Þjóðviljinn - 30.12.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1964, Blaðsíða 5
MSðvikudagur 30. desember 1964 ÞI6ÐVILJIM SÍÐA Skoblikova kjörín íþróttamaður ársins í Sovétríkjunum mm Skoblikova Sovézkir íþróttafréttaritarar hafa valið Lydíu Skoblikovu hina kunnu skautakonu sem vann fem gullverðlaun á vetr- arolympíuleikjunum í Inns- bmck sl. vetur íþróttakonu ársins í Sovétríkjunum 1964. Skoblikova hlaut langflest atkvæði íþróttafréttaritaranna, en næst henni var önnur kona: Galína Protsumentsjikova, sú er sigraði í 200 metra bringusundi á olympíuleikjunum í Tokíó í októbermánuði sl. í þriðja sæti var ræðarinn Vjasjelav Ivanoff, sem vann OL-gull í þriðja skipti í röð á Tokíóleikjunum í haust. Protsumentsjikov Landsliðið í körfuknattleik vestra: FJÓRÐI LEIKURINN VIÐ KAÞÓLSKU .KARDINÁLANA ‘ Q íslenzka landsliðið í körfuknattleik hélt í keppnisförina til Bandaríkjanna á annan í jólum og hefur þegar háð sína fyrs’tu leiki þar vestra. Ekki hafa Þjóðviljanum bor- izt fréttir af þessum fyrstu leikjum íslendinganna í Banda- ríkiunum, en væntanlega verð- ur bráðlega unnt að birta hér á síðunni frét.tabréf frá einum keppendanna sem vestur fór. Guttormi Ólafssyni. i stærsta kaþólska skólanum Til viðbótar því sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu um þau lið, sem íslendingarn- ir keppa við vestan hafs, verð- ur eftirfarandi birt: í fjórða leiknum í Banda- rikjunum leika fslendingarnir við lið stærsta kaþólska skól- --------------------;-------——<$> StaBu yfirtannlæknis við skóla borgarinnar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavikur- borgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar fyr- ir 1. febrúar næstkomandi. Reykjavík, 28. desember 1964, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. OrBsending frá Húsmæðraskóla Reykíavíkrir. Þeir nemendur sem fengið hafa loforð fyrir skóla- vist á dagnámskeiði skólans mæti í skólanum þriðjudaginn 5. janúar kl. 2 s.d. Skólastjórinn. Flugeldar, blys og stjörnuljós Fugeldar litlir og stórir, skipaflugeldar jók- erblys, fallhlífablys, bengalblys, silfurblys, gullblys, regnbogablys, drekablys, stjörnu- ljós. hvít og mislit, mikið úrval, hagstætt verð. BURSTAFELL, Réttarholtsvegi 3. ans þar í landi, Catholic Uni- versity of America ; Washing- ton D.C. Lið þetta hefur verið nefnt „Kardinálarnir“ og fagn- að mörgum sigri undanfarin ár. Á sl. ári vann ljðið t-d. Mason-Dixon keppnina svo- nefndu, en tapaði þá fyrir Hoístra-liðinu með eins stigs mun; 92:91. Leika ;við heyrnardaufa Fimmti íeikur fslendinganna vestra verður mánudaginn 4. janúar við lið skólans Gall- audet College í Washington D. G. Þetta er., stærsti skólinn í Bandaríkjunum fyrir heyrnar- daufa nemendur og hann hef- ur mjög sterku liði á að skipa. T.d. lék íkólaliðið gegn italska landsliðinu í körfuknattleik á sl. ári. Sjötti leikurinn verður svo daginn eftir, 5. janúar, við lið Plattsburgh State University College. Plattsburgh . New York. Ekkert er vitað um styrk þessa liðs, en það keppti í vet- ur m.a. við McGill University liðið, New York Maritime Coll- ege og Buffaio State. Sjöundi leikurinn verður 6. janúar við. lið Potsdam State University. 