Þjóðviljinn - 18.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA. ÞJÚÐVILJINN Laugardagur 18. apríl 1964 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust 19 Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Seinvirk aðferð i^amansamur maður benti eitt sinn á það, að ^ væri öpum kennt að skrifa á ritvél og þeir síðan látnir sitja við skriftir lon og don, myndu þeir að lokum skila öllum fremstu verkum heims- bókmenntanna án þess að til kæmi nokkur hugs- anastarfsemi. Samkvæmt líkindareikningi myndu hinar stærðfræðilegu reglur um tilviljanir sjá fyr- ir því; ef óaflátanlega væri haldið áfram að raða saman bókstöfum og orðum myndi sú aðferð á sínum tíma skila meistaraverkunum ekki síður en öðrum möguleikum — en til þess þyrfti að vísu firnalangan tíma. Ekki er kunnugt að þessi kenning hafi verið sannprófuð í verki, en þó kem- ur manni ósjaldan í hug að verið sé að fram- kvæma hana á ritstjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins. Sumar forustugreinar blaðsins eru þess eðlis að þær virðast einna helzt vera framleiddar með ritvélarbarsmíð af þeirri rófulausu mannapa- tegund sem nefnist anthropopithecus troglodytes, öðru nafni simpansar. Einkanlega á þetta við þeg- ar Morgunblaðið skrifar um Sovétríkin. ' r' T forustugrein Morgunblaðsins í gær gefur m.a. að líta eftirfarandi staðhæfingar: „Afleiðingin af frelsisráni kommúnista í Rússlandi varð svo kyrrstaða og stöðnun. Á sama tíma sem aðrar þjóðir Evrópu sóttu fram til stórbættra lífskjara og lýðræðislegra og frjálslegra stjómarhátta, sat rússneska þjóðin í svartholi kommúnista við þröngan kos't'... Það er nú að renna upp fyrir fjölda Rússa, að þjóð þeirra hefur dregizt ömur- lega aftur úr öðrum þjóðum, og að framfarirnar í Sovétríkjunum hafa orðið sáralitlar miðað við það sem gerzt hefur hjá vestrænum þjóðum.“ Engin mannvera sem beitir skynsemi, hugsunum og ályktunum, getur komizt hjá því að vita það, að í engu landi veraldar hafa orðið jafn örar og stór- stígar framfarir og í Sovétríkjunum; á einum einasta mannsaldri hafa þau ríki hafizt úr alls- leysi, þekkingarleysi og getuleysi til forusTu í heimsmálum; þau etja nú kappi á jafnréttisgrund- velli og á sumum sviðum með yfirburðum við stórveldi sem báru ægishjálm yfir þau fyrir nokkr- um áratugum. Menn geta gagnrýnt það með hverj- um hætti þessi gerbylting hefur verið fram- kvæmd; menn getur greint á um starfsaðferðir og hugsjónir sovéfmanna; en engin skyni gædd vera fær umflúið þá staðreynd að í hinu forna Rússa- veldi hefur orðið einstæð stökkbreyting. Rifvélar sem skila staðhæfingum um hið gagnstæða hljóta að vera knúnar af líkamsorku einni saman, án þess að litlu gráu frumurnar í heilabúinu komi þar nokkuð nærri. Og enda þótt Morgunblaðs- menn haldi þannig áfram að streitast við að sanna kenninguna um simpansana og ritvélarnar er hætt við að allir núlifandi íslendingar verði komn- ir undir græna torfu áður en tilviljunin skilar frambærilegri forustugrein með þeirri aðferð. — m. Ályktun miðstjórnar Alþýðu- sambandsins um kjaramálin Á undanförnum árum hafa verkalýðssamtökin æ ofan í æ bent á hættuna af sívax- andi dýrtíð. Þau hafa skorað á stjórnarvöld landsins að beita sér fyrir stöðvun