Þjóðviljinn - 25.11.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 25.11.1964, Side 1
Endaskipti á sannleikanum Grein um Kongómálið á siðu 0 DKBVn Miðvikudagur 25. nóvember 1964 — 29. árgangur — 260. tölublað. Frekleg íhlutun Bandaríkjamanna og Belga í borgarastyrjöldina í Kongó Bandarískar herflugvélar fluttu í gœr belgískar fallhlífasveitir óleiðis til Stanleyville til stuðnings við málaliða Tshombes; íhlutunin fordœmd af leiðtogum fjölda Afríkuríkja T EOPOLDVILLE og WASHINGTON 24/11 — Bandarískar herflugvélar Ientu í dögun í morgun á flugvellinum við Stanleyville í Kongó og fluttu þangað fjölmennt lið belgískra fallhlífahermanna sem þegar náðu flug- vellinum á sitt vald og héldu inn í borgina án þess að þeim væri veitt nein teljandi mótstaða. Þessi aðgerð, sem ráðamenn Afríkuríkja fordæma sem freklega íhlutun, hafði þann tilgang, að því er segir í tílkynningu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sraf út í nótt, að bjarga lífi sem flestra þeirra hvítu manna sem voru í hönd'im uppreisnarmanna. Því er baldið fram að skyndiáhlaup belgísku fallhlífasvcitanna á Stanleyville hafi verið gert í mannúðarskyni, en nokkuð má marka af þessari mynd sem tckin var í Kongó fyrir nokkrum dögum hve annt Tshombe og yfirboðarar hans láta sér um mannúðina og af hvílíkri mildi þeir meðhöndla fanga sina. Verið er að flytja uppreisn armann, bundinn á höndum og fótum, burt í flug- vél. Menn geta gert sér í hugarlund hvað hans b íður á áfangastað. I tilkynningu Bandaríkja- stjórnar segir að flugvélar henn- ar hafi flutt belgíska fallhlífa- liðið til Stanleyville með sam- þykki stjórnar Tshombes f Leo- poldville og hafi þetta verið gert í fullu samræmi við ákvæði Gen- farsáttmálanna um réttindi og kvaðir stríðsaðilja, enda hafi Bandaríkjastjóm verið skuld- bundin til að koma bandarísk- um þegnum í Stanleyvillehéraði til aðstoðar, eins og á stóð. Spaak utanríkisráðherra skýrði belgíska þinginu frá þessu í dag og kvað hér ekki vera um neina hemaðaraðgerð að rasða, heldur aðeins mannúðarverk. Atlanzhafsbandalaginu hefði ver- ið íilkynnt um aðgerðina og hefðu öll aðildarriki þess lýst sig samþykk henni. Mótmæli Afríkuríkja Reutersfréttastofan segir að ítulskir kommánistur huldu áfrum uð bætu við fylgi sitt Hœkkuðu enn hlutfall sitt í kosningunum nú um helgina, bœði miðað við 1960 og 1963; stjórnarflokkarnir töpuðu RÓM 24/11 — Kommúnistaflokkur Ítalíu hélt á- fram sókn sinni í sveita- og bæjastjórnakosning- unum sem fram fóru á Ítalíu í gær og fyrradag. Hann bætti talsverðu við fylgi sitt frá síðustu sveitastjórnakosningum árið 1950 og bætti einnig hlutfall sitt frá þingkosningunum í fyrra, þegar hann vann mikinn sigur. Stjómarflokkamir töp- uðu hins vegar og sumir verulega. Kosið var i tvennu lagi, ann- ars vegar var kosið til fylkis- stjórna, en hins vegar í stjórn- ir taeplega 7.000 bæjarfélaga Þegar síðast fréttist lágu ekki fyrir endanleg úrslit í bæja- stjómarkosningum, en kunnar voru hlutfallstölur flokkanna í fylkisstjómakosningunum, sem eru fremur sambærilegar við tölumar úr þingkosmingunum í fyrra. Fylkisstiórnarkosningarnar: 1964 1963 1 :;o Kristil. demókratar 37,4 38,2 40,4 Sósíalistar ÍNenni) 11,3 14,2 14,4 Sósíaldemókratar 6,6 6,3 6.8 Lýðveldissinnar 1,2 1,3 1,3 Kommúnistar 26,0 25,6 24,3 Sameinfl. sósíalista 2,9 Frjáislyndir 7,9 7,0 4,0 Nýfasistar 5,0 5,0 5,9 Konungssinnar 1,7 1,7 2,9 Fjórir fyrst töldu flokkarnir standa að núverandi ríkisstjóm. Eins og tölumar sýna hafa þeir orðið fyrir verulegu fylgistapi siðan í sveitarstjórnakosningun- um 1960, samanlögð hlutfallstala þeirra hefur lækkað úr 62,9 í 56,5. Mest er tap Nenmi-sósíal- ista, sem misst hafa um fimmt- ung