Þjóðviljinn - 11.06.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 11.06.1964, Side 12
A.S.Í. ræða og atvinnurekendasamtökin regiur um vinnuhagræðingu Bændur og sjómenn á Norðfirði þreyla naglaboð hlaup i gegnum tunnu á sjómannadaginn. — (Ljós- mynd H. G.). FjöSbrevft sjómannadags* hátíðahöld í Neskaupstað Ágæt síldveiði í fyrrinótt í fyrrinótt var ágæt síldveiði 85—110 sjómílur norðaustur af norðri frá Raufarhöfn og fengu 24 skip þar samtals rösklega 26 þúsund mál. Þessi skip fengu 1000 mál og þar yfir: Snæfell EA 1700, Helga RE 1500, Jón Kjartansson SU 1400, Helgi Fló- ventsson ÞH 1250, Grótta RE ^1200, Arnfirðingur RE 1200, Engey RE 1200, Árni Magnús- son GK 1200, Elliði GK 1200, Sigurður Bjarnason EA 1200, Ásþór RE 1100, Náttfari ÞH 1100. Helga Guðmundsdóttir EA 1000, Ólafur Friðbertsson IS 1000, Vigri GK 1000, Heimir SU 1000, og Gullfaxi NK 1000. 1 gærkvöld voru tveir bátar á leið til Raufarhafnar af mið- unum. Voru það Gullborgin með 1400 mál. og Halldór Jóns- son með 1000, en hann land- aði einnig 1100 málum á Rauf- arhöfn í fyrradag. Neskaupstað, 8/6 — Hátíða- höld Sjómannadagsins hófust hér í bæ með kappróðri í höfn- inni. Kepptu þar fjórar sveitir, annarsvegar af mótorbátunum Þráni og Sæfaxa, og vann sveit- Sæfaxa, hinsvegar stýrimenn gegn sveit Síldarvinnslunnar og gengu stýrimenn með sigur af hólmi. Á sunnudagsmorguninn fóru skip og bátar í hópsiglingu um fjörðinn og prófuðu ganghrað- ann og Björgunarsveit Neskaup- staðar sýndi björgun úr sjáv- arháska í björgunarstól. Eftir hádegi var sjómanna- messa. en aðalsamkoman hófst við sundlaug bæjarins kl. 16. Þar flutti Ragnar Sigurðsson hafnarstjóri ávarp og afhenti verðlaun. Keppt var í sundi (frjáls aðferð) og sigraði þar Ingi Tómas Björnsson. Einnig þreyttu landmenn stakkaboð- sund gegn sjómönnum, og unnu landkrabbarnir. Bændur úr Norðfjarðarsveit hiupu nagla- boðhlaup „gegnum tunnu“ á móti sjómönnum, sem höfðu betur. í ,.koddaslag“ barðist sveit Síldarvinnslunnar gegn bændum og fjáreigendum, og urðu sauð- fjáreigendur að láta í minni pokann. Þess má geta, að sá er munur á bændum og fjár- eigendum hér í Norðfirði, að bændur kallast þeir, sem búa í sveitinni. en fjáreigendur eru kaupstaðarbúar, sem eiga roll- ur, og eru þeir margir hér í bæ. — Að lokum var sýnd meðferð gúmmíbjörgunarbáts, þar á sundlauginn. Framhald á 3. síðu. ÓDÝRT SUMARFRÍ VIÐ EYSTRASALT Hin árlega Eystrasaltsvika, tem efnt er til á sumri hverju í strandhéruðum Rostockhéraðs I Austur-Þýzkalandi, fer að þessu sinni fram dagana 4.—17. júlí næst komandi, og er því ekki um að ræða viku í eig- inlegri merkingu hcldur 10—12 daga dvol á hinni vinsælu bað- strönd Eystrasaltsins. 'Að venju er öllum Norðurlandaþjóðunum boðin þátttaka í Eystrasaltsvik- unni, auk Austur- og Vestur- Þýzkalands,' Póllands og Sovét- ríkjanna. Segja má að allt Rostock- hérað sé undirlagt þá daga. sem Eystrasaltsvikan stendur yfir. Þar eru haldnar fjölmargar ráð- 6tefnur til þess að ræða áhuga- mál ýmissa starfshópa frá þátt- tökulöndunum, auk marghátt- aðra sýninga á sviði iðnaðar, verzlunar o.fl. I öllum borgum á þessu svæði fara einnig fram margháttaðar skemmtanir, þar sem þekktir listamenn frá þátt- tökuþjóðunum koma fram, í- þróttakeppnir eru háðar, og farið í stuttar kynnisferðir um nágrennið og gestum gefinn kostur á að s.koða merkustu. sögulega staði. Og svo eru hin- ir ótal mörgu baðstaðir á Merki Eystrasaltsvikunnar ströndinni, ef fólk vill fremur nota tímann til að stunda