Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 9

Þjóðviljinn - 29.12.1961, Side 9
Frá leik KR og Vals í íslandsmótinu í sumar. Frímann Helgason ræðir m. a. um framkvæmd Islandsmótsins í síðari grein sinni um „rislágt knattspyrnuliing". Eitt af þeim málum, sem sannarlega liefði verið ástæða að ræða á þingi knattspyrnu- manna, var framkvæmd knatt- spyrnumótanna og þá fyrst og fremst íslandsmótsins. Mörg undanfarin ár hefur það verið hcrnreka og ekki notið þeirr- ar virðingar, sem vera ber þegar um landsmót er að ræða. Sjaldan mun hafa verið geng- ið jafnlangt í því að rugla og færa til leiki í tíma og ótíma Júrí Vlasoff horfir á styttu af sjálfum sér, sem sovézkur myndhöggvari hefur gert. 15 kg. befur hfá VEasoff Heimsmeistarinn í þungavigt í lyftingum, Jurí Vlasoff, setti nýlega hemsmet í lyftingum, lyfti samanlagt 550,5 lcg og sló fyrra met sitt um 14 kg. Hann lyfti 180 — 160 og 210,5 kg. Þegar Bandaríkjamaðurinn Paul Anderson lyfti 500 kg samanlagt fyrir nokkrum árum þótti það ótrúlegt afrek, en nú hefur Vlasoff bætt 50 kg við. Sænska Idrottsbladet varpar fram þessari spurningu í sam- ibandi við afrekið: er nokkur íþróttamaður í heiminum sem getur jafnazt á við Vlasoff? og á síðastliðnu sunui. Gekk þetta svo langt að Ieikjum var frestað fyrir það að menn voru í lánum hjá öðrum félögum, sem voru á ferðalagi í öðrum löndum. Félögum datt í hug að skreppa í utanreisu. á miðju keppnistimabili varð líka að fresta leikjum, og ýms fleiri atvik voru notuð til þess að rugla fslandsmótið. Það var líka svo að lítið var hægt að styðjast við leikjabók þá sem gefin var út sem leiðarvísir mótsins. Félögin, sem að þessu stóðu, sáu ekki nema eigin hag, það var eins og þeim kæmi ekkert annað við. Þau sendu allar þessar beiðnir til stjórn- ar KSÍ eins og sjálfsagðan hlut. og jafnsjálfsagt mun þeim hafa fundizt að beiðninni yrði svarað játandi. Og stjórn KSÍ sýndi móður- legt blíðlyndi hverju sinni og á+:.ndi að því er virð- ist hv°:.'u sinni. Það lítur þvi ekki út fyrir að hún hafi gert sér mikla grein fyrir því hvaða þýðingu þetta hefði fyrir þetta mót þeirra, Knattspyrnumót ís- lands, því þá hefðu þeir tví- mælalaust sagt nei, í flestum eða öllum tilfellum. Það hefði því verið eðlilegt að stjórn KSÍ hefði komið fram fyrir þingið og beðizt afsök- unar á þessum mistökum, svo ekki sé sterkar að orði komizt, og gefið fyrirheit um það, að þeir myndu hér eftir ekki hvika frá samþykktri skrá um leiki. Og til öryggis hefði ver- ið rétt að láta þingið gera sámþykkt í málinu, þar sem það lýsti vanþóknun sinni á meðferð íslandsmótsins, Þá hefði stjórnin getað bent á samþykkt þessa, og þar með losnað við að taka neikvæða afstöðu, og þvegið hendur sin- ar. Ekkert af þessu tag'i kom fram á þinginu. Formaður gat þess að vísu lauslega að mikill ruglingur hefði komizt á mótið í sumar, og að það þyrfti að laga það! Fulltrúarnir á þing- inu sjálfú sáu heldur enga á- stæðu til þess að minnast á þetta, livorki sem ábendingu, eða í tillöguformi, né að víta stjórnina fyrir tilfærsluna á leikjunum og ruglinginn á ís- landsmótinu í hcild. Það er því ekki að undra þótt talað sé um „rislágt knattspyrnuþing11. Um þetta mál var skrifuð grein hér á íþróttasiðunni í sumar og vikið nánar að þessu alvörumáli, og verður þvi ekki farið nánar útí það hér. Fjármál Knattspyrnusambandsins Á ársþinginu í fyrra mun hafa látið nærri að reksturshalli sambandsins hafi verið yfir 50 þúsund krónur, og töldu kunn- ugir að þar hefðu þó ekki öll kurl komið til grafar. Á reikn- ingunum í ar er greinilegt að stjórnin hefur unnið ötullega að lagfæringu á fjárhagnum. því að í ár er reksturshallinn ekki nema 22 búsund krónur. Það er dálítið fróðlegt að at- huga nokkuð nánar hvaðan Knattspyrnusambandinu berast tekjur þær sem það starfar fyrir. Ef fyrst er athugað hvað félög þau, sem að sambandinu standa, leggja þessu óskabarni sínu til á árinu sem leið, kem- ur í ljós, að það eru nákvæm- lega 2000 krónur. í opinbera styrki fær sam- bandið alls 9.054,82 kr. þar af 4.116,00 ferðastyrk vegna árs- þings FIFA. Þar með er upp- talið sem KSÍ fær frá .aðilum sínum og hjá opinberum aðil- um. Afgangsins verða þessir stjórnarmenn að afla, eifts og um félagsstjórn væri að ræða, og þegar heildarniðurstaðan er rösklega 121 þúsund, getur maður ekki annað en dáðst að því hve vel hefur þó til tek- izt á árinu. Þessari fjáröflun má skipta í tvo aðalhluta; Tekjur