Þjóðviljinn - 10.11.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 10.11.1964, Side 10
1Q SfÐA ANDRÉ BJERf CE: EIN- HYRNINGURINI N an til hsegri sem við höfðum farið. Ég sá harmleikinn sem þessir punktar og línur og hom lýstu. harmleik í þurri geómetríu. ©g með þvl að beygja 30 gráður vest siglduð þið beint á — ? — Beint á Haukhólmann, já. Aftur rýndi ég í kortið. Þetta var einföld teikning, en þama var vandamál sem hafði verið óieyst í fimmtán ár. Það hlaut að finnast einhver lausn á þessu rúmfrseðidæmi. — Getur það hugsazt, að stýri- maðurinn hafi ekki séð þessa glampa? spurði ég. — Það getur hugsazt. Hann hafði kannski nóg að gera við að horfa á áttavitann. — En útkíkismaðurinn fram á: hann hlýtur að hafa séð þá? Skoddland hikaði ögn áður en hann svaraði. Hann gaut augun- um út í homið við dymar. Þar sat eini samferðamaður okkar, roskinn maður sem komið hafði í lestina fyrir hálftíma. Nú virt- ist hann sitja og dotta með hendumar krosslagðar á magan- um. En ég hafði séð hann gjóta augunum með áhuga á kortið á borðinu. Andlitsdrættimir voru grófir og þunglamalegir og eyrun voru ekki það sem minnst bar á. Skoddland hélt áfram og hafði laekkað röddina mjög: títkíkis- maðurinn — Kvále — hafði að minnsta kosti ástæðu til að vitna eins og hann gerði í sjóréttinum — gegn pabba. Hann varð öryrki eftir þetta strand. — En sá hann nokkur Ijós? sagði ég. Barði hann þrisvar í signalklukkuna? Skoddland yppti öxlum. Nei .. nei, það gerði hann ekki. Svo bætti hann við í hálfum hljóð- um: Pabbi hélt að þetta væri samsæri. Þriðji maðurinn í klefanum tók tösku sína niður og rölti fram í ganginn. Ferðafélagi minn horfði íhugandi á eftir honum. — Það var eitthvað kunnug- legt við þennan náunga .... Já, hann er einn úr bænahúsaklík- unni. Skoddlond brosti skældu brosi. Hann heyrði hvað við vorum að tala um. Bráðum veit allt pakkið til hvers við erum komnir! Lestarstjórinn danglaði í klefadymar: Hólmavogur — Smábærinn er að norðanverðu við breiðan fjarðarkjaft og með fjall í bakið. Það gefur skjól fyrir hinni verstu af höfuðátt- wnum fjórum. Þama eru eins konar mörk í landslaginu: þar sem Suðvestur- landinu lýkur og hið eiginlega HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEfNU og DÓDÖ Daugavegi 18 III hæð flvftai SfMT 5 4(518 P E R M A Garðsenda 21 — SfMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M O R I HárgreiðsTa við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13. — SfMT: 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. Vesturland tekur við. Útsýnið til skerjagarðsins í suður er enn með dlítið vinalegum blæ. En í norðri rísa fjallgarðamir bratt- ir og ógnandi. Og það ræður oft svipmóti plássins hvað rís að baki þess, en ekki hvað er fram- undan. Gistiheimilið var efst í þorp- inu. Við lögðum á brattann með farangurinn. Brekkan var brött og steinlögnin ójöfn. I Noregi er vissulega hægt að tala um að ráðast til uppgöngu í þorp. Ég hafði aldrei komið í Hólmavog og fyrstu áhrifin voru óhagstæð. Þama fyrirfannst enginn skringilegur arkitektúr bakvið óvænta smágarða, eins og í sérkennilegu smáþorpunum við Suðurströndina. Húsin voru í þunglamalegum röðum upp hlíð- ina, eins og tiTbreytingalausir kassar. Á fatasnúru fyrir utan 27 eitt húsið, blakti einmana hvít skyrta í kvöldgolunni. Hún minnti mig líka á jarðarför. Klukkan var ekki nema 10 að kvöldi, en það var slökkt í því nær hverjum glugga. hér var snemma gengið til náða. f einni dyragætt stóð kvenmaður og virti okkur fyrir sér. Hvaða næt- urgöltur