Þjóðviljinn - 26.08.1965, Síða 5
Fmrmftirfflffltr 2£ ágOSt TSSS —- ÞJÖÐVTLj i n M — SÍ£>A J
FERENCVARO
A myndinni sést ungverska liöið Ferencvaros sem hingað kta knattspyrnulið sem hingað til íslands heíur komið og ó-
emur á fðstudagskvöldið og leikur á sunnudaginn við ls-h®tt er að lofa knattspyrnuunnendum því að komi þeir á 1
landsmeistarana frá Keflavík. Farencvaros er vafalaust bezetkinn, fái þeir að sjá knattspyrnu sem seint mun gieymast.
íþróttamenn yinni sjálfboða-
vinnu við íþróttahöllina
— tillaga íþróttamanna
S3 Íþróttasiíunni hefur borizt athyglisvert bréf frá tveim
íþróttamönnum varðandi íþróttahöllina i Laugardal og birtum
við það orðrétt hér á síðunni í dag. í bréfinu koma íþrótta-
mennirnir með þá tillögu að komið verði á skipulagðri sjálf-
boðavinnu iþróttamanna og annarra áhugamanna til þess að
ljúka byggingu hallarinnar sem fyrst, en það hefur dregizt fram
úr hófi eins og öllum er kunnugt um. — Íþróttasíða Þjóðviljans
styður að sjálfsögðu þessa tillögu iþróttamannanna sem og aðr-
ar sem miða að því að íþróttahrcyfingin eignist loksins viðeig-
andi húsnæði fyrir íþróttir sínar og beinir því þeim tilmælum
til íþróttamanna og þeirra aðila, sem með þetta mál hafa að
gera, að íhuga vel þessa tillögu og reyna af fremsta megnj að
koma henni í framkvæmd ef mögulegt reynist.
Reykvískir iþróttamcnn hafa aðeins í eitt hús að venda með
íþróttakeppnir sínar og það er íþróttahúsið við Hálogaland,
sem einu sinni hét íþróttahöll en nú nefnist aðeins braggi, I
um það bil 25 ár eða lengur hefur íþróttaæska höfuðstaðarins
beðið eftir iþróttahöllinni í Laugardal og er Það nema von að
niörgum sé farin að leiðast biðin? —i —
20/8 1965.
Mikið hefur verið rætt um
íþróttahöllina okkar ágætu
sem verið er að reisa í Laug-
ardalnum, og þá sérstaklega nú
að undanförnu með tilliti til
hinna þýðingarmiklu leikja í
handknattlcik sem fram eiga
að fara n.k. vetur og það stór-
kostlega tækifæri sem bauðst
er heimsmeistararnir Rúmcnar
buðu að leika hér á kcppnis-
ferðalagi um Norðurlönd.
Umræður um þessi mikils-
verðu mál íþróttamanna okk-
ar eiga sér ekki aðeins stað
meðal þeirra sjálfra, heldur
og allra annarra vclunnara
þeirra og íþróttamála Iandsins
almennt
Nú, og svo er það spurningin:
Verður íþróttahöllin tilbúin ril
notkunar í tæka tíð? Svör við
þessari -spurningu eru nokkuð
á reiki og virðist svo sem
verkinu verði alls ekki lokið
og þar helzt kennt um skorti
ó mannskap og hve erfitt sé
að fá menn í vinnu. Og hér
kemur bá tilgangur þessa bréfs
í ljós, og hér er hugmynd
Sala
Aðgöngumiðasala að leik ■
Keflvíkinga og Ferencvaros j
hefst í dag kl. 13 og verða j
miðarnir seldir við Útvegs- ■
bankann í Reykjavík og f ■
Bókabúð Keflavíkur. Enn- j
fremur verður leikskrá til ■
sölu. Verð aðgöngumiðanna: ■
Stúka 150 kr., stæði 100 kr. :
og fvrir börn kr. 25.
okkar undirritaðra: Hvers
vegna ekki, að fá íþróttamenn-
ina sjálfa og aðra áhugamenn
til frívinnu við þetta verk?
íslenzkir íþrótta- og æsku-
menn hafa áður sýnt að þeír
hlífa sér hvergi þegar viljinn
er fyrir hendi.
Framkvæmd þessarar hug-
myndar okkar yrði sennilega
hægt að haga á ýmsa vegu
t.d. að skipa ákveðinn mann
úr stjórn Í.S.Í. sem gæti haft
samband við formenn hinna
ýmsu félaga og þeir svo aft-
ur við formenn einstakra deilda
innan síns félags.
