Þjóðviljinn - 18.03.1962, Page 12
Unglingameistaramótið í handknattleik:
©©
þlÚÐVIUINN
Sunnudagur 18. marz 1962 — 27. árgangur — 64. tölublað
jafntefli móti Finnum 13:13
5000 US hermenn
í gær lék ísl. unglingalandsliðið tvo leiki í ÍJæstved
við Dani og Finna. Fyrri leikurinn var við Dani og sigr-
uðu þeir með 13 mörkum gegn 11, eftir að íslenzka liðið
iiafði haft yfir í hálfleik 6:4. í síðari leiknum á móti
I'innum varð jafntefli 13:13 og var slaðan í hálfleik 6:6.
3víþjóð vann Noreg 15:9 (9:5 í hálfleik).
Það var Frímann Gunnlangs-
Bon, sem fræddi okkur um gang
leikjanna.
Danir gerðu fyrsta markið, 1-0,
J-1 (Gylfi), 2-1, 2-2 (Arni), 3:2
(Arni), 3-3, 4-3, 4-4 (Hans), 4-5
<Kristján) cg þetta var glæsilegt
tnark, 4-6 (Kristján setti úr víli).
Wálfleikur.
Danir gerðu nú hvorki meira né
tninna en fimm fyrstu mörkin í
Bíðari hálfleik, 9-6, 9-7 (Kristján),
10-7, 10-8 (Árni), 11-8, 12-8, 12-9
<Hans), 13-9, 13-10 (Árni), 13-11
<Kristján).
Þetta var mjög góður leikur
fijá strákunum, sérstaklcga fyrri
liálfleikur. Kristján sýndi mjög
góðan leik og liðið féll sem
Sieild vel saman. I liðinu voru:
í>órður, Þorsteinn, Rósmundur,
Sigurður E., Kristján, Steinar,
Hörður, Árni, Gylfi, Björn, Hans.
IVIikiI harátta var í Iciknum cn
Iiann var prúðmannlega leikinn.
Næst var leikurinn milli Sví-
þjóðar og Noregs, sem ég
dæmdi, og unnu Svíar 15:9. Sví-
arnir léku sérstaklega vel.
Þar næst var leikurinn milli
fi’inna og okkar stráka. Okkar
lið gerði fyrsta markið, síðan
áöfnuðu Finrar. Kristján gerði
ijögur næsíu miirk og því næst
gera 'F nnar mark, en Gylfi bæt-
fr 6. markinu við og staðan er
6:2. Finnar setja 4 næstu mörk
®g hálfleikur endar 6:6.
Kristján byrjar að setja mark
í • síðari hálfleik, 7—6, 7—7,
CANNES — ítalska lystiskip-
ið „Venezuela", 19000 lestir,
■strandaði í morgun fyrir utan
Cannes. 200 farþegar voru um
borð og 80 manna áhöfn. Rat-
sjá skipsins bilaði og skipið
steytti á skeri í þoku og
stormi. Leki kom að því og
var það ráð tekið að sigla
því á land.
GUATEMALA CITY - Stjórn-
in í Guatemala hefur látið
herinn taka alla stjórn í höf-
uðborginni. Undanfarið hafa
verið mikil verkföll og óeirð-
ir í Guatemala vegna óánægju
með hina afturhaldssömu
-tjórn iandsins. Verkföllin
byrjuðu sem stuöningur við
mótmæli stúdentasamtakanna
gegn svikum stjórnarinnar í
nýafstöðnum þingkosningum,.
Um 20 menn hafa fallið.
TEL AVIV — Herfiugvélar frá
ísrael gerðu í morgun
rprengjuárás á stórskotaliðs-
-veitir Sýrlendinga fyrir aust-
rn Genesaret-vatn. Utvarpið í
Oamaskus segir að bardagar
hafi geisað á þessum slóðum
í nótt. Sýrlendingar hafi
hrundið árás ísraelsmanna.
Vopnahlé náðist í morgun fyr-
!r tilstilli vopnahlésnefndar S.
í Jerúsalem. Um 20 menn
munu hafa fallið.
8—7, (Lúðvík), 8—8. 9—8 (Lúð-
vík), 9—9, 10—3 (Kristján),
11—9 (Lúðvik), 12—9 (Lúðvík),
12—12, 13—12 (Lúðvik), og
13:13 og þannig- endaði leikur-
inn í jafntefli.
Strákarnir voru orðnir mjög
þreyttir í síðari hálfleik. Liðið
var eins. nema hvað Árni og
Rósmundur skiptu við Sigurð
Hauksson og Lúðvik. Þetta var
rólegur leikur. Finnar reyndu
að brjóta strákana niður í byrj-
Framhald á 3. síðu.
í Suður-Vietnam
MOSKVA 17 3 — Sovétríkin sök-
uðu í dag Bandaríkin um að reka
óyfirlýsta styrjöld gegn föður-
landsvinum í Suður-Vietnam, og
að ógna friðnum í Suðaustur-
Asíu.
RÁÐUNEYTIN í PARÍS VlGGIRT
Franska stjórnin hefur látið víggirða opinbc|rar byggingar í París, og er það gert af ótta við að fas-
istahreyfingin OAS láti til skarar skríða cf kunngert verður samkomulag um frið í Alsíjr sem
veitir Scrkjum sjálfstæði. Myndin er af vélbyssuhreiðri á þaki flotamálaráðuneytisins við Place de
la Concorde.
