Þjóðviljinn - 17.08.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.08.1962, Blaðsíða 9
Gunnar Felixson sækir að Valsmarkinu, en Björgvin hefur boltann. Eins og fyrr hefur verið sag'í frá hefur Körfuknáttleikssárh-B band íslands ákveðið þátttöku íl Polar Cup keppninni, sem hald-B in verður í Stokkhólmi í nóv-H ember, keppni þessi gildir jafn-™ fram sem Meistaramót Norður- ■ landa í körfuknattleik, en þátt- takendur eru frá Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku og íslandi. Samkvæmt tillögu KKÍ sam- þykkti Alþjóða körfuknattleiks- sambandið (FIBA), að Polar Cup keppnin verði jafnframt svæða- keppni í undanrásum Evrópu- meistarakeppninnar, sem haldin verður í Póllandi 1963. Þá hefur verið ákveðið, að landsleikur verði milli Islands og Skotlands í Glasgow hinn 29. cktóber n.k., og hefur lands- liðið þar viðkomu á leið sinni til Stokkhólms. í sambandi við Polar Cup keppnina verður haldin fyrsta norræna körfu.knattleiksráðstefn an, verða þar rædd sameiginleg áhugamál körfuknattleiksmanna á Norðurlöndum. Þjálfun landsliðsins Bandaríski körfuknattleiks- þjálfarinn mr. W. John Wood, starfaði hér á vegum KKÍ, fyrii milligöngu Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, frá 2. maí til 28. júlí. Mr. Wood veitti all- stórum hópi unglinga tilsögn, en auk þess þjálfaði hann hóp pilta, sem væntanlegt landslið verður síðan valið úr. Allir þeir sem nutu þjálfunar Mr. Wood- luku upp einum rómi, að betri þjálfara og leiðbeinanda hefðo þeir ekki getað kosið að fá Væntir stjórn KKl að mikill og góður árangur eigi eftir að koma í ljós af dvöl Mr. Wor'd hér. Hefgi Jóhannsson landr^ liðsþjálfari tók við æfingum, er Mr. Wood fór. Happdrætti Húsaleiga og annar kostnáð- ur við landsl-'ðsæfin.gar mun nú vera nálægt 30 þúsu.nd krónur, og ,má ætla að sá kostnaður hafi náð 10 þúsundum er æf- ingum lýkur í haust. KKÍ er févana, eins og önnur sérsam* bönd. Ti.l að vinna upp í þenn- an kostnað og til að afla far- areyris á landsleikina í Skot- landi og Svíþjóð hefur KKl efnt til happdrættis. Vinninguc er Volkswagen eða Landrover bifreið eftir eigin vali. Miðar eru aðeins 40^00 og kcsta 100 kr. stvkki.ð, en dregið verður 15 október n.k. Er því hér um ó* venjulega hagstætt happdrætti að ræða. Stjórn KKÍ heitir á alla körfuknattleiksmenn og velunnara þessarar ungu, en glæsilegu íþróttagreinar, ad styrkja starfsemi samþandsin3 með því að kaupa miða og hjálpa til við sölu þei.rra. Tak- ist að selja alla miðana, er fjárhagsleg trvgging fengin fyr- ir ferðinni til Stokkhólms og Glasgow. Skoraði úr hornspyrnu og Volur nœldi í eitt stig Það var hvass hliðarvindur þegar KR og Valur mættust á Laugardalsvellinum í fyrra- kvöld og þar af leiðandi frem- ur óhagstætt veður til keppni. Ekki leit vel út hjá KR þar sem Bjarni, Hörður og Garðar voru ekki búnir að ná sér eftir landsleikinn fræga á dögunum. En varamennirnir stóðu sig mjög vel í stöðum þeirra og mun betur en búizt hafði verið við. Náði KR liðið að sýna oft á tíðum árangursríkan leik, og í fyrri hálfleik réð það gjörsam- lega yfir miðjunni, og ljósu punktarnir í leiknum voru þess. Þó voru KR-ingar fremur heppnir að setja fyrra markið, en það verður að skrifast á Björgvin markv. Vals, sem kom vanhugsað út úr markinu á móti skcti Gunnars Felixsonar sem fór yfir Björgvin og í net- ið 1:0. Gunnar F. skapaði sér tvö mjög góð tækifæri til viðbótar, en var afar óheppinn í bæði skiptin. Hið fyrra sinn bjargaði Biörgvin markv. naumlega, en laglega, og síðar skaut hann rétt utanvið stöng. Valsmenn. áttu hinsvegar eng- in tækifæri. í "fýrri. hálfleik. og samleikur þeirra var ál-lur í molum. Síðari hálfleikur Það blés ekki byrlega fyrir Valsmönnum á