14 ára út- aefendur í H^lminum Þjóðviljanum barst á dögun- um allsérstætt blað, 4. tölu- blað 1. árgangs Hólmverjans, sem tveir 14 ára gamlir piltar í Styskishólmi ritstýra og gefa út. Þeir heita Gunnlaugur Ámason og Haraldur Bjarna- son, en blaðið er prentað í prentsmiðju kaþólsku systranna í Hólminum. 1 þessu nýjasta hefti Hólm- verjans er aðalgreinin um Öl- afsvík eftir séra Magnús Guð- mundsson fyrrverandi sóknar- prest þar, Steini ritar Stund úr bernsku minni, fréttir eru sagðar í stuttu máli frá Hólm- inum. birtar vísur og kvæði og spurningakeppni. Allmargar ljósmyndir eru i blaðinu, sem er vandvirknislega unnið og hinum ungu útgefendum til sóma. Þeim sem kynnu að hafa hug á að líta í Hólmverjann skal bent á að blaðið er selt í söluturnum hér í Reykja- vík. Myndarlegt jóla- hefti Valsblaðsins ■ í þrengslunum hér í blaðinu fyrir jólin varð að úthýsa umsögn um mjög myndarlegt jólablað þeirra Valsmanna, um 40 síðna Valsblaöi. I blaðinu er þetta efni með- al annars: Séra Grímur Grims- son ritar jólahugvekju. Birtir ^ eru kaflar úr skýrslum aðal- stjórnar Vals og stjórnum ein- stakra deilda, langt mál með fjölmörgum myndum af kapp- liðum og frá kappleikjum. „Valur þarf að eignast sinn eigin knattspyrnustíl“ er fyrir- sögn á vjðtali við Hermann Hermannsson, hinn kunna og vinsæla markvörð Vals. Sagt er frá heimsókn dönsku hand- knattleiksmeistaranna Ajax hingað í nóvember sl. Viðtal er við Árna Njálsson undir fyrirsögninni „Álít að æfinga- s'kipulaginu sé ábótavant". Birt er stutt viðtal er Valtýr Stefánsson ritstjóri átti eitt sinn við séra Friðrik Friðriks- son. Frásögn er af utanför meistara-, fyrsta- og annars- flok'ks stúlkna úr Val til Norð- urlanda í sumar. Þá er viðtal við Ingvar Elíasson afmælis- grein um Guðbjörn Guðmunds- son stofnanda Vals og heið- ursfélaga, grein um Pelé, hinn fræga brasiliska knattspyrnu- snilling og dáðu þjóðhetju í heimalandi sínu, og fjölda margt fleira. Blaðið er myndarlega út gefið. 1 ritstjóm eru Einar Bjömsson, Frímann Helgason og Gunnar Vagnsson. íþróttablaðið í desemberhefti íþróttablaðs- ins er þetta efni m.a.: Sigur- sælt íþróttaár er senn á enda. Frásögn af ársþingum fjögurra sérsambanda og landsleikja Islendinga og Spánverja í handknattleik. Birþ er erindi Benedikts Jakobssonar: Á hvern hátt er hægt að auka íþróttastarfið í landinu? Sagt frá heimsókn Ajax, dönsku handknattleiksmeistaranna hing- að. Ölafur Júlíusson ritar greinina Mælingar fyrir íþróttavöllum og Emil R. Hjartarson greinina Áhuginn er fyrir hendi, en það skortir leiðbeinendur. Ennfrem-ur i- þróttaannáll og sitthvað fleira. Enska deildarkeppnin: Manchester United hefur for- ystu—„Úlfarnir'i fallhættu □ í ensku deildakeppninni í knattspyrnu er Manchester United nú efst með 36 stig, einu stigi meira en Chelsea og Leeds sem lengst af í veíur hafa haft forystuna í 1. deild. Barátta „Úlfanna“ við fallið er nú orðin harla vonlítil. í 1. deild urðu úrslit síðustu leikja sem hér segir: Arsenal : Stoke .. 