dýrtíð- arinnar, en tryggja jafnframt næga atvinnu og sanngjama hækkun á kaupmætti launa. Verkalýðssamtökin hafa allt- af, begar bau hafa barizt fyr- ir bættum kjörum meðlimum sínum til handa, lagt á það á- herzlu, að þau vildu meta sem kauphækkun hverja þá ráð- stöfun, sem miðaði að lækkun verðlags, eða öðru því, sem raunverulega færði vinnandi fólki kjarabætur. Verkalýðshreyfingin hefur því alltaf verið og er enn á móti verðbólguþróun í efna- hagskerfinu og varar sterk- lega við afleiðingum hennar bæði fyrir Iaunþega og þjóð- félagið í heild. Þróun verðlagsmálanna síð- ustu 4 árin veldur flestum hugsandi mönnum áhyggjum. Á þeim tíma hefir verðbólgan magnazt meir en dæmi eru til áður. á jafn skömmum tíma. Reynt hefur verið að skella skuldinni af þessari óheillaþró- un á verkalýðssamtökin í landinu. Því er þá haldið fram, að þau hafi gert óbilgjamar kröfur um kauphækkanir og knúið fram meiri hækkanir á kaupi, en efnahagskerfið fái staðizt. Hér er stáðreyndum beinlinis snúið öfugt, og röng skýring gefin á því. hver er raúnvérúleg örsok hinnar gíf- urlegu dýrtíðar. Hér skal nú rakin í stuttu máli þróun verðlags- og kaup- gjaldsmála síðustu árin, og verður þá svo augljóst, að ekki verður um villzt. að hækkun á kaupi verkamanna er ekki or- sakavaldurinn að þeirri dýr- tíðarþróun, sem hér hefur átt sér stað. Til glöggvunar verður verð- hækkunum og kauphækkunum síðustu 5 árin skipt í 4 tíma- bil, svo að samanburður verði sem auðveldastur. 1. tímabil (janúar 1959 — júní 1961), I janúarmánuði 1959 voru samþykkt lög á Alþingi um að Iækka umsamið kaup verka- fólks um 13,4% frá 1. febrúar 1959 að telja. Þegar tekið var fullt tillit til endurbóta á tryggingum, niðurgreiðslu og öðrum ráðstöfunum, sem fylgdu, viðurkenndu stjórnar- flokkamir að skerðing kaups- ins næmi 5,4%. 1 febrúarmánuði 1960 var síðan samþykkt mjög mikil gengislækkun, og fleiri efna- hagsráðstafanir voru gerðar, sem hlutu að verka til mikill- ar verðhækkunar, þar á meðal var mikil vaxtahækkun og hækkun söluskatts. Með þess- ari Iðggjöf var bannað að bæta launþegum ársfjórðungslega vaxandi dýrtíð með vísitöluá- lagi. En það var þá kenning hagfræðinga ríkisstjómarinn-S’- ar, að við slíka ráðstöfun mundi stöðvast víxilhækkun verðlags og kaupgjalds. I febrúarmánuði 1960 þegar gengislækkunin var gerð, var vísitala vöruverðs og þjónustu 100 stig. 1 júnímánuði 1961 var sú vísitala orðin 118 stig, eða hafði hækkað um 18%. Á tímabilinu frá janúar 1959 til júní 1961 urðu þó eng- ar kauphækkanir. Kaupmátt- ur launa hafði því á þessu nær tveggja og hálf* ár* tímabili lækkað, fyrst um 5,4% og síðan um 18%. eða samtals um rúm 23%. títilokað er með öllu að kenna hækkun kaupgjalds um þá þróun verðlagsmálanna, sem varð á þessu tímabili. 