Þjóðviljinn - 26.08.1965, Page 4

Þjóðviljinn - 26.08.1965, Page 4
4 SlÐA' — ÞJÓÐVILJINN — Frnimtudagur 26. ágúst 1965 Ctgefandi: SameiningarfLokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri; Sigurður V. Friðþjófsson. * Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Herieiðing háskólans JJáðstefna sú sem Varðberg heldur þessa dagana í hátíðasal Háskóla íslands til dýrðar hemáminu, Atlanzhafsbandalaginu og bandarískri landvinn- ingastefnu hefur vakið athygli sem sízt verður félagsskap þessum til framdráttar. í blöðum og útvarpi hefur áróðursfundur þessi verið kallaður stúdentaráðstefna, hérlendu þátttakendurnir nefndir fulltrúar íslenzkra stúdenta og þannig reynt að halda þeirri blekkingu að almenningi að opinber samtök íslenzkra háskólastúdenta standi að samkundunni. En þessi ósvífni hefur komið Varðbergi illilega í koll; bæði formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands og formaður Sam- bands íslenzkra stúdenta erlendis hafa mótmælt þessum óheiðarlegu vinnubrögðum og lýst yfir því að samtök íslenzkra háskólastúdenta komi hvergi nærri ráðstefnunni. Eftir að Varðbergs- menn hafa þannig verið sviptir þessari áróðurs- grímu birta þeir sárindi sín á einkar lærdómsrík- an hátt með illyrtri fúkyrðagrein um formann Stúdentaráðs Háskóla íslands í Morgunbl. í gær. 'J'ilraun Varðbergs til þess að ræna mannorði ís- lenzkra stúdentasamtaka hefur þannig mistek- ízt. Hift hefur hernámsfélagi þessu heppnazt að fella mjög ófagran blett á Háskóla íslands, og hefur það vakið mjög almenna athygli og furðu. Það hefur aldrei gerzt fyrr í sögu háskólans í meira en hálfa öld, að húsakynni hans hafi verið léð pólitískum áróðurssamtökum til fundarhalda. Háskóli fslands er æðsta menntastofnun þjóðar- innar, sameign allra íslendinga, og hann er starf- ræktur fyrir fé allra landsmanna. Það er skylda þvílíkrar stofnunar að standa utan við stjórn- máladeilur og önnur stórfelld ágreiningsmál, hann á að vera sameiningartákn en ekki verkfæri neinna sérhagsmunaafla, vettvangur vísinda og mennta en ekki áróðurs. Er raunar erfitt að hugsa sér nokkurt félag sem ætti að standa fjær því að fá húsakynni Háskóla íslands til sinna afnota en Varðberg, sem ekki er íslenzk stofnun, hel'dur umboðsfélag erlendra samtaka, starfrækt fyrir erlenda fjármuni. porráðamönnum Háskóla íslands ber skylda til þess að gera opinberlega grein fyrir því hvers vegna þeir hafa brotið í bága við gamlar og sjálf- sagðar reglur um starfsemi háskólans. Það er engin afsökun þótt ríkisstjóm íslands hafi gert kröfu til þess að háskólinn væri herleiddur á þennan hátt; ráðamenn æðstu menntastofnunar þjóðarinnar eiga ekki að vera neinir hlaupagikk- ir fyrir skammsýna stjórnmálamenn sem taka á- róðursþarfir sínar fram yfir nauðsyn og sóma háskólans. Ríkisstjórnir koma og fara og skoðan- ir þeirra breytast, en þá væri illa komið fyrir Háskóla íslands ef hver ný ríkisstjórn ætti að geta notað hann sér til framdráttar í stjómmála- átökum. Þá væri Háskóli íslands ekki vett- vangur óháðra fræða og sjálfstæðrar könnunar, heldur verkfæri ráðandi þjóðfélagsafla hverju sinni. Er þess að vænta að valdamönnum Háskóla íslands skiljist þessi einföldu sannindi og að þeir heiti því að láta slíkt hneyksli ekki endurtaka sig. — m. Héraðsmót UMSS í frjálsum Héraðsmót Ungmennasam- bands Skagafjarðar í frjáls- íþróttum var haldið á Sauð- árkróki dagana 7. og 8. ágúst í bezta veðri. Þátttakendur voru um 20 frá Höfðstrend- ingi og um 20 frá Tindastóli eða samtals um 40, og voru þátttakendur þvi fleiri en oft áður. Þórður Guðmundsson úr Breiðabliki keppti sem gestur í 3 greinum. Aðalúrslit urðu þessi; Héraðsmótsbikarinn vann Umf. Tindastóll með 93 stigum og nú í fimmta sinn og til fullrar eiignar. Umf. Höfðstrendingur hlaut 90 stig. Stigatala félag- anna var mjög jöfn frá upi>- hafi og oft voru þau jöfn að stigum. Afreksverálaun kvenna hlaut Oddrún Guðmundsdóttir fyrir kúluvarp og nú í fyrsta sinn. Afreksverðlaun karla hlaut Ragnar Guðmundsson fyrir 100 m hlaup, 11,2 sek. og nú í fyrsta sinn. Sérverðlaun fyrir hlaup hlaut Ragnar Guðmundsson í fyrsta sinn. Sérverðlaun fyrir stökk hlaut Gpstur Þorsteinsson í 3. sinn og til fullrar eignar. Sérverðláun fyrir köst hlaut Stefán B. Petersen í 3 sinn Qg til fullrar eignar. 