Þjóðviljinn - 09.02.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1962, Blaðsíða 2
1 dag er föstudagurinn 9. febrú- ar. Apolina. Tungl I hásuðri kl. 16.54. Árdegisháflæði kl. 08.31. Síðdegisháflæði kl. 20.57. Næturvarzla vikuna 3.—9. febrúar er í Reykjavíkurapó- teki, sími 11760. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyju- g-ötu 27, er opið sem hér segir: Förtudaga kl. 8—10 að kvöldi. Laugardaga og isunnudaga kl. 4—7 síðdegis. Safnið er öllum opið. fiiagiS Flugfélag fslands Millilandaflug: Gullfaxi fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Ha.mborgar kl. 8.30 í fyrramálið Innanlandsfiug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Á morgun er áætl'að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, IHúsavíkur, fsafjarðar, Sauðárkróks og Vest- mannaeyja. Loftleiðir I dag er Leifur Eiríksson vænt- anlegur frá N.Y. kl. 5.30, .fer til Luxemborgar kl. 7.00. Komur til baka kl. 23.00 og heldulr áleiðis til N.Y. kl. 0.30. Snorri Sturluson er væntanlegur frá Hamborg, Kaup- manna.höfn, Gautaborg og Oslo kl. 22.00, fer til N.Y. kl. 23.30. skipin Skipadelld SIS Hvassafell er í .Reykjavík. Arnar- fell fer í dag frá Akureyri til Vopnaf jarðar. Jökulfeil fór 7. þ.m. frá N.Y. á’eiðis til Reykja.víkur. Dísarf. er í Rotterd. Litlafell los- ar á Norðurlandsh. Helgafell er í Robterdam. Hamrafell er vænt- anlegt til Reykjavíkur 13. þ.m. frá Batumi. Rinto kemur í dag til Stöðvarfjarðar frá Reykjavík. Skipaúegerð rikisins Hekia er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Esja fer frá Reykjavík á hádegi á morgun vestur um land til Akureyrar. Herjólfur fer frá Reykjavik ki. 21 i kvöld til Vestmannaeyja Þyrill fór frá Hjalteyri 5. b.m. áieiðis tii Ppr- fieet. Skjaldbreið er í Reykjavík. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld aulstur um land til Stöðvarfjarðar. Eimskip: Brúarfoss fer frá N.Y. í dag til Rotterdam, Hamborgar og Ála- borgar. Dettifors fer frá Rotter- dam í dag til Hamborgar og Rvík- ur. Fjallfoss kom til Odense 6. þ. m. fer þaðan til Kaupmannahafn- ar og Turku. Goðafosis fór frá N. Y. í gær tii Rvikur. Gullfoss fer frá Rvík í kvöld til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss heifur væntanlega farið frá Gauta- borg 7. þm. til Seyðisf jarðar, Norðfjarða.r, Vestmannaeyja og Rvíkur. Reykjafoss fór frá Es- bjerg í gær til Hamborgar. Sel- foss fór frá Dublin í gær til N. Y. Tröliafoss fór frá Reykjav'k í gær til Keflavíkur, Akraness og Vestmannaeyja og þaðan til Hull, Rotterdam og Hamborgar. Tungu- foss fór frá Stöðvarfirði 7. þm. til Rotterdam. Zeeha'an fór frá Thorshavn 7. þm. til Rvíkur. félagslíf S.G.T.-féiagsvist verðuir i G.T.- húsinu í kvöld og hefst klukkan 9. — Nú hefst ný fimmkvölda- keppni og eru heildarverðlaun kr. 1500.00. — Heildarverð'aun frá síðustu keppni verður aíhent hlut- aðeigendum. — Dansinn hefst um klukkan 10.30. Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldur fund 1 kvöld kl. 8.30 í Guðspekifélagshúsinu. Sig- va'di Hjálmarsson flytur erindi: „Að nálgast hið óþekkta". Kaffi á ... . nluoiv-'l iu iiiiwrt eftir. Dagskrá efri deildar Alþingis fösitudaginn 9. febrúar 1962, kl. 1.30 síðdegis. 1. Sveitarstjórnarkosningar. 2. Eftirlit með skipum, frv. 3. Pre'stréttur, frv. — 2. tjmr. 4. Almenn hegningarlög, frv. 5. Vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi, frv. Neðri deild: 1. Landshöfn í Kefl'a.víkurkaup- stað og Njarðvíkurhreppi. 