Þjóðviljinn - 25.11.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.11.1964, Qupperneq 7
Miðvikudagur 25. nóvember 1964 ÞTðÐVILJINN SIÐA 7 GESTALEIKUR I ÞJÓÐLEIKHÚSINU: ARIRANG ÞJÓÐARBALLETT KÓREU Dansskáld og aðaldansmær: Stella R. Kwon Hljómsveitarstjóri: John S. Kim Á síðasta áratug hafa ekki færri en fjórir fjölmennir og glaesilegir hópar austurasískra listamanna gist Þjóðleikhúsið íslenzka: einn frá Japan, tveir frá Kína og loks Arirang, þjóðarballett Suður-Kóreu sem hafði þrjár sýningar um helg- ina fyrir fullskipuðu húsi hrif- inna og þakklátra leikgesta. Það er ævintýri líkast að fá að njóta skírrar þjóðlegrar list- ar hinna austrænu gesta, þeir hafa hver með sínum hætti veit okkur ómetanlega innsýn f framandi töfraheima, glætt skilning okkar á xótgróinni menningu, einkennum og innstu veru sögufrægra, mik- illa og fjarlægra þjóða. Saga Kóreumanna mun flest- um fslendingum ókunn með öllu, en hin vel gefna og dug- lega þjóð hefur löngum átt við erlenda kúgun og marg- víslegar hörmungar að búa, en engu síður dyggilega geymt sérstæða tungu sína og ýmsa foma siðu. Dansflokkurinn kóreski ber hárri menningu þjóðar sinnar ljóst vitni — all- ir eru listamennirnir gervilegt fólk og aðlaðandi og list þeirra gædd þeirri sérstæðu fágun og fullkomna öryggi sem ein- kenndi hina kínversku og jap- önsku gesti og vann með ákjót- um og gagngerum hætti virð- ingu og ósvikna aðdáun. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að reyna að dæma um þessa hug- stæðu fögru sýningu og ekki lýsa henni heldur; það er sízt á mínu valdi. Hins má geta að leikskráin er um flest vel úr garði gerð og geymir tals- verðan fróðleik um dansflokk- inn, upphaf hans, stefnu og starf. Arirangflokkurinn er mjög ungur að árum, stofnaður 1961. Það er markmið hans öllu fram- ar að safna þjóðlögum og þjóð- dönsum frá liðnum öldum, skrá og geyma dýran arf feðranna og varðveita komandi kynslóð- um. Þjóðdansamir eru íyrst og fremst listrænt hráefni, nýir dansar samdir við þjóðlögin fornu og hlutverk flokksins að hefja, J!,sUalþýðuMft hserra stig, fága hana og fullkomna; á- þekk starfsemi er alkunn með fjölmörgum þjóðum Evrópu. Og'vestræn áhrif forðast Kór- eumenn ekki, leikið er iöfn- um höndum á austræn hljóð- færi og vestræn; söngur og hljóðfærasláttur lætur í raun- inni furðu kunnuglega í okkar eyrum, enda er mælt að þjóð- leg tónlist í Kóreu hafi orðið fyrir ýmsum vestrænum á- hrifum endur fyrir löngu. En sönn ánægja er að kynnast hinum kóresku hljóðfærum, hörpu með tólf strengjum, flautum og málmgjöllum; og sérstaka athygli og hrifningu vakti janggodansinn svonefndi, en þar slá dansmeyjarnar ein- kennilegar langtrumbur um leið og þær stíga sporin. Um sönginn þýðir mér ekki að reyna að ræða, en hann er undantekningarlaust innilegur og heillandi og einsöngvararn- ir fagurraddaðir og þróttmiklir listamenn, enda taldir í fremstu röðum í heimalandi sínu. Snilli kórsins birtist eigi sízt í fyrstu atriðunum, „Blóma- krýningunni” og „Miryang Arirang", hinu ' ævagamla ást- sæla þjóðlagi sem flokkurinn dregur af nafn sitt. Dansamir eru fjölbreytilegir ,sem. að líkum lætur og tjá ýmist lífsgleði, gamansemi eða trega, látlausir fremur en stórfenglegir eða íburðarmikl- ir, sporin fremur einföld og fábrotin. en