Síðan gæti þessi maður aftur
haft samband við verkstjóra
eða umsjónarmann byggingar-
framkvæmdanna og þeir skipu-
lagt sín á milli fyrirkomulag
frívinnunnar þannig að þessi
mikli starfskraftur yrði nýttur
að fullu og skal þar bent á
að innan íþróttahreyfingarinn-
ar eru margir iðnaðarmenn
sem sjálfsagt mundu ekki hlífa
sér við frekar en aðrir, að
mæta eina eða tvær helgar og
stuðla þannig að því að íþrótta-
höllin verði tilbúin fyrir hina
mörgu stórleiki sem fram eiga
að fara í vetur. En þetta cr
aðeins ein framkvæmanleg leið
um tillögu okkar, margar aðr-
ar er sjálfsagt hægt að fara.
Við vonum að viðkomandi
aðilar taki þessa tillögu ræki-
lega til athugunar og taki hönd-
um saman um að hrinda þessu
máli í framkvæmd, ekki að-
eins á næstunni, heldur strax.
Iþróttamenn, sameinumst um
þetta mál. Látum okkar fram-
lag verða til, að hægt verði
að kveðja braggann í vetur
og taka á móti erlendum kapp-
Iiðum til leiks án kinnroða.
Tveir íþróttamenn.
Gaston Roelantz frá Belgíu,
scm cr bezti hindrunarhlaupari
heims um þessar mundir (sigr-
aði á OL í Tokíó í fyrra í
3000 m hindrunarhlaupi) setti
nú um hclgina nýtt Evrópu-
met í 10000 m hlaupi og hljóp
á öðrum bezta tíma sem náðst
hefur til þessa. Roelants þyk-
ir Iíklegur til þess að hnekkja
heimsmeti Ron Clarke á vega-
lcngdinni.
Jéhann Eyjálfs-
son meistari GR
★ Reykjavíkurmeistaramótinu
í golfi er nýlokið. Þar sigraði
Jóhann Eyjólfsson eftir mjög
harða keppni við' Óttar Ingva-
son (2. á Islandsmótinu). Þeir
voru jafnir eftir 36 holur
(höfðu unnið jafnmargar hol-
ur í holukeppninni) en 37. hol-
una vann Jóhann og lék hana
í einu höggi undir pari.
I I. flokki sigraði Kári Elí-
asson Vilhjálm Hjálmarsson
eftir skemmtilega og tvísýna
baráttu. Kári var 3 holum und-
ir. þegar 3 holur voru eftir.
Þær vann hann allar og bar
að auki úrslitaholuna, þá 37.,
sem hann lék í einu höggi
undir pari.
+’ I þrem flokkum fór fram
undirbúningskeppni eða und-
ankeppni og úrslitin í þeim
fara fram n.k. laugardag. I
undankeppninni urðu úrslit
þau í eldriflokkskeppni að
Helgi Eiríksson varð hlutskarp-
astur á 88 höggum. 1 nýliða-
keppni sigraði Halldór Sig-
mundsson Jón Þ. Ólafsson eft-
ir tvíframlengdan leik (54 hol-
ur) og munaði aðeins einu
höggi á þeim í lokin. Hans
Isebarn vann unglingakeppn-
ina með 90 höggum
, i • /.
A sunnudaginn fer fram af-
mælismót Golfklúbbs Reykja-
víkur og er öllum kylfingum
landsins heimil þátttaka og er
búizt við því að margir kyif-
ingar utan Reykjavíkur taki
þátt í mótinu. Keppnin hefst
kl. 9 fJu
Þorbjörn Kjærbo
golfmeistari GS
Meistaramót Golfklúbbs Suð-
urnesja fór fram á Hólmsvelli,
dagana 14., 15. og 21. ágúst sl.
Keppendur voru í upphafi 17,
en 15 luku keppninni. Eftir
að leiknar höfðu verið 54 hol-
ur, var skipað í flokka og fóru
þeir 8 með fæst högg í I. flokk,
en hinir í II. flokk.
Keppnin var skemmtileg og
var mikil barátta um 2. til 4.
sætið í I. flokki og einnig um
1. og 2. sæti í II. flokki.
Þorbjörn Kjærbo varð Suð-
urnesjameistari 1965 og sigraði
með miklum glæsibrag, en
hann lék að meðaltali 9 holu
hring á 36,5 höggum, en par
á vellinum er 32 högg. Þessi
árangur Þorbjöms er því at-
hyglisverðari þegar það er
haft í huga að hann byrjaði
að leika golf í fyrra eða í
maí 1964.
Úrslitin í flokkunum eftir
72 holur:
I. flokkur:
1. Þorbjöm Kjærbo 294 högg
2. Jón Þorsteinsson 319 högg,
3. Þorgeir Þorsteinss. 330 högg.
