Þjóðviljinn - 22.11.1964, Side 7
Sunnudagur 22. nóvember 1964 - -HÓÐVILIIKN-
SÍLDARIÐNADUR
OG RANNSÓKNAR-
Síldaverksmiðjurnar á Austfjörðum hafa malað gull í þjóðarbúið úr „silfri hafsins“ undanfarin sumur og aldrci meir en á yfir-
standandi aflaári. Enn leggur peningalyktina frá reykháfum verksmiðjanna yfir síldarbæina eystra, þótt komið sé fram í nóv-
ember. Enn standa starfsmenn þeirra trúan vörð hver á sínum stað. Vélarnar fóru í gang í júníbyrjun. Þetta er orðin löng vertíð.
Bjarni Steingrímsson
SÍÐA 1
Til hliðar við aðalbyggingu
Sfldarvinnslunnar h.f. í Nes-
kaupstað stendur húskofi, sem
ekki lætur mikið yfir sér. Þó
hefur hann að geyma eins-
konar öryggisventil þessa stór-
fyrirtækis, sem á rúmum 5
mánuðum hefur unnið úr 415
þúsund málum síldar. Þarna
er til húsa efnarannsóknar-
stofa verksmiðjunnar, og þar
hitti fréttamaður Þjóðviljans
nýlega að máli Bjama Stein-
grímsson efnafræðing, sem hér
kólnað í stæðunum £ mjölhús-
inu, — og raunar allt þar til
varan er komin í skip
— Og hvernig fylgizt þið
með þessu?
— Með margskonar mæling-
um Við skuium taka nokkur
dæmi. Þegar síldin hefur ver-
ið brædd, taka við skilvind-
ur, sem skilja lýsið frá svo-
kölluðu slammavatni. Við ger-
um fitumælingar á slamma-
vatninu á 1—2ja tíma fresti.
Reynist fitumagnið í því of
lýsinu frá skilvindunum, og
koma þar fram friar feitissýr-
ur» óhreinindi og vatn, en það
síðartalda má til samans ekki
fara yfir 0,5%. Hefur það
raunar ekki valdið neinum
erfiðleikum hér hjá okkur. —
Svo fylgjumst við auðvitað með
lýsinu á geymunum og tökum
svokallaðar vikuprufur af
mjölinu. Er þá gerð nákvæm
greining á raka, fitu, eggja-
hvftu, söltum og ösku.
— Hvaða þýðingu hefur sú
Viðtal við BJARNA STEINGRÍMSSON efnafræðing
Bjarni Steingrímsson efnaf -æðingur hefur stjórnað efna-
rannsóknum við Síldarverksm ðjuna í Neskaupstað undan-
farin tvö sumur. Hann er 37 á a gamall, lærði almenna efna-
fræði í Bandaríkjunum 1947 — ’53. Að námi loknu starf-
aði hann um skeið hjá málnin ^arverksmiðjunni Hörpu h/f í
Reykjavík, en réðist árið 196"* til Fiskifélags íslands*. Bjarni
er búsettur í Reykjavík, kvæn'ur og á 3 börn.
ræður fyrir húsi. Honum til
fulltingis eru tvær ungar
stúUcur, sem vinna til skiptis
á vöktum.
— Kemst ekki síldarverk-
smiðja vel af án efnarann-
sökna, Bjarni? Eruð þið ekki
bára hér upp á punt?
— Það er nú líklega ekki
mitt að svara slíku, — svarar
Hann af mestu stillingu. Satt
áð segja virðist svo sem ýms-
ar verksmiðjur hafi komizt af
án slíks fram til þessa, og
haft heppnina með sér. En
mín skoðun er sú, að síldar-
verksmiðja, sem framleiðir
útflutningsverðmæti upp á 100
— 200 miljónir króna á ári,
hafi ekki efni á öðru en hafa
efnafræðing í þjónustu sinni.
Það er eins með síldariðnað
og annan iðnað, að honum
verður að fylgja gæðaeftirlit.
Allt annað er happdrætti.
bæði fyrir framleiðanda og
kaupanda.
