Þjóðviljinn - 12.04.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 12.04.1964, Side 1
SOVÉTRÍKIN EFTIR 1956 í dag kl. 2 síðdegis flytur Árni Bergmann blaðamaður erindi í Tjarnargötu 20 í fræðsluerindaflokki fræðslu- nefndar Sósíalistaflokksins er hann nefnir: SOVÉTRÍKIN EFTIR 1956. Árni mun einnig svara fyrirspurnum að erindinu loknu og ættu menn að fjöl- menna á þennan fróðlega fyr- irlestur, því að Árni er manna fróðastur . um þetta efni hér á landi. Þetta er síð- asta erindið á þesum vetri í fræðsluflokki fræðslunefnd- arinnar. Hafa erindin öll ver- ið hin fróðlegustu og er þess að vænta að framhald verði síðar á þessari ágætu starf- semi. 44 stunda vinnu- vika lögboðin í Færeyjum 1. apríl □ Lögþing Færeyja hefur samþykkt að vinnu- vikan þar í landi skuli stytt úr 48 stundum í 44, án skerðingar á kaupi. Lögin tóku gildi 1. þ.m. og ná til allra þeirra sem sam- kvæmt venju, samningum eða gerðardómi taka laun samkvæmt timakaupi með dýrtíðaruppbót. Hjá öllum sem þannig er ástatt um, skal vinnuvikan stytt svo hún verði 44 stundir. Eiga verkalýðsfélög eða fyrirtæki og starfsmenn þeirra, þar sem verkalýðsfélög eru ekki, að koma sér saman um hvort stytt- ingin fer fram í einu lagi eða í áföngum, en takist ekki sam- komulag eru í lögunum þau á- kvæði að vinnuvikan styttist sem hér segir: Frá 1. apríl 1964 verður vinnu- vikan 46V2 klst., frá 1. apríl 1965 verður hún 45 klst. og loks 1. apríl 1966 verður vinnuvik- an 44 stundir. Gert er ráð fyrir í, lögunum að verkalýðsfélög og starfsmenn fyrirtækja semji um hvernig kauphækkun skuli fara fram svo að í engu skerðist það kaup sem greitt hefur verið fyrir 48 stunda vinnuviku. Náist ekki um það samkomulag, kveða lög- in á um hækkun í áföngum miðað við styttingaráfangana. Nánar verður skýrt frá þess- ari lagasetningu Færeyinga síð- ar. Síðasta grein Buchanans um morð Kennedys forseta í DAG birtum við á opnu loka- kaflann í skýrslu Thomasar Buchanans um morðið á Kennedy forseta: Ég ákæri. f „VÍSI“ hefur verið reynt að gera Buchanan tortryggilegan Lézt af afleið- ingum brunans Konráð Jensson veitingamaður sem brenndist í andliti í elds- voðanum á ísafirði sl. föstudag andaðist af afleiðingum brun- ans í fyrrinótt. í fyrstu var talið að Konráð myndi ekki vera í lífshættu en hann fannst með- vitundarlaus í brennandi hús- inu og hafði skaddazt talsvert á höfði. Konráð var 73 ára að aldri. 24 dagar eftir Nú eru aðeins 24 dagar eftir þar til dregið verður í 1. fl. Happdrættis Þjóðviljans 1964 um Volkswagenbifreið og tólf. ágæta aukavinninga, en drátt- ur fer fram 5. maí n.k. Það er mjög æskilegt að menn geri sem allra fyrst skil fyrir scldum miðum en dragi það ckki fram á síðasta dag enda crum við mjög í fjár- þörf þcssa dagana og því kær- komið að fá pcninga í stað miðanna. Skrifstofa happdrættisins að Týsgötu 3 er opin alla virka daga klukkan 9-12 og 1-6 e.h. og því haldið fram að aðcins blöð kommúnista hafi tekið mark á skýrslu hans. Hér skulu þvi nefnd nokkur þeirra mörgu blaða víða um heim sem birt hafa skýrsluna: Á NORÐURLÖNDUM hafa birt hana þessi blöð auk Þjóðvilj- ans: Málgagn sósíaidemókrata í Svíþjóð, „AftonbIadet“, mál- gagn Vinstri flokksins í Nor- egi, „Dagbladet", eitt helzta málgagn Atlanzbandalagssinna í Danmörku, „Information“ og útbreiddasta vikublað Finn- lands, „Suomen Kuvalehti“. í Vestur-Þýzkalandi birti skýrsl- una hið útbreidda vikublað „Rcvue“, á Ítalíu íhaldsblaðið „II Tempo“ og þannig mætti lengi telja. MEÐAL FORLAGA sem eru í þann veginn að gefa skýrsl- una út í bókarformi eru Secker and Warburg í Bret- landi, Rowohlt í Vcstur-Þýzka- Iandi, Hasselbalch í Dan- mörku, Raben & Sjögren í Sviþjóð og Juillard í Frakk- landi. Tvö börn fyrir bíl Um kl. 15 í gær urðu tvö átta ára böm fyrir bíl á Lang- holtsvegi. Munu þau hafa hlaup- ið í veg fyrir bflinn. Bílstjórinn sveigði þá en bíllinn lenti á drengnum og síðan á telpunni er klemmdist milli hans og hús- veggjar og lærbrotnaði. Heitir hún Ragnheiður Árnadóttir. Sósíafístar Sósíalibtafélag Kópa- vogs heldur fund annað kvöld, mánudag, kl. 8.30 í Þinghól. Rætt verður stjórn- málaviðhorfið. Fram- sögumaður Geir Gunn- arsson alþingismaður. Félagar, fjölmennið! ÚTHLUTAD USTAMANNA- FÉ TIL 129 MANNA í ÁR B Við úthlutun listamannafjár, sem nú er nýlokið, hafa verið haakkaðar upphæðir allra