2. Lántaka vegna Landsspítal- ans frv. — Ein umr. 3. Vátryggingartfélag fyrir fiskiskip, frv. — Ein umr. 4. Áætlunarráð ríkisins, frv. Lélegur afli hér við land en allgóður við Grœnland Framan af janúar var tíðar- far á togaramiðunum hér við land, einkum fylrir Vestur- landi, afar stirt og afli því sáralítill sem enginn fram yfir miðjan mánuðinn. Síðan batnaði tíðarfar og afli hér á heimamiðum varð nokkur, þó ekki mikill. Markaðsverð erlendis hefur nú upp á síðkastið verið lágt, og stafar það af miklu fram- boði á fiski sem á rætur sínar að rekja til þess að veruleg- ur hluti togaraflotans, bæði hérlendis og erlendis, fékk afla sinn hér við land á sama eða svipuðum tíma og vegna hinn- ar slæmu veðráttu fyrri helm- ing mánaðarins, en þó ekki sízt vegna iþess að aflabrögð, einkum þýzkra og m.a. einnig færeyskra togara, hafa und- anfarið verið góð við Austur- og Vestur-Grænland, en þar hefur allmikill fjöldi togara verið, þótt íslenzkir togarar hafi ekki sótt þau mið. Þess eru dæmi að togarar hafi nú undanfarið fengið þar full- fermi á 6—7 dögum, aðallega þorsk en einnig allmikið af karfa. Ennfremur hafa þýzkir togarar sótt nokkuð á Ný- fundnalands- og Labradormið, sumir með góðuðm árangri. 1 janúar fóru íslenzkir tog- arar 34 söluferðir til Englands og Þýzkalands og seldu 6385,9 lestir af síld og öðrum fiski fyrir kr. 43.093.041. Til Englands voru farnar 14 söluferðir með 2231 lest, ,sem seldust fyrir 16.803.464 krón- ur. Til Þýzkalands fóru tog- ararnir 20 söluferðir með síld og annan fisk, samtals 4153,9 lestir, sem seldust fyrir 26.289. 577. Af þessu magni voru 2996,8 lestir síld, sem seldust fyrir 16. 124.30 og 1157,1 lest af öðrum fi-ski, sem seldist fyr- ir 10. 165.275 krónur. Af þess- um söluferðum voru 8 ferðir með síld eingöngu, en í 7 til- fellum tóku togararnir síld til viðbótar eigin fiskafla. Frá því söluverði sem hér greinir dragast að sjálfsögðu tollar, löndunarkostnaður, hafnargjöld o.þ.h. Framangreindar upplýsingar eru frá skrifstofu Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda. Iðnnemar aldrei fleiri en nú hér ó landi, um 2000 Heildartala iðnnema með staðfcstan námssamning var á öllu landinu við síðustu ára- mót 1800 á móti 1610 í árslok 1960 og 1557 í árslok 1959. Iðn- nemum hefur því f jölgað mjög verulega á árinu 1961 eða um 190, ef aðeins er tekið tillit til slaöíesira námssamninga. Samkvæmt fenginni reynslu má gera ráð fyrir að 100—200 námssamningar, sem gerðir voru síðast á árinu 1961, ,hafi verið ókomnir til staðfesting- ar við áramótin, sennilega nær 200. Er því ekki ólíklegt að iðnnemar á öllu landinu hafi nú um síðustu áramót verið sem næst 2000 í 41 iðngrein. Er þetta mesti iðnnemafjöldi, sem verið hefur samtímis við nám frá því að farið var að gera íhaldið í Hafnarfirði hótar atvinnuofsóknum Þannig hljóðar aðalfyrirsögn yfir þvera forsíðu nýútkom- ins tölublaðs Vegamóta, blaðs Alþýðubandalagsmanna í Hafnarfirði. Er iþar sagt frá grein, sem birtist nýlega í Hamri, blaði ihaldsins í Hafn- arfirði, en þar eru boðaðar skipulegar atvinnuofsóknir gegn vissum hluta bæjarbúa. Þetta tbl. Vegamóta er hið myndarlegasta, 8 síðpr í stóru broti. Ritstjóraskipti hafa orð- ið að blaðinu. Dr. Þorgeir Ein- arsson tekur nú við ritstjórn af Hirti Gunnarssyni kennara, sem búsettur er í Reykjavík. Þorgeir er uppalinn í Hafnar- firði, stundaði nám í Flens- borgarskóla, lauk stúdents- prófi í Reykjavík 1950 og stundaði síðan nám við há- skóla £ Vín og London. Varð hann kandídat í þýzku og