var þetta? Kringluleitt hvítt andlitið sneri sér með hægð meðan við gengum fram- hjá. Það var eins og ljóskastara væri beint að okkur. Ég varð að leggja frá mér töskuna og kasta mæðinni í brekkunni. Er langt eftir? Þessi gata var vissulega — — Hún á að vera þolraun. Skoddland glotti kaldhæðnislega. Vegur lífsins á að vera torfar- inn! — Á hverju lifa þeir héma? — Síld, kristindómi og stjóm- málum. Hann spýtti á steinhellu. Og svo flytja þeir út einn og einn kennara .... Gistiheimilið var stórt, gult hús með mörgum gluggum. En flestir þeirra vom dimmir lika; það sást aðeins Ijós í fáeinum gluggum á neðstu hæð. Það virt- ist ekki gestkvæmt þama, enda var þetta utan gestatímabilsins. Og hverjum skyldi svo sem detta í hug að leggja leið sína í Hólmavog? Kaimski farandsöl- um. Húsmóðirin tók á móti okkur í anddyrinu og við kynntum okkur. Hún hét fröken Fure. — Herbergin eru tilbúin. Vel- komnir! sagði hún. En það var engin hlýja í röddinni; hún var fálát og köld. Það var eiginlega eins og henni þætti miður að fá gesti. Ég tók eftir því að augu hennar urðu aðgætin þegar hún horfði á Skoddland. Ef til viTL þekkti hún hann aftur? En kynningin fór fram eins og þau hefðu aldrei sézt. Strax eftir hið fyrsta snögga handarband spurði hún hvað við ætluðum að vera lengi; hún ætlaði fljótlega að loka gistiheimilinu fyrir vet- urinn. Ég svaraði því til, að við yrðum viku í mesta lagi. Fröken Fure var á fimmtugs- aldri og bar þess merki að hún hafði verið falleg á yngri ámm. En nú var eitthvað gamaHegt og andsnúið í allri framkomunni Við munninn var hörkuleg hmkka og hálsinn og axlimar vom stirðleg, eins og hún reyndi með valdi að vera teinrétt og hrokafull. Hún var með stórrt ullarsjal á herðunum, en það var vfst ekki nógu hlýtt; hún krosslagði handleggina eins og henni væri kalt. Og þó var kvöldið milt. ÞlðÐVILJINN Þriðjudagur 10. nóvember 1964 — Það er þessa leið. Hún tók töskumar mínar tvær og gekk á undan okkur inn ganginn. Við höfðum herbergi sem lágu saman og hurð á milli þeirra. Þau voru sérlega ópersónuleg og sápuþvegin; það var jafnvel þvottalykt af húsgögnupum og lömpunum. Húsmóðir okkar var fárin aft- ur og Skoddland stóð og starði á dymar sem höfðu lokazt á eft- ir hehni. Það var meðaumkun- arsvipur á andliti hans, sjald- gæft fyrirbæri á fésinu því. Vesalingurinn, hún er orðin sið- söm. — Þekkirðu hana? — Aðeins úr fjarlægð. Hann stakk höndunum í vasann og gekk að glugganum. Hún var heilmikill kvenmaður hér á ár- unum. Það var mikið slúðrað um hana, vegna þess að hún var lagleg og fjörug .. En nú er hún orðin siðsöm. — Og hvað sagði slúðrið um hana? Nei, ég er ekki alltaf jafn- naskur að spyrja. Hann gretti sig og lokaði andlitinu. Ég man það ekki. Ég var ekki annað en strákhvolpur þá. Og pabbi sagði, að þegar einhver segði kjafta- sögur væri betra að hlýða á vindinn og mávana .... Ég gekk líka að glugganum. Það sást vel yfir Hólmavog og hafið. En langa brekkan niður að sjónum hefði verið fallegri án þessara húsþaka. Úti á sjónum var silfurbjarmi milli hólmanna. Tunglið var á lofti og eftir fá- ein kvöld yrði það fullt. — Hvemig er að sjá æsku- stöðvamar aftur, Atli? — Viðbjóðslegt! Hann sagði þetta með sannfæringu og án þess að líta við. Ég settist á borðið við hliðina á honum. Hvers konar samsæri áleit faðir þinn að gert hefði verið gegn sér? Þú minntist á það í lestinni .... — Vátryggingarsvik. Röddin var viðutan. Hann starði fast á eitthvað úti í skerjagarðinum. — Jæja? Hvemig þá? — Hann hélt að liósglampam- ir