Þjóðviljinn - 17.08.1962, Side 7
plÓÐVIUINN
Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón
Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit-
stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17-500 (5 h'nur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði.
Sigur mannsandans
^fturhaldsblöð um heim allan hafa ávallt keppzt um
að gera sem minnst úr vísindaafrekum Sovétrrkj-
anna og hafa iðulega gengið svo langt að afneita þeim
með öllu. Og það væri synd að segja, að íslenzku
afturihaldsblöðin væru neinir eftirbátar erlendra blaða
á þessu sviði. Þannig hefur Morgunblaðið hamrað á
|því árum saman, að afrek sovézkra vísindamanna
væru ékkert annað en svindl og gabb, sem enginn
skyldi leggja trúnað á. Er þess skemmst að minnast,
að Moggi talaði um fyrsta geimflug Rússa sem „stór-
kostlegasta gabb veraldarsögunnar“. En nú er svo
komið, að blaðið mun tæplega treystast til að standa
við þessi stóryrði sín — sem varla er von.
^eimflug þeirra Nikolaéffs og Popovitsj er nýjasta
afrek sovézkra vísindamanna á þessu sviði, — og
jafnvel Morgunblaðið hefur ekki séð sér fært að berja
höfðinu lengur við steininn. Hversu erfitt sem aftur-
haldsblöðunum kann að reynast að kyngja þeim bita,
er það óyggjandi staðreynd, að Sovétrikin hafa með
þessu sannað yfirburði sína í geimrannsóknum. Fær-
ustu sérfræðingar á þessu sviði, eins og sir Bernard
Lovell, forstöðumaður athuganastöðvarinnar í Jodrell
Bank, hafa meira að segja tekið svo djúpt í árinni
að telja, að með þessu hafi Sovétríkin sahnað að þau
geti nú drottnað yfir geimnum og trúlega verði þess
ekki langt að bíða, að þau sendi mann á braut um-
íbverfis tunglið.
J fljótu bragði kann ýmsum að virðast það til held-
ur litils unnið að eyða geysilegum fjárupphæðum
til rannsókna á sviði geimvísinda, meðan óteljandi
vandamál bíða úrlausnar á okkar hnetti. En geim-
rannsóknirnar hafa einnig auðgað aðrar vísindagrein-
ar og stuðlað þar að stórtækum framförum. Það er
(því hin mesta skammsýni, að líta á geimferðirnar og
rannsóknir í sambandi við þær sem einangrað fyrir-
brigði. Það gildir um allt vísindastarf, að það krefst
oft óhemju mikillar þrautseigju, starfs og fjármagns,
áður en það fer að bera frjóan ávöxt í dagiegu lífi
fólks. Afrek Sovétríkjanna á sviði geimrannsókna eru
nýr og glæsilegur sigur mannsandans í þekkingarleit
'hans. Það er ástæða til að óska þeim og mannkyninu
öllu til hamingju með þennan sigur, sem enn eykur
ihorfur fyrir bjartari framtíð allra þjóða heims, fái
þær að búa við frið.
Losnar um tungu
jþað er kunnara en frá þurfi að segja, að ráðherrar og
sérfræðingar núverandi rikisstjórnar hafa undan-
farið verið að makka við ráðamenn Efnahagsbanda-
lagsins um aðild íslands að því. Jafnframt hafa ráð-
herrarnir keppzt við að lýsa því yfir í málgögnum sín-
ium hér heima, að stjórnin hefði engan veginn enn-
iþá markað sér stefnu í þessu máli, heldur væri ein-
ungis verið að „kanna ýmsa mögulei!ka“ o.þ.u.l. Ráð-
herrarnir hafa jafnvel lýst því yfir að þeir hefðu ekki
enn mótað persónulega skoðun síná í málinu. En jafn-
skjótt og þessir menn eru komnir út fyrir landsstein-
ana, verður skjót breyting á. Þá losnar um tunguhaft
ráðherranna. Nýjasta dæmið um þetta er frásögn Morg'-
unblaðsins í gær af fiskiráðstefnu Norðurlanda. Ségir
iþar, að í viðtali, sem sjávarútvégsmálaráðherra átti
við norska blaðið „Aftenposten“ hafi hann komizt svo
að orði: „Eg álít, að við verðum að leita .eftir einhvers
'konar áukaaðild (g^oiiering). Erfitt er að hugSa sér,
að ísíand geti uppfyllt allar þær kvaðir,' sem fúíl að-
ild mundi hafa í för með sér“. Ráðherrann telur auka-
■aðild sem sagt óhjáfcvæmilega, — og fulla adild hugs-
arílega. En hann ihefur ekki séð ástæðu til þess að
skýra Íslendingum frá þessum skoðunum sínum. — h.
