Þjóðviljinn - 08.02.1964, Blaðsíða 10
2Q SÍÐA
ÞJÚÐVILJINN
ARTHUR C. CLARKE . ,
u. ,
I MÁNARYKI
Hann opnaði skjalatösku sína
og tók upp bunka af kortum og
myndum.
— Ég átti í enn meiri erfið-
leikum með að fá þetta með
svona stuttum fyrirvara — og
mér væri þökk á því, skipstjóri,
ef þú minntist ekki á það við
nokkum mann. Þetta er mikið
trúnaðarmál, að minnsta kosti
í bili.
— Auðvitað. Hvað er það sem
gengur á — Selena?
— Jæja. svo þú gizkaðir á það
líka? Þú hefur rétt fyrir þér
— kannski verður ekkert úr
þessu, en ég vil vera undir allt
búinn.
Hann lagði. eina myndina á
borðið; það var útsýn yfir
Þorstahafið úr myndasamstæð-
um Tunglsýnar og tekin frá lág-
um athuganargervihnetti. Enda-
þótt þetta væri sfðdegismynd og
skuggamir beindust þvi í öfuga
átt, var þetta næstum alveg
sama útsýni og Spenser hafði
haft fyrir augunum rétt fyrir
lendingu. Hann hafði athugað
myndina svo nákvæmlega að
hann kunni hana utanað.
— Ökleifu fjöll, sagði hann.
— Þau rísa hratt uppúr hafinu
og upp í næstum tvö þúsund
metra. Þessi dökki hringur er
Gígvatn.
— Þar sem Selena hvarf?
— Þar sem hún kann að hafa
horfið: það er einhver efi á því
núna. Hinn altillegi vinur okk-
ar frá Lagrenge hefur einhverj-
ar sannanir fyrir þvi að hún
hafi f rauninni sokkið í Þorsta-
hafið — einhvers staðar á þessu
svæði. Ef svo er, þá eru far-
þegamir á lífi. Og ef svo er,
skipstjóri, þá verður gerður héð-
an út stórkostlegur björgunar-
leiðangur. Roris virki verður
merkasta fréttamiðstöðin í Sól-
kerfinu.
— Hnuss! Svo að þú ert með
það bakvið eyrað. En hvað kem-
ur þetta mér við?
Aftur benti Spenser á kort-
ið með fingrinum.
— Mikið, skipstjóri. mikið. Ég
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINTJ og DÓDÓ
Langavegi 18 m. h. (lyfta)
SÍMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SfMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla við
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN.
Tjamargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SÍMI 14662.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SfMI 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
vil taka skipið þitt á leigu. Og
ég vil að þú rlytjir mig og
myndatökumenn og tvö hundr-
uð kíló af sjónvarpsútbúnaði
— við vesturhlíðar Ókleifu
fjalla.
— Ég hef ekki frekari spum-
ingar, yðar tign. sagði Schuster
saksóknari og settist snögglega
niður.
— Gott og vel, svaraði Han-
steen geimsiglingafræðingur.
— Ég verð að biðja vitnið að
yfirgefa ekki ýfirráðasvæði rétt-
arins.
16
Það kvað við almennur hlátur
meðan Davíð Barrett gekk aftur
í sæti sitt. Hann hafði staðið
sig vél; þótt flest svör hans
hefðu verið alvarleg og þraut-
hugsuð, þá hafði hann lífgað þau
upp með óvæntri glettni og á-
heyrendur höfðu fylgzt með af
áhuga allan tímann. Ef öll vitnin
yrðu jafn samvinnuþýð, myndi
þetta leysa vandamál dægra-
styttingarinnar meðan þörf var
á slíku. Jafnvel þótt þeir not-
uðu endurminningar fjögurra
æviskeiða á hverjum degi — sem
auðvitað var óhugsandi — þá
myndi einhver ennþá vera að
tala þegar súrefnisgeymirinn
tæki síðasta andvarpið.
Hansteen leit á úrið sitt; enn-
þá var klukkutími þangað til
þau fengju lítilfjörlegan hádeg-
isverðinn. Þau gætu hætt við
þetta og snúið sér aftur að
Shane eða byrjað á hinni
hneykslanlegu sögulegu skáld-
sögu (Þrátt fyrir andmæli ung-
frú Morley.). En það virtist
heimskulegt að hætta núna,
meðan allir voru í góðu skapi.
Ef alHr eru sammála, sagði
geimsiglingaforinginn, þá nuxn
ég kalla annað vitni.
— Ég er samþykkur, svaraði
Barrett í skyndi, sem taldi sjálf-
an sig nú óhultan fyrir frekari
spumingum. Jafnvel pókerspilar-
amir eru samþykkir. svo að
réttarritarinn dró nú annað nafn
uppúr kaffikönnunni sem notuð
var til að geyma seðlana
Hann leit á það undrandi og
hikandi áður en hann las það
upp.
