Þjóðviljinn - 18.03.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 18.03.1962, Page 7
IIBIIIIIIIUinMMBimVBHII m )AN Ein af þeim næir 200 undafífla- tegundum sem vaxa á lslandi. Þessi fannst við Vík í Mýrdal og er við hana kenndur, heitir á latínu .Hieracium vikense. Vanvöðvungur nefnist þessi hörpudiskur. Peturskóngur. norðarlega við eruin á hnett- inum, þær eru stærri í hlýrri sjó. — Hvaða nytjafiskar éta skeljar, og þá hvaða skeljar? — Ýsa, steinbítur og koli éta skelfisk, og éta margar tegund- ir hans. Koilinn ræður aðeins við litlar skeljar, en steinbít- urinn getur mulið allan skel- fisk. Á Dalvík fundust einu sinni 72 kuðungar í einum þorskmaga, og þeir alls ekki litlir; annars er talið að þorsk- ur éti ekki skeljar. — Minnsta tegundin, kuðung- hver stærst? ur, er aðeins 1 millimetri í þvermál fulivaxinn.. Stærsta skeldýr hér við iand er hafkóng- ur, getur orðið 20 cm langur Stærsta skeldýr hér Stærsta skelin (samloka) hér við land er Ægisdrekka, stærsta eintak, sem fundizt hef- ur af henni var 17 cm. Hún finnst aðallega undan Reykja- nesi á 200—600 m dýpi, — hana rekur ekki á fjörur. Stærstu skeljar hér við land hafa feng- izt frá Vestmannaeyjum — það gerir hlýi sjórinn. — Hver er minnsta skelin og — Hefurðu ekki líka athug- að vatnakuðunga? — Jú, ég hef lika safnað kuðungum á landi og í vötn- um. Hér eru sniglar bæði kuð- ungslausij- og aðrir er hafa kuðung; sumir eru í tjömum og aðrir kuðungssniglar á landi, t.d. lynghrekkum. En þar sem við búum á eylándi er .ekki að vænta að mjög auð- ugt sé af þessu tagi hér. — Hvað eru þetta margar .tegundir á landi? — Það eru um 20 tegundir af snjglum hér sem hafa kuð- ung á bakinu, fyrir utan garð- snigla ogi brekkusnigla. Svo höfum við líka skeljasamlokur á landi. Fjórar tegundir þeirra eru örugglega taldar vera hér, en gætu verið fleiri því þetta er illa rannsakað. Þær eru heizt í bleytu og tjarnarpollum, 3—4 mm að stærð; þær eru bæði norðan- og sunnanlands. Á meginlöndunum er auðugt af landskeldýrum. Annars er • þekking manna- á skeldýrum og lífi þeirra afar bágborin ennþá, t:d. er ekki vitað hvernig er náttað lífi margra be:rra framan af, hvort lirfurnar eru botnlirfur eða sviflirfur. Eng.'nn íslendingur hefur fengizt við þetta. Hér á Norðurlöndum hafa Danir helzt rannsakað þetta dáiitið. Margir kuðungar höfðu ekk- ert íslenzkt nafn. Guðmundur Bárðarson skírði á sínum tíma kuðunga sem þá vöru fundnir hér og ekki voru áður til nöfn yfir. Varð ég svo að skíra þá, sem síðan hafa fundizt hér. . Nú er ég eiginlega búinn að leggja skeldýrin á hilluna, mað- ur getur ekki haft allt í takinu, —: en verður þó að koma á framfæri í Náttúrufræðingn- um nýjum tegundum sem finn- ast. — En er ekki alltaf leitað til þín varðandi ákvörðun é skeljum? -r— Jú, það er venjulega lelt- n með skeljar af því enginn er í þessari grein, en ekki er ævinlega hægt að svara. T.d. er ný tegund fund- in við ísland og hefur hún nú legið í nokkra mánuði hjá