Ekki einungis í Sovétríkjunum heldur um
allan heim haía menn ekki talað um annað
meira undaníarna daga en afrek hinna sov-
ézku vísindamanna og geimfara. En um annað
það sem athygli hefur vakið í Sovétríkjunum
og veginn
undanfarið ræðir Árni Bergmanh, fréttarietari
Þjóðviljans í Moskvu, í fréttabréfi því sem
hér er birt, enda er það skrifað rétt fyrir
hina sögulegu daga geimfararinnar.
Nú eru liðin 150 ár síðan
Frakkar og Rússar börðust við
Borodíno undir herforystu Nap-
óleons og hins slægvitra Kútúz-
ofs. Það var mikil orusta og
fræg orðin af kvæðum, endur-
minningum og skáldsögunni
„Stríð og friður“. Síðan hefur
íengst af verið friðlítið í heim-
inum. Og nú er verið að
sprengja.
Það er víst ekki of oft að
hergögn eru notuð i óvéfengj-
anlega friðsömum tilgangi. Þó
kemur það fyrir.
Senn verður farið að reisa
nýja rafstöð á ánni Kama. Þar
verður voldug stífla og allmikið
land fer undir vatn. Og von-
andi verður fiskur í vatninu.
Þetta væri allt gott og blessað
ef ekki vildi svo til, að undir
þessu fyrirhugaða vatni eru á-
gæt olíulög. Nú eru góð ráð
dýr. í Kaspíahafi eru að vísu
byggðar heilar borgir á stál-
fótum til að hægt sé að ná
upp olíu sem liggur á botni
þess, en það er dýr aðferð.
Nokkrum mönnum datt þá það
snjallræði í hug að búa til eyj-
ar og garða á þessu landi áður
en vatnið flæðir yfir. Þar má
síðan reisa borturna.
Verkfræðingar hafa þegar
búið til eina slíka eyju: hún
heitir Píoner og er sem stend-
ur 200 fermetrar að flatarmáli
og rís átta metra yfir jafnsléttu.
Þessi eyja framtíðarinnar var
sprengd saman af hu.gviti. Og
til sprenginganna voru notuð
tundurskeyti. Mikið var að
þessir lævísu fiskar styrjaldar-
innar gátu komið að einhverju
gagni. Verkfræðingarnir eru
mjög ánægði.r með verk sitt;
þeir segjast þurfa um hundrað
tundurskeyti í hverja eyju.
Dagleg umræðuefni
Aiþjóðleg samskipti Sovét-
ríkjanna við önnur ríki eru
margvísleg og hafa margvísleg-
ar afleiðingar. 1 marz í fyrra
var reynt að drepa kónginn í
Jemen. Þar í landi voru þá
nokkrir sovézkir læknar við
störf á sjúkrahúsi í Holeida. Á
þá var kallað til hjálpar. Kóng-
ur var lagður á fágætt teppi í
krýningarsalnum cg þar var
hann skorinn upp af sovézka
lækninum Edúard Vantsjan og
hreinsaður af byssukúlum.
Kóngur þakkaði Vantsjan vel
fyrir og gaf honum uppáhalds-
gæðing sinn í þakklætisskyni.
Gæðingu.rinn heitir Raada, sem
þýðir „þruma“ og er nú kom-
inn í höfn í Odessu.
Iþróttaviðburðir voru fleiri
en u.pp verði talið. Það var
fylgzt með knattspyrnuleikjum
í Chile með mtkilli eftirvæpt-
ingu. Svo tapaði sovézka liðið
fyrir heimamönnum. Sem betur
fór kom Benny Goodman með
djassbandi sínu (sjálfur Sjosta-
kovítsj lét vel af honum eftir
Ameríkuför sínaj og hélt hljóm-
leika hér cg þar (allír miðar
u.ppseldir). Ameríski píanóleik-
arinn von Cliburn kom líka:
hann varð fyrstur útlendinga
t'.l að halda hljómleika í þing-
höilinni í Kreml. Það er sumar
og leikhús hafa hvílt sig, en
það hefur verið mikið um
létta músik frá ýmsum löndum
í skemmtigörðum. Veður var
frekar kalt.