2. tímabil (frá júní 1961 til júní 1962) Þeirri þróun, sem átti sér stað á 1. tímabilinu, gátu verkalýðssamtökin alls ekki unað, allra sízt, þegar þess var gætt, að þjóðarframleiðsl- an fór vaxandi, og árferði var gott. I júní 1961 var því samið um 11 — 12% hækkun á kaupi verkafólks. Sú hækkun var augljóslega miklu minni, en sem næmi þeim kauplækkun- um, er yfir höfðu gengið næstu 2 1/2 árin á undan. Þessar kauphækkanir vildi ríkisstjórnin ekki þola. Hún lækkaði þá, þrátt fyrir yfir- Iýsingar hennar um að bianda sér ekki í þau mái, gengi krón- unnar enn á ný í byrjun á- gústmánaðar þetta sumar. Af- lciðingar þeirrar gengislækk- unar urðu auðvitað nýjar og almennar verðhækkanir á öll- um sviðum. I júlímánuði 1962 var vísi- tala vöruverðs og þjónustu komin upp í 135 stig, eða hafði hækkað um 35 stig, en um 17 stig, síðan kaupið var hækkað síðast í júní 1961. Á því tíma- bili hafði kaupið þó lækkað um 5,4% og hækkað um 11 —12%, eða alls aðeins hækkað um 5,6 eða 6.6%. — Getur nokkur haldið því fram, að , sú kauphækkun hafi valdið 35% verðhækkun? 3. tímabil (frá júli 1962 til júlí 1963) Verðhækkun, sem nam 17 vísitölustigum f viðbót við það, sem á undan wer gengið, gat verkafólk ekki borið bótalaust. Samið var því um kauphækk- un í júlí 1962, sem nam 6 — 9%. Þessa kauphækkun hefði vissulega verið hægt að tryggja sem raunhæfa kjarabót, ekki síður en kauphækkunina 1961, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Afkoma þjóðarbúsins var mjög hagstæð árið 1961 og þó varð hún ennþá betri árið 1962. Um hið hagstæða árferði ár- ið 1961 segir í Fjármálatíðind- um Seðlabankans. að það ár hafi raunverulega verið um að ræða 3% vcrðlækkun á innfl. vörum til Iandsins mi'ðað við óbreytt gengi, og um 9% verðhækkun útfluttra vara. Það jafngildir því, að við- skiptakjör þjóðarinnar hafi á þvf ári batnað um 12%. Við það bætist svo mikil fram- leiðsluaukning, og þó ennþá meiri árið 1962. En þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði, fékk kauphækkunin, sem um var samið f júlí 1962 ekki að koma fram sem raun- hæf kjarabót. Verðlagið hélt enn áfram að hækka, og í jan- úar 1963 var svo komið, að vísitala vöru og þjónustu var komin upp í 145 stig, eða hafði hækkað um 10 stig frá því síðast var samið um kaup- hækkun verkafólks. I janúar 1963 varð svo samkomulag um 5% kauphækkun, og síðar varð aftur samkomulag um 7°/ci kauphækkun f júní 1963, en þá var vísitalan komin upp í 149 stig og hélt stöðugt á- fram að hækka. 4. tímabil (frá júlí 1963 til marz 1964) I desembermánuði 1963 var svo komið, að vísitala vöru og þjónustu var orðin 166 stig, eða hafði hækkað um 21 stig á árinu. Kaupgjaldið hafði hækkað á sama tíma, án verk- falla um 13%,. Frá því. að gengislækkunin mikla var gerð í febrúar 1960 og fram að verkfallinu í des- ember sl., eða í tæp 4 ár, hafði dagkaup verkamanna hækkað um 35%, en á sama tíma hafði vísitala vöruverðs og þjónustu hækkað um 66%. Þannig stóðu hlutföllin í des- embermánuði sl. á milli kaup- gjalds verkamanna og dýrtíð- arinnar. I desember var síðan samið um 15% kauphækkun. Á þeim fáu mánuðum, sem liðnir eru síðan, hefur vísitala vöru og þjónustu enn hækkað um 18 stig, og alveg er víst. að áll- verulegar hækkanir á verðlagi eiga enn eftir að koma inn á vísitöluna, .Telja má því nokk- Urn veginn víst, að þegar kaupsamningur verkalýðsfé- laganna renna út í maí og júní í sumar, þá hafi vísital- an hækkað yfir 20 stig frá því í desember. þegar síðast var samið um kaupið. Þannig hefur þróun verðlags og kaupgjaldsmálanna verið síðustu 5 árin. Rifjum nú upp helztu atriði þessarar þróunar: Öhrekjanlegar staðreyndir sýna, að fýrst var kaupið Iækkað með