Þjóðviljinn - 25.02.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 25.02.1964, Side 4
SlÐA HÖÐVILIINN Þriðjudagur 25. febrúar 1964 Ctgcfandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjórl Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. SimJ 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Óstjórn Alvarlegar eru fréttir þær sem nú berast frá Siglufirði og Skagaströnd. Þar er mjög al- mennt atvinnuleysi; skortur er nú þegar orðinn á fjölmörgum heimilum, kvíði og vonleysi; og menn eru teknir að flytjast brott til annarra staða þar sem atvinnuhorfur eru betri. Fréttun- um fylgja þær skýringar að allt stafi þeíta af afla- leysi og óhöppum. l/rísf eru aflaleysi og óhöpp erfið viðfangsefni, en * það er þó einn megintilgangur nútímaþjóðfé- lags að koma í veg fyrir að slíkir atburðir ráði ör- lögum manna. í frumstæðum samfélögum eru menn fyrst og fremst háðir náttúruöflunum og standa varnarlausir andspænis þeim, en í full- komnari þjóðfélögum beita menn þekkingu sinni, tækni og skipulagshæfileikum til að ráða örlögum sínum sjálfir. íslenzkt þjóðfélag er enn býsna frumstætt eins og sjá má á því, að enn eiga fjöl- margir sfaðir norðan lands og austan afkomu sína að langmestu leyti undir hinum duttlungafullu ferðalögum síldarinnar um úthafið, Samt hefur sú staðreynd lengi verið ljós að einmitt síldin gat tryggt þessum stöðum öruggt atvinnulíf, með fjölbreyttum, nýtízkulegum síldariðnaði. Jafnvel þau ár þegar síldarafli er minnstur nægir hann margfaldlega sem hráefni fyrir síldariðnað allan ársins hring, og með slíkri fullkominni framleið^lu yæri ekki aðeins verið að tryggja afkomu almenn- ings norðan lands og ausfan, heldur og margfalda verðmæti aflans í þágu þjóðarinnar allrar. l^essi sannindi hafa lengi verið ljós, en fram- * kvæmdir hafa orðið litlar. Það stafar af því að móttaka síldar hefur fyrst og fremst verið við- fangsefni smábraskara sem einvörðungu hafa hugsað um stundargróða, og margir hinir áhrifa- mestu þeirra hafa raunar haft hagsmuni af því að við seldum keppinautum okkar síldina óunna. Engun að síður fékkst því að lokum áorkað að komið var upp niðurlagningarverksmiðju á Siglu- firði. Þær vonir sem við hana voru bundnar hafa ekki brugðizt, varan er mjög góð og verðið full- komlega samkeppnisfært, þannig að full ástæða var til að vænta þess að nú tæki við ör þróun í síldariðnaði. En þá gerasf þau 'furðulegu tíðindi að stjómar- völdin loka verksmiðjunni og tala um að kasta 'framleiðslu hennar í sjóinn! Hafa vinnubrögðin við sölu framleiðslunnar verið svo slæleg að þau verða naumast kölluð annað en vísvitandi skemmdarverk. Og þegar góður framtíðarmarkað- ur býðst engu að síður í Austurþýzkalandi, er hneykslið fullkomnað með því að neita að selja vöruna; og sýna skrif Alþýðublaðsins og Morgun- blaðsins að þar er einvörðungu um að ræða póli- tískt ofstæki manna sem eru svo gaddfreðnir eft- ir kalda stríðið að þeir fá sig hvergi hrært. Þan viðbrögð sanna atvinr deysingjunum fyrir norð an að pflaleysi osr óhöpp eru brátt fyrir allt bær i sarnanburði við pólitíska óstjórn. — m. UM STÆRB HALLGRÍMSKIRKJU Hermann Þorsteinsson, gjald- keri byggingarnefndar Hall- grímskirkju i Reykjavík, hef- ur beðið Þjóðviljann að birta greinargerð þá sem hér fer á eftir í tilefni af umraeðum beim um Hallgrímskirkju sem blossað hafa upp að undan- förnu: Stærð Hallgrímskirkju hefur verið rædd nokkuð að undan- fömu. f sambandi við þær umræður er fróðlegt að rifja upp og hugleiða eftirfarandi: Skálholtskirkja Klængs blskups og Hallgrímskirkja Klængur biskup