Þjóðviljinn - 17.08.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 17.08.1962, Page 10
 Ilin árlcga Kíclarvika er nú nýafstaöin meö hersýningum og flota- sýningum. Hernaðarbragurinn á vikunni verður stöðugt umfangs- meiri eftir því sem floti Vestur--I»ýzkalands stækkar, en hann vex nú stöðugt. Myndin sýnir sjóliða og eitt af herskipum vesturþýzka flotans. Ný byggingarsvæði skipulögi Frsötih'ald af 12. síðu. lóðaþörfinni verði að þessu marki fullnægt, svo sem með öflun nauðsynlegra tækja og árlegum fjárframlögum til gatna- og holræsagerðar og annars, er til'heyrir undirbún- ingi byggingarsvæða." 1 framsöguræðu benti Guð- mundur á, að í álitsgerð um skipulagsmál Reykjava'kur, sem danski sérfræðingurinn Breds- dorf samdi á sl. ári, væri gert ráð fyrir, að hér í Reykjavík þyriti að byggja að meðaltali um 937 íbúðir á ári næstu 20 árin til þess að fullnægja þörf- inni vegna eðlilegrar íbúafjölg- unar. Fyrstu árin yrði þessi tala að vísu lægri eða um 850 íbúðir en færi svo hækkandi ár frá ári. Nýlega er nú lokið úthlutun þeirra lóða, sem ætla má, að til- búnar verði til úthlutunar á þessu ári. Eru það 100 lóðir und- ir um 441 íbúð og er þannig ekki fullnægja nema um helmingi þess sem byggja þarf vegna íbúa- fjölpunarinnar, enda lisgia fvrir ófullnægðar 387 lóðau.msóknir fyrir ca. 1000 — 1080 íbúðir. Guðmundur sagði. að það væri alvarlegt ástand, þegar ekki væri séð fyrir lóðum af borgarinnar hálfu nema und- ir helming þeirra íbúða sem byggja þyrfti. Afleiðingin gæti ekki orðið önnur en stöðnun í byggingum og síðan húsnæð- isskortur. Þá benti Guðmundur á, að á undanförnum árum hefði seina- gangur í skipulagsmálum oft taf- ið nauðsynlegar íbúðabyggingar, enda hefði borgin nú ekki yfir að ráða nægilegum fjölda tækni- menntaðra manna til þess að vinna þessi störf síðan hún hrakti verkfræðinga úr þjón- ustu sinni. Kvað hann yfirvof- andi, að á næsta ári yrði mikill Ekortur á lóðum til úthlutunar. Borgarstjóri taldi, að á svæð- um við Háaleiti, í Elliðaárvogi og við Kleppsveg yrðu í haust og á næsta ári tilbúnar lóðir fyrir um 550 íbúðir. Á Fossvogssvæðinu yrði hægt að hefja byggingar á næsta ári og yrði á næstu 3—4 árum hægt að úthluta þar lóðum undir íbúðir fyrir 10—12 þúsund manns. Einnig væri verið að gera frumdrætti að skipulagn- ingu Árbæjarbletta og Seláss, þar sem ætti að rísa 5000 manna hverfi. Taldi hann, að þetta ætti að fullnægja þöriinni á næstu árum og tillaga Guðmundar væri því algerlega óþörf og flutti hann frávísunartillögu við hana. í sama streng tók Gísli Hall- dórsson. Þá sagði hann að búið væri að úthluta í ár lóðum und- ir 550 íbúðir (siðar hækkaði hann þá tölu u.pp í 600) en í ljós kom, að hann reiknaði með kjallara- íbúðum, sem ekki er leyfilegt að byggja! Guðmundur Vigfússon benti á, að með sama hraða á skipulags- framkvæmdum og verið hefur | væru engar líkur til þess, að. lóðir undir þessar 550 ibúðir, sem borgarstjóri talaði um að yrðu | tilbúnar í haust eða fyrra hluta , næsta árs, enda væri ekki nóg að koma skipu.laginu á pappír- inn. Bæri það ljósast vitni um ástandið í þessum málum. að enn lægju fyrir 387 lóðaumsóknir ó- fullnægðar. Tók . Kristján Bene- diktsson í sama s.treng. Allmiklu umræður urðu um þetta mál en unnt er að rekja hér en að þeim loknu.m var frávísu.n- artillaga borgarstjóra samþykkt að viðhöfðu nafnakalli af íhalds- mönnunum 9 og Óskari Hall- grimssyni gegn atkvæðum Al- þýðu.bandalags- og Framsóknar- manna. Geimfararnir til Moskvu á morgun f «RttlAMNNUSTOrA 00 VBUKffStot Laufásvegi 41a. Framhald af 1 