100 m hlaup Ragnar Guðmundsson T 11,5 Gestur Þorsteinsson H 11,7 Sigmundur Guðmundss. H 12,2 Baldvin Kristjánsson T 12,4 í undanr. hljóp Ragnar á 11,2 Keppendur voru olls 7. 400 m hlaup Ragnar Guðmundss. T 55,0 Leifur Ragnarsson T 57.8 Gestur Þorsteinsson H Sigfús Ólafsson H Keppendur voru 6. 800 m hlaup Ólafur Ingimarsson T Baldvin Kristjánsson T Póll Ragnarsson T Stefán Gunnarsson H Keppendur voru 6. Þórður Guðm. Breiðabl. 1500 m hlaup Baldvin Kristjánsson T 5.07,1 Tómas Þorgrímsson H 5-09,1 Sigfús Ólafssom H 5.10,2 Stefán Steingrímss. H 5.10,4 Keppendur voru 6. Þórður Guðmundss. Br. 4.17,3 Hástökk karla. Ástvaldur Guðmundss. T 1,61 Gestur Þorsteinss H 1,56 Ragnar Guðmundss. T 1,46 Langstökk karla Gestur Þorsteinsson H 6,44 Ragnar Guðmundss. T 6,20 Páll Ragnarsson T 5,78 Baidvin Kristjánsson T 5,64 Keppendur voru 6. Þrístökk Gestur Þorsteinss. H 13,3,5 Skagafj. met. Ragnar Guðmundss. T 12,60 58,9 Valgarð Valgarðsson T 11,76 Sigurlaug Jónsd. T. 15,8 60,2 Sigm. Guðmundss. H Keppendur voru 5. 11,30 Keppendur voru 9. Hástökk kvcnna Kúluvarp karla Kristín Jónsdóttir H 1,26 2.13,9 Stefán B. Pedersen T 12,43 Fanney Friðbjörnsd H 1,21 2.16,1 Gestur Þorsteinss. H 9,49 Brynja Erlendsd. H 1,06 Erling Pétursson T 9,42 Sigrún Angantýsd. T 1,01 Stefán Steingrímss. H 9,20 Langstökk kvenna Kringlukast Kristín Jónsdóttir H 4,22 Gestur Þorsteinss. H 34,60 Guðrún Pálsdóttir T 3,93 Stefán B. Pedersen T 30,53 Helga Friðbjörnsd. H 3,85 y Ragnar Guðmundss. T 29,43 Sigrún Angantýsd. T 3,59 Bjöm Jóhannsson H 27,89 Keppendur voru 8. Spjótkast Kúluvarp kvenna. Gestur Þorsteinsson H 45,97 Oddrún Guðmundsd. T 9.59 Valgarð Valgarðss T 39,80 Kristín Jónsd. H 7,70 Erling Pétursson T 37,86 Anna P Þorsteinsd. H 7,39 Leifur Ragnarsson T 35,58 Helga Friðbjörnsd. H 6,98 Keppendup voru 6. Keppendur vom 9. 4x100 m boðhlaup karla Kringlukast kvenna s Sveit Höfðstrendinga 49,5 Oddrún Guðmundsd. T 27,86 A-sveit Tindastóls 49,5 Kristín Jónsdóttir H 24,64 B-sveit Tindastóls 52,6 Anna P. Þorsteinsd. H 22.27 2.51,5 3.05,0 C-sveit Tindastóls 100 m hlaup kvenna 54,7 Anna S Guðmundsd. H Keppendur voru 5 18,44 Kristín Jónsdóttir H 15,0 4x100 m hlaup kvenna 2.05,0 Guðrún Pálsd. T 15,5 Sveit Höfðstrendings 6? 6 Fanney Friðbjömsd. H 15,6 Sveit Tindastóls 65.2 BIKA RKEPPNI KKI Með tilkomu bikarkeppni K. K.f virðast körfuknattleiks- menn um allt land hafa fengi^ verðugt verkefni til að glíma við. í þessa fyrstu keppni sendu 16 lið þátttökutilkynn- ingu og hefur ríkt mikill áhugi fyrir keppninni og ýmsir efni- legir körfuknattleiksmenn kom- ið fram á sjónarsviðið og fyllsta ástæða til að aetla að þátttaka verði enn betri næsta sumar. Nýlega fór fram leik- ur milli fþróttafélagsins Þórs á Akureyri og Ungmennasamb. V-Húnvetninga og lauk hon- um með sigri Þórs ‘ sem skor- aði 84 stig gegn 27. Nú um helgina lauk svo 2 umferð keppninnar, þá sigruðu ísfirð- ingar Borgnesinga með 46:45. í hálfleik var staðan 23:19. f Reykjavík sigraði Árm bæði KR og ÍR; Ármann—KR 50:40 (23:26) og Ármann—ÍR 49:36 (21:21). Athygli skal vakin á því að það eru 1. og 2 flokks lið þessara félaga sem þátt taka í keppninni. Fjögurra liða úrslit fara fram í Reykjavík, væntanlega um miðjan sept- ember en þau lið eru Ármann, UMF Selfoss. íþróttafél Þór og Körfuknattleiksfélag ísa- fjarðar. (Frá K.K.Í.). ALLRA ÞÖRF-VH) DAGLEG STÍÍRF *rrrm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.