Þjóðviljinn - 13.02.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA MÖÐVILIINN Fimmtudagur 13. febrúar 1964 Það eru ekki aðeins Frakkar scm aukið hafa viðskipti sín við Kúbu þrátt fyrir viðskiptabann Bandaríkjanna. Kúbumenn hafa samið um vörukaup í ýmsum öðrum löndum Vestur-Evrópu, m.a. f Bretlandi, og stjórnir þeirra hafa daufheyrzt við mótmælum Bandaríkjanna. — Myndin er tekin úr „US News and World Report“ og textinn hljóðar: „Skip heimsins flykkjast inn í höfn- ina í Havana með nauðsynjar fyrir uppbyggingu Kúbu undir stjórn Castros“. Enn versnar sambúðin við Bandaríkin Frakkar afráða mikil viðskipti við Kúbu De Gaulle virðist ætla að láta kné fylgja kviði í harðvítugri andstöðu sinnj við Banda- ríkjamenn og utanríkisstefnu þeirra. Varla var stjóm hans fyrr búin að viðurkenna alþýðu- stjórnina í Peking en tilkynnt var í París að frönsk fyrirtæki hefðu gert mjög víðtæka við- skiptasamninga við Kúbu fyrir tilstuðlan stjóm- arinnar og að vemlegu leyti með hennar ábyrgð. Sama daginn og Kúbu- stjóm ákvað að loka fyrir vatn til bandarísku flotastöðv- arinnar í Guantanarr^o, til- kynntu frönsku Berlit-verk- smiðjumar að þær hefðu sam- ið um sölu á 300 þungum vöru- bílum til Kúbu. Franska stjóm- in auðveldaði þessa samnings- gerð með því að ábyrgjast greiðslu á 80 prósent af and- virði bílanna. Diselreiðar Á laugardaginn skýrði stjóm frönsku jámbrautanna sem eru ríkiseign frá því að hún hefði ákveðið að selja Kúbumönn- um 30 díselreiðar fyrir járn- brautir þeirra. Teki'ö er fram að hér sé um að ræða upp- haf að viðskiptum og búast megi við samningum um frek- ari sölu til Kúbu á díselreið- um og öðrum jámbrautartækj- um. Þessar 30 díselreiðar eiga að afhendast þegar á þessu ári. Tilviljun? 1 Washington hefur það vak- ið mikla reiði að þessi við- skipti skyldu boðuð einmitt þegar deilan um Guantanamo milli Bandaríkjanna og Kúbu harðnaði. 1 París er sagt að þetta hafi verið alger tilviljun, en það sýnir þó að de Gaulle lætur sig engu varða hvemig ráðamenn í Washington kunna að bregðast við ráðstöfunum hans. „Þriðji heimurinn" Á fundi sínum með blaða- mönnum 31. janúar sl. lagði de Gaulle höfuðáherzlu á þa'ð hlutverk sem Frökkum væri^ ætlað f samskiptum við hin fátæku ríki heims, ,,þriðja heiminn“, eins og hann kall- aði þau. Hann taldi Frakka ekki aðeins eiga slíku hlut- verki að gegna í þeim löndum í Afríku og Asíu sem áður voru nýlendur þeirra, heldur einnig i rómönsku Ameríku og minntist þeirra sérstöku tengsla sem væru milli allra þjóða sem tala rómönsk mál. Fer vestur um haf En de Gaulle ætlar ekki að láta við það sitja að mæla fögur orð í garð „frændþjóð- anna“ í rómönsku Ameríku. Hann hefur þegar þegið boð um að heimsækja ýmsar þeirra og búizt er við fleiri heim- boðum. Bandaríkjastjóm getur að sjálfsögðu ekkert haft á móti því að þjóðhöfðingi Frakklands heimsæki vinaþjóð- ir, en vegna afstöðu de Gaulle og ummæla hans á blaða- mannafundinum telur hún sig hafa ástæðu til að ætla að ekki verði um venjulega kurteisisheimsókn að ræða. Ekki hefur það dregið úr óbeit ráðamanna í Washington á de Gaulle, að hann hefur valið þann tíma til fararinnar, sem þeim kemur verst. Hann fer að vísU í næsta mánuöi í snögga ferð til Mexíkó, en það verður ekki fyrr en í októ- ber. að hann leggur upp í langa ferð um mörg þjóðlönd róm- önsku