— Hm — nei, svaraði ritar-
inn og leít á saksóknarann og
brosti glettnislega. Hann ræskti
sig og kallaði: — Frú Myra
Schuster!
— Yðar tign — ég mótmæH!
Frú Schuster reis hægt á fætur,
.^erlegt flykki endaþótt hún hefði
létzt um eitt eða tvö kíló síðan
þau fóru frá Roris virki. Hún
benti á eiginmann sinn, sem
var vandræðalegur á svip og
reyndi að fela sig bakvið skjöl
sín. — Er það nokkur sann-
gimi að hann fái að yfirheyra
mig?
— Ég er fús til að víkja, sagði
Irving Schuster, áður en réttar-
forsetinn gat sagt — mótmælin
tekin til greina.
— Ég er reiðubúinn að taka
að mér yfirheyrsluna, sagði
Hansteen, þótt svipur hans væri
ekki alveg í samræmi við yfir-
lýsinguna. — En er nokkur ann-
ar sem telur sig hæfan til að
framkvæma hana?
Það varð stutt þögn; síðan
stóð einn af pókerspilurunum
upp, Hansteen til undrunar og
léttis.
— Þótt ég sé ekki lögfræðing-
ur, yðar tign. þá hef ég dálitla
lagaþekkingu. Ég er reiðubúinn
til að aðstoða.
— Kærar þakkir, herra Hard-
ing. Vitnið er yðar.
Harding fór í rúm Schusters
fremst i klefanum og virti fyrir
sér áhugasama áheyrendur sína.
Hann var myndarlegur, hörku-
legur náungi, sem kom ekki al-
veg heim við eigin lýsingu sem
bankamaður. Hansteen hafði
einmitt verið að velta fyrir sér,
hvort hann segði rétt til um at-
vinnu sína.
— Þér heitið Myra Schuster?
— Já.
— Og hvað eruð þér að gera
á Tunglinu, frú Schuster?
Vitnið brosti.
— Þvi er auðsvarað. Þeir
sögðu mér að hér myndi ég ekki
vega nema tuttugu kiló — og
þess vegna kom ég.
— Og hvers vegna vilduð þér
vega tuttugu kíló?
Frú Schuster leit á Harding
eins og hann hefði sagt ein-
hverja fáránlega heimsku.
— Ég var einu sinni dansmær,
sagði hún — og rödd hennar var
aHt í einu angurvær, svipur-
inn fjarrænn. — Ég hætti því
auðvitað, þegar ég giftist Irving.
— Af hverju var það auð-
vitað. frú Schuster?
Vitnið leit á eiginmann sinn,
sem ók sér til í sætinu og virt-
ist hafa hug á að hreyfa mót-
mælum, en hætti við það.
— Jú, hann sagði að það væri
ekki siðlegt. Og það var víst al-
veg rétt — að minnsta kosti
dansinn sem ég fékkst við.
Þetta var herra Schuster of-
raun. Hann spratt á fætur, hirti
ekkert um réttarforsetann, og
andmælti: — Myra þó! Það er
alveg óþarfi.
— Æ, vertu ekki að þessu
pfpi, Irv! svaraði hún og þetta
fomeskjulega slangur minnti á
fyrri öld. — Hvaða máH skiptir
það núna? Hættum öUum leik-
araskap og verum eðlileg. Mér
er alveg sama þótt þetta fólk
viti að ég dansaði í „Bláu stjöm-
unni“ — og líka að þú komst
mér undan þegar löggan fram-
kvæmdi hreinsun í búlunni.
Ivring lét í minni pokann.
frussaði af reiði, en allir veltust
um af hlátri sem hans tign
gerði ekkert til að þagga niður.
Eitthvað þessu líkt hafði hann
einmitt gert sér vonir um; þegar
fólk hló svona dátt, þá gat það
ekki verið hrætt.
Og hann fór enn að brjóta
heilann um herra Harding sem
hafði með kæruleysislegum en
útsmognum spumingum komið
þessu til leiðar. Af manni sem
ekki sagðist vera lögfræðingur,
stóð hann sig býsna veL Það
yrði athyglisvert að hlusta á
hann í vitnastúkunni — þegar
röðin kæmi að Schuster að
spyrja spuminganna.
ELLEFTI KAFLI
Loksins varð eitthvað til að
rjúfa hina tilbreytingalausu
flatneskju. örsmáir en lýsandi
geisli hafði þokað sér upp á
sjóndeildarhringinn og þegar
rykskíðin þutu áfram, mjakaðist
þetta í átt til stjamanna. Nú
birtist annar og hinn þriðji.
Tindar Ökleifu fjalla voru að
rísa upp yfir Tunglhafið.
Eins og vanalega var ógem-
ingur að áætla fjarlægðina þang-
að; þetta hefðu getað verið smá-
steinar í nokkurra skrefa fjar-
lægð — eða alls ekki Tunglinu
viðkomandi, heldur einhver risa-
heimur f miUjón kílómetra fjar-
lægð úti í geimnum. 1 raun og
veru voru þau í fimmtíu kíló-
metra fjarlægð; rykskíðin kæm-
ust þangað eftir hálftíma.
