Þjóðviljinn - 16.02.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA fcfrt?)VII,T|Tm Sunnudagur 16. febrúar 1964 r 4BB' ÆS&r éSS’’ JPSjr Fréttir af strákunum Ctgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. r A hverjum stendur? rpvær aðalkröfur verkalýðshreyfingarinnar árið -*• sem leið voru, auk kauphækkunarinnar, kröf- umar um verðtryggingu kaupsins og styttan vinnudag. Þær kröfur miða að því, að vernda verkamenn og aðra launþega fyrir óðaverðbólgu „viðreisnarinnar" og gegn vinnuþrælkuninni, enda hefur þær um margra ára skeið borið hátt í bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar. Verkamenn höfðu með verkfallsbaráttu á stríðsárunum tryggt sér nokkra verð’fryggingu á kaup sitt, þó aldrei væri hún neitt nándar nærri fullkomin. Samt var hún nokkur hemill á þá tilhneigingu að skrúfa verð- lagið upp úr öllu valdi og verðbólgubraskinu. l^að er nú að komast í tízku hjá andsíæðinga- *■ blöðum verkamanna að skrifa um þessi mál á þá lund, að núverandi ríkisstjóm sé og hafi verið öll af vilja gerð að koma á verðtryggingu kaups og stuttum vinnudegi með mannsæmandi kaupi, hins vegar hafi staðið á verkalýðshreýfingunni að þiggja þetta! Sannleikurinn er þó sá að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, afnámu með meirihluta sínum á Alþingi þá verð- 'tryggingu kaupsins sem verkalýðshreyfingin hafði samið um og bönnuðu verðtryggingu kaups með lögum. Og ekki nóg með það. í ræðu eftir ræðu og grein eftir grein lýstu aðalforingjar Sjálf- stæðisilokksins og Alþýðuflokksins verðtryggingu kaupsins, „vísitöluskrúfunni" eins og það var kallað, sem einu mesta böli verkalýðsins og þjóð- arinnar allrar og væri göfugt þjóðþrifaverk að afnema hana og banna með lögum! Nú þegar öll þjóðin sér hvílík endileysa hér var á ferðinni og árás á samninga og rétf verka- manna, þá reyna stjómarflokkamir að snúa við blaðinu, og viðurkenna nú í orði gildi verðtrygg- íngar kaupsins. En það er fjarstæða að ríkisstjórn- in hafi boðið verðtryggingu kaups í samningunum í vetur. Ummæli hennar um það mál voru svo oljós að enginn vissi hvað við var átt, það eitt var ljóst að kauptrygging, samfara smánarlega lágri kauphækkun, átti ekki að koma til framkvæmda fyrr en eftir að allar mögulegar verðhækkanir væru komnar fram, þar á meðal hækkunin á sölu- skaftinum, þó nú sé reynt að afsaka þá hækkun með því að samið hafi verið um of mikla kaup- hækkun. Eins er tal vissra ráðherra og andstæð- ingablaða verkamanna um stuttan vinnudag með mannsæmandi kaupi. Viðurkennt er í orði sjónar- mið verkalýðshreyfingarinnar í því máli, en andstaðan gegn því í verki hefur ekki breytzt agnarögn. Hvers vegna náðu ekki þessar fvær aðalkröfur verkalýðshreyfingarinnar, um verðtryggingu kaupsins og styttan vinnudag með mannsæmandi kaupi, fram að ganga? Var það vegna skorfs henn- ar á samningsvilja? Nei, slíku þýðir ekki að halda fram. Svonefndir vinnuveitendur stóðu gegn öll- um réttlætiskröfum, og ríkisstjórnin reyndist enn alls ófús í verki að stuðla að heiðarlegum samn- ingum um þessi mál, jafn mikilvægir og slíkir samningar hefðu reynzt fyrir þjóðina alla og vinnufrið i landinu. — «. ! ! I * í Oskudagsumræöur um kaupmennsku 0g það eru svosem ékki mikil tíðindi þótt fullorð- inn maður labbi á öskudags- morgni fram hjá nokkrum strákum sem fást við jákvæð og skapandi störf í sand- kassa. Heyrðu lagsi, sögðu þeir, Það hanga aftan í þér tveir pokar. Ég vissi þetta vel en varð auðvitað hissa og hæfilega hneykslaður. Einn þeirra leit upp og sagði: Það hefur víst ein- hver smápatti