II. flokkur:
1. Þórir Sæmundsson 361 högg
2. Ásgrímur Ragnars 363 högg,
3. Guðm. Guðmundss. 373 högg.
; 4 heimsmet
j Bandarískt sundfólk setti
j fjögur ný heimsmet j sundi
■ nú um helgina í landskeppni
■ milli USA og Englands. —
j Mary EUen Olcese synti 440
! jarda á 5:25,1 mín — Clau-
■ dia Kolb synti 220 jarda fjór-
■ sund á 2:33,9 mín og 22 jarda
■ flugsund synti Sue Pitt á
j 2:31,9 mín. Loks syntj banda-
■ rísk boðsundssveit (karlar)
5 4x110 jarda á 3:41,7 mín.
Tsirimokos fer
fram á traust
AÞENU 24/8 — Þriðji forsæt-
isráðherra Grikklands á nokkr-
um vikum, Elias Tsirimokos,
lagði í dag fyrir gríska þingið
stefnuskrá stna og fór fram á
traust þess. Búizt er við hörð-
um umræðum á þinginu, en at-
kvæðagreiðsla um traustsyfir-
lýsinguna er varla væntanleg
fyrr en í vikulokin. Það er tal-
ið tvísýnt að Tsirimokos fái
þingmeirihluta.
LIMA 24/8 — Her stjórnarinnar
í Perú er nú í þann veginn að
hefja meiriháttar herferð gegn
skæruliðum sem búið hafa um
sig í frumskógum Andesarfjalb.
og hefur orðið vel ágengt ,• við
ureignum við stjörnarherinn að
undanfömu. Hferlög. voru sett í
landinu; í júU,
sitt af hverju
Evrópumet í 200 m flug-
sundi setti sovézki sundmað-
urinn Kusmin í Budapest Qg
synti á 2:10.4 mín og bætti
þar með eldra metið sem
hann átti sjálfur um 0,8 sek.
Nýtt tékkneskt met í 200
metra bringusundi setti Vlad-
ek Ooenasek í landskeppni
milli Tékka og Englendinga.
knattspyrna
Spartak Moskva sigraði
í sovézku bikarkeppninni og
er það í áttunda sinn sem
Spartak vinnur keppnina.
Spartak og . Dynamo Mnsk
;★! Tékkinn Odlozil sigraði
í míluhlaupi í Vasteras á
góðum tíma, hljóp á 3.58,7
mín. Annar í hlaupinu varð
Bretinn Alan Simpson á tím-
anum 3.58,8 mín. John Cram-
er vann stangarstökkið á
4.80 m en Tékkarnir Toma-
sek og Taftl stukku sömu
hæð.
léku tvo úrslitaleiki, Fyrri
leiknum lauk með jafntefli
0:0, en seinni leikinn vann
Spartak 2:1 eftir framleng-
ingu.
frjólsípróttir
Frakkar unnu Sviss í
landskeppni í frjálsum íþrótt-
um með 111 stigum gegn 101.
★J Randy Matson kastaði
20,43 m á alþjóðlegu móti
sem haldið var í Lathi f
Finnlandi á miðvikudag. Á
mótinu jafnaði Finninn
Musku finnska metið í 200
m hlaupi og hljóp á 21,3 sek.
Muska sigraði í 200 m á NM
Persson ræður
★! Svíinn Bengt Persson
setti nýtt sænskt met í 3
mílna hlaupi (8:41,6 mín).
Eldra metið átt Gvinther
Hagg og var það eina mebð
hans sem ekki hafði tekizt
að bæta.
Heimsmethafinn í 3000 m
hlaupi, Austur-Þjóðverjinn
Siegfried Herrmann, hljóp á
fimmtudagínn í siðustp viku
500Q metra á 13:30,2 mín.
Herrmann ætlaði að hnekkja
heimsmeti Ástralíumannsins
Ron Clarke sem er 13:25,8
mín, en mistókst það að
þessu sinni.
utan úr heimi
Kaupfélagsstjórastarf
Kaupfélagsstj órastarfið hjá Kaupfélaginu Björk,
Eskifirði, er laust til umsóknar frá og með 1.
janúar 1966.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og
kaupkröfu óskast sendar til formanns félagsins,
Ásgeirs Júlíussonar, Samtúni, Eskifirði, eða starfs-
mannastjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga,
Jóns Arnþói'ssonar, Reykjavík.
Starfinu fylgir leigufrítt húsnæði með ljósum og
hita.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Stjórn Kaupfélagsins Bjarkar,
Eskifirði.
i
i