mikil áherzla lögð Eitt af sýningaratriðum Kóreumannanna. Myndin var tekin á æfingu á sviði Þjóðleikhússins fyrir hclgina — (Ljósm. A.K.). á dúnmjúkar hreyfingar arma, axla og handa. Löngum erm- um beita dansmeyjarnar af ærinni leikni, og dansmennirn- ir sveifla mjóum hattböndum yfir höfði sér af þeirri snilli sem gengur göldrum næst. Dansarnir eru flestir stuttir sem þjóðdansa er vandi og segja sjaldan neina sögu; í sumum söngvunum er að sjálf- sögðu greint frá örlagaríkum atburðum, en orðin skiljum við ekki. „Vonsvikin ást” heit- ir lengsti dansinn og er und- antekning að þessu leyti, en þar er túlkuð sorgarsaga ungr- ar stúlku sem svipti sig lffi vegna þess að hún fékk ekki piltinn sem hún unni. Verk þetta er litríkt og máttugt og þrungið annarlegu seiðmagni; því miður er ekki skýrt frá nafni dansmærinnar sem lýsti hörmum og vonbrigðum hinn- ar ólánfsömu stúlku, en túlk- un hennar var allt í senn: lát- laus með afbrigðum, ljúfsár og rík að örsmáum hárfínum blæ- brigðum og snart hug og hjarta. Sjómannasöngnum í upphafi dansins gleymi ég ekki, né söng og dansi bænd- anna áður um kvöldið; fiski- mennirnir bera fram net sín, bændurnir vinna á akrinum — hér er venjuleg erfiðisvinna stílfærð og hafin í veldi skírr- ar llstar. Vopnaburði er lítt sem ekki lýst í dönsum þess- um, Kóreumenn virðast friö- söm þjóð eftir þeim að dæma; þó má minna á sverðdansinn fagra og söng og dans bænd- anna að unnum sigri. Tilkomu- mest atriðanna allra þótti mér þó „Trumbumar fimm” er greinir frá áköfum freisting- um og sálarst.ríði ungrar hof- gyðju, skrípitröll og álfar reyna af fremsta megni að draga hana á tálar. Hofgyðjan er Stella R. Kwon, aðaldans- mær flokksins og höfundur flestra dansannaj tíguleg, svip- hrein og undurfögur, búin göfgi og þokka og leikrænum gáfum; hún var líka ómót- stæðileg í drottningarskrúðan- um fagra í lokadansinum. Al- gert öryggí og mýkt, hnitmið- uð nákvæmni og sjagnger þjálf- un prýðir dansendurna alla og eigi síður látleysi og fáguð framganga; skyldu sinni bregzt enginn. Leiktjöld og glæsileg leik- klæði eiga ríkan þátt í þokka sýningarinnar og eru sam- valdir dönsunum sem bezt má verða. Baktjald og aðrar skreytingar birta alkunna snilii austrænnar myndlistar, dimm- blá fjöll nærri hafi bera við himin. Búningarnir eru sann- kallað augnayndi, litirnir vald- ir saman af óbrigðulli smekk- vísi, hreinir og mildir. Mest ber á hvítu, enda þjóðarlitur Kóreumanna; hinir óbrotnustu og alþýðlegustu búningar þóttu mér í raun og veru jafnfagrir og þeir sem prýddir eru mest- um ísaumi og skrauti. Listfengi og vandvirkni birtist á öllum sviðum, meðal annars f gerv- um fugla og dýra. Tvær dans- meyjar leika t.rönur. baða út vængjum og stíga kostulegan dans; í öðru atriði á sveita- drengur í nokkru stfmabraki við kú og tvö naut sem bregða á leik í gamansömum dansi; gervi og hreyfingar með ágæt- um. Listamönnunum öllum var tekið með einlægum fögnuði og ekki miður á annarri sýn- ingu en þeirri fyrstu; Stella R. Kwon var sérstaklega hyllt á- samt John S. Kám hl.iómsveit- arstjóra, einum fremsta tón- Iistarmanni í Kóreu. Arirang- flokkúrinn hefur fært okkur hreina og háa list, þessar fá- treklegu línur eru til þess eins hrinaðar að flytja honum hug- heilar þakkir fyrir