fylgis síns, en það hefur nákvæmlega allt farið til Sam- einingarflokks sósíalista, sem klofnaði úr Nenni-flokknum, þegar hann gekk til stjómar- samstarfs við Kristilega demó- krata. Kristilegir hafa einnig haldið áfram að tapa fylgi og svarar fylgistap þeirra nokkum veginn til fylgisaukningar Frjálslyndra, sem er afturhalds- samastur allra lýðræðisflokk- anna. Þótt fylgisaukning kommún- ista sé ekki mikil miðað við úr- slit þingkosninganna í fyrra er hún þó ótvíræð sönnun um að flokkur þeirra er f stöðugum vexti. Þegar síðast fréttist lágu enn ekki fyrir noin úrslit frá einstök- um borgum og héruðum, nema hvað vitað var að sósíaldemó- kratar höfðu óvænt bætt hlut sinn allverulega á Sikiley. Is/und vunn Spán 22:13 Sjá síðu @ mörg Afríkuríki hafi þegar gagnrýnt aðgerð Belga og Bandaríkjamanna og kallað hana freklega íhlutun f innan- landsmál Kongó. Forsætisráð- herra Eþíópíu, Akliou Napte, sagðist ekki skilja hvernig á þvf stæði að ekki hefði verið beðið eftir úrslitum viðræðnanna í Nairobi, en þar hefur Keny- atta, forsætisráðherra Kenya, reynt fyrir hönd Bandalags Af- ríkuríkja að miðla málum milli Bandaríkjamanna og stjórnar uppreisnarmanna f Stanleyville. Napte sagð' að fundur hefði verið boðaður í Kongónefnd Afríkubandalagsins eftir þrjá daga. Upplýsingamálaráðherra Eþíópíu kvað aðgerðina ögrun við Bandalag Afrfkuríkjanna. Egypzka stjómin fór f kvöld fram á að utanríkisráðherrar Afríkuríkjanna kæmu þegar f stað saman á fund til að fjalla um ástandið f Kongó. Umrnæli Júgóslava Júgóslavneska fréttastofan Tanjug kallaði áhlaupið á Stan- leyville ofbeldisaðgerðir erlends veldis sem hefðu þann tilgang að sundra og bæla niður þjóð- frelsishreyfinguna f Kongó og vemda hagsmuni erlendra að- ila þar. „Það er ekki hægt að fela hið sanna eðli aðgerðar- innar með þvf að kalla hana mannúðarverk og björgunar- starf“, sagði fréttastofan. Blöð og útvarp í Sovétríkj- unum hafa farið svipuðum orðum um aðgerðina. „Isvestía" segir að hér hafi verið um að ræða rækilega undirbúna árás- araðgerð heimsvaldasinna og ó- svífin blekking að tilgangurinn hafi verið sá að bjarga lífi hvítra manna í StanleyviIlOi heldur hafi menn óttazt f Was- hington og Brussel að sókn málaliða Tshombes til Stan- Ieyville yrði stöðvuð. Friðnum i Afríku hafi verið stofnað f bráða hætfcu og öll Afríkurfki verði þegar í stað að gera sfn- ar ráðstafanir. Övíst um mannfall Fréttir af þvf sem gerðist f Stanleyville f morgun eru óljós- ar og frásagnir þeirra Evrópu- manna sem þaðan hafa þegar verið fluttir til Leopoldville stangast mjög á. Svo virðist sem lending hinna Framhald á 3. sfðu. Fyrirspurnir um Aflatrygg- ingasióð Fyrirspum hefur komið fram á Alþingi til ríkisstjóm- arinnar um Aflatryggingasjóð frá Gils Guðmundssyni. Fyr- irspumimar eru svohljóðandi: 1. Hve mikið fé hefur verið greitt úr Aflatryggingasjóði á undanfömum fjórum árum: a) í heild, b) úr hverri ein- stakri deild sjóðsins? 2. Hver er eign Aflatrygg- ingasjóðs nú og hverrar ein- stakrar deildar? 3. Hverjar eru áætlaðar árstekjur hverrar deildar um sig? Hundritunum ekki skiluð á fundi Norðurlonduráðs KAUPMANNAHÖFN 24/11 — Nefnd danska þjóðþingslns sem á að fjalla nm stjórnarfrumvarpið um afhendingu íslenzku handritanna hefnr enn ekki haldið neinn fund, segir fréttastofa Ritzaus. Þvi er talið að frumvarpið muni ekki fá fullnaðarafgreiðslu fyrir fund Norðurlanda- ráðs í Reykjavík í febrúar. Danska stjórnin mun hafa gert sér vonir um að þjóð- þingið myndi vera búið að samþykkja frumvarpið end- anlega fyrir fund Norðwrlandaráðs, svo að táknræn af- hending handritanna gæti farið fram á fundinum !■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.