hengt aftan f þig þennan rauða poka. Ég á hann nefnilega. Það kom á daginn að þessi ungi maður var frekar leið- ur yfir því að hafa spand- órað öllum sínum pokum snemma um morguninn og hefði kannske ekkert á móti því að fá einhverja til baka. En ég beindi þá talinu að öðru og vildi vita hvort þeir hefðu ekki étið yfir sig á sprengidag. Þeir létu vel af því. Og einn þeirra sem var kannske ekki nema fimm ára og rauð- hærður og freknóttur tvísté heldur en ekki ánægður með frammistöðu sfna: Ég át tveir bitar og tveir grautar, sagði hann. Ég át svo mikið að ég gat ekki labbað. Það var haldið áfram með mannvirkjagerð, prýðilegir vegir lagðir um landið þvert og endilangt, tvöfaldir vegir með stuttum jarðgöngum til að koma í veg fyrir árekstra. Samt gerðist nú einn slíkur, og foringi liðsins, sem áreið- anlega hefur verið orðinn átta ára. stefndi þeim seka um- svifalaust og dæmdi hann í tvöþúsund króna sekt og þar að auki skyldi ákærður borga viðgerðarkostnað. Það var sannarlega ekkert makk á bak við tjöldin í þeim málefnum. Við töluðum einnig um gæði bílanna sem notaðir voru, — þeir létu ákaflega vel af þeim: voðalega sterkir bílar, maður, alveg óbrjót- andi — og kosta ekki nema tuttugu og fimm krónur. En meðan þessar tæknilegu við- ræður fóru fram hafði sá litli sem át tvo grauta tekið drossíu heldur virðulega út- úr sandbílskúr og brunað af stað með hana yfir grimm- úðleg sandfjöll kassans. Hvað er að sjá þetta? sagði foringinn og var meir en lít- ið hneykslaður. Er ekki vinnumaðurinn kominn á forsetabílinn! Ég spurði þennan valda- mikla mann hvort hann ætl- aði að halda áfram að vera forseti þegar hann væri orð- inn stærri. Hann tók spurn- ingunni ekki illa, en sagðist bara vera svona forseti núna. Hinsvegar gaf þessi fram- vinda málanna tilefni til að ræða framtíðaráform manna á staðnum. * Nei, ég ætla ekki að verða flugmaður eða skipstjóri, sagði einn skakktenntur og fjörugur náungi áður en nokkur hefði tíma til að spyrja hann. Það er svo hættulegt. Afi minn var einu sinn á skipi og svo fórst það og áhöfnin drukknaði, hélt hann áfram. Það er svona að vera á þessum helvítis skipum. En hvað ætlarðu þá að gera? spurðum við. Ég ætla að verða kaupmað- ur, sagði hann. Hinir strákamir höfðu að vfsu lfka lifað drjúgan spöl ævi sinnar í viðreisninni, en þeir horðu samt mjög for- viða á þennan náunga sem pípti bæði á sjó og loft og ætlaði að fara að verzla. Gat það verið nokkuð spennandi? Einn tók meira að segja að sér að verja sjómennskuna á nokkuð sérstæðán hátt. Hann sagði: Pabbi minn var lengi á sjó. Og einu sinni var bátn- Bj um þeirra sökkt. En þeim £ var öllum bjargað. Til hvers ætlarðj að verða J kaupmaður? spurði ég. Til að græða sagði hann, l. og lét sér hvergi bregða. Og hvað ætlarðu að gera k við peningana? Ég kaupi mér svona pen- k ingaskáp og svo læt ég sko J peningana f hann. ■ ★ 2 Mér datt í hug hvort hér B væri um að ræða áhrif « frá Skrögg gamla 1 eilífðar- B æfintýrum Andrésar Andar w en spurði þó til vonar ag | vara hvort hann ætíaði að ‘ \ I \ ekki að nota neitt penmg- ana. k Fyrst kaupi ég mér bííl ^ sagði hann, fínan bíl. Svo B kaupi ég mér hús. En, spurðum við, það verða g kannske einhverjir peningar eftir í skápnum hjá þér? Þá, sagði hann kaupi ég * mér fleiri bíla. Hef einn til að rúnta á í Reykjavík, einn Landróver hef ég til að ferð- w ast uppá fjöllum, og einn ^ rútubíl fæ ég mér til að ferð- k ast með mörgu fólki. Þessi mál voru rædd all- lengi fram og aftur af mikl- . um áhuga og grautarmaður- k inn litli gat rúsað með