KRAFAN UM AFNÁM VÖKULAGANNA
Skoðanakönnun erífullum
gangi og Moggi gefst upp
Skoðanakönnunin á togara-
flotanum er í fullum gangi og
segja má Moggaritstjórunum það
til hróss að þeir hafa halað stór-
lega í land og raunar étið ofaní
sig öll stærstu orðin. Hinsvegar
halda þeir enn dauðahaldi í
nokkrar bjánalegar firrur. Þeir
segjast aldrei hafa haldið því
fram, að það séu 8—10 manns of
margt á hvérjum íslenzkum tog-
ara, né heldur segjast þeir hafa
farið fram á afnám vökulaganna
í fyrsta lagi muirveraál
íslenzkum. togurum 8—10
manns fleira en, á sambæri-
I legum þýzkum og enskum
togumm, og enginn dregur í
i efa, að íslenzkir sjómenn séu [
bæði færir og fúsir til að
I vinna jafnmikið starf og
starfsbræður þeirra erlendir.
Klausan sem myndin er af er
úr leiðara Morgunblaðsins þ. 13.
marz og sýnir ljóslega hvað
þeir vildu. Fækkun um 10 manns
myndi þýða afnám vökulaganna
í reynd.
Þessa setningu er að finna í
leiðara Moggans í gær: „Hitt er
svo allt annað mál, að vökulög
eru ekki eins þýðingarmikil í
dag og á þeim tíma, þegar verka-
lýðsfélög voru vanmáttug.“
Skilji nú hver sem getur.
Mogginn segir meginatriðið
vera það að togarasjómenn og
togaraeigendur ræðist öfga og
fordómalaust við. Útgerðarmenn
hafa þegar krafist þess á „öfga
og fordómalausa hátt“ að Alþingi
afnemi vökulögin og stórlækki
kaup sjómanna.
Loks viðurkennir Mogginn, að
fært sé að fækka mönnum á
flotanum, án þess að afnema
hitt, að hásetarnir yrðu þá að
vera þaulæfðir og reyndir tog-
aramenn og þeir fást bara ekki
út fyrir þau smánarlaun, sem
í boði eru og fækkun niðurfyrir
25—26 manns kæmi varla til
greina með núverandi vakta-
skiptum. Breyting á vöktunum
í þaö horf sern útgerðarmenn
vilja koma á þýddi svo kaup-
iækkun þrátt fyrir fækkunina.
Vökulögin verða ekki afnum-
in, né heldur verður þeim breytt.
Þetta finnur Mogginn og viður-
kennir nú, þegar hann ræður
ekki við það fordæmingarbál,
sem harui kveikti á sjálfan sig
með asnasparki leiðarahöfundar-
ins þann 13. þ.m. Mótmælin
streyma að frá skipunum og
verkalýðssamtökunum.
En meðal annarra orða. Hvers-
vökulögin. Þetta er rétt og það
hefur verið skýrt tekið fram hér i vegna þora Moggamenn ‘ekki að
í blaðinu, en svo er að líta á 1 merkja leiðara sína?
*. Ákæran gegn Bandaríkjunum
er sett fram í yfirlýsingu, sem
send er öllum löndum ef þátt
tóku í Genfarráðstefnunni um
Indókína 1954, þegar samið var
um vopnahlé í landinu. Fulltrú-
ar Sovétríkjanna og Bretlands
voru forsetar Genfar-ráðstefnunn-
ar, og nú sendir Sovétstjórnin
einnig orðsendingu til brezku
stjórnarinnar þess efnis að send
verði. samei.ginleg áskorun til
Bandaríkjastjórnar um að Banda-
ríkin hætti íhlutun sinni í Suð-
ur-Vietnam.
I yfirlýsingunni er þess kraf-
izt, að Bandaríkin stöðvi allar
vopnasendingar til Suður-Viet-
nam. að bandarískir hermenn og
hernaðarstarfsmenn veröi látnir
hverfa úr landinu og að herstjórn
Bandaríkjamanna þar verði lögð
niður.
Nú mun vera a.m.k. 5000 banda-
rískir hermenn í Suður-Vietnam
og berjast þeir í. liði Diem ein-
ræðisherra gegn hinum öflugu
skærúliðasvei'tum ■ í landinu.
%
Bandarísku hermönnunum hefur
stöðugt verið fjölgað undanfarið,
og bandarískir liðsforingjar
stjórna hersveitum einræðisherr-
ans, áem mætir geysilegri andúð
hjá þjóðinni. Síðast í gær fórst
bandarísk fiugvél með 96 banda-
ríska hermenn á leið til Suður-
Vietnam.
Sjómanna-
verkfall í USA
SAN FRANCISCO 17/3 — Um
6000 bandarískir sjómenn úr
þrem verkalýðssamböndum á
vesturströnd Bandaríkjanna
hófu verkfall í gær til að knýja
fram hærri iaun.
Fjöldi farþegaskipa og vöru-
flutningaskipa hefur stöðvazt
vegna verkfallsins. Verkfalls-
menn starfa hjá útgerðarfélög-
um, sem eiga samtals 140 skip.
Sveinbjörn Beintcinsson
Félagsvist
í kvöld
í kvöld kl. 20.30 hefst spila-
kvöld Sósíalistafélags Reykja-
víkur að Tjarnargötu 20. Spiluð
verðiir félagsvist og Sveinbjörn
Bcintcinsson, skáld, skemmtir
mcð rímnakveðskap.