— í hverju er þá starf ykk
ar fólgið?
— Ja, það er fyrst og fremst
gæðaeftirlit á öllum stigum
framleiðslunnar, frá því að
síldin er tekin til bræðslu og
þangað til lýsið er komið á
feymana og mjölið örugglega
hátt, þarf að stöðva skilvind-
una og hreinsa hana. Annars
tapast lýsi og of hátt fitu-
magn fellir mjölið í verði
og minnkar geymsluþol þess.
— önnur mæling, sem er
stöðugt í gangi, er á raka í
mjölinu, sem er að fara ur
þurrkurunum í pctkana. Það er
mikil nauðsyn á að halda rak-
anum innan vissra takmarka,
helzt kringum 8—9%. Liggi
rakastigið mikið -undir 8% er
hætta á bruna í þurrkurunum,
en of hátt rakastig veldur
hellumyndun í mjölinu við
geymslu. Einnig getur þá
myndazt myglugróður og í
kjölfar hans sjálfhitun og
brunahætta.
— Niðurstöður ykkar hafa
sem sé hagnýtt gildi.
— Já, að sjálfsögðu. Vakt-
formaðurinn fylgist með þeim
hverju sinni og framleiðslunni
er hagað í samræmi við þær
En það sem ég hefi nú taliö
er aðeins brot af því, sem
liggur í okkar verkahring. Við
gerum svokallaðar vaktapruf-
ur bæði á lýsi og mjöli, og
gefa þær meðaltals-upplýsingar
um gæði framleiðslunnar síð-
ustu 8 klukkustundimar. Þann-
ig mælum við t.d. sýrustig í
greining?
— Verð og sölumöguleikar
á mjöli byggjast m.a. á því,
hversu mikið eggjahvítumagn
er í mjölinu. Hingað fengum
við í fyrra tæki til að mæla
það og mun það ekki vera
til annarsstaðar á Austfjörðum.
Annars er það ekki eggjahvítu-
magnið eitt, sem máli skiptir.
Þess er byrjað að gæta hjá
vissum kaupendum, að þeir
vilja líka vita um samsetn-
ingu og þar með um gæði
eggjahvítunnar, sem geta ver-
ið mjög mismunandi. Þannig
minnka gæði eggjahvítunnar
við sjálfhitun í mjölinu, þótt
magnið haldist .óbreytt. I ná-
inni framtíð getur það haft
verulega þýðingu að fylgjast
með þessu atriði.
— Veldur hitun i mjölinu
ykkur erfiðleikum?
— Ekki teljandi. Við höfum
hér ágætan útbúnað til að
fylgjast með honum. Eftir aö
mjölið hefur verið kælt í pok-
unum í 1—2 sólarhringa er
því staflað á palla og set’
í stæður i mjölhúsinu. Þar höf
um við færanlegar leiðsluut
eða snúrur út um allt, serr
mæla hitastigið og skila niður-
stöðunum til sjálfritandi mæli-
skífu. Er þetta mikil framför
frá því sem áður var.
— Geturðu sagt okkur frá
fleiri nýmælum, sem ekki eru
verksmiðjuleyndarmál?
— Leyndarmál höfum við
engin. Við höfum verið að
þreifa okkur áfram með eina
nýjung, sem er ljósbrotsmæ!-
ir (refraktometer) til að ákvarða
fitu í mjöli, og hefur það gef-
ið góða raun. Venjulega að-^,
ferðin tekur 5—6 tíma, en með
ljósbrotaaðferðinni má fá nið-
urstöðu á 15—20 mínútum. Ég
hefi borið þessar aðferðir sam-
an á nær 200 þekktum pruf-
um, og hefur frávikið ekki
reynzt yfir +.2%. Virðist því
með þessu vera hægt að fá
nothæfar upplýsingar um fit-
una á margfallt skemmri tíma
en með gömlu aðferðinni, enda
þótt sjálfsagt sé að hafa hana
áfram til hliðsjónar.
— Hefur þetta ekki verið
reynt áður hérlendis?