fyrstu mín. síð- ari hálfleiks, því að á 4. mín. sáu þeir knöttinn öðru ^sjpni í. eigin marki. Halldór Kjartans- son (kom inná fyrir Svein Jóns- son sem varð að yfirgefa leik- völlinn vegna meiðsla seint í fyrri hálfleik) sendi háan svíf- andi bolta fyrir markið og Árni skallar frá en fyrir fætur lA L.U.T.J. St. Mörk. 7 4 12 10 17:8 Fram 7 3 13 9 13:5 KR 8 3 2 3 9 16:10 Valur 8 3 2 3 9 11:6 ÍBA 8 4 4 0 8 18:15 ÍBl 8 0 7 1 1 1:32 Jóns Sigurðssonar, sem spyrnti föstu skoti af vítateig, og hækkaði við það markatala KR 2:0. Elías Hergeirsson átti litlu síðar þrumuskot af vítateig sem Heimir fékk þó varið með því að varpa sér endilöngum. Þorsteinn Sæmundsson kcmst á 25. mín. í gott færi en skaut hárfínt framhjá. Að vísu lagði hann knöttinn fyrir sig með hendinni, en dómarinn tók ekki eftir því. Bergur Guðnason komst einnig í gullið tækifæri skömmu síðar, en leit ekki upp og spyrnti beint í fang Heimis' sem kom út á móti. Eins og sést á þessari upp- talningu hér á undan voru Valsmenn vaknaðir til lífsins. Þó náðu þeir ekki neinum tök- um á leiknum, heldur varð þarna fremur um slembilukku að. ræða. Eftir skamma stund voru KR-ingar í hörkusókn og þriðja markið lá í loftinu. Knötturinn er sendur fyrir markið og Árni skallar frá en til Gunnars Fel- ixsonar sem spyrnti strax föstu skoti á markið, en Björgvin sló knöttinn upp undir stöng og datt hann á markalínuna, en Björgvin fékk bjargað öðru sinni, nú á síðustu stundu. Tíu mín. veru nú til leiksloka og íarið var að skyggja. Vals- mönnum var dæmd hornspyrna, og hvað skeði? Mark! Sá fátíði atburður gerðist að Matt.hías skoraði viðstöðulaust úr horn- spyrnunni. (Gái'ungarnir sögðu að KR-ingar hefðu verið að tala saman ,og ekki verið við- !*' ■ V ,íkí fat sL’ . ; ' * -o t, tlíB ■>’*'*• búnir). Og aftur áttu Valsmenn eftir að koma áhorfendum á ó- vart. Mínútu fyrir leikslok sendir Elías knöttinn fram til Bergs, sem renndi knettinum framhjá Heimi og jafnaði þar með leikinn og nældi í dýrmætt stig fyrir Val. Osanngjörn úrslit miðað við gang leiksins en þó geta KR- ingar vel við unað þar sem helmingur af liði þeirra er á sjúkrGista. Dómari var Baldur Þórðar- son. H. Tap og sigur í Njarðvík I fyrrakvöld lék færeyska landsliðið sinn síðasta leik hér á landi að þessu sinni. Það lék gegn Keflvíkingum á grasvell- irium í Njarðvík. Keflvíkingar höfðu mikia yfirburði í fyrri hálfleik og skoruðu 4 mörk gegn 1 marki Færeyinga. I síð- ari hálfleik snérist leikurinn við og skoruðu Færeyingar eitt mark en Keflvíkingar ekkert. Leikurinn endaði þannig með sigri Keflvíkinga, 4 mörk gegn 2. Þá fór einnig fram leikur í 3. fl. milli Færeyinga og Kefl- víkinga. Færeysku drengirnir hefndu þar fyrir hina eldri cg sigruðu með mi.klum yfirburð- um eða 5 mörkum gegn' einú. leiöbeint um íþróttir í Þing- eyjarsýslu, og er áhugi þar mikill. Þingeyingarnir vöktu sérstaka athygii á ineistara- mótinu fyrir það, að þeir voru sein samstilltur hópur, allir í sínum félagsbúningi og eins æfingargnla. En á það vill skorta h.já Reykjavíkur- félögunum og setur það leið- iniegan svip á mótið. Það er miitið u m vcríiaunaveitingar á frjálsíþróttamótum sem kunnugt er. cg mæfeti gjarnan bæta við verðlaunum til þess félags, sem sendir snyrtileg- astan hóp til keppni. Þingeyingar sendu fjölmenn- ast /. iö utanbæjarmanna á meistaramótið í frjálsum í- þróttum, scm Iialdið var um síðustu helgi. Iiér á myndinni sést einn þeirra, Guðmundur Ifailgrímsson, varpa kúlunni. Ilann komst í úrslit bæði í krhlglukasti og kúluvarpi. — Siefán Kristjánsson íþrótta- kennari hefur nú í sumar og í fyrra verið fyrir norðan og Föstudagur 17. ágúst 1962 ÞJÓÐVIL JINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.