sjó- inn og sólböðin. Af íslands hálfu starfar sér- stök Eystrasaltsvikunefnd, sem undirbýr þátttöku héðan. All- margir gestir sækja Eystrasals- vikuna að venju og taka m.a. þátt í ýmsum ráðstefnum þar. En Eystrasaltvsikan verður með hverju árinu æ vinsællí vett- vangur ferðamanna, og setja þeir meginsvip sinn á allt líf í borgum og bæjum þessa daga. Ferðaskrifstofan Landsýn, Týsgötu 3, annast fyrirgreiðslu alla í sambandi við ferðir á Eystrasaltsvikuna, en þátttöku- tilkynningar þurfa að berast sem fyrst, helzt ekki síðar en um miðjan þennan mánuð. Gert er ráð fyrir að íslenzkir þátt- takendur fari utan í þrem hóp- um, þeir fyrstu 1. júlí, og síð- an 3. og 5. júlí. Flogið verður beint til Kaupmannahafnar, og myndi fyrsti hópurinn dvelja þar 2—3 daga. Frá Kaupmanna- höfn er farið með lest til Warnemúnde, þaðan verður haldið til Kúhlungsbom og munu íslenzkir þátttakendur búa þar ásamt Norðmönnum á Al- bert Kaiser gistihúsinu. Hátíða- höldin í sambandi við „vikuna" hefjast formlega í Rostock 4. júlí . Sérstakt æskulýðsmót fer einnig fram í Graal-Muritz á sama tíma, og er þar einnig margt til skemmtunar og mörg tækifæri fyrir æskulýð þessara landa til aukinnar kynningar á áhugamálum sínum. Við lok Eystrasaltsvikunnar þann 17. júlí, verður svo farið í 2—3 daga ferðalag um landið, m.a. verður Berlín heimsótt og aðrir merkir staðir eftir því sem unnt reynist. Þátttökukostnaður er kr. 8.000,00 til 8.500,00 og er innifalið í því verði ferðalög, uppihald, gisting og önnur fyr- irgreiðsla. En auk þess býður Lansýn upp á þau kostakjör, að lána hálft fargjaldið Rvík— Kaupmannahöfn—Rvík til allt að 12. mánaða með þeim skil- málum sem Loftleiðir bjóða far- þegum sínum. B Alþýðusambandið og samtök vinnuveitenda hafa undanfama mánuði rætt möguleika á samkomulagi bessara aðila um hagræðing- armál, og hefur nú verið gert uppkast að slíku sam- komulagi sem aðilar eiga eft- ir að fjalla um. Þjóðviljinn aflaði sér upplýs- inga um málið vegna frásagn- ar í Vísi á þriðjudaginn, sem mátti skilja á þá leið að þetta mál hefði verið viðfangsefni ráð- stefnu Sjórnunarfélagsins ný- lega. Málið var þar einungis kynnt stuttlega, en það eru að sjálfsögðu áðurgreind samtök sem eru aðilar að því og taka um það ákvarðanir. Á Alþýðusambandsþinginu síðasta var gerð samþykkt um ■ að fela m:ðstjórn sambandsins að leita eftir viðræðum við samtök atvinnurekenda í því skyni að koma á rannsóknum um vinnuhagræðingarmál. Var þá þegar farið að athuga mál- ið í ýmsum greinum, t.d. byrj- að með tilraunir á frystihúsum, og talið tímabært að heildar- . samtökin ræddu málin. Miðstjórn Alþýðusambands- ins sendi þá bréf til atvinnu- rekendasamtakanna og óskaði eftir viðræðum. Leiddi það til þess að ASI og vinnuveitenda- samtökin settu á laggimar nefnd, og voru sex nefndar- manna frá verklýðsfélögunum og jafnmargir frá atvinnurek- endum. Nefndin hélt nokkra fundi og aflaði sér gagna til hliðsjónar,’m.a. um framkvæmd þessara mála á Norðurlöndum. ★ Drög líggja fyrir Um miðjan marz varð það að samkomulagi í nefnd'nni að biðja framkvæmdastjóra Iðnað- armálastofnunarinnar. Svein Björnsson, að taka að sér að gera uppkast að slíku samkomu- lagi og var nefnd á vegum Stjómunarfélagsins og Iðnaðar- málastofnunarinnar falið að vinna það verk. Nú fyrir skömmu hafa drög að slíku samkomulagi legið fyrir, en aðilar hafa ekki haft ráðrúm að taka afstöðu til þess. KR vann Þrótt 3:0 1 gærkvöld léku KR og Þróttur í Islandsmótinu og fóru leikar þannig að