Þjóðviljinn - 01.05.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Page 12
ÞETTA ER BÍLL ALÞÝÐUNNAR NO ÞEGAR HAFA FLEIRI HUNDRUÐ ISLENDINGAR SANNFÆRZT UM GÆÐI TRABANT-BÍLANNA Rúmgóður fjögurra manna bíll, með sléttu gólfi sem auðveldar alla umgengni og hreinsun. Frá- gangur að innan er sérlega snyrtilegur. Fólksbíllinn kostar kr. 67.900,00. TRABANT hefur 6 ára reynslu erlendis og hefur reynzt þar framúrskarandi vel, við hinar erfiðustu aðstæður, TRABANT er sterkbyggður og þolir vonda vegi. n ( te... —r——-r TRABANT STATION er sérlega skemmtilegur og þægilegur. Kostar kr. 78.405,00. Til þeirra sem fá niðurfell- ingu tolla vegna sjúkleika, kostar Trabant: Fólksbílinn kr. 29.345.00 Station kr. 38.405.00 TRABANT ER MEST UMTALAÐI BÍLL LANDSINS. TRABANT ER MEST SELDI BÍLL LANDSINS. TRABANT FÆST MEÐ AFBORGUNUM. TRABANT er með húsi sem er í sérflokki að styrkleika og léttleika, tvímælalaust eitt öruggasta bílhús sem hefur flutzt til landsins. Húsið er með sterkari stálbitum en flestir aðrir bílar, en þar sem mest hætta er á ryði, svo sem hurðir að neðan, bretti o.fl„ er stálgrindin klædd plasti, sem ryðgar ekki og þolir betur árekstra en annað efni. Þar að auki er það auðveldara í viðgerð og miklu ódýrara. Auðvelt er að fá hvern hluta af húsinu út af fyrir sig og auðvelt er að skipta um þá ef óhapp vill til. TRABANT er með tveggja strokka tvígengisvél 23 hestöfl, mjög sparneytin, eyðir 6—7 lítrum á 100 km. Varahlutir Nú þegar er varahlutaþjónustan fyrir hendi. Eitt fullkomnasta verkstæði landsins sér um viðgerðir. Þar geta menn, ef þeir vilja, gert við bílana sjálf- ir undir leiðsögn fagmanna, eða látið fagmenn vinna verkið. Verkstœðið er opið alla virka daga frá kl. 9 f.h. til kl. 12 á miðnætti. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 9 f.h. til kl. 7 e.h. Helztu kostir TRABANT er framhjóladrifin, en það styttir orku- flutninginn svo orkan nýtist betur, enda er bíll- inn kraftmikill og lipur í akstri. TRABANT er með fjögurra gíra kassa, alla sam- hæfða. TRABANT er sparneytinn. TRABANT er gangviss. TRABANT er sterkbyggður og því hentugur þó vegir séu misjafnir. TRABANT er auðveldasti bíll sem til er i viðgerð- um- svo að hver maður getur að miklu leyti gert við hann sjálfur og sparað þannig mikinn verk- stæðiskostnað. TRABANT er langódýrasti bíllinn sem fáanlegur er í dag. LEITIÐ UPPLYSINGA OQ KÁUPIÐ BlLINN FYRIR SUMARIÐ, BÍLINN SEM ALLIR GETA VEITT SÉR. EINKAUMBOÐ: INGVAR HELGASON, Tryggvagötu 4. Sími 19655. SÖLUUMBOÐ: í Reykjavík BÍLAVAL, Laugavegi 90. — Símar 19092 og 18966, á Akranesi BIFREIÐAÞJÖNUSTAN, Suð- urgötu 1. Símar 1 170 og 1477. VIÐGERÐAÞJÖNUSTA: BIFREIÐAÞJÖNUSTAN, Súðavogi 9, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.