ensku árið 1956, hélt síðan á- fram nárni og tók doktors- próf í sömu greinum í Vín 1959. Hann stundar nú kennslu við Háskóla íslands. skýrslu um árlegan fjölda iðn- nema, og vafalítið hafa iðn- nemar aldrei verið jafn marg- ir hér á landi sem nú. Til samanburðar má geta þess, að í árslok 1941 voru iðnnemar taldir 600 á öllu landinu, 1951 voru þeir 1200 talsins, og svo sem áður segir nú um 2000. Iðnnemum fjölgar hlutfalls- lega meira úti á landi en i Reykjavík. Flestir voru nemar í Reykjavík í árslok 1956, 1078 á móti 1047 nú. Þá voru nem- ar utan Reykjavíkur 618 á móti 753 nú. Á sama tíma sem nemendum í Reykjavík fækk- ar um 31 fjölgar þeim úti á landi um 135, eða sem næst um 22%. Flestir eru iðnnemar sem fyrr segir í Reykjavíik 1047, þá á Akureyri 128, Gullbringu- og Kjósarsýslu 126, Hafnarfirði 84, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 81 og Árnessýslu 75. Eftir iðngreinum er nem- endafjöldinn mestur í húsa- smíði, 334 næst er vélvirkjun 271, rafmagnsiðn 163, bifvéla- virkkjun 156. 1 bókaiðnaði eru 93 nemend- ur á öllu landinu, byggingar- iðnaði 473, matvælaiðnaði 49, málmiðnaði 677, rafmagnsiðn- aði 180, tréiðnaði 173, þjón- ustustörfum 129 og öðrum starfsgreinum 26. Löggiltar iðngreinar eru nú 61 talsins og eru engir nem- endur í 20 þeirra. Af 41 iðn- grein, sem nemendur eru í, eru 9 aðeins kenndar í Reykja- vík, en 32 víðsvegar um land. • Stjörnufiæði í formi myndasögu Geimrannsóknir og undir- búningur geimsiglinga hefur glætt áhuga á stjörnufræði, ekki sízt hjá yngri kynslóð- inni. Blaðinu hefur borizt danskt myndahefti með fjölda litmynda og skýringartextum um sögu og nokkur undir- stöðuatriði stjörnufræðinnar. Heftið nefnist Pá vej mod Stjernene og ikemur út í flokknum Illustrerede klassik- ere sem seldur er hér í bóka- búðum. Foreldrar og ungling- ar sem lesa Andrés önd á dönsku sér og öðrum til gagns geta gert þessari léttu stjörnu- fræði sömu skil. ★ ★ ★ MUNIÐ HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS ★ ★ ★ FYLKINGIN KAFFIKVÖLD Félagsheimili ÆFR er að hefja kynningu á lífi og bókmennt- um ýmissa þjóða. Fyrsta kvöldið verður helgað DANMÖRKU sunnudag kl. 9 e.h. Dagskrá: Guðmundur Magnússon: Dan- mörk og íslenzkir Hafnar- stúdentar. Hörður Bergmann: Róttækir danskir rithöfundar. Lesið úr verkum éftir Martin Andersen Nexö, Hans Kirk og Hans Scherfig. Nóg kaffi. Undirbúningsnefndin. Bókamarkaður stendur yfir þessa viku í Þinghól við Reykjanesbraut. Góðar og ódýrar bækur. Opið frá kl. 9 til 11,30 síðdegis. ÆFK. FYLKINGARFÉLAGAR! ÆFR heldur kvö’dvöku n. k. sunnudaerskvöld í féla.gsheimil- inu í Tjarnargötu 20. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. Skíðaforð ÆFR og ÆFK Lagt verður af stað á laug- ardaginn kl. 6 og komið aft- ur í bæinn um sama leyti á sunnudag. Þátttaká tilkynnist á skrifstofu ÆFR í Tjarnar- götu 20, sími 17513. Félagsheimilið er opið dag- lega kl. 3—5,30 og 9—11,30 síðdegis. Sumander og Dioka sáu nú Liscu. Þeir gerðu sér nú .jóst, að ef hún færi um borð í skipiö myndi hún verða ’órnarlamb sprengingarinnar eins og Anjo. En þeir játu ekki aðvarað hana, því þá kæmist upp um þá. Allir myndu halda að Anjo væri valdur að sprenging- unni. — Anjo var nú að komast aftur til sjálfs sín. Hann hafði mikla verki í höfðinu. Hann reyndi að muna hvað hefði skeð, en hann gat ekkert munað. tt- 2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. febrúar 1962 **»*»*****—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.