Kvikmyndamenn unnu enn
Eftir ÁRNA
BERGMANN
einn sigur: þeir sýndu „Bernsku
ívans“, sfem verður skipað í röð
góðra,’ uppljómaðra mynda
þeirra um manninn á bak við
styrjöldina. Bernska Ivans seg-
ir frá tólf ára dreng sem missti
alla ættingja sína í stríðinu og
á sér síðan aðeins eina hugsun:
að taka þátt í sigrinum yfir ó-
vininum. Hann fer í hættulegar
rannsókna.rferðir að baki víg-
línunnar.' En á næturnar er
hann aftur lítill drengu.r sem
hleypur um skóginn og sandinn
undir sól friðarins.
Kjöt og smjör
Landbúnaður hefur aftur ver-
ið á dagokrá hjá stjórninni.
Verð á kjöti og smjöri var
hækkað úm 30n/0 eins og menn
mu.na. Slík ráðstöfun er borg-
arbúu.m auðvitað ekkert fagn-
arefni. Miðstjórn flökksins og
ríkisstjórnin skrifuðu bréf til
almennings um þetta mál. Þar
er rætt um þær ráðstafanir sem
að undanförnu hafa verið gerð-
ar til að styðja búin, þær hafi
ekki reynzt nógu róttækar. Árið
1961 vaf meðalframleiðslukostnr-
aðu.r á. sentner (100 kg.) af
nautakjötí 88 rúbiur, en verð til
búanna var aðeins 5S,1 rúbla,
m.ö.o. flest ríkis- og samyrkju-
bú töpuðu á kjötframleiðslu, og
því meir sem þau framleiddu
meira. (Innkaupsverð á korni
og grænmeti er sýnu hagstæð-
ara). Það hafi því verið ákveð-
ið að hækka innkaupsverð á
kjöti um 35% að meðaltali (nú
verða greiddar rúmlega 90
rúblur fyrir sentner af nauta-
kjöti cg 105—130 rúblur fyrir
svínakjöt). Þá hafi eðlilega
vaknað sú spurning: hvar átti
að taka þessa peninga. 1 bréf-
inu segir að ekki hafi verið
mögulegt að skera niður fjár-
festingu í öðrum greinum eða
útgjöld til varnarmála eða
menningarmála. Átti þá að
hækka verð á öðrum vörum
(brennivíni, tóbaki)? Nei, segir
í bréfinu, og kemur það til,
að verzlanir hafa mjög víða um
land hvergi nærri getað full-
nægt eftirspurn eftir kjöti og
smjöri, því hafi kjötverð í reynd
verið allmiklu hærra en ríkis-
verðið, þar sem menn háfa orð-
ið að kaupa það á frjálsum
markaði.
Blöðin lögðu áherzlu á að hér
væri um tímabundna ráðstöfun
að ræða sem muni að lokum
verða neytendum til hagræðis.
Bændur hljóta að sjálfsögðu að
vera ánægðir með þessa tekju-
aukningu, en þeir eru enn þann
dag í dag mjög stór hluti þjóð-
arinnar.
í Kreml var haldin ráðstefna
um stjórn landbúnaðarmála.
Krústjoff hélt þar ræðu um
betri skipulagningu vinnunnar,
um au.kna ábyrgð ráðamanna
gagnvart vísindalegum fram-
Bernska ívans er mannleg mynd
um ómennskar þraútir: tólf
ára drengur tekur þátt í styrj-
öld. . . .
★
förum í landbúnáði. Við förum
iiia með vinnuafl, sagði hann,
kannske er aftan í 20 pijalta-
konur hnýtt þrem starfsmönn-
um ti’l þess eins að skjalfesta
mjólkiha; einátt gera þrír menn
það sém einn gæti gert. Einnig
væru alltof margir sérh létu
vísindin sér eins Og vind um
eyru þjóta en ynnu „eins og
arhma og afi“. Höfuðvferkefni
ráðstefnunnar var að ákveða
nánar starfssvið og starfshætti
hinha nýstófriuðu framíeiðslu-
ráða landbúnaðarins, sem kom-
ust á laggirnar eftir síðasta
miðstjórnarfund um landbúnað.
Krústjoff sagði þau hefðu hing-
að til gegnt hlutverkum sínum
sómasamlega, sáning hefði geng-
ið vel nú í vor.
