Þjóðviljinn - 21.07.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júlí 1965 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA Jj FRA GOLFMEISTARAMÓTI ISL VNDS: Ahorfendur fylgjast meö keppninni. FRA LEIK AKRANES—FRAM 1 FYRRAKVÖLD: Myndin er tekin rétt áður en SkúiiIIákonarson skorar eina markið í Ieiknum. I. Afríku-leikarnir hófust á sunnudag Á sunnudaginn hófust I. Afríkuleikarnir í Brazzaville í Kongó. Á leikunum sem eru einn merkasti viöbur'ður í sögu afrískra íþrótta, taka 2500 íþróttamenn þátt og keppa um Afríkumeistaratitla í fjölmörgum íþrótta- greinum. Nefnd sú sem sér um leikana hefur ákveðið að næstu Afríkuleikar fari fram árið 1969 í Bamako í Malí og framvegis á fjögurra ára fresti. Á leikunum keppa margir heimsfrægir iþróttam. í frjáis- -<í> íslandsmeistaramótið í hand- knattleik heldur áfram i kvóld og héfst klukkan 20.00 og 'eika þá þessi lið saman: Haukar — Þróttur: Ármann — ÍR. íþróttum eins og Mohamed Gamoudi sem vann silfurverð- laun í 10.000 m hl. á Ólymp- íuleikunum í Tokíó, Wilson Kiprugut frá Kenia og sprett- hlauparinn Ravelomantsoa en hann hefur hlaupið 100 m á bezta tíma í heimi í ár (10.1) og Keino Kipchongo hinn frægi langhlaupari. Wilson Kiprugut úlersalan og Speglagerðin Laufásvegi 17 hefur opnað aftur að Ármúla 20. 3ja, 4ra, 5 og 6mm, gler fyrirliggjandi. Einnig hamrað gler. — Fljót afgreiðsla. Glersalan og Speglagerðin Armúla 20. Nýtt símanúmer 307C0. — Næg bílastæði. sitt af hverju ★ Austur-Þjóðverjinn Júrgen Máy setti nýtt Evrópumet í 1500 m hlaupi á móti í Er- furth á miðvikudag í síðustu viku og hljóp á 3:36.4, en eldra metið var 3:37.8 mín. sem Jazy átti. Tími Mays er annar bezti tími sem náðst hefur á þessari vegalengd. Aðeins Ástraliumaðurinn Elliot hefur hlaupið á betri tíma en það gerði hann á ÓL 1960 og hljóp þá á 3:35.6. May er 23 ára að aldri og átti þezt áður 3:39.8 min. Eft- ir hlaupið sagði May að hann gæti náð betri tíma og myndi reyna við heimsmet Elliots. Á meistaramóti Ítalíu i frjálsiþróttum hljóp Roherto Eronoili 400 m grindahiaup á 50.6 sek., en það er bezti tími í Evrópu í ár. .★ Irina Press ein af beztu frjálsíþróttakonum Sovétnkj- anna hljóp 80 m grindahlaup nýlega á 10.5 en það er 1/10 lakari tími en heimsmetið, en tími hennar er sá sami og gildandi Evrópumet sem hún a sjálí ásamt Birkemayer (DD- R) Betty More (Bretl.), Karin Balzer (DDR) og Draga Sta- mejcic (Júgósl.). * Polonía Byton vann Ferencvaros 2:1 í New York- mótinu og West Bromvich (Engl.) vann Kilmarnock (Skotl.) 2:0. Áður höfðu Fer- enovaros og West Bromwich gert jafntefli 1:1. + Á frjálsíþróttamóti í Ule- borg stökk Finninn Kairento 4,92 í stangarstökki og setti nýtt persónulegt met. Á sama móti kastaði Hangasvaara 56,46 m í kringlukasti. * í Evrópubikarkeppninni í dýfingum sigruðu sovézku stúlkurnar Natascha Kusne- zowa og Galina Alexejewa í dýfingum af háum palli. * Ron Clarke v:mn stórglæsi- legt 5000 metra hlaup í Párís á laugardaginn, þar sem hvorki meira né minna en 5 lilauparar komust undir 14 mín. Clarke hljóp á 13.32.4 mín. Annar varð Englending- urinn Wiggs 13.38.4 Þriðji varð Túnisbúinn Gamoudi á 14.45.0. Frakkinn Texerau varð fjórði á 13.48.6 og írlendingurinn Hogan fimmti á 13.57.4. * Peter Snell. _ Að öllum líkindum mun Peter Snell hætta keppni í íþróttum að lokinni Evrópuíör sinni en hún stendur nú yfir. Þetta til- kynnti kona hans blaðamönn- um fyrir stuttu. Peter Snell hefur ekki verið sérlega sigur- sæil að undanförnu og mun það sennilega vera ástaeðan fyrir þessari ákvörðun hans, en hann hefur þó oft áður sagt að hann væri senn að hætta. Snell keppir í Stokkhólmi í lok þessa mánaðar og í Eng- landi dagana 7.