dönskum sérfræðingi, og hefur það eitthvað vaf.'zt fyrir hon- um að greina hana. Hún er skyld öðu, en virðist vera af deild sem aldrei hefur fund- izt í Norðurhöfum. — Er þetta Þá kannski ai- veg óþekkt tegund? — Það gæ.ti komið til mála að þetta væri ný tegund fyr- ir vis'ndin. Það fengust af henni 8 eintök. Þau fengust við Bjarnarey í Vestmannaeyjum. Við Bjarnarey dýpkar afar- fljótt allt upp. í úthafsdýpi. Það er annars merkilegt hve skeldýr geta þolað mis- munandi dýpi o.g þá mismun- andi þrýsting, eða allt frá 200 til 4000 m dýpi. Af íslenzku tegundunum getur glitdiskur- inn verið sérstaklega djúpt. — Er skeljasafnið, sem þú áttir, hér í Fiskideildinni? — Nei, en það er ætlunin að koma hér upp skeljasafni fyrir Fiskideildina, svarar Ingimar og tekur fram suð-. rænan risadisk. heijarmikla ígulskel frá Vestmannaeyjum og fleira. — Áttir þú ekki þátt í ein- hverri fiskabók? 1 ■— Jú, Fiskar í litum kom út í fyrra og ég samdi í hana textana með t.'lliti tíl ísienzkra tegunda. Það var annað verra, það var að skíra alla fislpna á íslenzku svo þeir væru ekki með iatneskum nöfnum ein- um. Það er varasamt verk, og ekki ævinlega vel þokkað ..... Já, ég eyddi sumarfríinu mínu í þessa bók. Ingimar vill sem minnst ræða um ritstörf sín, en þess má þó geta að auk annars sem hann fæst við núna er próf- arkalestur orðabókar Menn'ng- arsjóðs vegna náíttúrufræðiorð- anna, en í henni eiga að veranöfn allra íslenzkra dýra á íslenzku og latínu. Þá les hann einnig prófarkir af útgáfu Vísindafé- Iags íslendinga • á riti Steindórs Steindórssonar um innflutnmg flórunnar og ísaldargróður. Hann van á sínum tíma ásamt tveim öðrum að 3. útgáfu Flóru íslands. Fyrir alimörgum ár- um skrifaði hann ásamt Ing- ólfi Davíðssyni, bókina Garða- gróður, um allar jurtir ræktað- ar í skrúðgörðum á íslandi. Auk þess eru ótaldar • margar vísindaritgerðir. — Þú hefur líka rannsakað sveppi, Ingimar, og skrifað um þá. Hefur nokkur annar feng- izt við þá hér? — Nei, það hefur enginn ís- lendingur tekið sveppina hér til rannsóknar — og ég var svo neyddur út í þá. Sl. vor skrifaðj ég í S'amvinnuna um helztu fegundir sveppa hér til matar, og matartilbúning úr þeim. Ég tók um 20 tegundir. Það hefur farið í vöxt að sveppir væru notaðir til matar hér og ég var að reyna að hjélpa fólki sem hefur verið að spyrja um þetta. Það eru háir plöntusafnahlað- ar inni hjá Ingimar, og það gefur tilefni til að víkja að því efni. — Já, svarar Ingimar, plönt- ur hafa verið mér hugstæðar um dagana. Síðustu '12 árin hef ég fengizt sérstaklega við sérstaká ættkvísl: undafífla. Ég hef nú fengið að láni allt. sem ti] er á söfnum í Osló og Kaupmannahöfn af unda- fíflum og sem safnað hefur verið á islandi. Ætlumn er að fara yfir þetta allt, fá upp fundarstaði og endurskoða. Bæði Danir og Norðmenn hafa safnað hér og flutt úr landi, og þar eru eintök af plöntum sem ekkert eintak er til af í safninu hér á landi. ... Já þetta er erfiðasta ættkvíslin. Og nú