Þorsteins- son (1152-76), reisti nýja kirkju af grunni í Skálholti „Á tveim skipum komu út stórviðir þeir, er Klængflr biskup lét höggva í Noregi til kirkju þeirrar, er hann lét gjöra í Skálholti, er að öllu var vönduð fram yfir hvert hús annað, þeirra er á fslandi voni gjör, bæði að viðum og smiði“ — Svo segir i bæklingnum Skálholtsstaðiir eftir biskup- inn, herra Sigurbjöm Einars- son. Meðfylgjandi uppdráttur,1 sem nýverið var gerður á teikni- stofu Hústameistara rikisins, sýnir grunnfleti Klængskirkju og Hallgrimskirkju í Reykja- vik hlið við hlið i sömu stærð- arhlutföllum. Dómkirkjan í Reykjavik — i núverandi mynd — var fullgerð 1848 I>á voru íbúar Reykjavíkur rúmlega 1100. Kirkjan rúmar yfir 800 manns í sæti, þ.e. upphaflega hafa allir bæjarbúar getað hlýtt þar messu samtímis. Stærð Hallgrímskirkju ákveðin 1926 Árið 1926 kaus Dómkirkju- söfnuðurinn nefnd manna' til að athuga mövuleika á bvge- ingu nýrrar kirkju í höfuð- staðnum. í nefnd’ þessa völd- ust eftirtaldir menn: Magnús Th. G. Blöndal, út- gerðarmaður, Sveinn Jónsson, trésm., Ólafur Lárusson, próf., Jón Halldórsson, trésmiðam., sira Bjarni Jónsson, síra Frið- rik Hallgrimsson, Matthías Þórðarson, fomminjavörður, Sigurbjöm Á. Gísiason, oddviti sóknarnefndar — hinir fjórir síðasttöldu tilnefndir af hálfu sóknarnefndarinnar. Á sóknarfundi hinn 5. des. 1926 leggur bessi nefnd fram svofellda tillögu i mál- inu: „að unnið verði að því að að koma uon nýrri kfrkiu með sæti fyrir 1200 manns, ætti sú kirkja að standa i Austurbæn- um, t.d á Skólavörðnholtinu" Tillasan var samþykkt í einu hljóði og nefndinni' falið að vinna að undirbúninsi kirkiu-^ bvgginnarinnar (Skv. gerðabók sóknampfndar Dómv;-v:,,cnfn. aðarins 1924—49). Þegar þetta var ákveðið voru íbúar Revkia- víkur 23.190 — en nú 76 þúsund. Alþlna-i 1940 Árið 1940 setti Alþingi lög ..um afhending dórokirkjunnar til safnaðarins í Reykjavik og skintingu Poyi'V„»— ; presta- köll". í greinargerð -nenntamála- nefndar með 1a"afr.,mvarpinu segir svo um 5. gr.: „f samræmi við það, sem hér er á undan Sagt, virðist eðlilegt, að kirkjur yrðu i framtiðinni reistar á þessum stöðum: Stór kirkja á Skóla- vörðuhæð, en minni kirkja í Vest.urhænum fyrir Nespresta- kall og kirkja í Laugarnes-, J hverfi. En fyrst um sinn, þang- að til kirkjubvgginv"- hessar '*omast í framkvæmd. eins og 'raman er til ætlazt, er gert áð fvrir, að 2 nre't " > eígj sókn að dómkirkiunni. en stór ktrkja á Skólavörðuhæð verði reist hið fyrsta, og gangi hún fyrir ölln. ..." (Leturbr. hér) Ummæli borgarstjór- ans 1943 Árið 1943 — í febrúar mán- uði -— var Hallgrímskirkja til umræðu í bæjarstjórn Reykja- víkur. Frá þeim umræðum seg- ir m.a. svo í Mbl. 5/3 1943: „Bongarstjóri (Bjarni Bene- diktsson) kvaðst draga það i efa, að sú lausn fengist á þessu kirkjubygglngamáli, sem allir yrðu ánægðir með, enda þótt efnt væri til almennrar sam- keppni. Því ’til þess að gera fullkomna uppdrætti að svo mikilli byggingu, þá þyrfti að leggja í þá meifa verk, en lík- legt værl að þátttakendur í samkeppni treystn sér til. Hann taldi það fjarri sínu^ skapi, að kirkjan væri samkv. uppdrætti G. S. of stór því það hlytl að vera áhugamál þjóðar- innar að þcssi höfuðkirkja yrði stærri og veglegri, en kirkiur annarra trúarfélaga í landinu". (Leturbr. gerð hér). Áskorun 9 þjóðkunnra manna 1951 Árið 1951 var boðað til ai- menns fundar um kirkjumál hinn 3 maí (Uppstigningardag) í húsi Gagnfræðáskóiá Austur- bæjar. Ræðumenn voru: Sigurbjörn Þorkelsson, form. sóknarnefnd- ■r; Sigurgeir Sisurðsson, bisk- up; Gunnar