komuna til A. Hj. A RETTR Þriðja fréttabréf Baldurs Pálmasonar fararstjóra ís- lenzku skáksveitarinnar á olympíumótinu í Tel Aviv Frá höfuðborg ísræls, Tcl Aviv ■'*’ Síðustu daga hafa komið hingað forvígismenn skákmála ýmissa landa til þess beinlín- is að sitja 35 aðalfund Al- þjóða skóksambandsins. Að vísu byrjar ekki þinghaldið sjálft fyrr en 19 nóv., en stjórn og nefndir vinna sem óðast að undirbúningsstörfum. Alþjóða skáksambandið er fertugt á þessu ári. og munu 80 fulltrúar sit.ia aðalfundinn, komnir úr 52 þjóðlöndum. Með- al þekktra manna nýkominna eru Colombek frá Bretlandi, Abramov frá Rússlandi að ó- gleymdum Najdorf. sem vekur á sér athygli með hressilegri frameöngu og tilsvörum Hann teflir ekki á vegum Areentinu. og ég eíast um að hann verði fulltrúi landsins á fundinum. A.m.k var að heyra á Schweb- er þriðia manm' Argentinuliðs- ins. að ekki væri hreet að láta einn eða neinn hafa forrétt- indi. ef sá hinn sami hliðraði sér hiá að tefla á heimsvett- vanei Schweber tanaði fvrstu skák sinni í grer, fyrir Bilek frá Uneverialandi. Hann er af austurrískum foreldrum. Oyð- ingaæt.tar í annarri umferð úrslita- keppninnar í C-flokki höfðum við nágranna okkar og frænd- ur fra að mótherjum. Trausti tefldi með svörtu á 1. borði við ungan mann Keogh að nafni, og beitti Pirc-vörn. Segir ekki margt fréttnæmt í fyrstu. unz þar kemur að sprenging verð- ur á miðborðinu okkar manni mjög í hag, svo að eftir það fékk írinn ekki rönd við reist. — Skák Jóns og Murphys ein- kenndist talsvert af glæfra- spili. Jón reið á vaðið í 11. leik sinum. og ýtti það undir hinn. sem mun hafa talið sig eiga kost á hróksvinningi. En hann vanmat einfaldan leik Jóns. féll í eigin gröf, taoaði peði og stöðunni með. Eft.ir drottningakaup kom upp enda- tafl hagstætt Jóni, sem leiddi taflið til sigurs með því að koma sér upp nýrri drott.ningu — O’Hare lék kannski ekki sem nákvæmast í upphafi gegn Caro-Kan vörn Magnúsar, en Masnús virtist herma það eft- ir honum, svo að staðan jafn- aðist Við uppskipti náði Magn- ús sér á strik og endataflið var allt honum í vil — Braga henti sú stríðslukka að vinna mann i 13. leik, og var þá ekki aö sökum að spyrja, þótt frinn De Loughry þraukaðj ' 28 leik En þá var hann likp óverjandi mát Sigur okka- var þvi alger yfir íbúum evjunnar grænu og má sesja að það hafi verið slæm meðferð á góðum drengj- um. En þeir erfa það áreiðan- lega ekki við okkur Erakkland 3 Mexíkó 1, Sviss 4 Grikkland 0, Tyrkland 2V2 Porto Rico 1V2. Kólumbia 3 Indland 1, Venezuela 3 Mónakó 1, Finn- land 3Vi íran 14. Næsta dag kom röðin að Mexíkómönnum. sem þreyta nú frumraun sína á olymp- ískum vettvangi skáklistar- innar, en virðast þó ekki vera að byrja að læra mann- ganginn — Bjöm fékk hið FYRRI HLUTI ágætasta tafl gegn Aldrete, ungum manni. En ekki er sop- ið kálið, þótt j ausuna sé kom- ið. Bjöm á oft í erfiðleikum með að láta timann endast sér, og svo fór hér að hann lenti út á villigötum í hraðskák undir lok setunnar. lék af sér peði í stað þess að vinna mann, missti svo mann sjálf- ur í 40 leik og gafst auðvit- að upp. Annað tap Björns 5 yfirburðastöðu: hitt var gegn Yanovsky. Þau verða vonandi ekki þrjú hvað þá fleiri. — Jónas tefidi á öðru borði gegn Camarena. sem er mikill beli aki og