Þjóðviljinn - 01.05.1964, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Síða 9
Föstudagur 1. maí 1964 ÞJðÐVILIINN SlÐA g Takmörkun öreigagiftinga ■ Var saga fslendinga frá endurreisn Alþingis óslitin saga um frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar? Hver voru viðfangsefni Alþingis? Voru þar allir þingmennirnir sam- mála um að íslenzkum mönnum, jafnt snauðum og hin- um efnaðri, bæru aukin réttindi og betri lífsk'jör? Eða var einnig þar og þá tekizt á um lífskjör og réttindi alþýðufólks á íslandi? ■ Fátt eitt er kennt um þá baráttu í skólabók- tun um íslandssögu. Og það mun sjálfsagt vekja furðu ungs fólks nú á dögum, að ekki skuli vera nema öld liðin frá því að meirihluti Alþingis féllst á mannrét.tinda- skerðingu fátæks fólks á íslandi, sem minnt getur á „lög þau og reglur er ríktu meðal ánauðugra bænda í Evr- ópu á fyrri öldum". ■ Og hitt kemur líka sjálfsagt ýmsum á óvænt, að það var ríkisstjórnin danska sem neitaði að lögfesta þess- ar kröfur íslenzku bændahöfðingjanna um skerðingu á mannréttindum fátæks fólks. ■ í ritinu „Alþingi oq félagsmálin“ rekur Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur afskipti Alþingis af félags- málum árin 1845 til 1900. Þar er sá kafli, sem hér er birtur, og nefnist „Takmorkun öreigagiftinga“. milli hjónabands fátæklinga og búskaparvandræða ekki alltaf sem ljósast, þykir þó hlýða að rekja að nokkru efni þess, því að það er lædómsríkt um margt A þeim ráðgefandi þingum, sem háð voru eftir 1847 var ekki hreyft við skipan fram- færsl'umála umfram það, er Opið bréf 6. júlí 1848 hafði gert. En á þessum árum kenn- ir á Alþingi þrálátrar viðleitni til að skerða rétt fátækra manna til að kvænast. Alþing- istíðindin kalla þessa viðleitni: takmörkun öreigagiftinga. Ekki verður hjá því komizt að rekja þetta mál að nokkru, enda varp- ar það allskýru ljósi á hinn fé- lagslega hugsunarhátt. er ríkti á Alþingi og með þjóðinni á þessu skeiði 19. aldar. Um þetta leyti voru það lög á Islandi, að enginn mátti gift- ast, sem þægi af sveit eða stæði í skuld við sveitarfélagið fyrir þeginn sveitarstyrk að loknum ómagaaldri, nema að sveitar- stjómin í þeim hrepp, sem ■■ maðuri-Tvn var sveitlægur í, lýsti því yfir, að hún hefði ekkert að athuga við stofnun slíks hjónabands. (Lovs. f. Isl. VIII., 539: tilsk., 30. apríl 1824.) En víða í sveitum landsins virðist svo sem mönnum hafi ekki þótt lagaákvæði þessi nógu ströng, og heima í héraði er oft vakið máls á því að herða á lögunum um giftingar öreiga, enda eru bændur á þingi, eink- um hreppstjóramir. helztu málsvarar þessara tillagna. En þeir, sem leggjast á móti eru oftast embættismenn og kon- ungkjömir þingmenn, þó með nokkrum undantekningum. Á Alþingi 1847 var lögð fram bænarskrá frá Suður-Múlasýslu um takmörkun öreigagiftinga. (Tíð. 1847, 50.) Þórður Jónas- sen mælti á móti bænarskránni með þeim rökum, að hún væri gagnstæð gildandi lögum og „líka í sjálfu sér ósanngjöm, því að hún miðar til ónáttúr- legrar takmörkunar á náttúr- legum réttindum manna, og er það ekki f vorrar tíðar anda. að bröngva um þessa réttindi". -----------------------------« Ný tunnu- verksmiBja Siglufirði, 28/4 — A dögun- um var byrjað að grafa fyrir grunni vélahiiss nýju