Thor-oddsen, borg- arstjóri; Biarni Jónsson, vígslu- biskun; Guðrún Guðlaiiesdótt- ir, frú; Sigurión Ámason, prestur; Jónas Jónsson, skóla- stjóri: Jakob Jónsson, prestur. og Ingimar Jónsson, skóla- stjóri. f frásögn af þessum fundi segir m.a. svo í Kirkjublaðinu mánudaginn 14/5 1951: „Voru ræðumenn á einu máli um það, að brýna nauðsyn bæri til að fjölga prestum í böfuðstaðn- um og reisa bar flpiri kirkjur. Jafnframt þyrftu Reykvíking- ar og raunar landsfólkið allt að samelnast um að reisa svo fljótt sem unnt er og ástæður leyfa hina vlæsilegu Hallgríms- kirkju á Sknlavörðxihæð. sem þegar hefir verið hvriaa á og verða skal hnfuikirkin Móðar- innar og glæsllegasta hús á fslandi" 'T.oturh- „"rð hér) „Sízt of stór í Reykjavík Framtíðarinnar’’ Árið 1964 — í ársbyrjixn — kom út STÚDENTABLAÐ. Dagblöðin hafa tilfært sitthvað af innihaldi blaðsins, en ekki þetta: Dr. Þórir Kr. ÞórðarSon. prófessor segir m. a.: „Á hitt má benda að Reykja- vík vantar stóra kiirkju. Allar stærri og meiriháttar athafnir, hvort sem heldur er á stór- hátfðum, sögulegum stundum eða þegar stórslys ber að hönd- 'jtn, þurfa meiri húsrými en fyrir hendi er í Dómkirkjunni, eins og i ljós hefir komið á undanfömum árum. En um stærð kirkjunnar (Hallgríms- kirkju) má negja það að lok- um, að takizt vel um stíl henn- ar að innan og listræna skreyt- ingu, mun hún draga til sin fólk og sízt reynast of stór i Reykjavík framtíðarinnar” (Leturbr, gerð hér). Of stórt eöa of iftið? Prófessor Guðjón Samúelson gjörði fjölmargar stærri og minni byggingar bæði í Reykja- vík og úti um byggðir lands- ins. Um Hallgrímskirkju skrif- aði Guðjón á sfnum tíma: .,Ég hefi lagt vinnu í þetta verk, eins og ég hefi framast getað, unnið að teikningunum árum saman, og langar til að hún verði með beztu verkum frá minni hendi, er ég hefi gert”. 1 þessu sambandi skal m. a. minnt á eftirtalin verk Gúð- jóns: Háskóli Islands, Þjóðleikhús- ið, Sundhöllin. Landsspítalinn, Landakotskirkja. Laugames- kirkja, Landsbankahúsið, Eim- skipafélagshúsið, Reykjavikur apótek og Hótél Borg. Engar sögur fara af þvi, að þessar byggingar hafi reynzt of stórar. Að undanfömu hafa birzt í blöðum teiknaðar myndir af hinni veglegu Hallgrímskirkju, ásamt Reykjavíkur apóteki og Hótel Borg. Myndum þessum mxm ætlað að sýna fram á að kirkjan verði of stór. En hefir ekki hin nýja SAGA leitt í Ijós að Hótel Borg er löngu orðin of líöl. Reykjavik, 21. febr. 1964. H. Þ. P. S. Grein þessi hefir ver- ið send öllum Reykjavíkurblöð- unum með tilmælum um birt- ingu. BÍLAEIGENDUR Tökum að okkur viðgerðir á rafkerfum bifreiða, dínamóum, störturum o.fl. Höfum ávallt fyrirliggrjandi, dínamóa og startara í ýmsar tegundir amerískra bifreiða. RAFyÉLAVERKSTÆÐIÐ S. MELSTED Sogavegi 148 — Sími 40526 Aðalfundur Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður hald- inn í 1. kennslustofu háskólans miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. Bifreibaeigendur Vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um bótaskyldu vegna rúðubrota af völdum steinkasts frá bifreiðum, vilja undirrituð tryggingarfélög hér með skora á alla bá. sem telja sig eiga kröfu á bau vegna slíkra t'jóna. að lýsa kröfum sínum hjá viðkomandi trvggingarfólapi hið fvrsta. ^élögin munu sameiginlega fjalla um framkomnar kröfur og tilkynna kröfu- höfum afstöðu sína til hinna einstöku tjóna. ^byrgð h.f. ’omvínn utry grgingar Vátryggingarfélagið h.f. \lmennar frvp-cTÍncrar h.f. Sjóvátryí?prinfirarfé1aer fslands h.f. Verzlunartryggingar h.f. 4 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.