Tom Lawson horfði á þau
þakklátum augum. Nú fékk
hann eitthvað fyrir hugann og
augun að fást við; honum fannst
sem hann hefði misst vitið ef
hann hefði þurft að horfa á
þessa óendanlegu sléttu öHu
lengur. Honum gramdist þessi
órökvísi; hann vissi að 1 raun-
inni var sjóndeildarhringurinn
mjög nærri og allt hafið var
aðeins lítill hluti af mjög svo
takmörkuðu yfirborði tunglsins.
En þar sem hann sat í geim-
búningnum og virtist ekkert
miða áfram. þá minnti þetta
hann á þessa hræðilegu drauma,
þegar maður reynir af öllum
mætti að komast undan ein-
hverri skelfilegri hættu — en
var rígfastur á sama stað. Tom
dreymdi oft slíka drauma og
verri.
En nú gat hann séð að þeim
miðaði áfram og langi, svarti
skugginn þeirra var ekki frosinn
við yfirborðið eins og hann
sýndist stundum. Hann beindi
leitartækinu að hækkandi tind-
unum og fékk ákafa svörun.
Eins og hann hafði búizt við,
voru klettamir næstum við
suðumark þar sem þeir sneru
að sóHnni; þótt tungldagurinn
væri rétt að byrja, voru fjöllin
þegar farin að brenna. Það var
miklu kaldara hér á Hafinu; yf-
irborðsrykið myndi ekki ná há-
markshita fyrr en um hádegi,
sem ekki var fyrr en eftir sjö
daga. Það var honum í hag; þótt
dagurinn væri þegar byrjaður,
hafði hann ennþá nokkra mögu-
leika til að finna dauf hitaupp-
tök áður en ofsi dagshitans var
búinn að þurrka þau út
Tuttugu mínútum seinna
gnæfðu fjöllin upp á himininn
og skíðin drógu úr ferðinni niður
í hálfan hraða.
— Við viljum ekki fara yfir
slóðina þeirra, sagði Lawrence.
— Ef þú gáir vel, þama rétt fyr-
ir neðan tvískipta tindinn til
hægri, þá sérðu dökka lóðrétta
línu. Hefurðu hana?
— Já.
— Það er giHð sem liggur að
gígvatni. Hitabletturinn sem þú
fannst er þremur kilómetrum
fyrir vestan það. svo að hann er
ekki ennþá kominn í sjónmál
okkar. Úr hvaða átt viltu koma
að honum?
Lawson íhugaði þetta. Það
yrði að vera úr norðri eða suðri.
Ef hann kæmi að úr vestri,
væru þessir brennandi klettar á
tjaldinu hjá honum; enn fráleit-
ara var að nálgast úr suðri, þá
í sérstökum tilfellum borg-
ar tryggingarfélagið upphæð-
ina fjórfalda. Nei er það, ég
[ kaupi strax slysatryggingu.
Vertu sæll herra minn.
Heyrðu annars. í hvaða til-
fellum cr slysatrygging borg-
uð fjóríöld?
Þú sérð það á bls. 8, grein
nr. 7. Ef þú ert bitoinn af óð-
um hundi á lciðinni yfir
HimalajafjölUn ....
á hjólaskautum.
Laugardagur 8. febrúar 1964
SKOTTA
Þetta hlýtur þá að hafa verið öðmvísi í gamla daga. Sjáðu bara
hana Siggu Jóns, hún kyssir stráka á fyrsta stefnumótinu, og hún
er nú lang eftirsóttasta stelpan í skólanum.
Vinningsnúmer í HÞ 1963
Eftirtalin númer hlutu vinnlnga í Happdrætti Þjóðviljans 1963:
32997 — sófasett frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar
23223 — ferð með Gullfossi fyrir tvo til Kaupmannahafnar og heim
38168 — málverk eftir Þorvald Skúlason
285 — Simson-skellinaðra (vespugerð)
5581 — hringferð umhverfis landið með Esju fyrlr tvo
15028 — flugferð með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim
29285 — flugferð með Loftleiðum til London og heim aftur
18970 — vegghúsgögn frá Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar
6882 — fjögurra manna tjald frá Borgarfelli
39000 — Ijósmyndavél (Moskva).
Handhafar vinningsnúmeranna em beðnir að gefa sig fram við
skrifstofu happdrættisins að Týsgötu 3, sími 17514. ,
- SÓFASETT
«
SVEFNSÓFAR
HN0TAN, hnsgagnaverzlun
Þórsgötu 1
Lausu hverfin
Fálkagata Melar
AFGREIÐSLA ÞJÖÐVILJANS
Skólavörðustíg 19 — sími 17-500.
Auglýsingasiminn er
17-500 fímmlínur