tunnuverk- smiðjunnar og hefur bað gengið ágætlega og verður lokið við hann eftir nokkra daga. Þetta er eiginlega fyrsta framkvæmd- in hér í Siglufirði. Þetta er ckki stórt hús og verður bygging verksmiðjunn- ar framkvæmd í tveimur áföng- um. Gamli vélasalurinn var inn- byggður í cfnisgeymsluna og tunnugeymsluna, en nýi véla- salurinn verður í sérstöku húsi, þar sem tunnusmíðin fer fram og er það öfugt við það sem áður var í þeirri gömlu. Síðar verður byggf sérstakt hús fyr- ir efnisgevm«hi ng tunnugeymslu Verður þá ekki eins mikil eld- -hættp ei”srr''e msfl eamla lag- inu. — K.F. (Tíð. 1847, 51.) Halldór Jónsson mælti einnig í móti tillögunni, og var bænarskráin felld frá nefnd. (Tíð. 1847, 52.) Á næsta þingi, 1849, bar Eyj- ólfur Einarsson, þm. Barð., fram þegnlegt frumvarp eða bænarskrá um takmörkun ör- eigagiftinga. Frsm. taldi að „taumlaus óregla viðgengist um Sverrir Kristjánsson. er varðar þjóðfélagslega til- veru íslendinga á. 19. öld og hugmyndir um félagsmálefni; Nefndarálitið telur þaðóyggj- andi reynslu, að sveitarþyngsl- in nálega hvarvetna komi til af því, að óráðnir unglingar og ó- reglumenn giftast undir eins og þeir ná lögaldri. hlaði síð- an niður böm'um, er þeir geti ekki staðið straum af, og fari með hyski síhu á sveitina. Eftir Sverri Kristjánsson ótakmarkaðar giftingar, sveit- arfélögunum til stórskaða og ef til vili eyðileggingar". (Tíð. 1849, 115.) En bænaskrá þess- ari var einnig vísað frá og var meiri hluti þingsins á einu máli um það, að slík lög heftu frelsi manna meira en verjandi væri. (Tíð, 1849, 114-117.) Þau tvö þing, er nú voru nefnd, voru háð á hinum miklu árum mannfrelsis og pólitískra umbrota um miðbik aldarinn- ar, og tillögur um að skerða frumstæðustu mannréttindi. svo sem farið var fram á í bænar- skrám þessum, áttu litlu fylgi að fagna f sölum Alþingis. En tíu árum síðar voru hér mikil umskipti á orðin, og þegar bar- lómur byggðanna yfir sveitar- þyngslunum barst til Alþingis, voru þunn móðureyrun. Fyrir Alþingi 1859 lágu bænarskrár frá Suður-Þingeyjarsýslu og Múlasýslu um að reistar yrðu skorður við hjónaböndum manna, er ekki væri öruggt um, að gætu séð sér farborða. (Tíð. 1859, 143, 145.) Allheitar umræður urðu um það. hvort setja skyldi málið f nefnd. og áttust einkum við bændafull- trúar og embættismenn. Hin- ir konungkjömu þingmenn mæltu flestir í móti nefnd, að Jóni Hjaltalín undanteknum. og Halldór Kr. Friðriksson, þm. Reykv., talaði einna skeleggast gegn bænarskránni: „Ég álít ísjárvert fyrir Alþingi, sem á að vemda réttindi manna, og þá þingmenn. sem þykjast vinna að þvf að afla löndum sínum sem mests frelsis, að gefa þeim bænarskránm gaum er ganga svo nærri hinum nátt- úrlegustu réttindum manna, eins og þessi gerir". (Tíð. 1859, 149-150.) Þær urðu lyktir máls- ins, að nefnd var kosin í það: Jón Hjaltalín, H. G. Thorder- sen, Pétur Pétursscn, kgk. þingmenn. Guðmundur Brands- son. þm. GI< og Ólafur Jóns- son, þm. Húnv. Meiri hluti nefndarinnar var skipaður mönnum. sem vom þess hvetj- andi, að hömlur yrðu lagðar á rétt manna til að kvænast. Nefndarálitið er að mörgu leyti merkilegt fyrir þá sök, að félagslegir erfiðleikar hins ís- jenzka bændaþjóðfélags á 19. ö!d eni raktir þar allnákvæm- iega