ fyri.r friðsemdart.'Igangi At- lan.zhafsbanda’agsins, sem sé þá, að Bretland og Bandaríkin hefðu veitt Rússum lið í heims- styrjöldinni síðari, þó að þau hefðu þá vel getað látið viður- eign Þjóðverja og Rússa af- skiptalausa, hefðu þau fremur kosið sigur þýzkra nazista en rúc-neskra kommúnista. Nú ætti Bjarna að vera um það kunnugt, að það var ein- mitt hetta, sem samheriar hans og skoðanabræður vildu, ein- * an.gnmar- og afturhaldssinnar í Bandar. Það sem úrslitum réð um bað, að þeir fengu ekki_ komið fram þessum vilia sínum, var annars vegar sú staðreynd, að Bandaríkin nutu þá leiðsa.gn- ar R-oosevelts forseta, sem var afturhaldinu þar í landi á marg- víslegan hátt þyrnir í augum, o.a þó einku.m hitt, að Japan ré*ri á Bandar’kin án stríðsyf- irlý'Singar 7. desem.ber 1941 og nevddi þau þar með út í styrj- öld gegn öxulveldunum. Rétt fyrir strfðslok deyr Roosevelt forseti, og við emb- ætti hans tekur þá varaforset- inn Truman, svo sem kunnugt er. Truman þessi hafði áður lýst yfir því, að Bandaríkja- menn hefðu í rau.ninni átt að •láta viðureig.n Þjóðverja og Rússa afsk.iptalausa og lofa þeim hvorum um sig að drepa sem mest af mönnum fyrir hinu.m. En Truman kerost of seint tiJ valda til þess að geta framfylgt beirri stefnu sin.ni, bví að stríðinu er þá að verða lokið. Rússar að -gersigra þvzka berinn og koronir langt inn í Þýzkaland. Atvikin gerðust sem sé þann veg. að sálufélagar Biam.a Benediktssonar í Banda- ríkjunum o.g Brettandi fengu fVki. komið fram þeim vilja ri'um, að sarnher.ium þeirra Rússnro vrði látið blæða út á vígvöúunum, þó að boir sýndu revn'sar hu.g sinn í þessa átt roeð bví að tefia innrásina á roe.cinland Evrónu. ..aðrar víg- ttöðarnar" svokölluðu, eins lengi og fært þótti, eða þangað til sovétherinn á austurvígstöðv- unum var gersa'mléga búinri að snúa gangi stýrjaldarinnar við og kominn í óstöðvandi sókn, svo að sýnilegt var, að hann myndi á tiltölulega skömmum tíma hernema allt Þýzkaland vestur um Rínarfljót nema því aðeins að vesturveldin hröðuðu sér að bjarga sínum hluta her- fang-sins. Eins og kunnugt er, lét Tru- man varpa á japönsku borg- irnar Hírosjíma og Nagasakí .kjarnorkusprengjum þeim, sem drápu eða Örkumluðu nokkur hundruð búsund manna á einu andartaki. Þessi stórhrikaleg- u.stu manndráp veraldarsögunn- .ar voru framkvæmd algérlega að barflausu, þar eð Japanar voru þá að niðurlotum komnir, og meginher þeirra, sem stað- settur var í Mansiúríu, hefði óhjákvæmilega gefizt upp fyr- ir rússneska hernum örfáum dögum síðar. Þau voru í raun- inni ekki annað en lítilmann- legt herbragð til að koma í veg fyrir, að rússneska hernum yröi þakkað bað að hafa greitt, Japönum úrslitahöggið. og til þess að fu.ilnægja slíkri póli- tískri hégémahvöt var ekki horft í að gereyða tvær stór- borgir og royrða hundruð þús- unda af íbúum beirra. Nú er það kunnara en frá þu.rfi að segja, að roargir sálu- félagar Bjarna Benediktssonar meðal afturhaldsins í Banda- ríkjunum vildu einmitt upp- vægir láta Bandaríkin hefja .%járnorkiv?.tríð á hendur Rúss- |um. Kröfur þessar enduróm- hér heima, eins og allir eða hver hefur ekki heyrt idsmenn og natista -se.gja svo: „Það var ljóta villan af Bandaríkjamönnum að salla ekki kjarnorkusprengjum á hel- vítis Rússana, á meðan tími var til!“ En hér var ekki hægt um vik, Rússar voru nýkomnir úr styrjöldinni við fasismann, þar sem þeir höfðu bjargað vestur- veldunum frá úrslitaósigri, því að allu.r heimurinn vissi, að Ráðstjórnarríkin höfðu borið hitann og þungann af þessari viðureign. Það var ekki tiltæki- .legt að snúa nú vopnunum fyr- irvaral.aust móti þessum fyrr- verandi sarnher.ium, sem nutu samúðar og aðdáunar alls hins vestræna heims fyrir drengilega framgöngu og fórnfúsa baráttu. Þess vegna kom aldrei til •ktarnorkur.rásarinnar á Rúss- land. Nú er hins vesar öðru máli að gesna. Nú er búið að undir- búa iarðveginn með hálfs ann- ars áratu.as köldu stríði, stofn- u.n sérstaks árá-sartækis, þar sem Atlanzhafsbandaiaaið er, og rvo framvegis. Aftur á mOtí er nú heirour sósíalisrnans oröinn svo öflugur. að þess er að vænta. að sélufélagar B.iarna B-°r>.ediktssonar rouni ekki, brált fvrir vilia ng vandie°an undir- bi'ro’nqr, chrf.F-'t að hef.ia árás. Rökse-mfi.ir B'arna Benedíkts- sonar fvrir friðsemdartilgangi Arianzhafsbandalagsins eru því haldlausar. Það hefur að vísu allt frá uochafi verið að hey.ia ..rninni. háttar“ styr.ialdir hér og: bar í h.eiminum. Svo hefur hins veear hagað til, a.ð það hefur, efcki átt þess knst að stofna.; til heimsstyrjaldar og því’ nevðzt til að dau.fheyra-st við kröfum í þá átt af hálfu sumra: liðsmanna sinna. Og Biarni Ben.ediktsson revnir að gera, dyggð úr þeirri nauðsyn. Sexíán stiga frost á íslandi, sextán stiga hitii á Florida; það má a.ro.k. ráða af myndinni hér að ofan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.