sem við sáum hefðu komið frá fölskum vita. Sem settur hefði verið upp á einhverjum hólman- um af því tilefni. — Til að rugla hafnsögumann- inn í ríminu? — Já. Og brjóta skipið í spón. Hann sneri sér snögglega inn í herbergið. Eins og hann þyrfti með valdi að slfta sig frá út- sýninu. — Var Argo hátt vátryggt? Hann kinkaði kolli. Svo var sagt, já. Og pabbi var sannfærð- ur um, að Hogne, skipstjórinn, hefði að minnsta kosti vitað um svindlið .... Um leið heyrði ég dauft hljóð. Það marraði í fjöl á ganginum fyrir framan herbergið. — Uss! Ég lagði fingur á munninn. Svo læddist ég varlega til dyranna og opnaði í skyndi. Við þröskuldinn stóð fröken Fure. Án þess að bregða svip gekk hún rösklega inn í her- bergið. — Ég ætlaði bara að skipta um handklæði, sagði hún. Af snögunum við servantinn tók hún tvö handklæði, sem voru reyndar alveg hrein. Svo stikaði hún út aftur og hnakk- inn var enn. stífari en áður yfir ullarsjalinu. Við litum hvor á annan. Skoddland dró djúpt andann. Og orðið sem hann sagði lét í eyr- um eins og sambland að sárri stunu óg kröftugu blótsyrði: — Hólmavogur! Ég veit ekki hvað mig dreymdi þessa nótt; ég var bú- inn að gleyma draumnum næsta morgun. En eitt gekk aftur í huga mér allan næsta dag. Allt- af steig upp mjmd og blandað- ist saman við hugsanir mínar, ruglingslega og út i bláinn. Og það var myndin af tunglinu. Það var Iiðið fram á dag. Vél- báturinn sem við sátum í, vagg- aði á öldunum. Klukkutímum saman höfðum við verið að dóla á sjónum; nú fórum við sömu leið og Argo hafði farið óheilla- nóttina fyrir fimmtán árum. Við stýrið bakvið okkur sat eigandi bátsins, fiskimaður úr plássinu. Hann var þögull eins og djúp- fiskur. Nokkrum kílómetrum fyrir framan okkur í norðvestur átt komum við auga á gráan tum á skeri. Skoddland þenti: Þarna ei: Hólmavogs vitinn. Nokkru austar og töluvert nær stóð undarlega snarþrattur vegg- ur uppúr hafinu. Vísifingurinn færði sig til: Og þarna sérðu Haukhólmann. — Þá erum við bráðum komn- ir inn í dauða svæðið? sagði ég. — Eftir andartak, já. En það er ekkert dautt svæði lengur, því að þeir eru búnir að reisa hærri vita .... Nú sérðu hvað gerist! Og ég sá vitan hverfa bakvið háa klettavegginn, en þó þannig að ljósið sást enn yfir brúnina. Skoddland hrópaði til manns- ins afturá og bað hann að beygja upp að Haukhólma. Sjó- maðurinn lagði á stýrið. Hann færði tunguna úr vinstra munn- viki yfir í hið hægra og virti okkur fyrir sér eins og djúp- fiskur. Þetta var undarleg jarðmynd- un sem við höfðum fyrir okkur, einn af jarðfræðidutlungum Nor- egs. Við nálguðumst flatan, lóð- réttan klettavegg, undarlega reglulegan í formum. Á hvað minnti hann? Á risastórt orgél úr graníti. — Við skulum hlusta á brim- ið. Skoddland hrópaði aftur fyr- ir sig: Dreptu á vélinni sem snöggvast! Yfir okkur görguðu nokkrar kríur hátt og skerandi; þær verptu þama sjálfsagt. En brim- ið var háværara. Drynjandi valt það yfir steinhnullungana í sjáv- SKOTTA „Pabbi, viltu svissa yfir á einhverja aðra stöð, þar sem er leiðin- lengra prógramm, svo ég geti lokið við heimavinnuna mína? FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seíjum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L A N D SV N ‘tr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBCÆ) LOFTLEIÐA. Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN - BÚÐIRNAR. CONSUL CORTÍNA bílaleiga > magnúsap skipholfl 21 SÍmaPí 21190-21185 ^iauhur ^u&mundó&on HEIMASÍMI 21037 I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.