og málstað bænda haldið fram af meira hispursleysi og hreinskilni en venjulegt er. Og bótt staðhæfingar nefndarálits- ins séu sums staðar r.okkuð vafasamar og orsakasambandið Sömuleiðis er almennt kvartað yfir því, að þessar giftingar séu hin helzta orsök að þeim hjúaskorti, sem alls staðar ger- ir vart við sig, með því flestir vilja eiga með sig sjálfir undir eins og þeir komast í hjóna- band, og reyna til að kotra sér einhvers staðar niður, annað- hvort á fáeinum jarðarhundruð- um eða í tómthúsum í kaup- stöðum, eða í veiðistöðum. hvar við sveitimar missi vinnu- krafta, jarðimar verði ekki ræktaðar til hlítar, þar eð bændur geti ekki aðdugað þeim sökum hjúaleysis, eða að þær verði svo stykkjaðar sundur í mörg smábýli, að enginn geti á þeim lifað sér eða sveitar- félaginu til uppbyggingar, og sé þetta fyrirkomulag landbúnað- inum til hins mesta hnekkis og stofni auk þess sjóplássunum í hin mestu vandærði, þegar ör- eiga fjölskyldur flykkjast þang- að. (Tíð. 1859, 1088-1089.) Tillögur nefndarinnar. sem að iokum voru samþykktar með 16 atkv. gegn 9. hnigu allar í þá átt að takmarka giftingar öreiga í þeim tilgangi að af- stýra sveitarþyngslum og tryggja bændum næg vinnuhjú, og virðist hið síðara atriðið ráða hvað mestu f nefndarálit- inu. þvf að „landinu sjálfu og framför þess‘* sé „mesta hætta búin af hinum mikla kotungs- skap, er nú tíðkast og fer f vöxt hér á landi og sem veldur þvf. að mörg höfuðból landsins eru úr sér gengin. eða bvf nær komin í auðn (Tíð. 1859, 1090- 1091.) Fyrir þá sök lagði nefnd- in til, að konungi yrði rituð bænarskrá bess efnis, að al- þekkta óráðs- og óreglumenn megi ekki gefa f hjónaband nema sveitarstjómin í þeim hreppi. sem maðurinn á fram- færslurétt, samþykki það eða svaramenn hjónanna vilji á- byrgjast, að ekki standi af beim sveitarvandræði í hin næstu 5 ár. Sveitarstjóm skýldi f annan stað mega krefjast þess, að hjónaefni útveguðu sér 4 svara- menn. I þriðja lagi skyldi gift- ingaraldur karla hækkaðor í 25 ár. en kvenna í 20. (Tíð. 1859. 1564-1565.) Umræður urðu allharðar um málið á þessu þingi; konungs- fulltrúi lagði mjög fast á móti samþykkt bænarskrárinnar, og ■Tón Sigurðsson, þm. Isf., reyndi sýnilega að koma tillögu nefnd- arinnar fyrir kattamef með því að leggja það til. að biðja kon- ung um að taka tillit til uppá- stungu nefndarinnar i hús- stjómarlögunum, er þau yrðu lögð fyrir þingið. (Tíð. 1859, 1230-1231.) En allt kom fyrir ekki. Alþingissamþykkt þessi ber ekki eingöngu vitni þeirri aft- urhaldssemi, sem oft liggur í landi bændaþjóðfélaga. Hún er miklu fremur vottur um hina frumstæðu og einhæfu atvinnu- hætti lslands á þessum tím- um, er eitt grasleysisár eða ísa gat stefnt miklum þorra þjóðarinnar f þráðan voða. Is- lenzku sjóplássin og kaupstað- imir höfðu ekki enn náð slík- um þroska. að þar væri mikilla fanga að leita umkomuleysingj- um þeim, er flosnuðu upp í sveitunum. Á hinn bóginn var ekki annars að vænta en að Danastjóm mundi bregðast fá- lega við slíkum tillögum, því að Danmörk var ólíkt þrosk- aðra og fjölbreyttara þjóðfélag en Island, hinn vaxandí iðnað- ur Dana gat ráðstafað ómegð sveitanna í miklu ríkari mæli en íslenzku þorpin. Danastjóm synjaði því þegnlegri bænar- skrá Alþingis samþykktar. (Tíð. 1861, 9.) Á þinginu 1861 var að vísu enn hreyft við málinu, en var saltað í nefnd og komst ékki til ályktunarumræðu. (Tíð. 1861, 236.) Ekki blés heldur byrlegar fyrir þessu máli á Al- þingi 1863, er frsm. tók aftur þænarskrá um þetta efni. (Tíð. 1863, 96. 