síðu. gefa þá skýrslu að þeir séu báðir við hina ágætustu heilsu. Hjart- slátturinn er íullkomlega eðlileg- um og sömuleiðis blóðþrýstingur- inn og annað sem mest reynir á í geimferðum. Sovézki líffræðingurinn A. Genin segir í blaðinu „Trud“ að frammistaða geimfaranna eitir að þeir tóku að hemla geimskipum sínum og í lendingunni hafi verið frábær, en þá reyndi sérstaklega mikið á þrek þeirra, þjálfun og hæfni. Áreynslan hafi verið mun meiri hjá þeim en fyrri geimför- j um vegna þess að þeir hefðu ver- 'ið búnir að leggja eriiða vega- lengd að baki úti í geimnum. i Þessar löngu geimferðir þeirra I NikolaéífswÓg'‘Popovitsj sanni, að frá lífrSéðiíegu sjónarmiði séu ferðir til annarra hnatta, og sér- staklega til tunglsins, framkvæm- anlegar. Heillaóskir frá Kennedy Heillaóskaskeyti Kennedys til Krústjcffs var fyrsta fréttin í Moskvuútvarpinu í dag. Fjöldi ráðamanna u.m heim allan hafa sent Krústjoff og Sovgtstjórninni heillaóskir £ tilefni hinna nýju vísindasigra. Umfangsmikill undirbúningur fer nú fram í Moskvu til að gera komu geimfaranna þangað sem hátíðlegasta. M.a. verða þeir sæmdir nýjum heiðursmerkjum, sem veitt eru þeim er farið hafa milljón kílómetra leið í geimn- um. Mikið afrek Sedoff prófessor, sem kallaður hefur verið „faðir spútnikanna", ! sagði í sjónvarpsviðtali í dag, að ferðir beggja geimíaranna hefðu verið nákvæmlega samkvæmt á- I ætlun, eins og hinar velheppnuðu . tilrau.nir sýndu. Sovézkir vísinda- menn gætu nú með öryggi sent gervihnött á nákvæmlega sömu brau.t og annar gervihnöttur er á. Einnig hefði verið leyst vanda- (málið um lendingu stórra geim- skipa. Afrekið myndi hafa j skjót og mikilvæg áhrif á alþjóðaástandið og framvindu ; friðarþgrátt.unnar í heiminum. j Bandaríski hétshHÖfðinginn frægi, Douglas MacArthur, sagði í Washington í dag, að „tvíbura- geimferðin" væri stórkostlegt af- rek, sem væri hafið yfir allar deilur og ríkjatogstreitur. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í dag að geimferðir þeirra Nikolaéffs og Popovitsj væru stórkostlegur viðburðu.r og spáðu góðu um írekari vísinda- sigra mannsins í geimnum. Þetta afrek hlyti að sýna öl'um fram á, að styrjaldir væru óhugsandi. Geimfararnir og vísindamennirn- £r, sem að ferðinni unnu. hefðu unnið sér tíl mikillar sæmdar. Afrek þeirra væru merku.r skerf- ur til baráttunnar fyrir friði og útrýmingu styrjalda. Arbælarskemmtun á af mælisdegi Reykjavikur Eins og skýrt hefur verið frá í fréttu.m hefur sú nýlunda verið tekin upp í sambandi við Árbæj- arsafn að efna til þjóðlegra skemmtana á útivistarsvæðinu um helgar. Á Jónsmessuvöku í su.mar var þetta fyrst reynt og gafst þegar vel, en síðar hafa verið sýndir bæði sænskir og ís- lenzkir þjóðdansar á sýningar- p.'dli á túninu og nú síðast glíma og hráskinnsleikur á laugardög- u.m kl. 5. Einkum hafa erlendir ferðrmenn verið þakklátir fyrir að fá tækifæri til að sjá þess.ar þjóðlegu. íþróttir, sem þeir hefðu annars ekki átt kost á að kynn- ast af sjón. Ahorfendasvæðið er aflíðandi brekka u.pp að sýning- arpallinum og þar hafa menn •setið eða legið í grasinu, þegar þu.rrt var. Þjóðdansafélag Reykja- víku.r og Glímudeild Ármanns hafa séð um þessi skemmtiatriði. Á morgun, sem er laugardggur og ber upp á afmæli Revkiavík- "rborgar. verður til hátíðabrigða boðið u.np á bæði fyrrnefnd skemmtiatriði, þjóðdansasýningu kl. -4 15 oe elímusýmneu kl. 5.15. en að auki mun Lúðrasveitin Sve.nur leika þjóðleg lög við Ár- bæ kl. 3.15 ef ástæður leyfa. Crtiv;starsvæðið verður opnað sem að vanda kl. 2 en lokað kl. 7. Stræti-svagnaferðir