3—2 Birmingh. : West Ham .... 2—1 Bumley : Fulham ... 4—0 Chelsea : Blackpool 2—0 Everton : West Bromwich 3—2 Leeds :,Blackburn . 1—1 Leichester : Sheffield . 2—2 Nottingh. : Tottenham .... 1—2 Sheffield U : Manch. U 0—1 Sunderland : Liverpool 2—3 Wolverhampton : Ast. Villa 0—1 Þá var staðan þessi: L U J TSt. Manchester U 24 15 6 3 36 Chelsea 24 15 5 4 35 Leeds 24 16 3 5 35 Tottenham 24 11 6 7 28 Nottingham F 24 11 6 7 28 Blackburn 23 11 5 7 27 West Ham 23 11 4 8 26 Everton 24 8 9 7 25 Sheffield W 22 8 8 6 24 Arsenal 24 10 4 10 24 Liverpool 23 8 7 8 23 Leieester 23 7 £ ) 7 23 Sheffield U 24 9 4 11 22 Blackpool 24 8 5 11 21 Burnley 24 7 7 10 21 Fulham 24 6 8 10 20 West Bromwich 24 5 9 10 19 Stoke 23 6 7 10 19 Birmingham 23 6 6 11 18 Sunderland 22 5 6 11 16 Aston Villa 23 7 2 14 16 Wolverhamton 23 4 2 17 10 í 2. deild er Neweastle efst með 34 stig, en Northampton í næsta sæti með 33 stig. Hudd- ersfield (17 stig) og Ports- mouth (16 stig) reka lestina í 2 deild. Úrsl. í sankeppni um merki fyrir Kópavog Á fundi bæjarstjómar Kópa- vogs 18. des. s.l. voru lagðar fram tillögur að merki fyrir kaupstaðinn. Stmtals höfðu bor- izt 92 tillögur. Bæjarfulltrúum þótti engin tillagan henta sem merki bæj- arins. En ákveðið var að veita þremur tillögum nokkra viður- kenningu. Höfundur tveggja þeirra er Sigurlaug Sæmundsdóttir, arki- tekt, Bókhlöðustíg 7 Reykjavík, og hinnar þriðju Ingi H. Magn- ússon auglýsingateiknari, Álf- hólsvegi 137, Kópavogi. Bókmenntatíma- rit Samvinnu- skólans Nemendasamband Samvinnu- skólans gefur út tímarit sem nefnist HERMES. Og það fjall- ■ ar ekki um verzlunarhagræð- ingu og innkaupatækni eins og menn gætu máske búizt við, heldur um menningarmál og þá einkanlega um bókmenntir. Annað hefti þessa árs er ný- útkomið og er allt efni þess helgað gríska nóbelsskáldinu Gíorgos Sefaris. Sigurður A. Magnússon skrifar ítarlega grein um æfi skáldsins og starf og auk þess þýðir hann nokkra þætti úr Ijóðabálki skáldsins sem nefnist Goðsaga. Þetta efni hefur allt verið flutt í Samvinnuskólanum sjálf- um. I formála segir skólastjóri, Guðmundur Sveinsson, að kynn- ingin á Sefaris sé sjöunda Nób- elskynning skólans. Þær fari alltaf fram á þann hátt, að fyrst flyt'ji sérfróður maður erindi um Nóbelsskáldið og verk þess. Þá eru sýnishorn ritverka höfund- arins lesin og síðan er flutt tón- list þjóðar þeirrar sem höfund- urinn telst til. Og munu fáir skólar gera sér svo dátt um bókmenntir sem Samvinnuskólinn. Leiðrétting 1 afmælisgrein í blaðinu í gær urðu þau leiðu mistök að nafn frú Barböru, konu Magnúsar Á. Árnasonar, misritaðist — en réttu lagi heitir hún Barbara Morray Williams. FYRIR GAMLÁRSKVÖLD: Flugeldar íslenzkir, enskir, japanskir, í feikna úrvali. Skipaflugeldar Flugeldar með fallhlíf Skrautflugeldar Bengal-blys Sólir, Eldfjöll, Flóðljós Jokerblys Stjörnuregn Stjörnuljós Stormeldspýtur ^nákar, og m. fl. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER Laugavesf 13. i f > t i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.