Ameríku og þá verður kosningabaráttan í Bandaríki- unum í algleymingi Kaupmannahöfn bráðum bjórlaus KAUPMANNAHÖFN 1172 — Bílstjórar þriggja brugghúsa í Kaupmannahöfn, Túborg, Carls- berg og Stjemen, hófu verkfall í dag vegna aukins álags á þá eftir að stjómin lagði fram frumvarp um verðhækkun á bjór. Frumvarpið um 5 aura hækk- un á bjórflöskunni hefur orðið þess valdandi, að pöntunum hefur fjölgað upp úr öllu valdi og dreifingarkerfið er hætt að anna þeim. Martín Larsen fær verðlaun fyrir þýðingar úr íslenzku Kaupmannahafnarblaðið „In- formation“ skýrir frá því, að Martin Larsen, áður sendikenn- ari við Háskóla Islands og nú lektor f Danmörku, muni fá verðlaun „Dansk Oversætter- forbunds“ fyrir þýðingar sínar en Earsen hefur þýtt margar íslenzkar bækur, þ.á.m. síðustu verk Halldórs Laxness. Verðlaun þessi eru veitt ár- lega og fá þau aðeins þeir þýð- endur sem unnið hafa sérstök afrek. Verðlaunin í ár eru mun ríflegri en fyrr, 4.500 krónur danskar skattfrjálsar, og hafði dnnska rithöfunda- sambandið lagt 3.000 kr. til þeirra. „Dansk Oversætterforbund“ er meira en hálfrar aldar gam- alt og hefur haft að megin- markmiði að hafa aðhald með þýðendum og koma í veg fyr- ir að hvers konar skussar skemmi erlend bókmenntaverk með sóðalegum þýðingum, auk þess sem sambandið hefur að sjálfsögðu látið sér annt um hag félagsmanna sinna og unn- ið að því að þeirra mikilvæga starf væri launað að verð- leikum. I nýju frumvarpi um bóka- söfn, sem nú liggur fyrir danska þinginu, leggur menntamálaráð- herrann til að 100.000 dönskum krónum verði varið til að styrkja þýðendur og verðlauna þá sem fram úr skara. Morðingi Kennedys ófundinn? Ellefta atriði Lgigubílstjóri Darryl Click að nafni, ók Oswald heim til hans, en þar skipti hann um föt. Wade sagði: ,,Hann bað þá vagnstjórann um að stanza. fór úr við biðstöð, náði í leigubílstjóra, Darryl Click — ég veit ekki ná- kvæmlega staðinn — og fór heim til sín í Oak City, skipti um föt í flýti og fór aftur“. 27. nóvember var viður- kennt að Darryl Click hefði ekki ekið lelgubíl með Os- wald sem farþega. Þegar „Darryl Click“ hvarf úr sög- unni, birtist annar, kallaður „William Whaley", og átti að hafa ekið með Oswald. ekki heim til hans, en þá að minnsta kosti heim á leið. Því er haldið fram að Os- wald hafi skotið þeim skot- um sem urðu Kennedy að bana frá sjöttu hæð hússins. Því er þá haldið fram að Os- wald hafi gengið niður stig- ana á aðra hæð, þar keypt sér gosdrykk og hafi verið að gæða sér á honum þegar lögreglumaður vék sér að honum. Oswald fór að sögn síðar úr byggingunni, laumaðist gegnum lögregluvörðinn og gekk síðan eftir götunni þar sem allt var á öðrum enda þar til hann náði i strætis- vagn. Hann fór þá að sögn í strætisvagninn, greiddi far- gjaldið, fékk farmiða sem heimilaði honum að skiptá um vagn án endurgjalds (þann miða notaði hann aldrei) og tók að ræða við vagnstjórann um morðið. Vagnstjórinn kynnti hann fyrir konu, að sögn, og Os- wald ræddi við hann um morðið. Þá er sagt að Oswald hafi farið úr vagninum eftir að hafa ekið með honum nokkum spöl (fram hjá sex húsasamstæðum) og var á gangi „frá Commerce Street“. þegar leigúbílstjórinn, sem nú er kallaður „William Whaley", sá hann. Oswald kallaði að sögn í leigubilinn og tók sér far með honum. Akstursskrá „Williams Whal- eys“ sýnir að Oswald tók leigubílinn, að loknu öllu þessu ferðalagi. nákvæmlega klukkan 12.30. Skotin sem drápu Kennedy riðuafklukk- an 12.31. Tólfta atriði Oswald skaut Iögreglumann til bana, ade sagði: ,,Hann (Os- wald) gekk að bílnum. Tippit lögreglumaður fór út úr bílnum (hinum megin) og ætlaði að ganga kringum hann. Hann hæfði hann þrisvar sinnum og drap hann“. Þessi ákæra er ekki í bein- um tengslum við morðið á forsetanum, en við hana vöknuðu ýmsar athyglisverð- ar spumingar. Lögreglan í Dalias sagði fyrst, að Tippit hefði verið skotinn til bana í kvikmynda- húsi. Síðar var skýrt frá því að hann hefði verið skotinn á götu einni, og enn síðar á annarri götu. Oswald var fyrst ákærður fyrir að hafa myrt Tippit, ekki forsetann. Sú ákæra var borin fram, meðan rannsókn á morði Kennedys stóð enn yfir. Wade sagði að mál Tippits lægi ljóst fyrir og allt benti til þess að Oswald væri morð- ingi hans. Eftirfarandi orðaskipti á blaðamannafundinum eru all- furðuleg, þegar þess er gætt að Wade hafði tveimur dög- um áður sagt að málið lægi Ijóst fyrir og frekari eftir- grennslanir því óþarfar: Fréttamaður: Var það (hvar Oswald skaut Tippit) fyrir framan gistihúsið? Wade: Nei, ekki fyrir fram- an gistihúsið. Fréttamaður: Hvar var það? Wade: Ég veit það ekki ná- kvæmlega. Þrettánda atriði Vitni sá Oswald fara inn f , ,Texas“-k vikmy ndahúsið. Wade sagði: „Einhver sá hann fara inn í Tex- as-kvikmyndahúsið“. Þessi fullyrðing hefur ekki verið véfengd. I fyrstu frá- sögn lögreglunnar i Dallas var sagt að miðasölustúlkan hefði orðið svo tortryggin þegar hún sá Oswald skipta í sífellu um sæti inni í kvik- myndahúsinu að hún hringdi í lögregluna. Síðasti hluti Það varð brátt augljóst að sölustúlka sem var v:ð af- greiðslu fyrir framan myndi hafa átt erfitt með að fylgj- ast með ferðum bíógesta eft- ir að þeir voru komnir inn í salinn. Þessu var þá breytt þannig að stúlka sem vísaði til sætis hefði séð Oswald fara sæti úr sæti. Síðasta út- gáfa sögunnar er sú að Os-- wald hafi vakið grunsemdir manns fyrir utan kvikmynda- húsið og hafi sá fylgt honum inn í salinn, látið loka öli- um dyrum og síðan beðið sölustúlkuna að gera lögregl- unni aþvart í sírna^. Nokkrum spurningíim varð- andi handtöku Oswalds í kvikmyndahúsinu er enn ó- svarað. Hvernig vakti Os- wald á sér athygli fyrir ut- an það? Að hvaða leyti var hegðun hans „grunsamleg"? Nú hafa sérfræðingar í skot- vopnum og sálfræðingar sagt olckur að enda þótt Oswald væri ekki sérstaklega skot- fimur, þá hafi .,'sálsýkis- kennt ástand" hans getað haft í för með sér slíkan „taugastyrk" („nerveless coordination"), að hann hafi getað miðað af mikilli ná- kvæmni. Owald hafði greinlega ekki þennan ,.taugastyrk“ þegar hann var staddur fyrir fram- an kvikmyndahúsið, enda þótt honum mætti hafa virzt að hann hefði þá framið hið „fullkomna afbrot", komizt undan lögreglunni , „Texas Book Depository" og væri nú langt frá morðstaðnum. Grunsamleg hegðun Oswalds, sem var svo áberandi að hún vakti athygli vegfaranda, virðist heldur ekki koma heim við frásögn af fram- komu hans rétt eftir að for- setinn hafði verið skotinn. Þá kom lögreglumaður þjótandi upp stigann, miðaði á hann byssu og bjóst til að hand- taka hann fyrir morðið á forsetanum. Vinnuveitandi Oswalds lýsti framkomu hans þá svo að hann hefði verið „kaldur og rólegur — enda þótt hon- um virtist vera hálfilla við byssuna". (..Washington Post“, 1. des.). Fjórtánda atriði Oswald dró upp skamm- byssu og reyndi að dreifa lög- reglumanninn scm ætlaði að handtaka hann. Wade sagði: „Hann (Os- wald) sló lögreglumann- inn, rak byssuna að höfði hans og tók í gikkinn, en skotið reið ekki af. Við höf- um héma kúluna með pinna- farinu. Lögreglumennimir handtóku hann þá. . . Skotið sprakk ekki. Við höfum skot- ið með farinu, en það sprakk ekki“. Wade sagði þannig að Os- wald hefði reynt að skjóta lögreglumanninn sem ætlaði að handtaka hann og hefði tekið í gikk skammbyssunn- ar. Samkvæmt frásögn hans getur enginn vafi leikið á því að tekið var í gikkinn, því að Wade fullyrti, að far eftir sprengipinnann sæist á skotinu, og hann hefði skot- ið þannig merkt í fórum sín- um. En lögreglumaðurinn sem handtók Oswald. Mac Donald, hefur aðra sögu að segja: „Ég náði um byssu- skeftið og fann að Oswald hélt um gikkinn. Ég kippti til hendinni og gat dregið úr gikktakinu. Hann hafði ekki næga krafta til að hleypa af byssunni“ („Washington Post“, 1. des.). Þegar þessi frásögn blaðs- ins var borin undir Wade, var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Frcttamaður: Einn lögreglu- mannanna sagði, að hann (Oswald) hefði reynt að taka í gikkinn, en hann hefði get- að komið þumalfingri sínum fyrir sprengipinnann, og kúlan hafi því ekki sprungið. Er það. . . . ? Wade: Ég veit ekki hvort það er þetta eða ekki, Ég veit að hann tók ekki í gikk- inn og það er allt sem ég veit. („New York Times“, 26. nóv.). Fimmtánda atriði I fórum Oswalds fannst götukort þar sem merktur var morðstaðurinn og braut kúlunnar sem hæfði forset- ann. Daginn eftir hinn sögulega fund Wades með blaða- mönnum og þremur öðrum eftir að Oswald var handtek- inn, var gerð ný uppgötvun. „Herra Wade tilkynnti í dag, að lögreglan hefði fund- ið merkt kort, sem sýndi leiðina sem bílalest forsetans fór, í herbergi því sem Os- wald hafði á leigu. „Þetta er kort sem á er dregin leið lestarinnar", sagði héraðssak- sóknarinn, ,,og þessi staður (Texas Book Depository, vörugeymsluhús sem skotið var úr) var merktur á því með beinu striki“. Herra Wade sagði að Oswald hefði merkt við tvo aðra staði á kortinu, „sennilega staði sem hann taldi að til greina kæmu við morðið“ („New York Times“, 25. nóv.). Skjal frá hendi sakborn- ings sem sýnir ætlun hans að fremja afbrot er mikil- vægt sönnunargagn. Það virð- ist þvi ótrúlegt, að ef lög- reglan í Dallas hefði haft síkt kort undir höndum dag- inn áður, þegar Wade lagði fram sönnunargögnin, hann hefði þá látið hjá líða að minnast á það. Oswald var handtekinn þrem dögum áður en kortið kom til sögunnar. Daginn sem hann var handtekinn fór lögreglan með allar föggur hans úr herberg: hans og sagði konunni sem leigði honum herbergið að hann „myndi ekki koma aftur“. Manni er spurn hvaðan þetta korj; kom þremur dögum síð- ar. Sömu blöðin sem gerðu sér mikinn mat úr fundi kortsins 25. nóvember. og spurðu einskis um uppruna þess eða hvemig lögreglan hefði haft upp á því, gátu ekki um eða töidu vendilega síðustu ummælin varðandi betta mikilvæga skjal: „Emb- ættismenn 1 Dallas neituðu því i gær að nokkurt slíkt kort væri til“ f„Washington Post“, 27. nóv.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.