for- B etabílinn eins og hann vildi. ■ En Stjáni, svo hét þessi verð- J andi kaupmaður — sat fast B við sinn keip. Það væri gott J og öruggt starf að vera kaup- \ maður. Hann var alveg viss k um það. Þetta ætlaði að | verða nokkuð flókið mál. Þar k til einn hœglátur kubbur. \ sem lítið hafði látið á sér Ik bera, kom með framlag sem * sætti alla við tilveruna — b nema þá kannske Stjána. En kaupmenn geta farið B á hausinn, sagði hann. . . J Eftir nokkrar mínútur voru I bílamir aftur famir að flytja ? óhjákvæmilegan vaming yfir B Strákalandið mikla. J A.B. Q jókst um 7.39% n Þ'jóðviljanum hefur borizt skýrsla frá Mjólkureftir- liti ríkisins um mjólkurframleiðsluna á árinu 1963 og gæðamati hennar. Samkvæmt skýrslunni nam heildar- mjólkurmagn mjólkurbúanna á árinu 94.697.791 kílói og er það 7,39% aukning frá árinu áður. Eftir gæðum skipt- ist mjólkin þannig að 97,81% fór í I. og II. flokk, 2,02% í III. flokk og 0,7% í IV. flokk. Eitt nýtt mjólkursamlag hóf starfsemi á árinu, Mjólkursam- lag Kaupfélags Vopnfirðinga á Vopnafirði og eru mjólkursam- lögín þá orðin 16 talsins. Innvegin mjólk hjá Mjólkur- stöðinni í Reykjavík var á ár- inu 1963 6.501.572 kg. og er það 3.46% minna magn en árið áð- ur. Hjá Mjólkurstöð Kaupfélags Borgfirðinga á Akranesi jókst framleiðslan um 3.39% og fór upp í 1.773.453 kg. Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgamesi jók framleiðsluna um 12.23% og var innvegin mjólk hjá þvi 9.949.924 kg. Innvegin mjólk hjá Mjólkur- stöð Kaupfélags lsfirðinga á Isafirði var 1.505.156 kg. og nemur aukningin 3.60%. Hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélags Hrútfirðinga á Hvammstanga var innvegin mjólk 2.704.296 kg. og er það 16.84% meira en árið áður. Mjólkursamlag Húnvetninga á Blönduósi jók framleiðsluna um 7.52% og var innvegin mjólk hjá þvi 3.399.836 kg. Innvegin mjólk hjá Mjólk- ursamlági Skagfirðinga á Sauð- árkróki var 5.762.521 kg. og er bað 17.59% aukning. Mjólkursamlag Kaupfélags Ólafsfjarðar á Olafsfirði jók framleiðsluna um 20.72% og fór innvegin mjólk upp í 359.959 kg. Hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri jókst framleiðslan um 7,79% og nam innvegin mjólk 18.002.094 kg. Mjólkursamlag Þingeyinga á Húsavík jók framleiðsluna um 13.98% og fór innvegin mjólk upp í 5.401.596 kg. Hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Vopnfirðinga á Vopnafirði nam innvegin mjólk 63,671 kg. Þetta er nýtt mjólkursamlag er tók til starfa í október 1963. Mjólkursamlag Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum jók framleiðsluna um 26,78% . og var innvegin mjólk hjá því 1.864.551 kg. Hjá Mjólkurbúi Kaupfclags- ins Fram í Neskaupstað minnk- aði framleiðslan um 2.29% og nam innvegin mjólk hjá þvi 495.510 kg. v Mjólkurbú Kaupfélags Beru- fjarðar á Djúpavogi jók fram- leiðsluna um 63.15%. Nam inn- vegin mjólk 269.224 kg. Hjá Mjólkurbúi Austur- Skaftfellinga i Höfn i Homa- firði var innvegin mjólk 1.192,464 kg. og er það 15,84% aukning. Innvegin mjólk hjá Mjólkur- búi Flóamanna á Selfossi var 35.452.964 kg. sem er 2.33% aukning frá árinu áður. Lítill bíll með stóra framtíð, fallegur 4 manna bíll með rúmgóða farangursgeymslu. Kostar kr. 65.000, kominn á götu. Aðalumboð: INGVAR HELGASON. Söluumboð: B í L A V A L Laugavegi 90 - 92. Sími 19092 — 18966 - 19168. Kutmmt Ungur klæðskeri með kunnáttu í sniðagerð eða áhuga á framhaldsnámi á þvi sviði getur feng- ið framtíðaratvinnu. Upplýsingar gefur Böðvar Jónsson, Þverholti 17. Verksmiðjan Föt h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.