verða frá Lækiartorgi kl. 2, 3 og 4 auk Lækiarbotnaferða kl. 1.15 og 3,15. en heimferðir aukalega kl. 6 til 7 eftir. börfum. Venju.leea er ekki seldu.r að- gangu.r að útivistarsvæðinu. held- ur aðeins safnhúsunum kr. 10 fyrir fullorðna og kr. 5 fyrir börn án fylgdar. Þegar skemmti- atriði eru höfð, er hinsvegar „Vöfguvísa" Framhald af 12. síðu. ur-Berlín, og kváðust hafa hug á að fá leyfi til að gera kvik- mynd eftir „Vögguvísu“ til sýn- ingar í sjónvarpinu. Sveinn kom þessum tilmælum til höfundar, sem gaf samþykki. sitt til sjón- varpsflútningsins en tók jafn- fram fram að hann hefði ekki tök á að ganga sjálfur frá sér- stöku handriti til þessara nota. Ungur menntamaður, dr. Rúgg- ert, sem starfar við austur-þýzka sjónvarpið hefur unnið að gerð kvikmyndahandritsins og mun því verki nú langt komið, en myndin verður tekin í Ostsee- studio í Rostock. Við myndatök- una munu Þjóðverjarnir hafa til hliðsjónar götumyndir héðan úr Reykjavík. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að sjónvarpskvikmyndin verði fullgerð í októbermánuði og sýnd þá. Mun ætlunin að sýn- ingartími hennar verði hálf önn- ur klukkustund eða svo. Þar sem náin samvinn.a er milli sjón- varpsstöðva landanna í Aus,tur-, Evrópu má sennilega telja að „Vögguvísa" verði sýnd í sjón- varpi víðar en í Austur-Þýzka- landi, takist kvikmyndagerðin vel. krafizt aðgangseyris af öllum, hins sama og venjulega. Gildir aðgöngumiðinn þá vitanlega að safnhúsunum og kirkjunni og veitir auk þess forgangsrétt að borði í Dillonshúsi ef aðsókn er það mikil, að taka verði upp dyravörzlu við veitingahúsið. Að þessu sinni verður ekki dansað á palli eins og á Jóns- messuvökunni, þar sem snemma húmar að og engin lýsing komin á sýningarsvæðinu. Jónsmessu- vakan fór fram með mestu prýði, þrátt fyrir fjölmenni. Verði veð- ur hagstætt, er ekki ástæða til að ætla annað, en að afmælis-; fagnaðurinn í Árbæ geti orðið öllum til ánægju. Barnaheimili . f’ra.prihald af 3. síðy. víkurbær átt að afla með öðr- um hætti. Bar Adda Bára síð- an fram eftirfarandi tillögu. sem hún taldi fulla þörf á að bor.g- arstjórn sambykkti að fengnum þeim uoplýsingum, sem þorgar- stjóri gaf: „Með tilliti tO þess að fram- kvæmdir eru enn ekki hafnar við byggingu dagheimilis. í Grænuhlíð, þrátt fyrir ákvörð- un bo.rgarráðs um framkvæmd- ir og útboð 13. september 1960 og fjárveitingar til byggingar- innar á fjárlhagsáætlun borgar- innar aUt frá 1960, beinir borg- arstjórn bwí til borgarsfjóra .og borgarráðs, að bessir aðilar gjái til .þess að hafizt verði handa við bygginguna án frekari taf- ar“. Einar Ágústsson lýsti stuðn- ingi a'.num við ti’.lögu Öddu Báru en borgarstjóri kom með tillögu um að vísa henni til borgarráðs og var tillaga hans samlþy.kkt með 10 atkvæðum gegn 5. Gegn aðild Breta oð EBE SACVILLiE 16/8 — Formaður Sósíalkredit-flokksin.s (Social Credit Association) í Kanada, sem er hægrisinnaður flokkur, hefur lýst yfir alg.jörri andstöðu við aðild Bretlands að Efnaihags- bandalagi Evrópu. Formaðurinn, Robert Thom.p- son. segir að brezka samveldið geti tryggt Bretlandi miklu hag- stæðari viðskiptaaðstöðu en EBE getur gert. Thompson seg- ir að Kanada bregðist nú Bret- landi á neyðartímum ef Kanada- menn bjóði Bretum ekki aðra kosti en að ganga á hönd EBE. Flokkur Thompso.ns vann kosningasigur í kosningum í Kanada í su.mar. og er íhalds- stjórnin háð stuðningi hans. UtsaSa Karlmannaíöt verð írá kr. 775,— Steakar buxur írá kr. 190.— ANDRÉS Laugavegi 3. — Sími 18250. jJQ) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.