Atvinmi/íf
Krústjoff hefur gert víðreist
um landið. Hann hefur heim-
sótt samyrkjubændur og talað
við þá um uppskeruna. Hann
heimsótti fiskimannabæinn Mur-
mansk en þar var þingað um
ráðstafanir til að efla fiskveið-
ar' iandsmanna.
Skipulagsmál iðnaðarins voru
einnig á dagskrá. Frumkvæði
atvinnumálaráðsins í Lvof hef-
ur vakið athygli. Þar voru
skipulögð svonefnd firmu. —
Dæmi: 1 Lvofhéraði voru fimm
skóverksmiðjur í ýmsum borg-
um, sjálfstæð fyrirtæki með
misjafnlega góðri tækni og
heyrðu svo beint undir ein-
hverja deild í atvinnumálaráð-
inu. Þessi fýrirtæki voru sam-
einuð í eitt, skógerðin í Lvof
er þá sett til forystu en hinar
eru útibú frá henni. Þetta gefur
góða raun. Skipulagning skó-
gerðar er þá komin á einn stað,
auðveldara reynist að samhæfa
og bæta tæknilegan útbúnað
fyrirtækjanna, allskonar þjón-
ustu við skögerð (viðgerðir véla
o.s.frv.) vefða auðveldari þar
eð állt verður í stærra stíl; til
dæmis hefur firma ráð á vel
útbúnum rannsóknarstofum og
teiknistofum sem smærri fyrir-
tæki geta ekki risið undir. Þeir
í Lvof hafa nú skipulagt fleiri
firmu u.pp úr smærri fyrirtækj-
um með skylda framleiðslu, og
að líkindum verður þetta reynt
í fleiri - héruðum landsins.
Stjórnarvöldin sendu frá sér
samþykkt u.m húsnæðismál. Þar
er lögð áherzla á að efla skuli
samvinnubyggingarfélög — og
það ekki aðeins í stærri borg-
um heldur og í þeim smærri.
Meðlimir í slíkum byggingarfé-
lögu.m leggja á borðið 40% á-
ætlaðs kostnaðar, en ríkið lán-
ar afganginn til 15 ára. (í slík-
um samvinnubyggingarfélögum
eiga menn íbúðirnar en geta
ekki selt þær á frjálsum mark-
aði; fari þeir úr íbúð sinni fá
þeir aftur þá upphæð sem þeir
lögðu fram). Þessi ráðstöfun er
gerð bæði til þess að meira
verði u.m fjölbýlishús á þeim
stöðum þar sem þéir, er býggja
yfir sig sjálfir, hafa aðallega
reist einbýlish.ús (með því móti
sparast bygingarefni) og svo
til þe:s að virkja betur spari-
fé manna í þágu byggingar-
starfsemi. Ekki mu.n þetta hafa
áhrif á þær húsbyggingar sem
ríkið sér aigjörlega um sjálft.
Það er alltaf eitthvað að ger-
ast. í ár útskrifuðust 320 þús-
und sérfræðingar úr háskólum
Sovétríkjanna og 445 þúsund úr
• iðnfræðiskólum. Þetta er mikið
lið og dýrmætt.
g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. ágúst 1962
Hvað gera menn þegar þeir komast á ellilaun? Alexí Políkar-
pof, sem er 63 ára, hefurvalið viturlega: hann hefur ferðast
meir en tíu þúsund kílómetra fótgangandi um Sovétríkin. Að
sjálfsögðu skrifar hann seinna bók um það sem hann sá.
Svertingf græddi tugi
milljóna á „göldrum”
Suður-Afríka mun vera það |
Iand þar sem kynþáttamisrcttið
er hvað magnaðast í heiminum.
Þar hafa nýlega verið sett of- ;
sóknarlög, sem gert gætu Mc- :
Carthy grænan af öfund í gröf
sinni og fengið Hí.tlev til að rísa
á fætur og hrcpa „ÍIeil“. Samt
sem áöur er þr.r einn svartur
milljónamæringur — og auðæfi
sín hefur hann grætt með „göldr-
um“.
Maður þessi heitir Khotso Set-
hu.ntsa og er áttræðu.r að aldri.
Allt frá því 1922 hefur hann selt
löndum sínum töfragripi og að
hans sögn eru margir forystu-
manna hinnar hvítu herraþjóðar
meðal viðskiptavina hans. Vernd-
arengi.il hans er líka hvítur og
er það enginn annar en Kruger,
forseti Búaríkisins í Suður-
Afríku. Andi Krugers gamla
hlýtur að vera býsna séður í fjár-
málum því Sethuntsa á nú sjö
búgarða sem kosta munu u.m 35
milljónir króna og 700 verkamenn
hefur hann í þjónustu si.nni.