98.) Þrátt fyrir daufar undirtekt- ir þessara tveggja þinga varð ekkert lát á bænarskrám úr sveitum til Alþingis um að takmarka öreigagiftingar, og þingið 1865 tók nú rögg á sig og samþykkti sundurliðaða þænarskrá til konungs um ör- eigagiftingar, bænarskrá, sem gekk nær giftingarrétti snauðra manna en dæmi voru til. Bæn- arskrá Alþingis batt giftingar- leyfið við „lögboðna stöðu og lífvænlegan atvinnuveg" og herti nokkuð á skyldu svara- manna, þar sem svo stóð á, að hjónaefnin höfðu við hvorugt þessara atriða að styðjast. En það telur bænarskráin lífvæn- legan atvinnuveg f sveit. ef maður hefur eignarhald á tveim málnytukúgildum og öðr- um búshlutum að því slcapi og hafi jarðnæði til ábúðar í þrjú ár, sem fóðrar að minnsta kosti þrjú kúgildi og tvö hross. 1 verstöðvum eða vlð sjávar- síðuna er það lífvænlegur at- vinnuvegur, ef maður hefur að minnsta kosti búð með tilhlýði- legum vergögnum leigða í þrjú ár og taki tvo hluti af sjó. Iðnaðar- eða daglaunamaður skal sanna með skilríkjum að hann hafi í þrjú ár jafngildan bjargræðisveg og að framan er talið. En ef ekki er til að dreifa neinum þessara skilyrða skulu svaramenn ábyrgjast, að eng- in sveitarþyngsli hljótist af hjónaefnunum eða skylduó- mögum þeirra hin fyrstu 3 ár frá fardögum eftir giftinguna í þeim hreppi, sem maðurinn á eða öðlast framfærslurétt á því tfmabili. (Tíð. 1865, II.. 498— 499.) Svo sem sjá má er tillögum bænarskrárinnar einkum stefnt að þvf að afstýra giftingum vistráðinna hjúa og jarðnæðis- lausra manna og setja gifting- arrétti þeirra skorður sem minna ekki lítið á lög þau og reglur, er ríktu meðal ánauð- ugra bænda í Evrópu á fyrri öldum. En danska stjómin neitaði enn um samþykki sitt, þar sem „ekki verður fallizt á þær grundvallarreglur. sem uppástunga þessi hefur við að styðjast.... “ (Tíð. 1867, II. 7.) Á þingunum 1867 og 1871 var enn reynt að blása lífsanda í þetta margdauða mál. en nú var meiri hluti Alþingis orðinn leiður á vafstrinu, og þótt nefnd væri sett í það í bæði skiptin, voru nefndarálitin og allar breytingartillögur felld á báðum bingum. (Tíð. 1869. 164- 166; Tíð. 1871, II., 376.) BIFVÉLAVIRKJAR Allir til þátttöku í hátíðahöldum dagsins, Gleðilega hátíð! F F I A Cl BIFVÉLAVIRKJA. BUKKSMIÐIR Allir til þátttöku í hátíðahöldum dagsins. FÉL AG BLIKKSMIÐA. BÓKBINDARAFÉLAG fSLANDS óskar til hamingju með daginn. GLEÐILEGA HÁTÍÐ! Verkalýðsfélagið JÖKULL Höfn í Hornafirði Sendir öllum verkalýð landsins beztu heillaóskir 1. maí. GLEÐILEGA HÁTlÐ! GLEÐILEGA HATÍÐ! FÉLAG SYNINGARMANNA VIÐ KVIKMYNDAHOS. FÉLAG GARÐYRKJUMANNA hvetur meðlimi sína til þátttöku í hátíðahöldum dagsins. GLEÐILEGA HÁTlÐ! HÚSGAGNASMIÐIR Fjölmennum í kröfugönguna og tökum þatt í hatíðahöldum dagsins. SVEINAFÉLAG HOSGAGNASMIÐA. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði sendir vinnandi fólki beztu heillaóskir í tilefni dagsins. GLEÐILEGA HÁTÍÐ. l

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.