af ýms- um leikjum tæplega 28 þúsund kr. og ýmsar tekjur, happ- drætti, auglýsingar o.fl. samtals um 61 þúsund krónur. Þótt deila megi um sparnað, eða ekki sparnað, verður ekki deilt á stjórnina fyrir það að hún hafi ekki aflað sér tekna. Við athugun á þessum töl- um vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé, að stjórn lands- sambandsins standi í því ein- sömul að kalla, að afla sér tekna til daglegs reksturs? Ekki er að efa, að ef stjórn- in hefði sett þetta mál fram vel undirbúið, hefðu orðið mikl- ar umræður um það, og vafa- laust fjörlegar. Það hefði líka ef tii vill orðið til þess að fulltrúar hefðu skilið, að svona er ekki hægt að búa að sam- bandsstjórninni í framtíðinni. Hér er dregið í efa að félög- in, og fulltrúar þeir sem þing- ið sækja, geri sér fulla grein fyrir þvi að með því að hafa stofnað Knattspyrnusambandið, bera þau fjárhagslega ábyrgð á því. Það var því ekkert eðlilegra en að stjórn KSÍ hefði á þingi þessu reynt að gera fulltrúum þetta ljóst og óskað umræðna um það hvað félögin sjálf, sem að sambandinu standa, vildu gera því til hjálpar. f fram- haldi af þvi hefði ekki verið nema eðlilegt að stjórnin hefði lagt til að hún fengi svolítinn hluta af þeim tekjum sem í- þróttin gefur, þ.e. tekjur af leikjum, meðan ekki er hægt að finna fastan öruggan tekju- stofn fyrir sambandið. Mér er nær að halda að stjórn KSÍ hafi skort hugrekki til þess að leggja þetta fram, eða ef til vill hitt, að hún hafi vitað að þegar að því kæmi að stofn- endur sambandsins þyrftu að leggja því fé, til þess-,að geta bjargað sér frá degi til dags, myndu þeir tæpast vilja kann- ■ast við ,.afkvæmið“. ,v Úr sjóðum félaganna fær KSÍ 2000 krónur á ári til hinn- ar daglegu starfsemi sinnar. Getur það verið að félögunum finnist þetta nóg’ framlag til KSÍ? Getur það verið að stjórn KSÍ telji að það sé eðlilegt að knattspyrnufélögin í landinu gi*eiði ekki meira úr eigin sjóðum til starfsemi þéss en sem svarar 2000 kr. á ári? Getur það verið að stjóm KSÍ geri ekki meiri kröfur til félaganna en þet.ta, og sætti sig við það? Það hefði því ekkert verið eðlilegra en að stjórn KSÍ hefði á þessu þingi lagt fram til- lögu, og staðið með henni eða fallið, að til sambandsins rynni ákveðinn aurafjöldi af hverjum aðgöngumiða, sem seldur er að knattspyrnukappleik hvar sem er á landinu. Við slíkar umræður hefði komið í Ijós hvað félögin hefðu viljað gera fyrir þetta óska- barn sitt, KSÍ, sem ekki; .er hægt að vera án. Hér hefði stjórn KSÍ átt að ganga hreint til verks, og, yita hvar hún stæði gagnvart félög- unum. Hún og þingið kýs held- ur að setja á fjárhagsáætlun sambandsins fyrir 1962, óvissar tekjur 75 þúsund krónur, af heildarupphæð sem er 100 þús- und krónur!! Hér var ekki tekið hreint á málunum, ekki horfzt í augu við kaldan raunveruleikann, 'heldur „beygt af“. Þetta var ein ástæðan fyrir því að knattspyrnuþingið' 'var svo „rislágt“ eins og blöðin orðuðu það. Frimarin 3 hnsfaleiksrar létu lífið í keppni 1961 Hnefaleikatímaritið „Riitg^ skýrði frá því nýlega, að áttá linefaleikarar hafi Iátið lífið i hringnum á yfirstandandi ári og er það lægra dauðshlut- fall en 1960 og 1959, en talan rar sú sama 1958, Fjórir hnefaleikaranna voru sandarískir, tveir atvinnumcnn jg tveir áhugamenn. Einri at- vinnumaður lét lífið í Venezú- ela, einn í Mexikó, ieínnf ;i Ástralíu, og einn áhugamað- ur á ítalíu. FURUNO-Fiskileitertæki Það er ekki að furða þótt skipasmíðastöðvar og báta- eigendur velji í bátinn sinn „Furuno“-japanskt fiski- leitartæki, sem nú í 3 ár hafa hlotið almenna viður- kenningu, sem þau allra beztu til fiskileitar. Helztu kostir „Furuno“ eru: 1) Þau eru helmingi ódýrari en önnur tæki, sem hér eru í notkun. 2) Þau eru stillt fyrir það dýpi, þar sem mest fiskigengd er hér við land. 3) Þau senda til botnsins 134 sinnum til 268 M sinnum á mínútu og sýnir myndin á tækinu því 100°/oj meiri möguleika til að finpa. fisk. 4) Þau fást einnig transistora og ná á sama ðýpl, eða allt niður á 200 faðma. 5) Ég vil vekja athygli á því, að þeir sem hafa ætlað sér að fá tækin með næstu skipsferð frá Japan, létu mig vita í tíma. Einnig hef ég jafnan á boðstólum ýmis önnum japönsk siglingatækii. EINKAUMBOÐ Radíé-Raffiækjavezzlun áina Ólafssonar Sólvallagötu 27. Sími 12409. Föstudagur 29. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — ((J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.