úthlutunarflokka, og er ríú efsti úthlutunarflokkurinn 50 þúsund krónur (vaí 40 þús.), annar úthlutunarflokkur 30 þús. kr. (var 25 þús.), þriðji 18 þúsund kr. (var 14 þús.) og fjórði 12 þúsund kr. (var 9 þúsund kr.). ■ í tveimur efstu flokkunum, sem um alllangt árabil hafa ver- ið taldir „fastir“, þannig að enginn hefur verið felldur það- an niður eða lækkaður, urðu þessar breytingar: í efsta út- hlutunarflokk flytjast Guimund- ur Daníelsson, Finnur Jónsson og Jakob Thorarensen, en meiri- hluti nefndarinnar felldi tillögu um Guðmund Böðvarsson í þann flokk. ■ í annan úthlutunarflokk bætast þessir listamenn: Stefán Jónsson, Thor Vilhjálmsson, El- ínborg Lárusdóttir, Indriði G. Þorsteinsson, Guðmundur Frí- mann, Jón Nordal, Jón Þórar- insson, Sigurður Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Arndís Björnsdóttir. í þriðja úthlutunarflokk hafa bætzt þessir: Ágúst Kvaran. Björn Ölafsson, Guðbergur Eergsson, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Jóhann Ö. Har- aldsson, Jóhannes Geir, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Óskar, Jökull Jakobsson. Skúli Hall- dórsson, Veturliði Gunnarsson. Úr fjórða úthlutunarflokki hafa þessir verið felldir: Geir Kristjánsson, Jakobína Sigurð- ardóttir, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Einar Baldvins- son. Benedikt Gunnarsson, Kári Eiríksson, Magnús Bl. Jóhanns- son, Páll H. Jónsson. Sveinn Bjömsson. Þessir hafa komið inn í flokk- inn: Ágúst Sigurmundsson, Árni Jónsson, Einar Bragi Sigurðsson, Fjölnir Stefánsson, Guðmunda Andrésdóttir, Helgi Valtýsson, Hjálmar Þorsteinsson, Kári Tryggvason. Leifur Þórarinsson, Margrét Jónsdóttir, Oddur Björnsson, Rósberg G. Snædal, Sigríður Hagalín, Þorkell Sig- urbjömsson. Úthlutunin er birt í heild á 12. siðu. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í úthlutunarnefnd, Einar Lax- ness cand, mag., lét bóka eftir- farandi á síðasta fundi nefnd- arinnar . ,.Eins og Sigurður Guðmunds- son fulltrúi Alþýðubandalags- ins í úthlutunarnefnd lista- mannalauna hefur á undan- förnum árum tekið fram, vildi ég einnig leggja áherzlu á brýna nauðsyn Iöggjafar um veitingu listamannalauna, stórhækkun fjárveitingarinnar og lengri starfstíma úthlutunaraðila. Vænti ég þess, að háttvirt Alþingi og samtök listamanna leggist á eitt til að koma viðunandi festu í þessi mál. Um úthlutun þessa árs vil ég taka fram. að enda þótt ég telji ýmsar breytingar hennar til bóta, tcl ég mjög miður farið 1) að meirihluti nefndarinnar skyldi ekki fallast á tillögu mína um að flytja Guðmund Böðvarsson upp í efsta úthlutunarflokk á- samt þeim listamönnum, sem meirihluta fengu til að flytjast upp í þann flokk. 2) að ýmsar þær tillögur, sem Framhald á 8- síðu. HappdrœÝtis- hús D.A. S. HÉR ER MTND af hinu fallega einbýiishúsi að Sunnubraut 34 í Kópavogi að verðmæti 1,3 miljónir króna. Þetta er einn af vinningum í Happ- drætti DAS á næsta happ- drættisári. NÝTIZKULEG SÝNING á hús- búnaði er opnuð í dag og er til sýnis næstu daga og geta menn séð það nýjasta á þess- um vettvangi í húsbúnaði og er þar margur fallegur grip- ur. — Frétt um happdrættið er á 12. síðu. Sunnudagur Þjóðviljans A Af efni Sunnudags, sem fylgir Þjóðviljan- um í dag, má nefna: • ,.Hann hraktist brott af fslandí til að deyja“, Daði Magnússon skrif- ar heim í Dali, bréf frá Islendingi sem fer á gamals aldri úr landi og ætlar til Vesturheims. A „Vísíndaleg ævintýra- menn*ka“, grein um k j arnorkusprengingar í háloftunum. A Árni Bergmann skrif- ar athyglisverðan sunnudagspistil og leggur út af ummæl- um í síðustu bók Jóns Óskars. . Smásaga er eftir danska höfundinn Soya, og margskonar þættir og smælki. 0) Óskastundin, barna- blað Þjóðviljans, flytur úrslit ritgerðarsam- keppninnar og verð- launaritgerð 11 ára drengs, og margt fleira til skemmtunar. AUDEN les úr *ióðum sínum Brezka ljóðskáldið W. H. Auden les úr ljóðum sínum 1 boði Háskóla Islands n.k. mánu- dag 13. aprfl kl. 5.30 e.h. í há- tíðasal Háskólans. öllum er heimill aðgangur. (Frá Háskóla íslands) Fóstrur halda barnaskemmtun leiksviðið. — Myndin er tekin í Austurbæjarbíói á föstudaginn var en þá var Iokaæfing skemmtunar scm Stéttarsamband fóstra og nemendur Fóstruskólans halda í dag. Nánari frásögn og fleiri niyndii’ á 12. síðu. (Ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.