—14. ágúst. *' _ Þriggja landa keppni í frjálsíþróttum kvenna fór fram í Júgóslavíu um helgina á milli Júgóslavíú, Austur- Þýzkalands og Svfþjóðar. Austur-þýzku konurnar unnu þær júgðslavnesku með 78 gegn 37 stigum og þær sænsku með 74,5 gegn 40,5 stigum. Sænsku konurnar unnu þær Júgóslavnesku með 61.5 gegn 54.5 stigum. ★ Nýtt Evrópumet setti A- Þjóðverjinn Frank Wiegand á sunnudaginn í 800 m sundi frjáls aðferð á 9:03,9 mfn. á móti í Berlín. ★ Austur-Þjóðverjar sigruðu Júgóslava í landskeppni í frjálsíþróttum nú um helgina, með 136 stigum gegn 7G. Þjóð- verjar unnu tvöfaldan sigur í tfu greinum,. en unnu í ailt 17 greinar. JBEBSSI Þegar Ron Ciarke setti hið glæsilcga hcimsmet í 10.000 m. hlaupi 27.39 mín. á Bislct í síðustu viku, var mikið um það rætt eftir á hvort mctið fcngi viðurkenningu. Clarke hafði nefnilega fengið tímann á hverjum hring uppgefinn frá manni sem stóð á hlaupa- brautinni sjálfri, cn reglurnar segja að slíkt sé óleyfilegt og verði að gefa millitímana upp í gegnum hátalara. A Bislet var þctta þó gert i samráði við mótstjórnina þar eð Clarke varð að fá tímana uppgcfna á enskri tungu og auk þcss hefði hann Iítið getað heyrt í hátalaranum vegna hvatningarhrópa áhorfenda svo að metið fær sennilcga viðurkenningu. Á myn,dinni sjáum við Anton Beck, en svo heitir maðurinn, gefa Clarke upp millitíman.a i methlaupinu. VERÐUR DANI NORÐUR-Í LANDAMEISTARI? ■ □ 5 íslenzkir skákmenn héldu á Nor'ðurlandameist- : aramótið í skák á sunnudaginn. Meöal þeirra er Jó- j hann Þ. Jónsson ritstjóri Skákar og fyrrverandi for- j ma'ður Taflfélags Reykjavíkur. Jóhann teflir í meist- 5 araflokki á mótinu ásamt Benedikt Halldórssyni og : Harvey Georgssyni. í landsli'ðsflokki tefla Magnús j Sólmundarson og Freysteinn Þorbergsson. Iþróttasíðan hitti Jóhann á laugardaginn og sþurði hann spurninga varðandi þátttöku Islendinga í mótinu. — Hafa okkar menn sigur- líkur í landsliðsflokki? — Ég efast um, að þeir geti unnið flokkinn en þeir staada sig vafalaust allvel. því þeir Magnús og Freysteinn eru í góðri þjálfun. Ég býst við að styrkleikinn í flokknum verði svipaður og í landsliðsflokkn- um hjá okkur í vetur og því mætti reikna með því að þeir yrðu í 4.—5. sæti. — Hver heldur þú að verði Norðurlandameistari að þessu sinni? — Ég býst við, að það verði Daninn Björn Brinke Claus- sen eða núverandi Norður- landameistari Joffe frá Nor- egi, þ.e.a.s. ef þeir verða með, — Og líkurnar í meistara- flokki? — Ég er trúaður á, að Bene- dikt og Harvey standi sig vel og verði í baráttunni um efstu sætin í sínum riðlum og hef ég þá í huga árangur þeirra í síðustu mótum. Annars er lítið hægt að segja um þetta vegna þess að við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um aðra keppendur í mótinH. Um sjálfan mig er það að segja, að ég tefli nú í fyrsta slnn erlendis og ég vona að ég nái 50 prósent vinninga. — Hafið þið æft skipulega fyrir mótið? — Nei, við höfum ekki æd saman heldur hver í sínu lagi. undirl áningurinn fyrir mótið hefur að mestu leyti verið í molum. Sjálfur hef ég lítino tíma haft til að undirbúa mig Jóhann Þ. Jónsson I I sérstaklega fyrir keppnina. | — Styrkir Skáksambandið j ferð ykkar fjárhagslega? — Já, það fékk til þess 45 j þús. kr. Landsliðsmennirmr fá j 8 þús. kr. hver og við hinlr i 5 þúsund krónur hver. — Við gátum ekki sent aðra i keppendur í landsliðsflokk? — Ja, til greina kom, að Jón i Hálfdánarson færi en það i hefur orðið úr að hann fari á j Heimsmeistaramót unglinga er j fram fer á Spáni f haust og i Bragi Kristjánsson hefði i kannski farið ef ekki hefði j verið fyrirhugað að senda lið j á Heimsmeistaramót stúdenta. i Báðir hefðu haft möguleika i ! landsliðsflokki. * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.