— Ekki mér vitanlega og
ekki heldur í Noregi. Hinsveg-
ar rákumst við á það í er-
lendu tímariti, að þessi aðferð
hafði verið reynd í S.-Afriku
fyrir nokkrum árum, og fannst
okkur sjálfsagt að prófa hana
hér.
— Svo að þið hafið staðiö
hér fyrir rannsóknum, sem
ættu að geta komið öðrum
síldarverks.miðjum að gagni.
En hvernig er þá háttað sam-
vinnu milli þessara fyrirtækja
varðandi rannsóknarstörf og
lausn sameiginlegra vanda-
mála?
— Því miður er þar um
sáralitla samvinnu að ræðn.
Mér virðist allt of mikið puk-
ur vera ráðandi hjá hverju
fyrirtæki fyrir sig. I þessu
eins og raunar á flestum svið-
um í atvinnulífi okkar gætir
fui-ðulegs skipulagsleysis og
sofandaháttar. sem stendur í
vegi fyrir eðlilegum framför-
um. tJtkoman verður oft á
tíðum aukinn framleiðslukostn-
aður, lélegri vara og tap fyr-
ir þjóðarheildina. t síldariðn-
aðinum vantar stofnun, sem
hefði það verkefni að fylgjast
með og samræma allar rann-
sóknir, jafnframt því sem hún
beitti sér fyrir nýjungum og
miðlaði því bezta á hverjum
'íma til verksmiðjanna. Fiski-
félagið hefur aðeins sinnt þessu
'ítilsháttar fram til þessa, og
etla ég þó ekki að kasta hnút-
'm að því sérstaklega. En
'vona vinnubrögð eru okkur
•il skammar og þyrftu sem
fyrst að heyra fortiðinni til.
— Þessu skal fúslega kom-
ið áleiðis. En er ekki kostn-
aðarsamt fyrir verksmiðjurn-
ar að reka rannsóknarstofu
eins og þessa?
— Því fylgir auðvitað nokk-
ur stofnkostnaður, sem eink-
um felst í tækjum, því aö
ekkert gerum við efnafræð-
ingar án þeirra. En þetta er
ekki stór peningur. Og eins og
ég sagði í upphafi, þá veitir
þetta sfldarverksmiðjunum
mikið öryggi varðandi fram-
leiðsluna. Og hvað segja líka
tryggingafélögin? — Ég vil
annars taka það fram, að
mjög góður skilningur er ríkj-
andi hjá stjórn þessa fyrir-
tækis á gildi rannsóknarstof-
unnar, ekki sízt hjá forstjór-
anum, Hermanni Lárussyni.
— Eitt atriði enn, Bjarni,
Framhald á 4. síðu.
Slasaðir sovézkir siómenn
■k Eins og frá var skýrt í Þjóð-
viljanum fyrir nokkru, slösuðust
tveir hásctar á sovézka flutn-
ingaskipinu Kirov úti fyrir
Austurlandi. Tók af fætur þeirra
um ökla og voru þeir fluttir á
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað, þar sem Sverrir Ilaraldsson
yfirlæknir gerði á þcim aðgerð.
Lágu Rússarnir á sjúkrahúsinu
í tæpar þrjár vikur. unz sár
þcirra voru gróin.
-Al Hér á myndinni sjást þeir
viðra sig fyrir utan sjúkrahiisið,
en á milli þeirra stendur lítill
íslenzkur kunningi þcirra. Til
vinstri er Dimitri Boiko, til
hægri Vladimir Araninov. Þetta
voru ungir og glaðværir piltar
og báru sig mjög karlmannlega,
þrátt fyrir fótamissinn. Voru
þeir einkar þakklátir fyrir góða
aðhlynningu á sjúkrahúsinu, þar
sem þcir eignuðust marga kunn-
ingja. Á þjóðhátíðardegi Sovét-
ríkjanna færði MlR-deiIdin í
Neskaupst'>ð þeim bókagjöf. Nú
munu þeir Vladimir og Dimitri
komnir til síns heima.
(Ljósm. H.G.).