lagaboði um 5,4%, samkvæmt opinberum útreikn- ingi. Síðan var skellt á stórfelldri gengislækkun, vaxtahækkun og hækkun söluskatts, sem orsak- aði verulega verðlagshækkun, og verðlagsbætur voru af- numdar, 1 nærri 2'/-j ár var engin kauphækkun gerð, en kaup- máttur Iauna rýmaði jafnt og þétt á þcssu tímabili vegna síhækkandi verðlags. Síðan hafa kauphækkanir verkafólks verið gerðar aðeins til þess að vega nokkuð upp á móti dýrtíð, sem áður var á skollin. Kauphækkanir hafa alltaf orðið minni en verðhækkan- imar og komið á eftir. Það er því alger fjarstæða að telja orsakir dýrtíðarinnar liggja í af miklum kauphækkunum verkafólks. Verkalýðssamtökin hafa ver- ið í vamarbaráttu sjðustu ár- in og reynt að verja meðlimi sina fyrir áföllum dýrtiðar- stefnunnar. Um þessar mund- ir standa málin þannig. að dagkaup verkamanna hefúr hækkað frá febrúar 1960 að telja um 55%, en á *ama tíma hefur vöruverð og þjónusta hækkað um 84%. Verkalýðssamtökin verða því enn að krefjast leiðréttingar á kaupmætti tímakaúpsins. Verkalýðssamtökin eru andvíg dýrtíðarstefnunni. Þau telja að sívaxandi þjóðartekjur og hækkandi útflutningsverð á af- urðum landsins geri mögulegt að hægt sé að tryggja raun- hæfar kjarabætur og stöðva hina óheilbrigðu verðbólguþró- un. Miðstjóm Alþýðusmbandsins á erfitt með að trúa því, að ríkisstjóm landsins télji enn óhjákvæmilegt að halda niðri launakjörum verkfólks með slíkri dýrtíðarstefnu, sem hér hefur verið fylgt undanfarin ár. Hún vill því með grein- argerð þessari snúa sér til rík- isstjómarinnar með áskorun um eftirfarandi: 1) Þegar í stað verði tekn- ar upp viðræður milli rík- isstjómarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar um tilraun til stöðvunar verð- bólguþróunar og um rétt- látar og óhjákvæmilegar launa- og kjarabætur. 2) Lögð verði áherzla á að verðtryggja kaupið og ná samkomulagi um örugga og jafna hækkun á kaup- mætti launa, svo unnt verði að gera varanlega samninga er tryggi vinnu- frið. 3) Að reynt verði að ná samkomulagi um fram- kvæmd á rauverulegri styttingu vinnudagsins, án skerðingar heildartekna. 4) Samkomulag verði gert um ýms réttinda- og hags- munamál alþýðufólks — vinnuverndarmál og or- lofsréttindi, svo og nauð- synlegar ráðstafanir í hús- næðismálum almennings. Alþýðusambandið býður samstarf um lausn á þeim miklu vandamálum, sem við er að glíma i þessum efnum. Það samstarf verður að byggj- ast á réttlátri afstöðu til brýn- ustu hagsmunamála verkalýðs- ins, sem varðar launa- og kjaramál. og að frjáls samn- ingsréttur sé virtur. Verkalýðssamtökin , vílja vissulega friðsamlega lausn á vandamálunum, en þau hljóta að beita sínu mikla samtak- valdi, ef réttlátir samningar geta ekki fegnizt um kjára- málin. Sími 17500 Lsyndardómur PERSONNA «r tó, aS meí *»ö«- •W0um triraunum he«ur ronns6knorlí8I PERSONNA lekízt a5 gera 4 flugbeltlor eggfar á hverju bloSi. BIBJIS um PERSONNA blöSin. BLÖÐIIM Hir» fróboeru nýju PERSONNA rokblöS úr ,#*tain- les* Ifeel" eru nú lokiín* fóanleg hér á landi. Stcersta ikrefiB í þróun rokblaSa fró þvi o5 frorp- leiðsla þeirra hófsf. PERSONNA rokblaSifi heldur flugbitf fró fyrifa III íiSasfa = 15. raksfurs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.