svipbungur nokkuð Ekki glúpnaði þó Jónas, og var hann i sókn eftir opinni c-línu. En karlinn Camarena lét sér ekki bregða heldur hóf gagnsókn, lét sér á sama standa þótt Jónas felldi bisk- up bótalaust og komst með drottningu sína hvita í návigi við svarta kónginn. Þegar skákin fór í bið, virtist Jónasi sem Camarena ætti ekki ann- arra betri kosta völ en þrá- skáka, en það kom annað á daginn við rannsókn málsins. Og stoðaði ekki þótt Jónas fórnaði hrók til þess að knýja fram uppskipti á drottning- um. Hann var þá skiptamun undir i óverjandi stöðu til lengdar. — Andstæðingur Jóns heitir Delon, og varð honum eitthvað á i messunni i 11 leik að sögn Jóns, svo hann kveðst hafa komið riddara til f5 og gerði sá stríðsmaður hin 'im mjög erfitt fyrir, svo af' hann gat í hvorugan fótinn stigið Opnuðust ótal sóknar- leiðir að svarta kóngnum. en Jón gerðist timanaumur, og hugðist Delon notfæra sér það, en tókst það miður en skyldi, þótt hann kæmi einnig með ýmsa góða varnarleiki. Jón komst heilu og höldnu yfir timamörkin og hélt ágætri sóknarstöðu. sem hinum tókst ekki að finna vamir gegn, þótt hann rembdist fram undir mát 10 leikjum síðar — Bragi fór í hollenzka vörn gegn Delgado Drófessor og gafst vel. Var eigi lítil spenna og kraftur í þessári skák, þar sem prófessorinn reyndi kóngssókn og Bragi á hinum vængnum, enda höfðu þeir hrókað sinn á hvom veg- inn. Varð svo prófessornum á fingurbrjótur, sem kostaði hann skiptamun, en áfram var teflt af móði, þar -til komnir voru 48 leikir í fyrstu setu oa 'káktiminn ekki 'ándar nærri á enda, svo að á því sést a? °kki var mók yfir keppendum Delgado gafst upp í vonlausr’ ’töðu. Niðurstaðan varð þvi jafn tefli við Mexíkó, 2:2. Önnur úrslit flokksins: íran 314 írland 14; Finnland 2V2 Mónakó 114; Kólumbia 3 Venezuela 1; Tyrk- land 2’4 Indland 114; Grikk- land 214 Porto Rieo 114; Frakkland 2 Sviss 2. Og þá til móts við Sviss- lendinga, sem margir telja að muni verða sigurvegarar flokksins. Bjöm lenti móti Blau, einum þrautreyndasta taflmanni i Alpafjöllum. Er maðurinn veðurbarinn mjög, og gæti þar sem bezt verið kominn bóndi úr harðbýlli sveit á íslandi. Bjöm hafði svart og fór i Sikileyjarvörn. Blau fékk öllu betra i upphafi máls, en hann fór ekki sem réttast i framhaldið, því að Bimi tókst að ná yfirhöndinni smám saman. vann peð og svo annað. Skákin fór tvisvar í bið. Rétt fyrir biðtímann síðari missti Bjöm af rakinni vinn- ingsleið í nokkrum leikjum. Höfðu þá báðir vakið upp drottningar fyrir löngu, áttu einnig sinn hvort peðið, en Bjöm átt.i biskup að auki. og bað gerði gæfumuninn Ein- hver lengsta skák mótsins. Trausti tefldi við Bhend, sem hefur orðið svo frægur að sigra eigi lakari skákmeist- ara en Tal. Trausti fékk hag- stæðara tafl upp úr byrjunar- leikjum og endaði það með kóngsveikingu og peðstapi hjá Bhend. Um tima leit svo út sem Trausti gæti þvingað fram uppgjöf býsna fljótt, en þá urðu drottn- ingakaup, og þrátt fyrir tvöföld- un hvítu hrókanna uppi á sjö- undu reitaröð, tókst Bhend að verjast frekari skakkaföllum. Var hann þó í timahraki Mjög virtist Trausta tvisýnt i bið- stöðunni. að hon?7rn trekist að vinna, en áfram var teflt næstum annað eins næsta morgun og hafði þá margt Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.