er enginn undafífla- fræðingur á Norðurlöndum nema þeir sem íást jafnfr.amt við aðrar tegundir, síðan Norð- maður og Svíi létust, sem báð- ir voru ágætir í þessari grein. — Hvað eru undafíflarnir annars margir? — Það var búið að lýsa 108 undafíflategundum, en síðan heí' ég bætt við 80 tegundum og lýst þeim. Vísindafélagið hefur tekið rit mín um þá til útgáfu. Ég fékk engan til að þýða þetta á latínu og varð því að gera það sjálfur — þótt ég hefði aldrej Jatínu 3ært! í æviskrám má lesa að Ingi- mar hafi verið félagi í Vís- indafélagj íslendinga frá 1931 og heiðursfélagi mun hann vera í Félagi íslenzkra nátt- úrufræðinga. — Þú 'ert furðulegur maður, Ingimar. Þú ert grasafræðing- ur — og líklega éini undafífla- fræðingurinn á Norðurlöndum nú, þú ert orðinn sérfræðingur í aldursrannsóknum á fiskum, þú rannsakar sveppi, skeldýr og snigla bæðj á sjó og landi, þú semur vísindaritgerðir á latinu og lest yfir vísindarit- gerðir annarra áður en þær eru gefnar út. Ejnhverju sinni var mér sagt að fá myndu þau dýr á jörðinni að þú kynnir ekki eínhver skil á þe;'m. Segðu mér svo; hver er þin vísinda- lega menntun? — Ég hef gagnfræðapróf frá Akureyri árið 1913, svarar Ingimar. Svo las ég þýzku og stærðfræði undir 4. bekk vet- urinn eftir. En það voru miklir erfiðleikar þá, bæði almennt, og þröngur persónulegur fjár- hagur. Endirinn varð sá að ég fór til heimiliskennslu o.g svo við barnaskóla og unglinga- skóla á Árskógsströnd. — Ingólfur Davíðsson var þar einn af nemendum mínum. Ég var í Árgerði á Dalvík og hafði þar örlítið bú, jafnhliða því að ég hafði unglingaskóla á Dalvík. — Hve lengi varstu við þetta á Dalvík? — Ég fór til Akureyrar 1923 og var framkvæmdastjórl Gróðrarstöðvarinnar þar í eitt ár í forföllum annars. Að því loknu vann ég svo hvað sem hendi var næst fyrst á eftir, en 1926 fór ég í skrifstofu hjá Gefjunni og var við það til 1936. Ég notaði svo sumurin til plönturannsókna og 1930 i kenndi ég grasafræði við Menntaskólann á Akureyri. j Lárus Bjamason átti Þá að kenna þar dýrafræðj og bað m:'g í guðanna bænum að kenna grasafræðina fyrir sig. Ég varð að fá mann fyrir mig í skrifstofu Gefjunnar. því ég hefði ekki getað kennt mikið með því að vinna í Gefjunar- skrifstofunni frá kl. 8 til 6. — Þú hefur ferðazt víða til plöntusöfnunar? — Já, ég héf farið víða þeirra er'nda; um Eyjafjörð, Fnjóskadal, Hornafjörð, Reyð- arfjörð og Vestfirði, aðallega milli ísafjarðar og Mjóafjarð- ar. Til þess fékk ég styrk úr Sáttmálasjóði, sem þótti mik- ið á þeim tíma. Ég hef farið viðar um Vestfirði en þetta takmarkaða svæði og einnig um Dalasýslu. — Og hvar hefurðu birt árangur ferðanna? — Ég hef aðallega skrjfað í Botanisk Tidsskrift um rann- sóknir mínar og Náttúrufræð- inginn og skýrslu Náttúru- gripasafnsins. Vísindafélag fsl. gaf út rit mitt um nýjar teg- undir undafífla, ennfremur rit Framhald á 10. síðu. Sunnudagur 18. marz 1962 — ÞJÓÐVIUINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.