KR sigraði með 4:0. í hálfleik stóðu leikar 3:0. Nánar verður sagt frá leiknum i blað- inu á morgun. NÝ SÓKNARLOTA ÞEGAR HAFIN Nú er allt komið á fleygiferð i skrifstQfum hernámsandstæðinga að Mjóstræti 3 þarna uppi í holtinu bak við Morgunblaðshöllina Mikið annríki ríkti á skrifstof- unum í gærdag og var fólk að koma og láta skrá sig í gönguna og á kyrrlátan hátt laumuðu sumir pen- ingaseðli í kassann með skilningi á fjárþörf svona fyrirtækis. Þama er Ragnar Arnalds í for- svari á skrifstofunum þessa stund- ina og náðum við stuttu spjalli af honum í stormahléum dagsins. „Starfsemi samtakanna hefur verið í öldulægð undanfarið hálft annað ár og kemur þar ýmislegt til í svona hugsjónabaráttu, þar sem ekki er hægt að knýja fram úrslit' á stundinni. Það koma óumflýjanlega fram sveiflur og skiptast þar á sóknarlotur og lægðir. Stöðug sóknarlota var hjá samtökunum frá árinu 1960 fram til ársins 1962 en þá hófust bæjarstjórnarkosningar og árið eftir al- þingiskosningar í landinu og höfðu truflandi áhrif á okkar starf vegna þess að stuðningsmenn samtakanna hlupu hver í sína átt- ina til þess að sinna kosningum, hver hjá sínum flokki og menn aáfu sér ekki tíma til þess að starfa fyrir svona ópólitísk sam- lök. En nú erum við að undirbúa nýja sóknarlotu og verður Kefla- ■/■'kurgangan fyrsta skrefið í heirri lotu. Þar á efti.r verða fundarhöld víða um land til undirbúnings landsfundi í Mývatnssveit í haust og þar verða samtökin endur- ckipulögð í samræmi við þá reynslu, sem fengist hefur af starfi þeirra. Það er mjög viðeigandi að hefja þessa sóknarlotu kringum tutjugu ára afmæli lýðveldisins og með sérstöku tilliti til þess, 'nð við hnrfum nú upp á eina ósvífnustu tilraun til afskipta og mótunar á íslenzku menningarlífi og þjóðlífi, þar sem er banda- ’-tska herinannasjónvarpið. Það þarf enginn að ímynda sér, að T’andaríkjamenn hafi sett þetta sjónvarp upp aðeins til þess að veita hermönnum sínum dægrastyttingu. Augljóst er að höfuð- tilgangur beirra hefur verið að skapa sér aðstöðu til þess að móta íslenzkt almenningsálit sér í hag. Hvérgi í heiminum er brntist svona freklega inn í tilveru smá- bióðar og er hér um slíka ögrun að ræða frá hendi stórveldis, að óhiákvæmilegt er að snúast af íullri hörku gegn þessari einstæðu ósvífni. Hvað myndu Bandaríkiamenn segja, ef Kfnverjar keyptu svo sem hundrað sjónvarpsstöðvar í U.S.A. og hæfu þar áróðurs- herferð fyrir sig og sína. Skyldu þeir láta það afskiptalaust? Mér er Ijóst, segir Raanar. að íslenzkir ráðamenn bera ábyrgð - á því hvemig komið er í sjónvarpsmálum. en ekki verður h.já því komizt að ásaka Bandaríkjamenn fvrir að hafa notað svo miskunn- arlaust undirlægjuhátt íslenzkra valdhafa. Nú nájgast óðum sá tími, er Atlanzhafssamnigurinn renni út og fciondingar geta lýst að nýju yfir hlutleysi í hemaðarátökum, en bað verður árið 1969, — eftir fimm ár. Það er höfuðnauðsyn, að hemámsandstæðingar hefji nú nýja og glæsilega sóknarlotu og dragi hvergi af fram að næstu alþingis- kosningum, en í kosningunum 1967 verður það Alþing kjörið, sem marka mun stefnuna á timamótunum 1969". Þjórsárdalsferð ÆFR um helgina Lagt verður af stað klukkan 2 e.h. frá Tjarnargötu 20 og ekið austur í Þjórsárdal. Komið að Hjálp og í Búrfellsskóg, að Þjófafossi og Stöng. Á sunnu dag vcrður gcngið að Iláafossi og komið í Gjána, Ekið heim um Iðubrú og komið við í Skálholti. N ánari uppl. á skrifstofu ÆFR kl. 5-7. Sími 17513)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.