Sethuntsa býr í glæsilegri höll
og á átta eigmkonur. Hann er
hrifinn af bifreiðu.m ;g hefur átt
fimmtíu u.m ævina. Hann kveðst
hafa dáið tvisvar en hafa vaknað
til lífsins að fáeinum dögum
liönum í bæði ski.ptin. Hann er
ólæs.
Meðal annars vegna óiæsisins
tekur hann aðeins við stað-
greiðslu iýrir vöru sína. Og hún
er æði dýr. Lágmarksverð töfra-
armbands, hrings eða beinflísar
er um 2500 krónur. En gripir
þessir eiga líka að lækna eigend-
ui'na af öllu.m sjúkdómum. Árið
1957 krau.p sonu.r Verwerds for-
sætisráðherra frammi fyrir hon-
um og keypti sér töfrahálsmen
fyrir 13.000 krónu.r.
Nýlega var Sethuntsa spurður
að því, hvenær hann hyggðist
draga sig í hlé og hætta við-
skiptum.
★
Hann glotti og sagði: Ég mun
leggja upp laupana og deyja fyr-
ir fullt og allt dagrnn .serpyjjjjóðT
ernissinnastjórnin verðu.r bro’tin
á bak aftur.
Skemmdarverk í
viðreisnar stað
uAukln framleiSsla er undirstaSa
bœttra lifskjara''
Þessi orð voru meginkjarn-
ínn í stefnuyfirlýsingu núver-
andi ríkisstjórnar, þegar hún
tók við völdum. Á fram-
Isvæmd hennar átti viðreisnin
að byggjast og hún var for-
sendan fyrir því, að ríkis-
stjórnin fékk umbeðin frest
til þess að efna loforð sín.
Engin ríkisstjórn, er setið
hefur að völdum á íslandi
hefur gengið jafn herfilega á
bak oröa sinna og „viðreisn-
arundrið", sem nú er farið
að kalla hana. Á stjórnarferli
sínum- hefur hún gert við-
reisnarnafnið að því öfug-
mæli, að það mun taka ára-
tugi að vinna því oröi aftur
upphaflega merkingu í ís-
lenzku múji.
Engu.m kemur til hugar að
deila um það, að sjávarútveg-
ur sé önnur meginundirstaða
íslenzkra atvinnuvega og sá
sem gefur langsamlega stærst-
an hlut þess gjaldeyris, sem
við noitum til viðskipta við
aðrir þjóðir. Þess vegna hafa
allar ríkisstjórnir á undan
þeirri, sem nú situr, taJið það
vera megin hlu.tverk sitt að
stu.ðla að því að fiskveiðarn-
ar mættu ganga sem hindrun-
arminnst, enda þótt þar hafi
cft misjafnlega tekizt. Hjá nú-
verandi ríkisstjórn hefur hins
vegar ekki örlað á slíkri við-
leitni, þrátjt fyrir eiða og orð,
heldur þvert á móti. Hún hef-
ur bókstaflega snúizt af al-
efli gegn eigin yfirlýsingum
og allri ef( ilegri þróun í fram-
leiðslumálum.
I byrjun árs 1961 stöðvar
hún og eyðileggur vetrarver-
tiðina í Vestmannaeyjum og
síðar við Faxaflóa, með því
að hindra kjarasamninga og
samninga við útgerðarmenn
um fiskverðið. Hins vegar tví-
lækkar hún gengið á þeim for-
sendum að hún sé að bjarga
sjávarútveginum, en leiðir
þannig yfir hann stórhækkun
á útgerðarvörum, auk dráps-
klyfja vaxta cg gjalda á af(-
an útgerðarreksíur.
Að þessu búnu stöðvar hún
togaraflota landsmanna um
fimm mánaða skeið cg fjötrar
þannig mikiivirkustu fram-
Ieiðslntæki þ,ióð-»rinnar. Ein-
mitt þá hefur ríkisstjórnin ný-
íokið við að uppljúka stórum
svæðum landhelginnar fyrir
fiskiskipum annarra þjóða, svo
þau hafa auk landhe’.gisfríð-
iudanna ferp-ið þann aukabita,
að I.osna við íslenzka togara-
flctann af miðunum. Slíkt at-
ferli mun lengi í minnum haft.
Engin rök hefur ríkisr.ljórn-
inni tekizt að færa fram fyr-
ir stöðvun togaraflotans, enda
eru slík rök ekki til. Allir
vita, að laun togarasjómanna
eru svo hvcrfandi lítit' hluti
af rekstrarkostnaði skipanna,
að því fer fjarri að þau ráði
nokkrum úrslitum um hag tog-
araútgerðar, nema þegar svo
er komið, sem nú var, að
kaup sjómannanna er orðið
svo Iágt, að ekki fást lengur
hæfir menn á skipin. Þess
vegná gáitu krofur togarasjó-
manna aldrei orðið nein rök
fyrir því að stöðva flotann,
heldur þvert á móti. Ekki
hefur ríkisstjórnin heldur get-
að skýrt, hvernig á því stend-
ur, að erlendir útgerðarmenn
hafa haldið skipum sínum til
veiða á Islandsmiðum og hagn-
azt vel, meðan þeir íslenzku
lögðu sínum, sem þö hafa ó-
líkt hagkvæmari aðstöðu til
veiðanna og í mörgum tfl’fell-
um mun betri skip og veiði-
tæki.
Ríki.sstjórnin hefur hins veg-
ar með fimm mánaða stöðv-
un tsgaraflotans sannað, að
hún hefur ekki á.huga fyr-
ir framkvæmd þeirra loforða
sinna, að auka framleiðsluna
og bæta lífskjörin. En í aug-
um almennings er atfcrli
hennar ckki aðeins svikin lof-
orð, heldur lirein og bein
skemmdarverk í atvinnulífi
landsmanna. Þessa afstöðu
sína til aukinnar framleiðslu
cg bættra lífskjara þótti rík-
isstjórninni þó ástæða til að
sanna betur.
Með stöðvun járniðnaðarins,
þar sem hún hindrar gerða
samninga, seinkar hún undir-
búningi síldveiðanna um fjór-
ar vikur, en eftir að hún get-
ur ekki lengur spornað gegn
samningum í járniðnaðinum,
lul'dur hún samningum um
síldveiðikjörin svo fast í greip
sinni, að ekki er hægt að
hefja síldveiðarnar fyrr en
liðnar eru þrjár vikur af
venjulegum veiðitíma. Og
kverkatak’l losar hún ekki
fyrr en erlendi síldveiðiflot-
inn er farinn að tilkynna
metafla. Þá fyrst er deilan um
síldveiðikjörin leyst með laga-
boði á kostnað sjómanna.
Síðustu aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í baráttu hennar við
gjöfula náttúru íslands og
dugmikla vinnuþjóð er svo
söltunarbannið á síldinni, sem
nú er aíj étt í bili. Þar runnu
ennþá milljónatugir úr greip-
um þjóðarinnar vegna þess
að um stjórnvölin héldu menn
og flokkar, sem tekizt hafði
að blekkja of marga alþýðu-
menn til að trúa því að hin
raunvcrulega stefna væri að
auka framleiðsluna og bæta
lífskjörin.
Nú hefur dýrkeypt reynsla
sannað þessu fólki, að vonir
þess og trú var notað til þess
að framkvæma hið gagnstæða.
Ríkisstjórnarherrarnir standa
nú vissulega frammi fyrir al-
þjóð sem réttir og sléttir
skemmdarverkamenn í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Þó
ský'.di cnginn halda, að þau
verk séu unnin út í bláinn.
Þau eru unnin vitandi vits
til þess að stöðva efnahags-
lega cg félagslega framsókn
alþýðunnar í landinu. — unn-
in samkvæmlt fyrirskipun auð-
jöfranna í risalöndum kapítal-
ismans gegn loforði um það,
að lítil klíka íslenzkra auð-
manna og pólitíkusa fái þjón-
ustu sína vel greidda. Það
þjónustugjald mun vcrða pró-
senta af sölu íslenzkra lands-
gæða, aröshluti af ódýru
vinnu.afli íslenzkra Iauna-
manna. ”■ .....
Þetta er skýringin á því, að
viöreisnin hefur snúizt upp í
andstæðu sína, og Ieitt til
skemmdarverka. Og þau verk
fær enginn stöðvað nema sam-
tök launafólksins í landinu.
Þau ein erU fær um að knýja
fram þá stjórnarstefnu, ’sem
vinnur að aukinni framleiðslu
cg bættum lífskjörum, en til
þess verða núverandi valdhaf-
ar að víkja — og það sem
fyrst. St.
Föstúdagur 17. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN —